Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞORBJÖRG Bjarna- dóttir, fyrrverandi skólastjóri Hús- mæðraskólans á Ísa- firði, lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 7. janúar sl., 83 ára að aldri. Þorbjörg var fædd 16. október 1922 í Vig- ur í Ögurhreppi, N- Ísafjarðarsýslu. For- eldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson, hreppstjóri, oddviti og bóndi í Vigur, og Björg Björnsdóttir frá Veðramóti í Skagafirði, húsfreyja í Vigur. Systkini Þorbjargar eru Sigurður Bjarnason, alþingismað- ur, ritstjóri og fyrrverandi sendi- herra, Björn bóndi í Vigur, látinn, Baldur bóndi í Vigur og oddviti, látinn, Þórunn kennari og Sigur- laug, kennari og fyrrverandi al- þingismaður. Þorbjörg varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1941. Hún stundaði nám í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur 1943–44. Hún lauk húsmæðrakennaraprófi frá Húsmæðrakennaraskóla Ís- lands árið1946. Hún var í hálft ár við nám í Danmörku við Ankerhus Askov árið 1956 og fór á Ful- bright-styrk í sex mánuði til Bandaríkj- anna veturinn 1960– 1961. Þorbjörg var kenn- ari við húsmæðraskóla Reykjavíkur árin 1946–48. Hún varð síðan skólastjóri Hús- mæðraskólans Óskar á Ísafirði árið 1948 og gegndi því starfi til ársins 1986. Þorbjörg fluttist frá Ísafirði til Reykjavíkur árið 1986. Hún kenndi um tíma við Lang- holtsskóla í Reykjavík og starfaði við skóladagheimilið á Dyngjuvegi í nokkur ár þar til hún lét af störf- um vegna aldurs árið 1992. Þorbjörg var formaður deildar Norræna félagsins á Ísafirði frá 1975–1986. Hún var formaður Sam- bands vestfirskra kvenna frá 1977. Þorbjörg giftist Brynjólfi Sam- úelssyni húsasmíðameistara 15. október 1965. Þau skildu. Sonur Þorbjargar og Brynjólfs er Bjarni Brynjólfsson ritstjóri, fæddur 30. desember 1963. Andlát ÞORBJÖRG BJARNADÓTTIR ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur upphafsfyrirlest- urinn í fyrirlestraröð Sagnfræð- ingafélags Íslands, Hvað er útrás? í fundarsal Þjóð- minjasafnsins kl. 12.10 í dag. Nefnist fyr- irlesturinn „Út- rásin: Uppruni – einkenni – fram- tíðarsýn“. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Dagskrá fyrirlestraraðarinnar að loknu erindi forseta: Hinn 7. febrúar flytur Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur fyr- irlesturinn Útrás/innrás. Myndmál í viðskiptafréttum. 21. febrúar flytur Birna Þór- arinsdóttir stjórnmálafræðingur fyrirlesturinn Jeppar og jakkaföt? Kynjamyndir í íslenskri utanrík- isstefnu. 7. mars flytur Sumarliði Ísleifs- son sagnfræðingur fyrirlesturinn Útrás og ímyndir. 21. mars flytur Ólöf Gerður Sig- fúsdóttir mannfræðingur fyrirlest- urinn Hver vegur að heiman er vegurinn heim: Útrás íslenskra listamanna sem innrás í sjálfsmynd- arpólitík Íslendinga. 4. apríl flytur Örn Daníel Jóns- son, hagrænn landfræðingur, fyr- irlesturinn 159 þúsund nýlandar? 11. apríl flytur Helgi Þorláksson sagnfræðingur fyrirlesturinn Útrás til forna. 25. apríl flytur Erla Hulda Hall- dórsdóttir sagnfræðingur fyrirlest- urinn Útrás kvenna. Ný fyrirlestraröð Sagnfræðingafélagsins Forseti Íslands fjallar um útrásina Ólafur Ragnar Grímsson TENGLAR .............................................. Nánari upplýsingar um fyrirlestra- röðina er hægt að fá í netfangi gudnith@hi.is. SIF Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla í Reykjavík, kveðst mjög ósátt við að Félag grunn- skólakennara skuli ekki styðja samkomulag sem skólinn hefur gert við Reykjavíkurborg um tilraun til eins árs um breytt launa- og vinnutímafyrir- komulag kennara. „Í samkomulaginu eru laun kennara við skólann hækkuð um 31 til 35% gegn því að vinnuskyldan þeirra sé frábrugðin þeirri vinnu- skyldu sem skilgreind er í kjarasamningi grunn- skólakennara,“ útskýrir hún. Sif segir að samkomulagið sé byggt á bókun númer fimm í kjarasamningi Kennarasambands Ís- lands (KÍ) og Launanefndar sveitarfélaganna (LN) vegna grunnskólakennara, eins og síðar verður vik- ið að, en þar sé gert ráð fyrir því að víkja megi frá samningnum í tilraunaskyni. Sif undirritaði umrætt samkomulag ásamt kenn- urum skólans í ágúst sl., auk Gerðar G. Óskars- dóttur, sviðsstjóra menntasviðs, fyrir hönd Reykja- víkurborgar. Í framhaldinu var það lagt fyrir samstarfsnefnd KÍ og LN til samþykktar eða synj- unar. Fulltrúar Félags grunnskólakennara í nefnd- inni töldu sig hins vegar ekki geta samþykkt það, m.a. á þeirri forsendu að ekki væri kveðið á um ákveðna kennsluskyldu kennara. Áhersla á þróun skólans Sif segir að samkvæmt samkomulaginu sé vinnu- tími kennara skólans ekki meiri en kjarasamningar gera ráð fyrir, heldur öðruvísi samsettur. Til dæmis sé kennsluskyldan mismunandi eftir kennurum og jafnvel tímabilum, enda þurfi að inna af hendi mörg önnur störf innan skólans s.s. þróunarstarfi. Þá er í samkomulaginu gert ráð fyrir því að kennarar séu í skólanum frá kl. 8 til 17 en í kjarasamningi grunn- skólakennara er ekki gert ráð fyrir slíkri fastri við- veru. Um vinnutímann í samkomulaginu segir m.a.: „Vikuleg vinnuskylda [kennara] er 42,86 á viku mið- að við 37 vikna starfstíma skóla og fer fram á tíma- bilinu frá kl. 08:00–17:00 á virkum dögum.“ Sif segir að samkvæmt samkomulaginu fái hún, sem yfirmaður, ákveðinn yfirráðarétt yfir vinnu- tíma kennaranna, þ.e. svo hún geti í samráði við þá skipulagt vinnutímann á milli átta og fimm, í sam- ræmi við það starf sem skólinn kalli á hverju sinni. Markmiðið sé að geta lagt sérstakar áherslur á þró- un skólans. Í upphafi samkomulagsins er tekið fram að það sé byggt á bókun númer fimm í kjarasamningi KÍ og LN vegna grunnskólakennara frá 17. nóvember 2004, eins og áður var vikið að. Í bókuninni segir að samningsaðilar séu sammála um að skapa tækifæri á samningstímabilinu fyrir grunnskóla að taka upp í tilraunaskyni til eins árs í senn, hliðstæð vinnutíma- ákvæði og gilda hjá öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum sveitarfélaga þ.e. á bilinu frá kl. 8 til kl. 17 og að innan þeirra marka sé öll vinnuskylda kennara. Því er bætt við að samkomulag milli skóla og sveitarfélaga skuli borið undir samstarfsnefnd KÍ og LN. Norðlingaskóli tók til starfa í haust, en hann til- heyrir nýju hverfi, Norðlingaholti, í Reykjavík. Um þrjátíu börn eru í skólanum um þessar mundir. Ný börn bætast í hópinn eftir því sem fleiri hús rísa í hverfinu, að sögn Sifjar. Gert er ráð fyrir því að skólinn geti tekið við um þrjú til fjögur hundruð börnum, þegar fram líða stundir. „Og við það þarf að miða þróun og skipulag skólans.“ Frumkvæði Reykjavíkurborgar Sif segir að þegar Reykjavíkurborg hafi auglýst eftir skólastjóra og kennurum snemma á síðasta ári hafi í auglýsingunni verið tekið fram að borgin hefði áhuga á að nýta sér fyrrgreinda bókun í kjarasamn- ingi kennara. Sjálf segir Sif að henni hafi fundist þetta spennandi kostur, þ.e. að gera slíka tilraun með breyttan vinnutíma kennara í eitt ár. Þegar hún hafi svo verið ráðin sem skólastjóri hafi hún ráðið til sín kennara sem voru tilbúnir til þess að taka þátt í tilrauninni. „Þetta er tilraun til eins árs. Við erum að reyna að stíga hér skref sem hugsanlega gætu nýst öðr- um.“ Hún bætir því við að hún sé formaður samtaka áhugafólks um skólaþróun í landinu. „Í okkar röð- um telja margir að kjarasamningar kennara tefji mjög fyrir allri skólaþróun ef ekki beinlínis hamli. Því er afar mikilvægt fyrir skólaþróun í þessu landi að einhver fái að gera tilraun sem þessa. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju Félag grunn- skólakennara heimilar hana ekki. Ég held reyndar að það væri í þágu kennara að slík tilraun verði gerð.“ Hún bendir á að í umræddu samkomulagi sé kveðið á um það að tilraunin verði metin að ári liðnu og segir að þannig megi draga af henni lærdóm „sem vonandi gæti komið skólunum nær þeim veru- leika sem skólastarf á nýrri öld í raun kallar á,“ seg- ir hún. Sif segir að þrátt fyrir andstöðu Félags grunn- skólakennara hafi verið unnið samkvæmt sam- komulaginu á haustmisseri skólans. Hún segir að samkomulagið hafi verið lagt fyrir samstarfsnefnd- ina í lok ágúst, en endanleg afstaða Félags grunn- skólakennara hafi ekki legið fyrir fyrr en í lok nóv- ember. „Nú erum við að velta fyrir okkur næstu skrefum,“ segir hún. Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um samkomulag við borgina Vill gera tilraun með laun og vinnutíma kennara Morgunblaðið/Þorkell Sif Vígþórsdóttir skólastjóri. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Í GREINARGERÐ Félags grunnskólakennara (FG) vegna Norðlingaskóla, sem kynnt var í sam- starfsnefnd Kennarasambands Íslands (KÍ) og launanefndar sveitarfélaga (LN) fyrir jól, segir m.a. að það sé skoðun FG að fræðsluyfirvöld Reykjavíkur og skólastjóri og kennarar Norð- lingaskóla geti með góðu móti rammað það skóla- starf og þá skólastefnu sem fyrirhuguð sé í skól- anum inn í núverandi samning KÍ og LN „og alfarið án þess að fara út í breytingar á vinnutíma- ákvæðum samningsins“, eins og segir í grein- argerðinni. „FG telur óhæft að breyta grunnmælieiningu starfs kennara á þann hátt sem farið er fram á, en kennsla hefur alla tíð verið grunnmælieining starfsins og því er afmörkun á kennsluskyldu eitt- hvað sem FG og KÍ hafa lagt áherslu á að viðhalda í síðustu samningum,“ segir í greinargerðinni. „Í nýafstöðnum samningum var það eitt af aðal- málum sem barist var fyrir að lækka kennslu- skyldu úr 28 kennslustundum í 24 stundir, en samningar náðust um að lækka grunnmælieiningu starfsins í 26 kennslustundir og sá tími sem verður til vegna þessa færist allur í aukinn undirbúnings- tíma fyrir kennara.“ Því er bætt við að með samn- ingum eins og í Norðlingaskóla sé verið að fara í öfuga átt. Samningur skólans fari í öfuga átt FLOSI Eiríksson, oddviti Samfylk- ingarinnar í Kópavogi, hefur ákveðið að sækjast eftir fjórða sæti á lista Samfylk- ingarinnar í bæj- arstjórnarkosn- ingunum í vor. Frestur til að bjóða sig fram í prófkjörinu rennur út í kvöld. „Samfylkingin er með þrjá bæj- arfulltrúa í Kópavogi og við þurfum fjóra. Ég vil leggja allt und- ir til að ná því og sækist því eftir fjórða sætinu og ætla mér að vinna það fyrir Samfylkinguna í Kópa- vogi,“ sagði Flosi þegar hann var spurður hvers vegna hann sæktist eftir fjórða sætinu. „Þeir sem eru í framboði eiga að vera tilbúnir að standa og falla með sínum gjörðum. Ég vonast eftir að menn muni sjá að það sé gott að hafa mig í bæjarstjórn Kópavogs og að þetta muni nýtast flokknum til fylgisaukningar.“ Flosi stefnir á 4. sætið Flosi Eiríksson UMBOÐSMAÐUR Alþingis hef- ur komist að þeirri niðurstöðu, að sú afstaða Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, að ákvæði laga um dráttarvexti eigi ekki við um at- vinnuleysisbætur, sé ekki í sam- ræmi við lög. Hefur umboðsmaður beint þeim tilmælum til Atvinnuleysis- tryggingasjóðs að mál einstak- lings, sem kvartaði yfir því að fá ekki dráttarvexti á ógreiddar bætur, verði tekið til endurskoð- unar. Eignast fjárkröfu á hendur hinu opinbera Málvextir eru í stuttu máli þeir, að úthlutunarnefnd atvinnuleysis- bóta ákvað í nóvember árið 2002 að synja umsókn einstaklings um atvinnuleysisbætur. Maðurinn kærði þessa ákvörðun til úrskurð- arnefndar atvinnuleysisbóta og gerði þá kröfu að ákvörðun nefnd- arinnar yrði felld úr gildi og að honum yrðu greiddar atvinnu- leysisbætur frá 1. nóvember 2002. Úrskurðarnefndin kvað upp úr- skurð í janúar 2003 þar sem ákvörðun úthlutunarnefndarinnar var staðfest. Maðurinn kvartaði í ágúst 2003 til umboðsmanns Alþingis yfir þessum úrskurði. Í kjölfarið kom fram að úrskurðarnefndin hefði ákveðið að taka mál mannsins upp aftur og í janúar 2004 úr- skurðaði nefndin að maðurinn ætti rétt á bótum frá desember 2002 til janúar 2003. Stjórn At- vinnuleysistryggingasjóði komst síðan að þeirri niðurstöðu, að sjóðnum bæri ekki að greiða vexti vegna þessara bóta, m.a. vegna þess að ekkert ákvæði væri um vexti í lögum um atvinnuleysis- bætur. Umboðsmaður Alþingis komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að sá sem öðlaðist rétt til atvinnu- leysisbóta eignaðist að öllu jöfnu fjárkröfu á hendur hinu opinbera sem kynni að öðrum skilyrðum uppfylltum að teljast allsherjar- réttarleg peningakrafa sem félli undir gildissvið laga um dráttar- vexti. Greiða ber drátt- arvexti af at- vinnuleysisbótum LÖGREGLAN á Egilsstöðum stöðv- aði ökumann fólksbíls á 134 km hraða á Vallavegi í gær. 90 km há- markshraði er á þessum slóðum og má ökumaðurinn búast við sekt og punktum í ökuferlisskrá. Tekinn á 134 km

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.