Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.2006, Side 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 10. júní 2006 Þ jóðlagahátíðin er ferðalag í tón- um um eyjar og strendur við Norður-Atlantshaf og Karíba- haf. Þá verður haldið til Filipps- eyja og Ungverjalands, tungu- málaeyjunnar í miðri Evrópu. Alþingishátíðarkantata frumflutt Hátíðin hefst á frumflutningi Alþingishátíðar- kantötu sr. Bjarna Þorsteinssonar. Verkið var samið fyrir Alþingishátíðina 1930 en hefur aldrei verið flutt. Efnt var til samkeppni um kantötu við kvæði Davíðs Stefánssonar og bar Páll Ísólfsson sigur úr býtum. Verk sr. Bjarna er fyrir þrjá einsöngvara, blandaðan kór og karlakór. Allir kórar á Siglu- firði sameinast í flutningi á verkinu en auk þeirra taka Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Hlöðver Sigurðsson tenór og Valdimar Hilm- arsson bassi þátt í flutningnum. Píanóleikari verður Renáta Iván en stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. Norrænir gestir Hátíðina sækja margir góðir gestir heim. Fyrst ber að nefna Strengjasveit unga fólks- ins frá Kaupmannahöfn. Hún leikur verk eftir Jón Ásgeirsson, Carl Nielsen og Dimitri Schostakovich undir stjórn Jespers Ryskin. Joachim Kjelsaas Kwetzinsky kemur frá Nor- egi og leikur verk eftir tónskáld ólíkra eyþjóða fyrir píanó. Joachim fæddist árið 1978 í Nor- egi og vakti ungur mikla athygli fyrir leik sinn. Á meðal afreka hans má nefna sigur í Grieg-keppninni í Osló árið 2002 og tónleika á Tónlistarhátíðinni í Björgvin vorið 2005. Á Siglufirði frumflytur hann verkið Fagurt er í Fjörðum eftir Gunnar Andreas Kristinsson, en Gunnar lauk fyrir tveimur árum meistara- gráðu í tónsmíðum frá Konunglega tónlistar- háskólanum í Haag. Þá leikur Joachim verk eftir Tan Dun frá Filippseyjum, þjóðlagaút- setningar eftir Béla Bartók og loks nokkur verk eftir norsk nútímatónskáld. Þá heimsæk- ir hátíðina tríóið Alfreds Fölge frá Noregi og flytur bæði tónlist og sagnir úr norska skerja- garðinum. Tríóið skipa Astri Skarpengland þjóðlagasöngkona, Espen Alfred Leite harm- ónikkuleikari og Gunhild Aubert Opdal, sagnakona og dansari. Þjóðir við Karíbahaf Þrennir tónleikar á hátíðinni eru helgaðir þjóðum við Karíbahaf. Sandra Mares söng- kona og Hector Landa píanóleikari eru ungir tónlistarmenn frá Mexíkó. Sandra kom fyrst fram á svið níu ára að aldri og söng þá mexí- kósk þjóðlög. Í kjölfarið varð hún ein kunn- asta þjóðlagasöngkona landsins. Hún hefur víða haldið tónleika, svo sem á Kúbu, í New York, á Spáni, Búlgaríu, Ítalíu, Frakklandi og Þýskalandi, þar sem hún hefur ýmist komið fram á tónleikum og í útvarpi, ýmist ein eða með þjóðlagaflokknum Vera-Mares. Á efnis- skrá hennar eru kúbönsk og mexíkósk trova, bóleró, maríakí-söngvar og afró-kúbönsk tón- list. Hector Landa leikur með henni á píanó. Hann hefur í tvígang unnið fyrstu verðlaun í keppni ungra píanóleikara í heimalandi sínu og stundar nú framhaldsnám í Bandaríkj- unum. Ferðalaginu um Karíbahaf heldur fram á eyjunum Jamaíku og Kúbu. Flís-tríóið gaf ný- lega út geisladisk með tónlist frá Jamaíku ásamt Bogomil Font og verður hún leikin á tónleikum á hátíðinni. Þá heldur Tómas R. Einarsson námskeið fyrir tónlistarnema í kúb- anskri tónlist og lýkur því með tónleikum á hátíðinni. Tómasi til fulltingis á námskeiðinu verður Matthías Hemstock slagverksleikari. Ferðinni um Karíbahaf lýkur með gítartón- leikum Uwe Eschners frá Þýskalandi. Hann mun á tónleikum sínum leika verk eftir kú- bönsk og suðuramerísk tónskáld á borð við Brouwer, Villa-Lobos og Ponce. Eyþjóð í miðri Evrópu Ungverjar eru um margt sérstök þjóð. Tung- an og ekki síst tónlistin gera hana að eyþjóð í miðri Evrópu. Á 19. öld stóðu menn í þeirri trú að sígaunatónlist væri ungversk þjóðlaga- tónlist en í upphafi 20. aldar varð þeim ljóst að það var ekki alls kostar rétt. Í sveitum lands- ins var allt annars konar tónlist stunduð sem var hin raunverulega þjóðlagatónlist Ung- verja. Um líkt leyti og Bjarni Þorsteinsson gaf út safn sitt Íslensk þjóðlög, eða árið 1906, gáfu tvö ungversk tónskáld, Béla Bartók og Zoltán Kodály, út fyrstu útsetningar sínar á ung- verskum þjóðlögum. Verk tvímenninganna áttu síðar eftir að hafa byltingarkennd áhrif á sögu evrópskrar tónlistar, einkum tónsmíðar Bartóks. Tómas Gombai er einn merkasti þjóðlagatónlistarmaður Ungverja nú um stundir. Hann leikur einkum á fiðlu en á tón- leikum sínum á Siglufirði mun hann einnig syngja og bregða fyrir sig hjarðflautu. Tamás hefur safnað ungverskum þjóðlögum í Transylvaníu og Slóvakíu sem og gefið út bók um þjóðlagatónlist. Hann hefur leitt kunnar þjóðlagahljómsveitir í heimalandi sínu og haldið með þeim tónleika víða um lönd. Hátíðinni lýkur með tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar unga fólksins. Stjórnandi er brasilíski hljómsveitarstjórinn Ligia Amadio, aðalstjórnandi Þjóðarhljómsveitarinnar í Rio de Janeiro. Hún stjórnar ballettsvítunni Eld- inum eftir Jórunni Viðar, flautukonsert eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem nefnist Columbina og Myndum á sýningu eftir Modest Mussorg- ský í útsetningu Ravels. Einleikari er Emelía Rós Sigfúsdóttir en hún lauk námi frá Trinity College of Music í London árið 2004. Opin dagskrá vígsludaginn Laugardaginn 8. júlí verður Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar vígt við hátíðlega at- höfn. Í tilefni dagsins verður haldið málþing um stöðu þjóðlagatónlistar í nútímasamfélagi. Erindi flytja Gunnar Stubseid, rektor Ole Bull-akademíunnar á Voss í Noregi, Kristian Blak frá Færeyjum auk Tamás Gombosi frá Ungverjalandi. Að lokinni vígslu Þjóðlagaset- urs síðar um daginn verða tónleikar um allan bæ þar sem danshópar, kórar, hljómsveitir eða aðrir sem vilja geta tekið þátt. Leikhópur- inn Bandamenn verður með sýningu í Báta- húsinu og Harmónikkufélag Reykjavíkur frumflytur þjóðlagaútsetningar við Roalds- brakka. Um kvöldið verður mikil uppskeruhá- tíð þar sem Spælimenninir færeysku leika fyr- ir dansi. Námskeið í tónlist og handverki Að venju verða fjölbreytt námskeið á Þjóð- lagahátíðinni á Siglufirði. Áður var minnst á námskeið Tómasar R. Einarssonar um kúb- anska tónlist fyrir unga tónlistarnema. Kol- finna Sigurvinsdóttir heldur námskeið í hinum fornu sagnadönsum okkar Íslendinga. Þá verða kennd rímnalög úr safni Kvæðamanna- félagsins Iðunnar og barnagælur og þulur sem Ása Ketilsdóttir hefur varðveitt úr Aðal- dal í Þingeyjarsýslu. Handverksnámskeið verða margskonar, svo sem í silfursmíði, tré- skurði, refilsaumi og ullarlitun. Þá verður gengið til grasa og kennd matreiðsla úr þeim auk þess sem haldið verður námskeið í sagna- mennsku. Bernd Ogrodnik opnar heim brúðu- leikhússins fyrir nemendum sínum með nám- skeiði og sýningu á vígsludaginn. Þá eru sérstök námskeið fyrir börn og unglinga. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hennar www.siglo.is/festival. Tónlist eyþjóða og stranda Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í sjöunda sinn dagana 5.–9. júlí í sumar. Hátíð- in er að þessu sinni helguð tónlist eyþjóða og stranda. Þá verða sérstakir tónleikar helg- aðir verkum Bjarna Þorsteinssonar í tilefni þess að þjóðlagasetur kennt við hann verður vígt á hátíðinni. Höfundur er listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíðar á Siglufirði. Eftir Gunnstein Ólafsson gol@ismennt.is Sandra Mares Sandra kom fyrst fram á svið níu ára að aldri og söng þá mexíkósk þjóðlög. Í kjölfarið varð hún ein kunnasta þjóðlagasöngkona landsins. Á efnisskrá hennar eru kúbönsk og mexíkósk trova, bóleró, maríakí-söngvar og afró-kúbönsk tónlist. Hector Landa leikur með henni á píanó. E ftir margra ára fjarvist var ég aftur staddur í mínum gamla Miðvestursháskóla, nú á fimmtugsaldri. Með inntöku- bréf upp á vasann, þramm- andi um kampusinn í leit að aðskiljanlegum kennslustöðum hinna ýmsu kúrsa sem ég hafði sótt um og fengið sam- þykkta. Raunar miklu fleiri en ég myndi kom- ast yfir, enda hafði mér verið bent á að láta endanlegt val ráðast af því sem við blasti á hverjum stað. Þetta var undarleg reynsla. Að vísu var kúrsa- val mitt ærið skrautlegt; teygði sig frá ex- ótískum músíkgreinum um hin undarlegustu sérsvið dansk-sænskra bókmennta yfir í forn- leifafræði og hvers konar þverfaglegar komb- ínasjónir skv. kröfum tímans sem enginn á að- alskrifstofum viðeigandi djákna virtist vita með vissu hvort til væru í raun og veru, jafn- vel þótt stæðu í námsskrá. Enda kampusinn gríðarstór, skriffinnskan endalaus og yfirsýn- in að sama skapi hverfandi. Leiðbeiningar fengust engar fleiri, heldur var ég væddur handfylli af brúnum náms- aðgöngumiðum með undarlegum skráningar- heitum – „ASCT 2955“, „BOWT 5132“ o.þ.h. – og bar sjálfum að finna út hvað þetta stæði fyrir í raun og veru og hvar kennslan færi fram. Með viðkomu í Sycamore Hall, þar sem góðhjörtuð undirtylla gat bent á nokkra til- tekna staði á kampuskortinu þar sem mestar líkur væru á að viðkomandi kúrsar yrðu kenndir. Ég hafði bundið miklar vonir við „Norse Mythology in Paleolingual Perspective“ og hálfpartinn óttaðist að jafngirnilegur titill yrði bara til að kaffæra mig í algerum læmingja- kúrsi. En viti menn. Þegar kom að staðnum – hálffúnum timburhjalli frá 1890 er minnti á MR Selið – voru þar aðeins örfáar hræður, allt greinilega fastráðið kennaralið eða fjölskyldu- meðlimir, í óða önn við að elda mat og und- irbúa pikknikk. Hvort þetta væri þá ekki rétti staðurinn fyrir NMPP 4237? Jújú, svosem. En síðast er þau vissu hefði enginn sótt um, og með innan við 5 manna þátttöku væri engin kennslu- skylda. Óvinsældir fagsins virtust ekki valda þeim minnstu áhyggjum. Sama var uppi á teningi á hinum stöðunum, er reyndust sumir ærið vandfundnir. Það hvarflaði raunar að mér hvort ætlazt væri til að þeir fyndust yfirleitt. Viðkvæðið var: »Því miður – of fáir stúdentar. Komdu aftur næsta ár!« Loks fauk í mig. Ég ákvað að hafa uppi á rektor og segja honum frá þeirri geigvænlegu fjársóun sem átti sér stað á 80.000 stúdenta kampusnum, greinilega án þess að nokkur gerði sé grein fyrir neinu. Og innst inni kannski líka soldið sár yfir hversu fáir virtust hafa áhuga á mínum uppáhaldssviðum. Það fór að hlakka í mér. Nú yrði sko sprenging í lagi! Ef þá ekki skandall á landsvísu. Ég sá fyrir mér æpandi yfirskriftirnar: „Phoney University Courses Disclosed By Icelandic Student“ og ornaði mér ekki síður við tilhugs- unina um að menntamálaráðherra Bandaríkj- anna myndi sennilega þakka mér persónulega fyrir. En – no way, José. Morfeifur draumstjóri stöðvaði akkúrat hér færiband atburða og vakti mig til grámósku dagfarsins. Án efa öll- um litlu gerviprófessorum Miðvestursins til mikils léttis … Hámenntaðir myrkviðir Draumsaga Eftir Ríkarð Örn Pálsson rikardur@mbl.is Höfundur er tónlistargagnrýnandi á Morgunblaðinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.