Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinn kynningarfundur verður haldinn í fyrirlestrarsal og í anddyri á 1. hæð í húsi Orkuveitunnar, Bæjarhálsi 1, kl. 16 -19 í dag, 10. janúar. Klukkan 16:30 verður fyrirlestur um framkvæmdina og helstu niðurstöður mats á umhverfisáhrifum. Einnig munu fulltrúar Orkuveitunnar og ráðgjafar hennar svara fyrirspurnum. Jafnframt gefst tækifæri til að skoða kynningu á veggspjöldum. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is, og Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf, www.vgk.is. Nánari upplýsingar veitir Auður Andrésdóttir, VGK. Sími: 5400100 Netfang: audur@vgk.is Orkuveita Reykjavíkur hefur tilkynnt mat á umhverfisáhrifum stækkunar Hellisheiðarvirkjunar til athugunar og úrskurðar Skipulagsstofnunar. SAMNINGUR um stofnun félags sem mun undirbúa stofnun og rekstur skemmti- og fræða- seturs á sviði vísinda og tækni, var undirritaður í hátíðarsal Háskóla Íslands í gær. Að stofnun fé- lagsins standa Háskóli Íslands, Kennaraháskóli Íslands og Orkuveita Reykjavíkur. Undirbún- ingsfélaginu er ætlað að safna fjármagni og þjónustusamningum til að standa undir rekstri setursins. Mun það starfa í eitt ár og að því ári loknu verður stofnað hlutafélag um reksturinn sem tekur að sér frekari uppbyggingu og fram- kvæmdir. Nú þegar eru til vísar að vísindasetrum í Reykjavík, annar vegar vísindatjaldið í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum og hins vegar Raf- heimar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og segir Guð- jón Magnússon, framkvæmdastjóri hjá Orkuveit- unni, að leitast hafi verið eftir því að setja starf- semina undir einn hatt. „Svona vísindasetur eru í öllum helstu stórborgum heims og við horfum á þetta til þess að örva tækniþekkingu. Orkuveita Reykjavíkur er tæknifyrirtæki og á tímabili vant- aði verkfræðinga á sterkstraumssviði. Við þurfum á fleira fólki að halda og teljum því að það þurfi að hjálpa og örva unga fólkið til að læra raunvísindi“. Setrinu, sem fengið hefur Vinnuheitið Til- raunahús, er ætlað að sýna að raunvísindi og tækni geta verið bæði skemmtileg og nærandi fyrir hugann, segir Ari Ólafsson, dósent í eðlis- fræði og upphafsmaður stofnunar félagsins. Ari segir að raunvísindakennsla í grunnskólum hafi staðið höllum fæti. Mikið námsefni hafi verið fært til grunnskólans með breytingum á námsskrá 1999. Því vanti úrræði til að vekja á ný áhuga, bæði kennara og nemenda, á raunvísindagrein- um. „Kennararnir hafa almennt ekki fengið þjálf- un til að standa undir þeim kröfum sem nú eru gerðar til þeirra. Vandinn er að ef kennararnir sýna óöryggi í meðferð á þessu efni smitar það fljótt til barnanna og hefur áhrif á þeirra námsval í framtíðinni,“ segir Ari. Stoðkerfi fyrir kennara „Hugmyndir að úrræðum felast í stuðningi við kennslu í raunvísindagreinum með stofnun þessa seturs sem oft er kallað Science Centre á ensku. Setrið er hugsað út frá þremur stoðum, í fyrsta lagi sem vettvangur fyrir endurmenntun kennara svo þeir hafi fagþekkingu til að sinna þessum greinum af öryggi, í öðru lagi sem stoðkerfi fyrir kennara sem veiti ráðgjöf, þrói kennsluaðferðir og kennsluefni og leigi út tækjasamstæður til kennslu með tilraunum og í þriðja lagi sem vís- indasafn. Með þessu móti fæst samnýting starfs- krafta, tækjabúnaðar og húsnæðis. Þetta eru ráð- stafanir sem fyrst og fremst eru hugsaðar til að styrkja stöðu kennara og grunnskólakerfisins en einnig er setrið hugsað fyrir almenning. Hug- myndin er að setrið verði ekki bara fyrir augað og eyrað, heldur líka fyrir höndina, þ.e.a.s. að gest- irnir taki þátt og fái að gera tilraunir á þeim upp- stillingum sem þar eru.“ Vandamál víða í Evrópu Ari segir að víðast hvar í Evrópu sé staðan svipuð og hér á Íslandi. „Um alla Evrópu hafa menn áhyggjur af þessari þróun og aðsókn að raungreina- og tækninámi stefnir í að verða það lítil eftir 20–30 ár að við höfum ekki mannskap til að manna tæknisamfélagið.“ „Þetta snýst heilmikið um ímyndasmíð, raun- vísindamenn eru almennt afskaplega lélegir áróð- ursmenn og ímynd raunvísinda og tækni er ekki glæsileg í dag. Ein af fyrstu staðalímyndum sem börn læra að þekkja af barnaefni í sjónvarpi er „vondi vísindamaðurinn“. Og það er hamrað á þessari ímynd alla æskuna og einkunnarorð sem börn eiga um vísindamenn eru annaðhvort að þeir séu brjálaðir eða illgjarnir. Þessi mynd er dregin upp fyrir börnin af fullorðnum. Nú vil ég fá að draga upp öðruvísi mynd, draga börnin að þess- um hlutum þannig að þau hafi bæði gagn og gam- an af,“ segir Ari. Stofnun skemmti- og fræðaseturs á sviði vísinda og tækni undirbúin Skortur á fólki með menntun í raunvísindum Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur sigurhanna@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Samkomulag um skemmti- og fræðasetur handsalað í gærdag. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformað- ur Orkuveitu Reykjavíkur, Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, og Ólafur Proppé, rektor KHÍ. Morgunblaðið/ÞÖK Í Rafheimum í minjasafni Orkuveitunnar er hægt að kynnast undraheimum vísindanna. LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir manninum sem grunaður er um líkamsmeiðingar gagnvart 15 ára stúlku á föstudagskvöld við Miklubraut og Sogaveg. Rannsókn málsins stendur yfir og er manns- ins leitað af lögreglu. Samkvæmt lýsingum stúlkunnar var maðurinn innan við tvítugt með skollitað hár, axlarsítt að aftan og stutt í hliðum. Um er að ræða meðalmann á hæð og kraftalegan á vöxt. Hann lagði bíl sínum við Sogaveg og gekk niður á Miklubraut þar sem hann veittist að stúlkunni í strætis- vagnaskýli gegnt Skeifunni og reyndi ákaft að draga hana með sér í átt að bíl sínum. Ætlaði að koma stúlkunni inn í bílinn Miklar stimpingar áttu sér stað á leiðinni og virtist aðaltilgangur hans hafa verið sá að koma stúlk- unni inn í bílinn. Hafði hann í hót- unum við hana með ljótum munn- söfnuði. Stúlkan veitti hins vegar mikla mótspyrnu og virðist mað- urinn hafa gefist upp við átökin að lokum því þegar hann var kominn með stúlkuna að bílnum sleppti hann henni og ók í burtu. Lýst er eftir bílnum sem var dökkrauður fólksbíll með afturstuðara, spoiler. Bíllinn er ekki ósvipaður Subaru Impreza en tegund hefur ekki fengist staðfest. Þrátt fyrir að stúlkan hafi verið orðin mjög mátt- farin þegar atlögunni lauk, tókst henni að ganga til baka og fékk að- stoð frá farþega sem beið eftir strætisvagni á Miklubraut. Hún var flutt á slysadeild vegna meiðsla sinna og andlegs áfalls við atlög- una. Vegna rannsóknar málsins lýsir lögreglan eftir hugsanlegum vitn- um eða þeim sem gætu gefið ein- hverjar vísbendingar um málið. Sérstaklega er óskað eftir upplýs- ingum um grunsamlegar manna- ferðir á Sogavegi og umferð bíla þar frá kl. 20 til 21.30 á föstudags- kvöld. Lögreglan rannsakar fólskulega atlögu að 15 ára stúlku á Miklubraut Árásarmaður enn eftirlýstur LÖGREGLAN á Sauðárkróki rannsakar nú líkamsárás sem framin var í sumarhúsi í nágrenni Varmahlíðar aðfaranótt sunnu- dags. Maður á þrítugsaldri hafði þar kýlt og sparkað í mann með þeim afleiðingum að sá var með- vitundarlaus þegar lögreglan kom á staðinn. Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og látinn gista fangageymslur. Var honum sleppt að loknum yfirheyrslum daginn eftir. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild til aðhlynn- ingar og hafður til eftirlits á sjúkrahúsi þá um nóttina. Að sögn lögreglu þekkjast mennirnir lítillega. Árásin var framin í eftirpartíi í sumarhúsinu að loknu balli í Miðgarði. Talsvert er um að sumarhús á þessu svæði séu leigð út af félagasamtökum og eru þau talsvert notuð um helgar undir partíhald. Er lögreglan oft kölluð út vegna óláta í þeim og segir hún ekki óalgengt að ung- menni séu með á þessum sumar- bústaðafylliríum, jafnvel börn undir 18 ára aldri. Handtekinn eftir árás í Varmahlíð FYRRUM afleysingalögreglumað- ur á Keflavíkurflugvelli varð upp- vís að smygli á um 30 dósum af neftóbaki um miðjan desember og er málið nú rannsakað hjá lög- reglu. Verður það sent ákæruvaldi til áframhaldandi meðferðar. Málið kom upp þegar starfs- menn sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli sáu til lögreglumannsins höndla með smyglvöruna. Tildrög málsins voru þau að umræddur lögreglumaður tók við tóbaksdós- unum af félaga sínum sem var að koma til landsins í gegnum Leifs- stöð. Setti lögreglumaðurinn dós- irnar í skáp sinn og ætlaði að sækja þær þegar hann kom næst á vakt og koma þeim út úr Leifs- stöð. Af því varð þó ekki. Málið er litið alvarlegum augum af hálfu sýslumanns, ekki síst sökum þess að maðurinn notfærði sér lögreglubúning sinn til að fremja lögbrotið. Lögreglumaður staðinn að smygli HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að sextán ára piltur, sem nýlega fékk 2 ára fangelsi fyrir að ræna starfsmanni Bónuss á Seltjarnar- nesi, sæti gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans í Hæsta- rétti. Pilturinn var handtekinn 2. sept- ember, grunaður um að hafa ásamt fleiri mönnum svipt starfsmanninn frelsi sínu þar sem hann var við vinnu sína á Seltjarnarnesi. Var starfsmanninum ógnað með start- byssu og veist að honum með hót- unum og barsmíðum og hann kraf- inn um peninga. Í framhaldi af því var farið með hann í bankaútibú og þar var hann þvingaður til að taka fé út af bankareikningi sínum. Ákærði var í júlí úrskurðaður í gæsluvarðhald en 2. september var hann dæmdur í 16 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar af 13 mánuði skilorðsbundið. Piltur- inn tók sér frest til að taka ákvörð- un um áfrýjun dómsins og var þá látinn laus úr gæsluvarðhaldi. Ör- fáum klukkustundum síðar var hann handtekinn vegna mannráns- ins. Í greinargerð ríkissaksóknara með kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald kemur fram að mið- að við hegðun piltsins undanfarið séu yfirgnæfandi líkur á því að hann haldi áfram afbrotum verði hann látinn laus. Málið dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Ingibjörg Benediktsdóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson. Verður áfram í gæsluvarðhaldi vegna mannráns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.