Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2006 21 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@gmail.com Vefritið Pitchfork, www.pitch-forkmedia.com, er óhikað mik- ilvægasta rit sinnar tegundar í dag, en þar er áhersla á umfjöllun um hvers kyns jaðartónlist/nýbylgj- urokk. Tímaritið birti í vikunni lista sinn yfir fimmtíu markverðustu plötur ársins og var það sænski dúettinn The Knife sem landaði toppsætinu með plötu sinni, Silent Shout. Í öðru sæti varð TV on the Radio með Return to Cookie Mountain og í þriðja sæti hafnaði Joanna Newsom með plötu sína Ys. Þetta val kemur nokkuð í opna skjöldu, en þó ekki, þar sem það er óhjákvæmilega falið í verund rits- ins að vera framsækið og úti á jaðr- inum – og koma fólki því í opna skjöldu. Áhrif Pitchfork hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár og víst að Knife á eftir að uppskera ríkulega eftir þetta val; í þessum töluðum orðum eru nýbulgjugrúskarar um allan heim að verða sér úti um plötuna, ef þeir voru ekki þegar búnir að því. The Knife leikur einslags nútíma- lega útgáfu af hljóðgervlapoppi og tölvutónlist þeirri sem tíðkaðist rétt fyrir 1980, er undanfarar nýróm- antíkurinnar eins og Human League og Tubeway Army fóru mikinn. Systkinin Olof og Karin Dreijer skipa The Knife sem vakti fyrst at- hygli fyrir aðra plötu sína, Deep Cuts, árið 2003.    Þá eru það stórfréttir fyrir progg-hunda og aðdáendur kanadíska tríósins Rush, sem á glettilega marga aðdáendur hérlendis sam- kvæmt óformlegri skoðanakönnun fréttaritara. Upp- tökum á næstu hljóðversplötu sveitarinnar er nú að ljúka og kemur hún út einhvern tíma á næsta ári. Síðasta hljóðversp- lata Rush var Vapour Trails (2002) en í millitíðinni hafa aðdáendur þurft að gera sér að góðu hina mjög svo vafasömu tökulagaplötu Feedback (2004) og hina þreföldu og afbragðs- góðu tónleikaplötu Rush in Rio (2003) þar sem sveitin lék fyrir mesta áhorfendafjölda í sögu sveitarinnar, 60.000 manns.    Meðlimir hinnar endurreistuDuran Duran hafa sett maí komandi á bak við eyrað hvað plötu- útgáfu varðar. Um er að ræða aðra hljóðversplötu sveitarinnar eftir end- urkomuna árið 2001, en árið 2004 kom platan Astronaut út og fékk hún misjafnar viðtökur. Þá yfirgaf gít- arleikarinn Andy Taylor sveitina síð- asta október og eftir standa því fjór- ir. Duran-liðar ætla að gera sitt besta til að forðast „ellismella“-stimpilinn og hafa ráðið til sín sjálfan Timba- land til að stýra upptökum í þremur lögum, en Timbaland er einn eftir- sóttasti upptökustjórnandinn í dag og hefur tekið þátt í gerð platna með t.d. Missy Elliot, Jay-Z og Justin Timberlake. Sá síðastnefndi verður einmitt gestur í einu laganna. Nick Rhodes, hljómborðsleikari Duran Duran, segist fagna samvinnunni, upptökustjórar úr dans/hipp- hoppkreðsum komi iðulega með eitt- hvað nýtt inn í hljóm sveitarinnar, ólíkt rokkurum sem bæta venjulega engu við það sem hljómsveitin var þegar búin að setja niður. TÓNLIST The Knife Rush Duran Duran Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Ást í skugga ömurleika, ofbeldis, eiturlyfjaog vanræktra barna er viðfangsefniplötunnar Berlín, sem Lou Reed sendifrá sér árið 1973 á hæla Transformer, þar sem meðal annars var að finna lagið Walk on the Wild Side, fyrsta og eina smell rokkarans frá New York sem komst ofar en í 40. sæti á vinsælda- listum vestan hafs. Skemmst er frá því að segja að Berlín var hafnað nokkuð einróma. Gagnrýnendur rökkuðu flestir plötuna niður, þótt nokkrar heið- arlegar undantekningar hafi verið þar á, og al- menningur leit vart við henni. Þegar Reed vann að plötunni var hans fyrsta hjónaband að leysast upp og hann að ganga í gegn- um skilnað. Rauði þráðurinn á Berlín er saga Jim og Caroline. Reed syngur um vonlaust samband þeirra af viðkvæmni og fjarlægð við undirleik hljómsveitar þar sem valinn maður er í hverju rúmi og kaldur, hrár píanóleikur sker sig úr. Ekk- ert gott virðist vera að finna í þeim grimma heimi, sem lýst er í textum Reeds, og tónlistin og flutn- ingur hennar gefur litla tilfinningu fyrir því að ein- hverja von sé að finna á ruslahaugi lífsins. Meira að segja tilfinningarnar eru dofnar og firrtar. Það er eins og veggur sé á milli þeirra og nafn og sögusvið plötunnar ef til vill vísun í það, enda borginni skipt með múr á þeim tíma, sem hún kom út. Á plötunni Transformer leiddu saman hesta sína Reed, David Bowie og Mick Ronson. Plötufyrir- tækið RCA ætlaðist til þess að Reed fylgdi henni eftir með annarri söluvænni plötu og var Bob Ezr- in, sem var aðeins 23 ára en hafði tekið upp nokkr- ar fjallvinsælar plötur með hryllingsrokkaranum Alice Cooper, ráðinn upptökustjóri. Meðal hljóð- færaleikara voru bræðurnir Randy og Michael Brecker, bassaleikarinn Jack Bruce úr Cream, trymbillinn magnaði Ainsley Dunbar, sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum og söngvurum en rúm er til að telja upp í þessum dálki, og Steve Winwood úr Traffic, sem lék á hljómborð. En markmiðið fór fyrir lítið og Ezrin segir að hann hafi heillast af list Reeds. „Kannski missti ég sjón- ar á umboði mínu,“ segir Ezrin í samtali við blaðið International Herald Tribune. „Ég get í sannleika litið aftur og sagt að sennilega gerði ég ekki það sem ég var ráðinn til að gera.“ Berlín gekk fyrr í þessum mánuði í endurnýjun lífdaga á sviði í New York og verða lög plötunnar einnig flutt í heild sinni á Ástralíu eftir áramót. Reed fékk Ezrin til liðs við sig til að endurvekja verkið og listamanninn Julian Schnabel, sem hefur sagt að platan sé undirspil lífs síns, til að skapa um- gjörðina. Barnakór kemur fram á tónleikunum og Antony úr Antony and the Johnsons og Sharon Jones, sem þessa dagana fer mikinn í New York með kröftugum sálarsöng. Tónleikarnir fengu lof- samlega dóma og aldrei að vita nema tónleika- útgáfan verði gefin út. Rómantískasta plata allra tíma? Þótt platan hafi fengið slæma útreið og fálegar við- tökur er hún í uppáhaldi hjá mörgum, þar á meðal undirrituðum. Í International Herald Tribune er vitnað í Schnabel: „Þessi plata er holdtekja hinna myrku systra ástarinnar, afbrýði, reiði og missis. Þetta gæti verið rómantískasta plata, sem nokkru sinni hefur verið gerð.“ Í blaðinu er viðtal, sem Reed veitti til að kynna tónleikana. „Þetta er bara enn ein platan frá mér sem ekkert seldist,“ segir hann og kveðst hissa á að uppselt skuli vera á tónleikana. Hann talar hins vegar vel um plötuna og kallar hana meira að segja meistaraverk. „Þetta er tilraun til að vera raun- verulegur, til að nota hugmyndir og tækni rithöf- undarins í formi rokks,“ segir hann og nefnir Willi- am S. Burroughs, Hubert Selby Jr., Allen Ginsberg og Raymond Chandler sem bókmennta- legar fyrirmyndir. Á plötunni er engar vísbendingar að finna um það hvers vegna Reed kaus að láta hana heita Berl- ín, sem þá var klofin borg. „Ég hafði aldrei komið þangað,“ segir Reed þegar hann er spurður. „Þetta er bara líking. Mér líkar sundrung.“ Vanmetið meistaraverk Poppklassík Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com Þ á er gósentíð áhugamanna um tón- listarskrif og gagnrýni runnin upp. Í mínu tilfelli, allavega, ég er nefni- lega svonefndur listamaður – ég elska árslista. Prentaðir og óprent- aðir tónlistarmiðlar keppast nú við að birta lista yfir bestu plötur og lög ársins sem er að líða og Morgunblaðið mun gera slíkt hið sama um næstu helgi. Þetta ár er mjög ólíkt síðasta ári hvað þetta varðar því að fjölbreytnin virðist ætla að verða miklu meiri. Í fyrra var Illinois með Sufj- an Stevens plata ársins að mati ótrúlega margra virtra miðla hérlendis og erlendis; Morgunblaðið, Fréttablaðið og Rjóminn voru sammála um að út- nefna plötuna plötu ársins, hún hafði hæstu með- aleinkunnina hjá vefþjónustunni Metacritic og var efst eða ofarlega hjá Pitchfork, Rolling Stone, Amazon.com, NME og fleiri áhrifamiklum miðl- um. Stevens lék mörg lög af þeirri plötu á frábær- um tónleikum í Fríkirkjunni í nóvember á þessu ári. Sama var upp á teningnum þegar kom að ís- lenskum plötum – næstum allir virtust sammála um að Sigur Rós hefði átt plötu ársins. „Þegjandi samkomulag“ af þessu tagi er ekki til staðar í ár. Miðlar eru langt frá því að vera sam- mála um hvaða plata beri af. Á fyrrnefndum vef Metacritic (metacritic.com) má sjá í einni hend- ingu hvaða titlar koma fyrir á árslistum fjölda miðla. Þegar þetta er ritað eru um tuttugu miðlar búnir að skila af sér og línurnar því aðeins farnar að skýrast, en það er til marks um fjölbreytni (við getum líka kallað það ósamstæðni) að titlafjöldi er nú þegar orðinn töluvert meiri en í fyrra og gríð- arlega margar plötur koma einungis fyrir einu sinni. Tvítugir og sjötugir vinsælir Línur eru aðeins farnar að skýrast. Frumburður sveitarinnar Arctic Monkeys Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not er nokkuð áber- andi, en platan kom út snemma á árinu og sló sölu- met í Bretlandi og hlaut Mercury-verðlaunin. Allir liðsmenn Arctic Monkeys eru rétt um tvítugt og eru með fyrstu sveitum til að njóta góðs af vel- gengni á MySpace-vefnum. Arctic Monkeys leikur hressilegt rokk og syngur um veruleika breskra ungmenna á óvenjuskorinorðan og þroskaðan hátt, sérstaklega miðað við aldur og fyrri störf. Bresku poppblöðin NME og Q settu plötuna fyrir vikið í toppsætið. Sjálfum þykir mér ekki mikið til plöt- unnar koma og finnst hún bæta litlu við bylgju bíl- skúrsrokks síðastliðin fimm ár, þó að vissulega séu lög eins og „When the Sun Goes Down“ vel heppn- uð. Meðlimir Arctic Monkeys eru sem fyrr sagði rétt um tvítugt, en einnig er áberandi á árslist- unum maður sem að nálgast sjötugt – Bob Dylan sjálfur. Hann sendi frá sér plötuna Modern Times í sumar og hlaut ótrúlega góðar viðtökur hjá gagn- rýnendum. Plötunni var hampað sem bestu plötu Dylans í áraraðir og Rolling Stone hefur nú út- nefnt hana plötu ársins ásamt Billboard-listanum í Bandaríkjunum og tímaritinu Uncut. Músíkin er fremur hefðbundið blúsrokk, en vel útfært og að sjálfsögðu eru textar Dylans sem fyrr einstakir. Aðrar góðar Það er fyrirferð í fleiri Íslandsvinum en Sufjan Stevens. Joanna Newsom sem lék hér á landi í maí sendi frá sér plötuna Ys í nóvember og hún hefur ratað inn á fjölda árslista, einna helst hjá vef- miðlum. Newsom er með afskaplega óvenjulega rödd, leikur á hörpu, og Van Dyke Parks útsetti verkin á plötunni fyrir sinfóníusveit, en hann er þekktastur fyrir störf sín með Beach Boys á sjö- unda áratugnum. Þá er ný plata TV on the Radio á fjölda lista, en þeir léku á Iceland Airwaves árið 2003. Plötunni er sérstaklega hrósað fyrir óvenju- lega hljóðvinnslu og það með réttu – TV on the Ra- dio hljóma ólíkt flestu öðru sem er í gangi í dag þó að eflaust megi kalla músíkina rokk. Vefritið áhrifamikla Pitchfork setur plötuna í annað sæti á sínum lista, en Spin hefur hana á toppnum. Pitchfork er nokkuð sér á báti í ár, telur plötuna Silent Shout með sænsku danspoppsveitinni The Knife þá bestu. Hún kemst ekki inn á topp tíu hjá neinum öðrum miðlum nema tímaritinu Urb. Si- lent Shout er að mínu mati vel heppnuð skífa, dansvæn og skrítin í sömu mund og langbesta út- gáfa sveitarinnar til þessa. Rapparinn Ghostface Killah sem var áður í Wu- Tang Clan sendi frá sér plötuna Fishscale á árinu og er hún tíður gestur á árslistum þó að hvergi hafi hún náð toppsætinu enn. Aðrar hipphopp-skífur sem þykja góðar eru Hell Hath No Fury með Clipse og St. Elsewhere með Gnarls Barkley, þó að hörðustu hipphopp-hausar vilji kannski ekki telja þá síðarnefndu með. Íslenskir fjölmiðlar eru að birta sína lista þessa dagana. Vefsíðan Rjóminn.is á að hafa birt sinn lista þegar þetta birtist, og útvarpsþátturinn Frank flutti sinn lista í vikunni. Ekki má heldur gleyma bloggurunum, en fjölmargir einstaklingar koma sinni skoðun á framfæri með aðstoð blogg- tækninnar. Dagblöðin bíða yfirleitt fram á gaml- ársdag. Það verður spennandi að sjá hvaða ís- lensku plötur hljóta náð fyrir augum gagnrýnenda, en plötuútgáfa á þessu ári var fjölbreytt og skiptar skoðanir um hvað hefði staðið upp úr. Tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna hafa verið gagn- rýndar (eins og alltaf), og því ætti þeim listamönn- um sem ekki fengu tilnefningu að vera nokkur sárabót í því að sjást á árslistum fjölmiðlanna. Árið gert upp Hverjar eru bestu plötur ársins. Greinarhöfund- ur er mikill listamaður, árslistamaður og skoðar hér hugmyndir ýmissa miðla að listum yfir bestu plötur á árinu. Modern Times „Plötunni var hampað sem bestu plötu Dylans í áraraðir, og Rolling Stone hafa nú út- nefnt hana plötu ársins ásamt Billboard-listanum í Bandaríkjunum og tímaritinu Uncut. “

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.