Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 11
mér er mikilvæg. Þetta eru mestmegnis svo realískar sögur, sem ég skrifa, að ég verð að hafa í þeim einhver skrýtin element.“ Til sönnunar realismanum bendir hann á að í tveimur síðustu bókum hafi hann tiltekið mjög nákvæmlega númer húsa. „Ég læt Sam- kvæmisleiki gerast í íbúð Þórbergs Þórðar- sonar [við Hringbraut 45] og í Sendiherranum nota ég hús þar sem annar þekktur íslenskur rithöfundur býr.“ Lífs? „Já.“ Hér er komið rannsóknarefni fyrir lesendur. Ekki síst pólitíkusarnir … Sturla Jón er í raun menningarlegur sendi- herra Íslands, eins og hann þreytist ekki á að minna á. Sendur af íslenska ríkinu til þátttöku í alþjóðlegri, opinberri samkomu. Má taka sér það bessaleyfi að álykta að hann sé íslenska þjóðin, í samfélagi þjóðanna? „Já, það er kannski hugsunin á bakvið, því ef maður bara endursegir söguna hljómar hún fremur léttvæg. Að baki liggja stærri hug- myndir. Á hátíð sem þessari representerar maður sitt land. En það sem gerir hlutverkið neyðarlegt fyrir þennan karakter er að það fer svo margt úrskeiðis. Í augum annarra fer það þó ekki bara úrskeiðis fyrir hann sem ein- stakling – hann er með heila þjóð á bakinu. Ef þessi bók vekur til umhugsunar um eitthvað, þá getur það verið það að fleiri en skáldin representera Ísland, það eru íþróttamenn, við- skiptafólk og … ég hafði kannski ekki síst í huga pólitíkusana – maður verður oft skrýtinn á svipinn yfir fréttum af því sem þeir segja í útlöndum.“ Bragi skenkir meira kaffi og við erum komin innundir kápu bókarinnar, hér er ekki lengur slagveður heldur kalt og sólríkt eins og á göt- um Vilníusar. „Fyrir utan þetta er bókin líka svolítil hugleiðing um ljóðlistina, sem ég ber óendanlega virðingu fyrir, en finnst um leið í lagi að sparka í. Því hún lifir það alltaf af.“ En hversu boðlegt skáld er Sturla, er hann ekki meðalmennskan uppmáluð? Bragi svarar því til að Sturla Jón hafi kannski ekki alveg þorað að einhenda sér í skáldskapinn, hann vinni fyrir sér með öðru starfi og sé því í raun „hálf-amatör“. En hann játar að hafa tekið fyrir meðalskáldið, svipað og Kundera í bók sinni Lífið er annars staðar. Hins vegar séu íslensk skáld í veruleikanum, þegar þau mæta á viðburði eins og alþjóðlegar ljóðahátíðir, síst síðri en önnur þau skáld sem þar komi fram. Þetta þýðir þá ekki að Ísland sé meðal- mennskuþjóð? „Nei, því ég er ekki að draga upp mynd af „Íslandi“, heldur einum Íslendingi sem er fulltrúi þjóðarinnar í þessu tilviki. Um ófarir Sturlu má annars segja að hann geti sjálfum sér um kennt, því hann hegðar sér þannig í listinni að hlýtur að koma í bakið á honum.“ Frakkinn er kápa Mikið er októberveðrið kalt í Vilníus, maður fer hálfpartinn að vona að Bragi bjóði upp á kirsuberjabrandí, sem söguhetjur hans sveifla óspart að vörum sínum. Það er kominn tími til að spyrja um frakkann. Bragi bíður átekta. En hvað er málið með frakkann? Eða frakk- ana, þessa útlensku frakka sem koma við sögu. Ef við segjum aftur að Sturla sé Ísland, sem hann er ekki, eru stolnir og keyptir útlenskir frakkar þá kannski leit okkar að menningar- legu ídentíteti, sem við teljum okkur þurfa að fá lánað annars staðar frá? Og, til að ganga fram af höfundinum: Var ameríski herinn kannski okkar frakki í 50 ár? Bragi tekur hreint ekki ólíklega í þessar pælingar, hann dregur jafnvel fram leyniveit- ingar, líkt og í staðinn fyrir brandíið. „Ef við viljum tákngera frakkann,“ segir hann, „þá er fyrsta og augljósasta meiningin sú að hann sé bókarkápa. Kápa ver innihald bókarinnar fyrir bleytu, en tæpast fyrir gagnrýni.“ En það er meira. „Í bókinni nefni ég líka til sögunnar Pétursborgarsögur Gogols, þar er sagan Káp- an, en það er meira svona til gamans …“ Þar er nú aldeilis fjallað um frakkastuld – þú semsagt stelur honum þaðan? „Já, ég er að stela frakkastuldi frá einum af mínum uppáhaldshöfundum,“ samþykkir Bragi og brosir breitt, en í Kápunni verður sögupersónan Akakí Akakíevitsj fyrir því að af honum er stolið dýrindis, nýrri kápu, en sjálfur hefur hann í sögunni þann athyglisverða starfa að afrita skjöl. „Sturla Jón tekur þá stóru ákvörðun að kaupa sér dýrari yfirhöfn en hann er vanur. Jú, hann er að skreyta sig, í og með vegna þess að hann er að fara þarna út að sýna sig,“ heldur Bragi áfram og bætir við: „Ís- lenska þjóðin er að verða meira og meira am- erísk, við fylgjumst með Bandaríkjunum dag- lega í sjónvarpi, það er að segja sauðsvartur almúginn sem hefur allt sitt úr sjónvarpi, sem er í raun bara Kanasjónvarpið,“ segir hann, gott ef glottir ekki. „Við skáldin og mennta- mennirnir skreytum okkur hins vegar með evrópskri menningu,“ klykkir hann út, „eins og Sturla Jón; hann vitnar sífellt í evrópska ljóð- og sagnalist.“ Hér þarf að taka fram að frakkarnir tveir sem koma við sögu í Sendi- herranum eru annars vegar evrópskur og hins vegar amerískur. „Maður á kannski ekki að vera að leggja á borð táknin sín, en frakk- inn … já. Hvatinn að þessari sögu er í og með hvað hlutir geta komið manni úr jafnvægi.“ Þú átt svona frakka sjálfur, skilst mér? „Já. Eins og annað í þessari sögu er hann tekinn úr mínu lífi. Ekki allt, samt. Sumt. Svo er ýmislegt sem ég myndi hvort eð er ekki við- urkenna.“ Hann hlær, honum lætur vel að tala um bókina sína, hann er til í að gefa lesand- anum ýmislegt með henni. En ef við geymum Sturlu Jón eitt augnablik, hvernig var ljóðahátíðin í Druskininkai í raun, eins og þú upplifðir hana? „Já, ég verð að koma því að, að þessi hátíð var ein af þeim best heppnuðu sem ég hef sótt. Ég hefði heldur aldrei farið að skrifa texta þar sem hallaði á hana, ef hún hefði í verunni verið vond. En af því að allir voru svo skemmtilegir og allt vel heppnað, þá fannst mér það í lagi.“ Kannski eins og með ljóðlistina, það sé í lagi að sparka í hana því hún lifi það alltaf af? „Akkúrat. Ég veit hins vegar ekki hvort skipuleggjendur hátíðarinnar hefðu húmor fyrir þessu, ef þeir læsu söguna. Og þó. Jú.“ Bragi segist sjálfur hlynntur slíkum hátíð- um, að hitta aðra kollega en maður hefur í kringum sig hér heima – jafnvel þótt Sturla Jón tali önugur um þann „misskilning að ljóð- listinni sé einhver greiði gerður með því að gera hana að hópíþrótt“. „Ég segi fyrir mig að þetta er ekki í fysta sinn sem svona hátíð vek- ur ýmsar hugmyndir hjá mér og er hvetjandi,“ ítrekar Bragi. „Og mér fannst sérlega gaman að koma aftur til Litháens, ég kom þangað líka árið 1989 og ótrúlegt að sjá algera breytingu á einni borg. Nú eru þetta ljósum prýddar alls- nægtir, en áður var hún bókstaflega grá og ekkert fékkst.“ Hann afsakar sig: „Eins og það sé takmarkið – að geta keypt.“ Er það ekki rétt að upplestrar séu sögulega vel sóttir í Litháen og fólk lifi sig inn í ljóðlist- ina, jafnvel meira en hér. Að þeir hafi ljóðlist- ina eins og í æðunum? „Jú, mér finnst eins og ljóðlistin sé tekin al- varlegar þar, líkt og í öðrum fyrrum sósíalísk- um ríkjum sem ég hef kynnst, þar sem bók- menntir og ljóð voru lengi pukur og bannvara. Á slíkum stöðum skiptir ljóðlistin svo svaka- legu máli. Ljóðlistin hefur ekki haft þessa breytandi virkni hér, að minnsta kosti ekki mjög lengi. Þetta verður Sturla Jón einmitt var við í Litháen, hann er sífellt að hitta fólk sem segist yrkja. Menn halda að það sé bara hér, að annar hver maður sé skáld, en svo er ekki,“ segir Bragi. Ljóðlistin í æðunum, já, og í slagæðunum áfengi, staðfestir hann. Ég er enginn grínisti Í bókinni vísa margir til ljóðasmíða Sturlu sem „áhugamáls“. Varðst þú, ljóðskáldið, tekinn al- varlegar sem rithöfundur eftir að þú fórst að skrifa skáldsögur? „Já, absalútt. En maður reynir ekkert endi- lega að streitast á móti því, þetta er svo inn- gróið. Misskilningurinn sprettur af fínleika ljóðsins, auk þess sem það gefur af sér færri krónur. En þetta er náttúrlega ömurlegt.“ Bragi segist leita jafnmikið og fyrr í ljóðlist, en hafi hins vegar ekki fundist sér takast að endurnýja sig í ljóðinu um hríð. „Reyndar gerði ég litla tilraun fyrr á þessu ári, það var kannski máttlaus tilraun til að búa til eitthvað nýtt … órímaðar ferskeytlur, ekki samt hækur og ekki tönkur …“ segir hann og leiðist út í vandræði. Bókin hét Fjórar línur og titill og var fyrsta ljóðabók Braga í ellefu ár. „En ég er alltaf að gera mér betur grein fyr- ir því hvað það skiptir miklu máli að hafa lifað í ljóðinu og lesið þau stöðugt. Ég sé þetta hjá öðrum höfundum, líka hvar þetta vantar, sem er víða. Kannski er þetta yfirlæti í okkur sem erum kunnug ljóðinu, en ljóðið er móðurstöðin – hvernig getur maður orðað þetta – grunnur- inn fyrir aðrar greinar.“ Undirtitill Sendiherrans er Ljóð í óbundnu máli, höfundurinn skýrir það þannig að sagan öll sé eitt hetjuljóð, ballaða. Að auki fjalli hún, í óbundnu máli, um ljóð. Sögum Braga hefur verið lýst með ýmsu móti, s.s. „hárfínn húmor“, „ísmeygilegur stíll“. Ertu ekkert þreyttur á þessu, hvernig myndirðu sjálfur lýsa þínum stíl? Þögn. Bragi segist aldrei hafa hugsað út í orð yfir stíl sinn. „Það tók mig langan tíma að finna tón sem ég sætti mig við í prósa,“ segir hann og kaupir tíma. „Það gerðist fyrst þegar ég skrifaði smásögu, sem síðar varð fyrsti kafl- inn í Hvíldardögum.“ Svo svarar hann spurn- ingunni: „Tafsamur realismi, kannski það sé skásta lýsingin.“ Svo hlær hann, blaðamaður líka, og það er aftur komið slagviðri á glugg- ann. „Það kemur mér oft á óvart, ef ég er að lesa úr bókunum mínum, þegar fólk hlær,“ segir hann allt í einu, hann er enn að svara spurningunni, hann er að svara þessu með hár- fína húmorinn. „Það gerist fremur sjaldan að ég hlæi upphátt þegar ég er að skrifa, það ger- ist kannski tvisvar í bók. Auðvitað lætur mað- ur flakka það sem manni dettur í hug að kunni að vera sniðugt, en ég er enginn grínisti. Og ég er ekki mikill sögumaður.“ Hvað meinarðu? Í samkvæmum, þá. „Já, svona í boðum.“ Þarna rataði hann kannski aftur á rétta sjálfslýsingu, Bragi er nefnilega læðupoki, hann er kurteis en lúmskur og … Rekið á reiðanum Förum aftur um rúman mánuð, til 17. nóvem- ber í Laugardalshöllinni. Þar stóðstu á sviði með Sykurmolabassann, eins þú hafðir fyrir venju tæpum tuttugu árum fyrr. Það hlýtur að hafa blossað fyrir þér einhvers konar, ja, kannski skurðpunktur, milli þess sem þú hugs- aðir um framtíðina þá, og hvert þú ert kominn núna? „Ja. Það átti enginn von á því í Sykurmol- unum að við myndum stíga aftur saman á svið, það stóð ekki til að hreyfa við einhverju líki. En svo fékk karlkyns söngvari sveitarinnar þessa frábæru hugmynd, að halda upp á …“ Hann hættir við að fara út í forsöguna. „Árið 1986 ætlaði ég bara að halda áfram að gefa út ljóðabækur,“ heldur hann áfram, en þá var komin út fyrsta bókin, Dragsúgur. „Svo urðu Sykurmolarnir til, undu upp á sig og tóku mestallan tíma minn í sex ár, þótt ég hafi að vísu haldið áfram að skrifa meðfram.“ Hann bætir við að endurfundir Sykurmol- anna, þessa einu kvöldstund eftir 14 ára hlé, hafi verið öllum í hljómsveitinni mikið gleði- efni. „Við höfum auðvitað haldið áfram að hitt- ast í Smekkleysu og sem vinir. En það reynd- ist ennþá dýnamík í músíkinni, við fundum að það var líf í líkinu.“ Þið rædduð oft mikið um skáldskap, í Smekkleysu. Björk hefur t.a.m. greint frá því sem happi sínu að hafa verið mikið innan um orðsins fólk eins og þig, Þór Eldon, Sjón, Diddu og fleiri. Sækirðu enn í kreðsur sem tala um skáldskap? „Áður var þessi hópur meira og minna alltaf saman en núna er fólk orðið ráðsettara og meira inni á sínum heimilum. En þegar þetta fólk hittist, þá er þetta umræðuefnið, já,“ segir hann. „Það er kannski ekki eins mikil gerjun og debatt,“ bætir hann við „en kannski því meiri úrvinnsla.“ Bragi starfaði aðallega sem tónlistarmaður árin 1981–92 og síðan tóku við önnur störf, m.a. í plötubúð og á auglýsingastofu. Nú er hann orðinn rithöfundur í fullu starfi. „Mér sýnist ég vera svona náungi sem lætur … læt- ur hlutina koma fyrir sig …“ segir hann. Hljómar eins og karakter úr bókum Braga Ólafssonar. „Kannski. En ég held ég fari ekkert að skipta um prófessjón í bráð. Þetta er ágætt.“ Morgunblaðið/Einar Falur »Reyndar finnst mér að fjölmiðlar mættu nota þetta frene- tíska bókaflóð meira, sem efni, því það er fjöldi fólks sem hefur áhuga á að lesa og heyra um bókmenntir. Lengri gerð þessa viðtals er aðgengileg í Fólkinu á mbl.is. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.