Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.2006, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 1. júlí 2006 | 15 MYNDLISTARMAÐURINN Gunnar Örn hefur um árabil starfrækt lítinn sýningarsal í túnhorninu hjá sér. Ekki ber mikið á þessu litla, fallega galleríi sem er að finna nálægt Gíslholtsvatni þegar beygt er upp frá þjóð- veginum rétt austan við Þjórsá, en það er svo sannarlega heimsóknarinnar virði. Þarna er ákaflega fallegt um að litast og mikið útsýni til allra átta og ekki spillir að- koman að Kambi þar sem hænur og endur bjóða gesti velkomna. Nú er það danski myndlistarmaðurinn og galleríhaldarinn Sam Jedig sem sýnir verk sín í Kambi. Hann nefnir sýningu sína Wish you were here, Vildi að þú værir hér. Sam Jedig vinnur í nokkuð súrrealískum stíl og notar t.a.m. mikið klippimyndir í verkum sínum, í anda Max Ernst og fleiri, en súr- realisminn hélt innreið sína í Danmörku árið 1930 og helstu boðberar hans þá voru Vil- hjelm Bjerke-Petersen og Wilhelm Freddie. Verk þess síðastnefnda ollu á sínum tíma miklu fjaðrafoki og þegar hann sýndi fyrstu súrrealísku verk sín á Haustsýningunni 1930 sneru sýningargestir þeim iðulega að veggn- um svo bakið sneri fram og skertu þannig tjáningarfrelsi listamannsins. Það er einmitt tjáningarfrelsið og málfrelsið sem er hér að hluta til viðfangsefni Sam Jedig. Líkt og súrrealistarnir sækir hann efnivið sinn jafnt í listasöguna, heimspólitíkina og fjölmiðla og sýning hans fjallar að nokkru leyti um fjaðrafokið sem birting danskra fjölmiðla á skopmyndum af spámanninum Múhammeð olli um heim allan. Jedig sýnir töluverðan fjölda portrettmynda þar sem málað hefur verið yfir og á upprunalegu myndina og eru danski fáninn og svartar blæjur áberandi. Fáir flagga þjóðfána sínum í eins miklum mæli og Danir gera, við öll möguleg tæki- færi táknar hann hið fullkomna, danska vel- ferðarsamfélag. Það hefur því án efa komið sérstaklega illa við Dani að sjá fánann brenndan af reiðum múslímum víða um heim og sú óvænta staða að geta hugsanlega ekki sagt og gert að vild hefur komið mörg- um óþægilega á óvart líkt og skyndilega væri bundið fyrir munninn, en þessi tilfinn- ing er áberandi í allnokkrum myndum. Nálgun Jedig í listinni er þó í flestum til- fellum opin og ljóðræn og viðfangsefni hans ekki einhliða né einskorðuð við ákveðna at- burði. Mannslíkaminn er aðalþema mynd- bandsins Vildi að þú værir hér, þar mætast áhersla samfélagsins á líkamann, fegurð, dauðleiki og hrörnun á ljóðrænan máta. Sjónin, augnaráðið, hvað við sjáum og hvernig er lykilþema í verkum Jedig. Þau velta upp spurningum um þá áherslu sem samtíminn og fjölmiðlar leggja á myndir, myndmál og ímyndir og ekki síst um það hvern sannleik sé þar að finna. Viðfangsefni sýningarinnar endurómar í söngtexta Pink Floyd, „Wish you were here“ en þar veltir textahöfundur fyrir sér hvort samtímamenn geti greint á milli náttúru og menningar, yf- irborðs og þess sem býr undir niðri. Ekki síst er brennandi sú spurning hvort við höf- um ef til vill haft hlutverkaskipti án þess að vita af því, skiptum við á litlu hlutverki í stríðinu og stóru hlutverki í búri? Lista- manninum Sam Jedig liggur mikið á hjarta og tilfinningalega hlaðin verk hans njóta sín vel í friðsælli umgjörð íslenskrar sveitar, rými sem veitir nauðsynlega fjarlægð á áreiti samtímans. Um frelsi MYNDLIST Gallerí Kambur Rangárþingi ytra. Til 2. júlí. Opið 13–18 alla daga nema miðvikudaga. Wish you were here Ragna SigurðardóttirSam Jedig á sýningu sinni í Galleríi Kambi. Lesbók mælir með… Myndlist Í dag verður opnuð umfangsmikil yfirlitssýning á verkum Louisu Matthíasdótturí Listasafninu á Akureyri. Alls eru um hundrað verk sýnd, bæði olíumálverk og verk unnin á pappír, en sýningin spannar allan listamannsferil hennar í sex áratugi. Fæst verkanna hafa sést hérlendis áður og er ástæða til þess að mæla sérstaklega með sýningunni. Tónlist Kammerkórinn Carmina ríður ávaðið á Sumartónleikum í Skálholti í ár. Að þessu sinni stjórn- ar kórnum hinn breski Andrew Carwood, sem er mikils metinn í bresku tónlistarlífi, og munu him- neskir hljómar endurreisnarinnar óma á hinum forna kirkjustað í dag kl. 15 og 17, en á síðari tónleikunum leika Alison Crum á bassagömbu og Roy Marks á teorbu. Auk þess held- ur Carwood erindi í Skálholtsskóla kl. 14 í dag. Sumartónleikarnir í Skálholti eru að vanda spennandi og í sumar verða fleiri tónleikar í miðri viku en tíðkast hefur til þessa, auk hins hefðbunda helgarskipulags á laugardögum og sunnudögum. Leiklist Margir lesendur muna örugglega eftir kvikmyndinni Footloose með KevinBacon í aðalhlutverki. Þeir sem höfðu gaman af myndinni ættu að skella sér í Borgarleikhúsið að sjá uppfærslu Unnar Aspar Stefánsdóttur á verkinu. Sveinn Haraldsson, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins, gefur sýningunni góða dóma í blaðinu í dag og heillast sérstaklega af dansatriðum hennar en eins og margir muna snerist verkið einmitt fyrst og fremst um fótafimi Ba- cons. Morgunblaðið/ Jim Smart Footloose Þeir sem voru hrifnir af myndinni ættu að fara að sjá verkið í Borgarleikhús- inu. Halla Vilhjálmsdóttir leikur eitt aðalhlutverkanna. Lesarinn Fall konungs eftir Johannes V. Jensen í þýðingu Atla Magnússonar. Skjaldborg, 2005. Stundum kemst maður í bækur sem rífahiminninn ofan af manni eins og sæng. Bækur sem rífa plástur af sári, og það blasir við manni, eldrautt og iðandi. Tveir menn ráfa um Norðurlönd á ófrið- artímum, annar harminum merktur frá upp- hafi, mæddur málaliði sem varðveittist á málverki, hinn heiðskýr gleðisveinn og kvennamaður, sem giftir sig í Stokkhólmi en þeysir tveimur dögum síðar af stað til að deyfa hamingju sína. Ég er sumsé ENN að lesa Fall konungs eftir danska skáldið Johannes V. Jensen sem kom út í þýðingu Atla Magnússonar á síðasta ári. Þetta er bók sem kom upphaflega út á ár- unum 1900 og 1901, gerist á 16. öld og hefur elst svo vel að tunglsljósið sem skín á söguhetjurnar er enn grænt. Þetta er bók um ógurlegt ýlf- ur, kóng á undarlegri vegferð, og svo hér auðvitað líka besta „pikk- upp-lína“ allra tíma – ,,Sýndu mér fæðingarblett einhvers staðar á þér, ef þú ert með hann, svo ég geti þekkt þig aftur í helvíti.“ Danir eru ekki svo vitlausir, þeir völdu Fall konungs bestu skáldsögu sína á 20. öld. Því miður hafa Íslendingar aldrei skrifað svona og verða því að teljast eftirbátur gömlu herraþjóðarinnar. Ég mæli með þessari bók, ekki síst sem sumarlesningu, nú á tímum ljósu náttanna þegar himinninn stendur opinn dag og nótt. Eiríkur Guðmundsson Eiríkur Guðmundsson Dagbókarbrot Bréf til Steinunnar eftir Málfríði Einarsdóttur, Ljóðhús, 1981. Færsla frá 2.7.1981. Nú segja mér það kvenmenn ekki allfáir að karlmenn megi veraófríðir, það sé betra. Verði þeim að góðu. Ekki sýnast mér ófríðir karlar neitt betri fyrir það að þá skuli vanta fríðleik. Hver hefur logið þessu að veslings kvenfólkinu? Líklega einhverjir prestar sem guð hafði gefið ófríðleik af bölvun sinni. Þó er það ekki víst. GJÖRNINGUR Paul Hurleys, „Becoming Snail“, sem var fluttur í Hafnarhúsinu föstu- daginn 2. júní er hluti af alþjóðaverkefninu Site Ations Sense in Place sem var hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Verk ann- arra þátttakenda í sýningunni fóru fram í Við- ey en kynning á verkefni Hurleys og mynd- band af gjörningnum er í F-sal Listasafns Reykjavíkur. Hurley segir verkið tilraun til að raungera athuganir Deluzes og Guttari á dýra- ummynduninni með því að framkvæma at- hafnir dýrsins: „Í tvær klukkustundir mun ég sleikja innveggi gróðurhúss með tungunni. Ég klæðist aðeins pungbindi og litlum bakpoka sem í er flaska full af mínu eigin þvagi. Með reglulegum hætti dæli ég því yfir höfuð mitt og líkama. Hjá mér í gróðurhúsinu eru lifandi sniglar sem lifa sínu lífi óháð mér en með mér.“ Undirrituð mætti nokkuð seint á gjörning- inn og fékk tækifæri til að vera „ein“ með lista- verkinu þar sem aðrir áhorfendur voru búnir að horfa nægju sína. Fyrstu viðbrögðin voru ekki ósvipuð og þegar skoðuð eru dýr á sæ- dýrasafni. Með óskammfeilni áhorfandans og hinu ágenga auga reyndi ég að ná augn- sambandi við manndýrið þar sem það sleikti slímuga slóð „henna-sniglanna“ með mikilli og leikrænni innlifun. Augun voru hálfopin og titrandi svo ekki sást nema í hvítuna sem gaf til kynna að sjálfsveran dveldi algerlega hið innra eða væri búin að leysast upp og samein- ast hinum hryggleysingjunum. Nakinn lista- maðurinn í gróðurhúsinu ásamt sniglunum í sínum náttúrulegu húsum, skríðandi um eins og dýr og spreyjandi eigin hlandi yfir sig minnti óneitanlega á hugmyndir um fanga sem hefur misst sjálfsmyndina, mennskuna og geð- heilsuna, fórnarlamb sem er fast í hræðilegum aðstæðum. En því er ekki að heilsa hér, ef listamaðurinn er fórnarlamb þá er hann fórn- arlamb eigin túlkana á heimspeki Deluzes og Guttari og hvernig raungera má lífrænar tákn- myndir kenninga þeirra um valda strúktúra og hugmyndastrúktúra sem liggja til grundvallar menningunni. Ef gjörningurinn vekur „spurn- ingar um stöðu náttúrunnar í manngerðu um- hverfi“ þá vísar það til þeirrar hugmyndar að maðurinn er hluti af náttúrunni en hið mann- gerða umhverfi er honum framandi og fjand- samlegt. Sem sjónræn upplifun þá virkar verkið áhugavert, bleikur líkami í litlu sveittu gler- húsi gefur tilfinningu fyrir hve maðurinn sem slíkur er viðkvæmur nakinn og nánast óhæfur til að lifa af í náttúrunni. Einnig vísar verkið til þess að það eru svokölluð manngerð gróður- húsaáhrif úti í sjálfri náttúrunni sem ógna til- veru okkar. Það er áberandi mikið í tísku hjá listamönnum samtímans að vinna utan um kenningar Deluze og Guttari og er sjaldnast að sú list nái að bæta einhverju áhugaverðu við texta þeirra sem reyndar er flókinn og torskil- inn á köflum. Gjörningurinn sem skúlptúr eða mynd hefur ákveðna fagurfræðilega virkni en sem tilraun til að raungera ákveðnar kenn- ingar um dýraummyndun þá virkar hann sem ofleikin klisja úr leikhúsi síðrómantíkurinnar. Hlandblautur mannsnigillMYNDLISTListasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Paul Hurley með gjörninginn „Becoming Snail“. Föstudaginn 2. júní 2006. Listahátíð í Reykjavík Þóra Þórisdóttir Kvikmyndir Það er óhætt að segja að kvik-myndameðmæli hafi vafist fyrir Lesbókinni þessa vikuna en eins og venja er á sumrin víkja vandaðar myndir oft fyrir þeim hraðsoðnari og þá er fátt um fína drætti. Þó mætti benda fjölskyldufólki á teiknimynd- ina Cars (Bílar) sem er framleidd af Disney og Pixar en síðarnefnda fyr- irtækið hefur meðal annars fram- leitt myndirnar The Incredibles og Finding Nemo. Íslenska talsetn- ingin kvað vera vel úr garði gerð og því ættu bæði eldri og yngri með- limir fjölskyldunnar að geta skemmt sér á kvikmyndinni. Þá má benda á að myndin er sýnd á stafrænum skjá í Sambíói Kringlunni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.