Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. júlí 2006 Magnasyni.17 Fyrir þessa 100 milljarða hefði verið hægt að keppa við Harvard-háskóla í uppbyggingu rannsóknabókasafns um árabil án þess svo mikið sem að hreyfa við höf- uðstólnum.18 Eftir svona tuttugu ár hefðum við átt eitt merkilegasta háskólabókasafn í heimi. Það hefði vissulega verið ævintýraleg hug- mynd, en hefði hún verið óraunhæfari en fram- kvæmdirnar á Austurlandi? Ég vil fylgja sam- anburðinum aðeins betur eftir vegna þess að hann varpar ljósi á verðmætamat okkar og framtíðarsýn. Hvað um öll störfin sem skapast við fram- kvæmdirnar á Austurlandi? segja áltrúar- menn nú. Hugsum raunhæft. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarstofnunar Háskólans á Akureyri skapast 414 störf í álverinu á Reyð- arfirði eftir framkvæmdirnar á Austurlandi, en jafnframt er talið að afleidd störf verði 468 og að heildarfjöldi nýrra starfa vegna álvers- ins verði því 882.19 Þetta er raunhæft ekki síð- ur en áþreifanlegt. Þetta eru alvöru störf fyrir raunverulega einstaklinga. Hvað hefði svo gerst ef við hefðum veitt 8 milljörðum á ári í að koma upp rannsóknabókasafni á heims- mælikvarða? Við rannsóknabókasafn Har- vard-háskóla störfuðu 1137 starfsmenn í fullu starfi á árinu 2004. Stöðugildi Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns voru aftur á móti 98,5 árið 1999, en sex árum síðar hafði þeim fækkað um rúmlega 10.20 Ef við höldum fast við Harvard-kvarðann þyrftum við því að ráða 1050 starfsmenn til viðbótar þeim sem þegar starfa við Landsbókasafn Íslands. En kannski er hugmyndin um 1050 nýja bókasafnsstarfs- menn óraunhæfari og óraunverulegri en hug- myndin um 414 álverði. Ég veit a.m.k. fyrir víst að afleiddu störfin sem spryttu í kringum eitt þróttmesta vísinda- og rannsóknabókasafn í heimi yrðu fleiri en 468. Ég veit þetta vegna þess að ég hef komið inn á mörg af stærstu rannsóknabókasöfnum í heiminum og ég hef séð með eigin augum hvers konar starfsemi sprettur upp í kringum slík söfn. Söfnin hafa ekki aðeins áhrif á alla mennta- og vísinda- starfsemi í nágrenninu, heldur einnig á alla þjónustu á svæðinu. Þjónustufyrirtækin sem sprottið hafa upp í kringum Texas-háskóla á síðustu áratugum skipta t.a.m. hundruðum. Framtíðarlandið Ísland: Alexandría eða Gísa? Væru hugmyndir af þessu tagi ekki stóriðju- stalínismi af verstu gerð, handstýring af því tagi sem stjórnvöld ættu að forðast í lengstu lög í frjálsu markaðskerfi? Er nokkur munur á því að byggja upp íslenskt „heimsbókasafn“ og því að reisa risastíflu til þess að tryggja banda- rísku álveri orku? Að mínu mati liggur mun- urinn ekki í því einu að rafmagnið getur farið af bókasafni í nokkra klukkutíma án þess að það hafi hugsanlega merkjanleg áhrif á efna- hag þjóðarinnar.21 Í nútímaþekkingarsam- félagi eru alvöru rannsóknabókasöfn grunn- urinn að öllu öðru. Án slíkra safna verður engin raunveruleg uppbygging í mennta- málum og því merkilegra sem safnið er, því meiri eru möguleikarnir fyrir þær stofnanir og fyrirtæki sem vilja tengjast safninu. Eins væri hægt að kalla það miðstýringu að vilja leggja vegi vegna þess að með því sé verið að reyna að hafa áhrif á þá atvinnustarfsemi sem hugs- anlega spretti meðfram vegunum. Bókasafnið og stíflan eru vissulega farsa- kennd samanburðardæmi, en þau geta varpað ljósi á verðmætamat og framtíðarsýn Íslend- inga. Líkt og aðrar vestrænar þjóðir stöndum við nú á krossgötum. Þær ákvarðanir sem við tökum á næstunni tökum við fyrir hönd barna okkar og barnabarna. Af hverju eyðum við þá milljörðum í stóriðju en skiptimynt í uppbygg- ingu þess háskólabókasafns sem verður að þjóna þjóðinni allri meðan hún fetar sig menntaveginn í átt til framtíðar? Enginn þeirra skóla sem skipar eitt af efstu tíu sæt- unum á lista yfir fremstu háskólabókasöfn í Norður-Ameríku eyðir undir 2,5 milljörðum á ári í safnkostinn. Þó byggja þessi söfn á stór- fenglegum grunni. Í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni blasir við uppsöfnuð van- ræksla hvert sem litið er. Safnið einkennist ekki af gloppum, heldur hörmulegum eyðum á flestum sviðum vísinda. Þessar eyður þarf að fylla upp í eftir fremsta megni um leið og reynt er að kaupa það markverðasta um nýjustu rannsóknir. Ég er ekki svo metnaðarfullur að mig dreymi um að eitt af 10 bestu rannsókna- bókasöfnum í heiminum rísi á næstu árum á Melunum. En ég veit líka að ekki verður hægt að byggja upp vísindasamfélag á Íslandi án þess að íslensk stjórnvöld gjörbreyti afstöðu sinni og fari að nota stóriðjukvarðann sem við- mið í menntamálum. Það er ekki nóg að tvö- falda eða þrefalda þær fjárupphæðir sem HÍ hefur til ráðstöfunar til bókakaupa á ári hverju. Þá upphæð verður að lágmarki að tí- falda og við verðum að búa okkur undir að jafnvel það nægi ekki til lengdar. Hálfur millj- arður á ári! Er það ekki óraunhæft? Lýsir það ekki ábyrgðarleysi? „Ekki verður bókvitið í askana látið,“ sagði víst einhver íslenskur spekingur fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Stað- reyndin er þessi: Ef fjárhæðin sem ætluð er í gerð Héðinsfjarðarganga (a.m.k. 7 milljarðar) væri sett í bókakaupasjóð myndi það bylta inn- kaupastefnu Háskóla Íslands og það til fram- búðar því ekki þyrfti að ganga á höfuðstólinn. Bókasafnið væri aldrei á heimsmælikvarða, en nógu gott til þess að aðstaða íslensks háskóla- og rannsóknasamfélags gjörbreyttist á ekki lengri tíma en það tekur eina kynslóð að vaxa úr grasi. Það væri svo þessarar nýju kynslóðar að ákveða hvort frekari fjárfestinga væri þörf. Ég ber þá von í brjósti að þar fari börn fram- tíðarlandsins sem horfi um öxl til bókasafnsins fræga í Alexandríu fremur en til náborg- arinnar við Gísa þar sem eilífir vindar blása um sandauðnina.  1 „Aldrei fleiri umsóknir um nám við Háskóla Íslands“, Morgunblaðið, 13.6. 2006. [http://www.mbl.is]. 2 Kristín Ingólfsdóttir: „Menntun í fremstu röð“. Erindi flutt á málþingi Vísinda- og tækniráðs 14. mars 2004. [http:// www.hi.is]. 3 Hægt er að kynna sér nýlega samþykkta „Stefnu Háskóla Ís- lands 2006-2011“ á heimasíðu skólans [www.hi.is/page/ stefna2006-2011]. 4 Hér er einnig rétt að benda á að bókasafnsframlög HÍ renna að stærstum hluta til Þjóðarbókhlöðunnar, sem er bókasafn allra landsmanna, og því nyti allt háskólasamfélagið góðs af auknum framlögum HÍ til bókakaupa. 5 Hér er miðað við hlutfall einstaklinga sem eru 25 ára og eldri. 6 Þessar tölur er allar hægt að nálgast á vefslóðinni http:// quickfacts.census.gov/qfd/. 7 Frekari upplýsingar um bókasafnið við Harvard-háskóla má finna á heimasíðu skólans. Sjá: http://hul.harvard.edu/ about.htm. 8 Upplýsingar um bókasafnið í Bullitt-sýslu má finna á heimasíðu þess. Sjá: http://www.bcplib.org/. 9 Nú finnst ýmsum eflaust ekki marktækt að bera saman bókakaup héraðsbókasafns og háskóladeildar. Annars vegar sé um að ræða innkaupastefnu á almennu sviði, hins vegar kaup sem miðist við afmarkað svið, við mun sértækari þarfir. Ég geri ekki ráð fyrir að innkaupastefnan á Kúlu sé frábrugð- in því sem gengur og gerist í öðrum dreifbýlissöfnum í Bandaríkjunum. Á slík söfn eru keyptar bækur með almenna skírskotun, jafnt uppsláttarrit, skáldskapur (fyrir börn og fullorðna), ævisögur, sjálfshjálparbækur, sagnfræði og að- gengileg fræðirit. Vinsæl verk eru keypt í mörgum eintökum og líklega er innkaupalistinn í bókasafni Bullitt-sýslu svo til eingöngu einskorðaður við verk á ensku (98% íbúanna eru hvítir). Í hugvísindadeild HÍ þarf ekki síður að kaupa upp- sláttarrit, ævisögur og almennan skáldskap. En þær bækur sem hugvísindadeild kaupir eru ekki bundnar við hinn enska málheim. Þannig þarf að kaupa skáldverk á þeim tungu- málum sem kennd eru við deildina: skáldverk á ensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku, þýsku, spænsku, frönsku, ítölsku, grísku, latínu og japönsku. Síðan þarf að kaupa fræðirit um þessar bókmenntir á ýmsum tungumálum þó að vissulega séu langflest fræðiritin á ensku. Jafnframt þarf deild eins og hugvísindadeild að sinna stórum fræðasviðum eins og fornleifafræði, heimspeki, klassískum fræðum, leik- listarfræði, listfræði, kvikmyndafræði, kynjafræði, málvís- indum, menningarfræði, ritlist, safnafræði, sagnfræði, tákn- málsfræði og þýðingafræði. Hér er ekki allt talið en þetta verður að duga. 10 Þar sem ég hef aðeins undir höndum heildarupphæðina til bókasafnsmála frá öðrum deildum HÍ, en ekki sundurliðaða upphæð eins og hjá hugvísindadeild, ber ég hana saman við heildarupphæðina í Bullitt, en á Kúlu verja menn alls 234.300 dölum, eða 17.338.200 krónum, í innkaup fyrir safnið. 11 Við raunvísindadeild Háskóla Íslands starfa yfir 70 kenn- arar í hinum ýmsu greinum auk þess sem fjölmargir vís- indamenn, fræðimenn og sérfræðingar starfa við rannsókn- arstofnanir í tengslum við deildina. Við raunvísindadeild er hægt að leggja stund á stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði, líf- efnafræði, líf fræði, jarðfræði, landfræði, ferðamálafræði og matvæla- og næringarfræði, auk þess sem boðið er upp á meistara- og doktorsnám í öllum greinum deildarinnar. Þá er nám í umhverfis- og auðlindafræðum einnig vistað við deildina. Þróunin í raunvísindum er gríðarlega hröð og það ætti hver og einn að geta séð að 4,5 milljónir til ritakaupa í jafnfjölbreytilegri deild fullnægja engan veginn fjárþörf deild- arinnar og að ómögulegt verður til lengdar að halda uppi samkeppnisfæru framhaldsnámi í deildinni. Um raunvís- indadeild Háskóla Íslands má frekar lesa á: www.raunvis- indi.hi.is/. 12 Samkvæmt Ársskýrslu Landsbókasafns Íslands – Háskóla- bókasafns frá 2005 var framlag Háskóla Íslands til rita- kaupa á síðasta ári enn lægra eða aðeins rúmar 38 millj- ónir, sem er um 0,5% af framlagi Harvard-háskóla til ritakaupa. Sjá Ársskýrslu 2005 (Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn), ritstj. Sigrún Klara Hannesdóttir og Þor- steinn Hallgrímsson, bls. 31. 13 Sjá Ársskýrslu 2005, bls. 27. Ef tímaritin eru tekin með fellur fjöldi þeirra úr 1602 árið 2001 í 1124 árið 2005. Að sama skapi keyptu stofnanir Háskóla Íslands 80 erlend tíma- rit árið 2001 en aðeins 40 tímarit fimm árum síðar (sjá bls. 27). 14 Frekari upplýsingar um University of Austin at Texas má finna á Wikipedia-alfræðisíðunni á netinu. Sjá: http:// en.wikipedia.org/. 15 Um þessa frægu áætlun er fjallað í kaflanum „Instant Ivy“ í bók Nicholas A. Basbanes, A Gentle Madness: Bibliophiles, Bibliomanes, and the Eternal Passion for Books. New York: Henry Holt and Company, Inc., 1995, bls. 312–54. 16 Um þetta má t.d. lesa á: http://www.hrc.utexas.edu/ about/history/. 17 Andri Snær Magnason: Draumalandið: Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð. Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 143–147. 18 Yale-háskóli ver nálægt 2/3 hlutum þessarar upphæðar á ári hverju, en síðustu 5 ár hefur hann verið í öðru sæti með 50 til 66 milljónir dala á ári. Samanburðartöflur má finna á bókasafnssíðu háskólans í Austin í Texas, t.d.: http://www.lib.utexas.edu/admin/cird/statisticalover- view2005.html. 19 Jón Þorvaldur Heiðarson: „Íbúafjöldi og þörf á íbúðar- húsnæði á Austurlandi árið 2008“. Akureyri: Byggðarann- sóknarstofnun Íslands, 2005, bls. 7. 20 Sjá Ársskýrslu 2005, bls. 30. 21 Landsvirkjun tapar líklega um hálfum milljarði króna í sölutekjum frá álverinu í Straumsvík vegna rafmagnsbil- unarinnar í síðustu viku (sjá frétt á NFS, 26. júní 2006). Þetta er tíföld sú upphæð sem HÍ ver til bókainnkaupa á þessu ári. Ofan á þessa upphæð bætist tjónið í álverinu sem er á fjórða milljarð króna samkvæmt frétt í Morgunblaðinu 22.6. Ransom Humanities Research Center, sem venjulega gengur undir nafninu HRC- miðstöðin, er að finna 36 milljónir handrita, eina milljón fágætra bóka, 5 milljónir ljós- mynda og yfir 100 þúsund listaverk.16 Skólinn á eiginhandarrit skálda og rithöfunda á borð við Byron lávarð, Brontë-systur og tuttugustu aldar höfundana Samuel Beckett, James Joyce, D. H. Lawrence, G. B. Shaw, Dylan Thomas, John Steinbeck og Evelyn Waugh. Þetta er aðeins brot af þeim höfundum sem safnið hefur lagt áherslu á að eignast handrit eftir en verður að duga. Til þess að skapa þetta stórkostlega safn ferðuðust fulltrúar háskól- ans um heim allan um árabil og keyptu upp fræg einkasöfn ef þau fengust þá ekki gefins. Í HRC er hægt að finna frumútgáfur eftir alla helstu höfunda enskra bókmennta á tímabilinu 1475 til 1700 og átjándu og nítjándu aldar safn- ið er enn glæsilegra. Á þessu tiltekna sviði hef- ur Austin-háskóli þó fyrst og fremst sett sér það markmið að koma sér upp besta rann- sóknabókasafni í heiminum í tuttugustu aldar bókmenntum, en sem dæmi má nefna að HRC safnar markvisst frumútgáfum eftir 548 sam- tímahöfunda. Þetta er Texas-leiðin í því að byggja upp rannsóknaháskóla á heimsmælikvarða. Hvað viljum við Íslendingar gera? Um óraunhæfar hugmyndir Í erindi sínu „Menntun í fremstu röð“ varar Kristín Ingólfsdóttir við hættunni sem felst í því að leggja ekki nóg af mörkum til mennta- mála: „Þeir sem staldra við á þessari göngu dragast aftur úr. Við Íslendingar höfum sann- arlega verið að auka við framlögin undanfarin ár, á því er enginn vafi. En við eigum enn tölu- vert í land með að komast í fremstu röð og verðum að herða enn róðurinn ef við ætlum að tryggja áfram stöðu Íslands með lífskjör á heimsmælikvarða. Um það deilir enginn. Ís- lensk stjórnvöld hafa sett fram stefnu um að á Íslandi verði þekkingarsamfélag í fremstu röð árið 2010. Með því að setja sér ögrandi og djarft, en um leið raunhæft markmið um að komast í hóp 100 bestu háskóla, telur Háskóli Íslands sig best þjóna þessu markmiði og hagsmunum þjóðarinnar.“ Markmið okkar eiga að vera ögrandi og djörf, en um leið raunhæf. Undir þessi orð geta allir tekið, en áður en við getum svo mikið sem hafið það starf sem Kristín boðar verðum við að margfalda þær upphæðir sem Háskóli Ís- lands hefur til ritakaupa. Hversu mikið er svo nóg? Er nóg að þrefalda upphæðina? Þurfum við að tífalda upphæðina eða hundraðfalda hana? Eigum við að styðjast við Bullitt- kvarðann, eða Texas-kvarðann? Hvað er raun- hæft? Nú ætla ég að gera mig sekan um það sem andmælendur mínir myndu föðurlega kalla óraunhæft ábyrgðarleysi og spyrja: Hvað myndi gerast ef við tækjum upp Harvard- mælikvarðann? Úr því að Harvard eyðir 154 sinnum meira í bókakaup en Háskóli Íslands mætti velta því fyrir sér hvað gerðist ef við 160-földuðum framlögin og eyddum nálægt 8 milljörðum á ári í uppbyggingu rannsókna- bókasafns. Í fyrsta lagi þyrftum við að bíða í nokkur ár áður en Háskóli Íslands og háskóla- samfélagið allt (því að allar íslenskar mennta- stofnanir myndu njóta góðs af þessu) hefði yfir mjög góðu bókasafni að ráða. Samkvæmt upp- lýsingum sem ég hef fengið frá Lands- bókasafni Íslands – Háskólabókasafni er rita- og gagnakostur safnsins nú nálægt 660–670 þúsund titlar og eru bækur þar af um 630 þús- und. Ef við keyptum um 300 þúsund titla á ári tæki það Íslendinga a.m.k. 10 ár að verða vel samkeppnisfærir við góð erlend háskóla- bókasöfn (með tæplega 4 milljónir binda) en stóru rannsóknabókasöfnin í Bandaríkjunum eru flest með yfir 8 milljónir binda. Segir þetta ekki allt um það hversu langt við eigum í land? Segir þetta ekki allt um hina miklu vanrækslu- synd okkar þegar kemur að æðri mennta- málum þjóðarinnar? Hvað eru raunhæf markmið? Það er vissu- lega raunhæfara markmið að byggja upp gott vísindabókasafn á æðsta menntastigi landsins fyrir 8 milljarða króna á ári en að gera það fyr- ir 50 milljónir króna eins og ég geri ráð fyrir að hver sjái í hendi sér. Í öðrum skilningi og þeim sem snýr að stjórnvöldum snúast raun- hæf markmið líklega fremur um ábyrga fjár- málastjórnun, um rétta forgangsröð fjár- framlaga í samræmi við mikilvægi málaflokkanna. „Við höfum ekki efni á að verja 8 milljörðum á ári í uppbyggingu háskóla- bókasafns, hvað þá tíunda hluta þeirrar upp- hæðar,“ myndu stjórnmálamennirnir ugglaust segja. „Við verðum að sýna ábyrgð. Mark- miðin verða að vera raunhæf.“ Í hvað eru þá íslenskir stjórnmálamenn til- búnir að verja milljörðum? Hvað er ábyrg fjár- málastjórnun í þeirra augum? Ráðamönnum finnst sjálfsagt að setja 7 milljarða í að grafa göng í gegnum fjall til þess að tengja eitt þorp við annað. Stjórnvöld tóku líka raunhæfa ákvörðun um að verja 100 milljörðum ís- lenskra króna í að byggja píramída við Kára- hnjúka, svo notuð sé líking frá Andra Snæ Morgunblaðið/Kristinn Háskóli Íslands „HÍ ver þannig tæplega 0,65% af framlagi Harvard-háskóla til ritakaupa. Á með- an rúmlega 300 þúsund titlar voru keyptir á bókasafnið í Harvard á árinu 2004 keypti Landsbókasafn – Háskólabókasafn aðeins 3000 bækur á árunum 2003 og 2004. Sá fjöldi fór nið- ur í 2750 bækur á árinu 2005.“ Höfundur er dósent í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.