Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KJÖFESTAN KOMIN Með aðkomu fjárfesta sem hafa svipaða framtíðarsýn hefur myndast sú nauðsynlega kjölfesta sem þarf til þess að Íslandsbanki geti tekist á við ný verkefni segir Karl Wernersson, en félög honum tengd fara fyrir stærstum hlut í Íslandsbanka, lið- lega 23%, eftir viðskiptin um liðna helgi er gengið var frá samningum um sölu á rúmlega 21% hlut Straums-Burðaráss fjárfestingar- banka í Íslandsbanka. Vara Írana við Vesturveldin vöruðu í gær Írana eindregið við því að hefja á ný til- raunir með gerð eldsneytis í kjarna- kljúfa sem talið er að verði skálka- skjól fyrir tilraunir með smíði kjarnavopna. Benti utanríkisráð- herra Frakklands á að aðgerðir Ír- ana væru í algerri andstöðu við fyrirmæli Alþjóðakjarnorkumála- stofnunarinnar, IAEA. Úrskurður staðfestur Kröfum verjenda í Baugsmálinu um að 8 ákæruliðir, sem enn eru fyr- ir héraðsdómi, verði látnir falla nið- ur, var hafnað af Hæstarétti í gær. Rétturinn staðfesti þar með úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Féllst Hæstiréttur ekki á að settan ríkis- saksóknara hafi skort umboð til að fara með málið og telur ekki að dómsmálaráðherra hafi verið van- hæfur til að skipa sérstakan sak- sóknara. Leyfa kosningabaráttu Stjórnvöld í Ísrael skýrðu frá því í gær að þau hefðu ákveðið að leyfa frambjóðendum í þingkosningum Palestínumanna 25. janúar að heyja kosningabaráttu í Austur-Jerúsal- em. Fulltrúar Hamas-samtakanna væru þó undanskildir. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 24 Úr verinu 11 Umræðan 24/25 Viðskipti 12/13 Minningar 26/29 Erlent 14/15 Skák 30 Minn staður 16 Myndasögur 32 Akureyri 17 Dagbók 32 Suðurnes 17 Víkverji 32 Austurland 18 Staður og stund 34 Landið 18 Bíó 38/41 Daglegt líf 19 Ljósvakamiðlar 42 Menning 20, 35/41 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                       MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Kópavogs átti í gær fundi með fulltrúum foreldra leikskólabarna í Kópavogi og með fulltrúum leik- skólakennara vegna fjöldauppsagna seinustu vikna meðal starfsmanna leikskólanna. Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs, segir fundina báða hafa gengið vel. Fulltrúum foreldra hafi að sjálf- sögðu verið efst í huga að börnin fengju sem besta þjónustu og báðir aðilar hefðu gert grein fyrir sinni stöðu og sjónarmiðum. Á fundinum með leikskólakennur- um hafi komið skýrt fram að á sum- um leikskólum bæjarins er ástandið í góðu lagi en aðra hafi reynst erfitt að manna. Þótt staðan hafi batnað eftir áramót hafi þetta komið sér illa fyrir starfsfólk viðkomandi leik- skóla. Útspil á launamálaráðstefnu „Svo horfum við alvarlegum aug- um á þessar uppsagnir ófaglærðra starfsmanna sem nú liggja fyrir,“ segir Ármann. Þótt uppsagnirnar hafi verið lagðar fram með þeim fyrirvara að þær yrðu dregnar til baka ef laun yrðu bætt, valdi þær leikskólakennurum áhyggjum og auki álag á þá. Ármann segir fulltrúa bæjarstjórnar hafa tekið skýrt fram að allt kapp yrði lagt á að koma starfi leikskólanna í það horf sem allir gætu sætt sig við. Bærinn muni koma með ákveðið útspil á væntanlegri launaráðstefnu sveitarfélaganna 20. janúar nk. „Við munum leggja áherslu á það að bæta kjör hinna lægstlaunuðu og ófag- lærðs starfsfólks á leikskólunum þannig að við séum samkeppnishæf við önnur sveitarfélög.“ Bærinn greiði laun sem eru samkeppnishæf ÞÓ að margir tengi kúreka og þeirra menningu við Bandaríkin lifir línudansinn góðu lífi hér á Íslandi. Ekki er annað að sjá en að hópurinn á myndinni sé í góðri æfingu fyrir fyrstu keppnina á fyrsta starfsári Félags íslenskra línudansara sem haldin verður næstkomandi laugardag, 14. janúar, í Ásgarði í Garðabæ. Þá munu um 40–50 manns keppa í einstaklings- og hópakeppnum og má búast við góðri stemningu í Ásgarði. Morgunblaðið/Ómar Æft fyrir línudansmót STJÓRN Félags íslenskra atvinnu- flugmanna (FÍA) afturkallaði umboð til samninganefndar félagsins til við- ræðna við Icelandair um atriði er varða fyrirkomulag leiguflugs eftir að skýrt var frá efni starfslokasamn- inga FL Group sem verið hafa í fréttum. Halldór Þ. Sigurðsson, for- maður FÍA, sagði að ekki hefði þótt við hæfi að halda áfram viðræðum undir þessum kringumstæðum. Kjarasamningur FÍA gildir til ársloka 2007, en viðræður hófust síð- astliðið haust um tilteknar breyting- ar á ákvæðum sem varða leiguflug. Viðræðurnar áttu að fara á fullt skrið nú eftir áramótin, en var slitið eftir að starfslokasamningar FL Group komust í hámæli milli jóla og nýárs. „Já það er rétt að við ákváðum að afturkalla umboð samninganefndar út af þessari uppákomu um daginn,“ sagði Halldór í gær í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði aðspurður að ekki hefði þótt við hæfi að halda viðræð- um áfram undir þessum kringum- stæðum. Viðræðurnar hefðu snúist um tiltekin atriði varðandi leiguflug og breytingar á köflum kjarasamn- ings af þeim sökum, þ.á m. breyt- ingar á vakttíma. Viðræðurnar hefðu farið á stað í haust, en ætlunin hefði verið að viðræðurnar færu á fullt skrið nú eftir áramót. Framhald ekki sjáanlegt „Svo kom þetta mál upp um ára- mótin sem setti marga starfsmenn Icelandair í uppnám má segja. Við afturkölluðum þá umboð til samn- inganefndar að halda áfram viðræð- um,“ sagði Halldór. Hann sagðist aðspurður ekki sjá neitt framhald á þessum viðræðum í bili. Að svo komnu máli sæju þeir sér ekki fært að halda þessum viðræðum áfram og síðan yrði framtíðin að leiða í ljós hvað gerðist í þessum efn- um. Slítur viðræðum vegna starfslokasamninga Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is ÓLAFUR Elías- son myndlistar- maður er einn ungra leiðtoga sem hafa verið valdir til þess að taka þátt í verk- efninu Forum of Young Global Leaders. Árlega eru um 200 manns, sem eru yngri en fertugir, valdir til þátttöku og munu þeir starfa saman í 5 ár með það að mark- miði að skapa bjartari framtíð. Í hópi þeirra sem valdir voru í ár eru rúm- lega 60 kaupsýslumenn, yfir 30 leið- togar þjóðríkja og fjöldi háskólafólks og stjórnenda hjá fjölmiðlum og sjálfstæðum félagasamtökum. Þar á meðal eru Larry Page og Sergey Brin, sem áttu þátt í að stofna Google-fyrirtækið og Mikhail Saaka- shvili, forseti Georgíu. Í yfirlýsingu frá Ólafi segir m.a. að hann vonist til þess að verkefnið muni leiða til frjórrar samvinnu einstaklinga af ólíkum sviðum samfélagsins og með ólík viðhorf. Vonast hann til þess að vinnan muni geta af sér hugmyndir sem í framtíðinni muni hjálpa fólki að efla með sér eigin ábyrgðarkennd. Ólafur Elíasson valinn í hóp ungra leiðtoga Ólafur Elíasson ARNÞÓRI Helgasyni, fram- kvæmdastjóra Öryrkjabandalags Íslands, var í gær sagt upp störfum. Í samtali við Morgunblaðið staðfesti Sigursteinn Másson, formaður ÖBÍ, þetta og sagði að uppsögn Arnþórs væri hluti af nauðsynlegum skipu- lagsbreytingum sem framkvæmda- stjórnin stæði þétt að baki. Hann vonaðist til að samkomulag myndi nást við Arnþór um starfslok hans en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um einstaka þætti málsins. Spurður um hvenær mætti vænta annarra breytinga í skipulagi sagði Sigur- steinn að þær stæðu yfir og myndu birtast jafnt og þétt. Þegar Morgunblaðið leitaði til Arnþórs staðfesti hann uppsögnina en vísaði annars á Sigurstein. Framkvæmda- stjóra sagt upp YFIRLÖGREGLUÞJÓNAR á höf- uðborgarsvæðinu, Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins ásamt fulltrúum heilbrigðiseftirlitsins og Veðurstof- unnar, ákváðu í gær að kveikja í þremur brennum í kvöld, Þær verða á Valhúsahæð á Sel- tjarnarnesi, á bökkunum við Gests- hús á Álftanesi og við Reynisvatn á móts við Sæmundarsel kl. 18.00. Þá var einnig ákveðið að halda flugelda- sýningu við Gufunes og Fagralund kl. 18.00 og við Sæmundarsel kl. 19.00. Hætt hefur verið við brenn- urnar á Ásvöllum, Ægisíðu og Fagralundi. Einnig vill Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins minna á að öll sala skotelda er bönnuð eftir 6. jan- úar þótt brennur frestist. Kveikt í þremur brennum ELDUR kviknaði í íbúð við Lóma- sali í Kópavogi í gærkvöldi. Var allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins sent á vettvang og voru reykkafarar sendir inn í íbúðina. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og tók slökkvistarfið um 8 mínútur. Grunur lék á um að fólk væri í íbúð- inni en svo var ekki. Slökkviliðið reykræsti íbúðina og voru skemmd- ir töluverðar af völdum reyks og elds. Ekki er vitað um upptök elds- ins að svo stöddu. Bruni í Kópavogi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.