Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Side 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 | 5 leikvöngum, íklætt bolunum, fagnandi, skor- andi og sólandi aðra upp úr skónum. Fáein hundruð hæka eru birt í bókinni, japönsku at- kvæðareglunni 5-7-5 er þó ekki fylgt, heldur samanstanda fótboltahækurnar skosku af þremur orðum, einu í hverri línu. Dæmi: Floodlit Winter Night sem dregur upp stemmninguna á myrku vetrarkvöldi, þegar flóðljósin draga fólk út úr húsum og inn í leikgleðina á vellinum. Sumar hækurnar líkja eftir hrópum áhorfenda, aðrar greina frá úrslitum, sumar setja einstakar spyrnur í mjög ljóðrænt samhengi og sumar lýsa einfaldlega leikskipulagi, sbr.: Fjórir Fjórir Tveir Ein besta hækan er eftir Lornu J. Waite og hljóðar svo: Beautiful Miss Scotland Hæka þessi er margræð, getur virkað sem lýsing á fegurðardrottningunni Ungfrú Skot- landi, en vísar í fótboltasamhengi til brokk- gengrar lukku landsliðs Skota – það sem þeir gera best er að hitta markið illa (enska nafn- orðið „miss“ er jú skot framhjá marki). Annað hækusafn mun vera væntanlegt vegna HM ’06 í Þýskalandi. Rímur um Gascoigne, Kahn, Best Hjá Limmat-forlaginu í Sviss kom nýlega út bókin Am Ball ist immer der Erste, eða Fyrstur kemur alltaf að boltanum – ljóð um fótbolta og þess háttar, eftir Wolfgang Bortlik með teikningum eftir Önnu Baumann. Þar er t.a.m. að finna bragi sem heita Vítaspyrna, Áfram Sviss, Grænt, Panini-Glück (um leitina að Oliver Kahn í límmiðasafnið), George und Gazza (um drykkfelldu knatthetjurnar George Best og Paul Gascoigne) og ljóðið Spitzenkick (Táari) um „eina bestu viðureign félagsliða á síðari tímum“ að áliti höfundar, leik Chelsea og Barcelona í fjórðungsúrslitum Meist- aradeildar Evrópu í mars 2005. Kvæðin ríma öll og eru kumpánleg í stílnum; gjarnan fylgja neðanmálsskýringar um leikvanga, þjálfara og úrslit leikja. Í einu ljóðanna leikur höfund- urinn sér að því að stilla upp sigurstranglegu liði dauðra skálda, með Heinrich Heine í marki og Hölderlin og Brecht á vinstri vængnum, svo dæmi séu nefnd – á bekknum hins vegar bæði Celan og Schiller enda úr mörgum snillingum að velja. Þá má einnig hafa gaman af ljóðinu Frühe Prägung, um það þegar Jacques Derrida, síðar heimspekingur, sá ítalska stríðsfanga leika listir sínar í knatt- spyrnu í Alsír haustið 1943, og strengdi þess heit í kjölfarið að verða atvinnumaður í knatt- spyrnu. Sem hann varð einmitt ekki. Og gleymum heldur ekki þulunni „1/128-Finale im Uefa-Cup“, þar sem meðal annars kemur við sögu meistaraflokkslið Keflavíkur. Bortlik er ekki sá eini sem ort hefur um knattspyrnu í aðdraganda HM, tímarit og dagblöð á þýska málsvæðinu hafa satt að segja verið undirlögð af þeirri viðleitni um skeið. Meðal þeirra sem hafa spreytt sig er ungi leikhúsmaðurinn og skáldið Albert Os- termaier, en í viðtali við GQ sagði hann nýlega að ljóðið væri afar heppilegt form til að nálg- ast knattspyrnu þar sem bæði knattleikurinn og ljóðið snerust um augnablik, umfram allt augnablikið þar sem framrásin tekur óvænta stefnu. Í báðum léki rytmi einnig stórt hlut- verk, ekki síst útpældar hraðabreytingar. Þá benti hann á að í margvíslegum uppákomum innan og utan vallar væri að finna harmleikja- element og tók sem dæmi einvígi Olivers Kahn og Jens Lehmann um markvarðarstöð- una hjá landsliði Þýskalands. „Það er snefill af Shakespeare í þessu,“ sagði Ostermaier kank- vís, þess vegna væri fótboltaheimurinn jafnan ágætt yrkisefni. Mikilmennska og erótík Bókin SportsGeist – Dichter in Bewegung (Íþróttaandi: Skáld á hreyfingu) kom nýlega út hjá þýska forlaginu Arche. Hún byggist á samnefndri sýningu, sem sett var upp í sam- vinnu borgarbókasafnsins í München og Hein- rich- og Thomas Mann-miðstöðvarinnar í Lü- beck. Í bókinni er að finna óviðjafnanlegar myndir af útivist valinkunnra hugsuða, Albert Einstein í sandölum á ströndinni, Hermann Hesse á skíðum (og nakinn í klettaklifri), Thomas Mann í sundsamfestingi og sport- sokkum í sólbaði og Vladimir Nabokov á fiðr- ildaveiðum. Sérstakur kafli er um fótbolta- áhuga rithöfunda, þar fer fremstur í flokki Ítalinn Pier Paolo Pasolini, en hann lýsti knattspyrnu m.a. sem „síðustu heilögu svið- setningu okkar tíma“ um miðja síðustu öld: „Fótbolti er leikhús líkamans; hreyfingarnar eru sviðsetning mikilmennsku, bersögli, tign- ar og erótíkur“ er haft eftir Pasolini, sem viðr- aði þessar skoðanir sínar „áður en íþróttinni var spillt af neyslumenningu og auglýsingum“ eins og höfundar bókarinnar, Elisabeth Two- rek og Michael Ott, kjósa að komast að orði. Köflunum fylgja merkilegar myndir af Pasol- ini með boltann í ham, en hann þótti liðtækur mjög. Einnig er í Íþróttaandanum vitnað í Robert Musil, sem var mikill sportisti, og hugað að íþróttaheimspeki í bók hans Maður án mann- kosta. Þá er og kafli um fótboltaiðkun Nabo- kovs á Englandi (hann var markvörður), og greint frá því hvernig knattspyrna var „leið til að lifa af“ í huga rithöfundarins Alberts Ca- mus, bæði á stríðstímum og friðar-. Sem og í ritverkunum: „… og þegar hann geystist áfram með boltann við fæturna og krækti framhjá trjám og mótherjum upplifði hann sig konung hallargarðsins, konung lífsins,“ segir um persónuna Jacques í skáldsögunni Le pre- mier homme eftir Camus. Við fylgjum straumunum Og svona mætti halda áfram. Á okkar mál- svæði munum við bækur eins og Fótboltasög- ur Elísabetar Jökulsdóttur, skáldsöguna Fót- boltafíkillinn eftir Tryggva Þór Kristjánsson og unglingabókina sígildu Tár, bros og takka- skór eftir höfundinn sparkvissa Þorgrím Þrá- insson. Kvikmyndirnar Strákarnir okkar og að sínu leyti Íslenski draumurinn, báðar eftir Róbert Douglas, hafa knattspyrnu í brenni- punkti og greina frá lífi og draumum bæði leikmanna og áhangenda. Að ógleymdri heim- ildamyndinni hressilegu Africa United, eftir Ólaf Jóhannesson og aðra Poppoli-menn. Þá hefur Sigurjón Sighvatsson nýlega framleitt 90 mínútna langa (heimildar)mynd um einn nafntogaðasta fótboltakappa okkar tíma, Zi- nedine Zidane, en ytri tími myndarinnar er einn knattspyrnuleikur, ekki ósvipað og í írönsku kvikmyndinni Offside sem fyrr var nefnd (sjá nánari umfjöllun um Zidane- myndina annars staðar í blaðinu). Þá er eftirminnileg sýning Íslenska dans- flokksins á The Match, kraftmiklu verki eftir hollenska danshöfundinn Lonneke van Leth, þar sem fyrirmyndir að hreyfingum og bún- ingum voru markvisst sóttar til fótboltavall- arins. Verkið öðlaðist svo enn lífrænna yf- irbragð þegar brot úr því var sýnt á sjálfum Laugardalsvellinum í landsleikshálfleik. Þá varð stílfærslan augljósari og um leið varð hringleikaumgjörðin óvart merkingarbær, svo ólík en um leið lík umgjörð leikhússins. Hámenning, lágmenning, dauð skáld, dans- arar; knattspyrnan er víða í samtímaverkum og hefur stundum mikilvægu, merkingarbæru hlutverki að gegna. Kannski felst dýpri merk- ing en margan grunar í því þegar kallað er úr stúkunni að menn þurfi að „lesa“ leikinn bet- ur. Sumir taka tilmælin a.m.k. mjög bók- staflega. Magnum photos Maradona í Mexíkó ’86 Maradona fagnar heimsmeistaratitli Argentínu á Azteca-leikvanginum 29. júní 1986. Myndin er eftir John Vink og er á sýningunni Heimsmálið fótbolti sem Goethe-stofnunin stendur fyrir í forsal Borgarleikhússins til loka heimsmeistaramótsins. Á sýningunni eru 50 ljósmyndaverk úr safni MAGNUM PHOTOS og hefur hún verið á ferð frá því í febrúar 2004. c a r n e g i e a r t a w a r d 2 0 0 6 hafnarhús | tryggvagötu 17 8. júní – 20. agúst | opið daglega 10 – 17 leiðsögn sunnudaga kl. 15 ókeypis aðgangur á mánudögum ein stærstu myndlistarverðlaun í heimi kynna 21 norrænan myndlistarmann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.