Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR  Loðnuveiðar og samspil þorsks og loðnu HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær kærðan úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. desember sem hafnaði kröfu verjenda í Baugsmál- inu um að 8 ákæruliðir, sem enn eru fyrir héraðsdómi, yrðu látnir niður falla. Fellst Hæstiréttur ekki á að settan ríkissaksóknara hafi skort umboð til að fara með málið og fellst rétturinn ekki heldur á að dóms- málaráðherra, hafi verið vanhæfur til að skipa sérstakan saksóknara í málinu. Dómur Hæstaréttar fer hér á eftir í heild sinni: „Mál þetta dæma hæstaréttar- dómararnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir og Mark- ús Sigurbjörnsson. Varnaraðilar skutu málinu til Hæstaréttar með kæru 16. desem- ber 2005, sem barst réttinum ásamt kærumálsgögnum 19. sama mánað- ar. Kærður er úrskurður Héraðs- dóms Reykjavíkur 15. desember 2005, þar sem hafnað var kröfu varn- araðila um að málið yrði fellt niður. Kæruheimild er í 1. mgr. 142. gr. laga nr. 19/1991 um meðferð opin- berra mála. Varnaraðilar krefjast þess að málið verði fellt niður. Þeir krefjast þess jafnframt að málsvarn- arkostnaður þeirra í héraði verður greiddur úr ríkissjóði auk kæru- málskostnaðar. Sóknaraðili krefst þess að hinn kærði úrskurður verði staðfestur. Svo sem greinir í úrskurði héraðs- dóms telja varnaraðilar settan rík- issaksóknara í málinu hafa skort um- boð til að fara með það af hálfu ákæruvalds. Nefna þeir þrjár ástæð- ur því til stuðnings, en hver þeirra um sig leiði til þess að líta verði svo á að ákæruvaldið hafi ekki sótt þing í málinu í nánar tilgreind skipti þegar það var tekið fyrir í héraðsdómi. Ítrekuð útivist ákæruvalds í opin- beru máli eigi að leiða til þess að það verði fellt niður. Er í hinum kærða úrskurði jafnframt rakin framvinda málsins frá því að ríkislögreglustjóri gaf út ákæru á hendur varnaraðilum 1. júlí 2005. Á þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur ágreiningsefnum í tengslum við málið tvívegis áður ver- ið skotið til Hæstaréttar með kæru, sbr. dóma réttarins 10. október 2005 í máli nr. 420/2005 og 2. desember sl. í máli nr. 492/2005. Eftir fyrri dóm- inn fluttist saksókn frá ríkislögreglu- stjóra, en ágreiningur aðila nú varð- ar umboð setts ríkissaksóknara í þeim átta liðum ákæru af alls fjöru- tíu, sem ekki var vísað frá héraðs- dómi með dómi Hæstaréttar 10. október 2005. Varnaraðilar styðja kröfu sína í fyrsta lagi við það að setning ríkis- saksóknara hafi verið látin ná til þess hluta ákærunnar, sem ekki var vísað frá dómi samkvæmt framansögðu, en með því hafi setningin orðið víð- tækari en heimilt var. Verði því að líta svo á að um ítrekaða útivist ákæruvalds hafi verið að ræða. Með vísan til forsendna hins kærða úr- skurðar verður þeirri málsástæðu hafnað. Krafa varnaraðila er í annan stað reist á því að dóms- og kirkjumála- ráðherra hafi verið vanhæfur til að setja ríkissaksóknara í málinu. Því til stuðnings eru tilfærð ýmis um- mæli ráðherrans á opinberum vett- vangi um þá og Baug hf., sem varn- araðilar telja sýna óvild hans í þeirra garð, og að ástæða sé til að efast um óhlutdrægni hans gagnvart þeim, sbr. 6. tölulið 1. mgr. 3. gr. stjórn- sýslulaga nr. 37/1993. Fallist er á með héraðsdómara að ýmis þessara ummæla séu mjög gagnrýnin í garð Baugs hf. og að minnsta kosti sumra varnaraðilanna, en ekki verður séð að þau tengist sérstaklega ein- stökum sakarefnum í málinu. Er heldur ekki fram komið að ráð- herrann fari með stjórnsýsluvald á þeim sviðum, sem ummæli hans varða. Að öllu virtu er ekki nægilega sýnt fram á að ráðherrann hafi með ummælum sínum orðið vanhæfur til að setja ríkissaksóknara í málinu og að líta beri svo á að af þeirri ástæðu hafi ekki verið sótt þing af hálfu ákæruvalds er það var tekið fyrir í héraðsdómi. Þriðja málsástæða varnaraðila fyrir kröfu sinni er sú að engin heim- ild sé í 28. gr. laga nr. 19/1991 til að flytja forræði máls frá ríkislögreglu- stjóra til ríkissaksóknara eftir að ákæra hefur verið gefin út, sbr. 2. mgr. 29. gr. laganna. Varðandi þetta er til þess að líta að lögreglustjórar og þar með ríkislögreglustjóri fara með sjálfstætt ákæruvald undir eft- irliti og yfirstjórn ríkissaksóknara. Að því gættu og að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úr- skurðar verður hafnað kröfu varn- araðila, sem á þessari ástæðu er reist. Samkvæmt öllu framanröktu verður hinn kærði úrskurður stað- festur. Kærumálskostnaður verður ekki dæmdur. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður er staðfest- ur. Kærumálskostnaður fellur niður.“ Úrskurður héraðs- dóms var staðfestur Hæstiréttur hafnar kröfum um niðurfellingu Baugsmálsins  Meira á mbl.is/ítarefni Í DÓMI Hæstaréttar í gær er í umfjöllun um kröfur varnaraðila vísað til forsendna hins kærða úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 15. desember sl. Í úrskurði héraðsdóms kom fram að krafa sakborninganna um að málið yrði látið niður falla var í fyrsta lagi byggð á því að þrívegis hefði verið um útivist í þinghaldi að ræða hjá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum rík- issaksóknara. Um þetta atriði sagði í forsendum úrskurðar héraðsdóms: „Þegar sótt var þing í málinu 9. desember hafði hinn reglulegi rík- issaksóknari daginn áður ótvírætt vikið sæti í málshlutanum, sem um ræðir og hinn sérstaki ríkissaksóknari hafði jafnframt verið settur til þess að fara með hann samkvæmt nýrri um- boðsskrá dómsmálaráðherra. Krafa um það að málið yrði lýst niður fallið vegna útivistar ákæruvalds hafði ekki komið fram áður og sá anmarki á valdheimild hins setta ríkissaksókn- ara, sem úrskurðað var um 22. nóvember sl., var ekki lengur til staðar. Má hér og hafa í huga 2. mgr. 123. gr. oml.[Laga um meðferð opinberra mála]. Er því ekki unnt að fallast á þá máls- ástæðu ákærðu að umboðsskrá setts rík- issaksóknara hafi verið víðtækari en heimilt var og því ekki verið sótt þing í málinu af þar til bærum handhafa ákæruvalds.“ Í öðru lagi vísuðu verjendur til vanhæfis Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, til að setja sérstakan saksóknara í málið vegna ým- issa ummæla sem hann hefur látið falla op- inberlega um sakborningana og Baug. Um þetta sagði héraðsdómur: „Ekki verður annað sagt um ummæli dóms- málaráðherra í garð ákærðu og G hf. [Baug] og G-samsteypunnar en að þau séu mjög gagn- rýnin. Það verður þó ekki séð að gagnrýni ráð- herrans tengist beint einstökum sakarefnum sem liggja fyrir dóminum. Líta verður einnig til þess að dómsmálaráðherra fer ekki með stjórn- sýsluvald á neinu því sviði, sem ummæli hans varða. Hinn setti ríkissaksóknari er sjálfstæður að lögum og lýtur í engu boðvaldi ráðherra. Það er enn fremur álit dómsins að það hljóti að leiða af eðli stjórnmála í lýðfrjálsu landi að ráðherra hafi verulegt svigrúm til þess að ræða og rita opinberlega um stjórnmál og önnur opinber málefni, án þess að hann geri sig með því van- hæfan til stjórnvaldsathafnar. Væru að öðrum kosti settar óviðunandi skorður annars vegar við frjálsri stjórnmálaumræðu og hins vegar við nauðsynlegum embættisathöfnum ráðherra. Er ekki unnt að fallast á það að ráðherra hafi verið vanhæfur til þess að setja ríkissaksóknara yfir málið og því hafi ekki verið sótt þing í málinu af hálfu ákæruvalds.“ Heimilt að flytja forræði málsins Þriðja málsástæða verjenda var sú að engin heimild værr í 28. gr. laga um meðferð op- inberra mála til þess að forræði máls flytjist frá ríkislögreglustjóra til ríkissaksóknara eftir að ákæra hefur verið gefin út, sbr. 2. mgr. 29. gr. laganna. Um þetta sagði í úrskurði héraðsdóms: „Samkvæmt 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991, sbr. lög nr. 84, 1996, er ríkissaksóknari æðsti handhafi ákæru- valds og honum til aðstoðar eru vararík- issaksóknari og saksóknarar, sem dóms- málaráðherra skipar. Í 3. mgr. 27. gr. laganna, sbr. lög nr. 36, 1999, segir ennfremur að rík- issaksóknari höfði opinber mál vegna brota gegn þar tilteknum ákvæðum almennra hegn- ingarlaga, þ. e. a. s. öllum alvarlegri brotum, en ákveði að öðrum kosti (4. mgr.), hvort hann höfði sjálfur mál eða feli lögreglustjóra það verk. Þá segir í 1. mgr. 28. gr. laganna að lög- reglustjórar, þar á meðal ríkislögreglustjóri, höfði önnur opinber mál en þau sem rík- issaksóknari höfðar skv. 3. mgr. 27. gr. Rík- issaksóknari geti þó tekið ákvörðun um saksókn í sínar hendur, þar á meðal gefið út ákæru, hve- nær sem hann telji þess þörf. Í 2. mgr. 28. gr. lag- anna, sbr. lög nr. 84, 1996, segir að lögreglustjóri vísi máli til ákvörðunar ríkissaksóknara telji hann að mál eigi að höfða í öðru umdæmi, hann telji sig vanhæfan eða að mál sé vandasamt, m.a. þegar vafi leiki á um hvort mál skuli höfða. Telji rík- issaksóknari, að athugun lokinni, að ástæða sé til þess að höfða mál, geri hann það sjálfur en leggi ella fyrir lögreglustjóra að gera það. Í 3. mgr. 28. gr. segir að lögreglustjóra beri að tilkynna rík- issaksóknara um það ef hann ákveður að falla frá saksókn samkvæmt. 113. gr. laganna og telji rík- issaksóknari að ekki hafi verið efni til þess, geti hann ákveðið að höfða mál sjálfur eða lagt fyrir lögreglustjóra að gera það. Þá er mælt fyrir um það í 5. mgr. 27. gr. laganna að ríkissaksóknari geti gefið öðrum ákærendum fyrirmæli um ein- stök mál, sem þeim er skylt að hlíta, kveðið á um rannsókn máls, mælt fyrir um framkvæmd henn- ar og fylgst með henni. Í 2. mgr. 27. gr. laganna segir ennfremur að ríkissaksóknari gefi út al- menn fyrirmæli um meðferð ákæruvalds og hafi eftirlit með framkvæmd ákæruvalds hjá lög- reglustjórum. Loks segir í 6. mgr. lagagrein- arinnar og í 3. mgr. 29. gr. laganna að ríkis- saksóknari taki ákvörðun um áfrýjun máls og fari með það fyrir Hæstarétti. Frá setningu laga nr. 107, 1976, sem breyttu lögum nr. 74, 1974, um meðferð opinberra mála og afnámu síðustu leifar af ákæruvaldi dómara, fór ríkissaksóknari einn með ákæruvald í landinu, ef undan eru skilin þau mál, sem dómsmálaráðherra hefur með sér- ákvæðum í lögum verið falið æðsta ákæruvald í. Var lögum nr. 38, 1993, nr. 84, 1996 og nr. 36, 1999, sem breytt hafa ákvæðum 27.–29. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991, og feng- ið lögreglustjórum ákæruvald, ekki ætlað að raska þeirri skipan að ríkissaksóknari fari einn með æðsta ákæruvald í landinu. Af því, sem rakið hefur verið, er ljóst að lög- reglustjórar, þar á meðal ríkislögreglustjóri, hafa ekki sjálfstætt ákæruvald heldur fara þeir með það undir yfirstjórn og eftirliti æðsta hand- hafa ákæruvalds, ríkissaksóknara. Ríkis- saksóknari getur þannig á öllum stigum máls hlutast í meðferð ákæruvalds hjá lögreglustjór- um og mælt fyrir um meðferð þessa valds, bæði almennt og í einstökum málum. Verður því ekki fallist á það að óheimilt hafi verið að flytja for- ræði máls þessa frá ríkislögreglustjóra til rík- issaksóknara og þannig hafi ekki verið sótt þing í málinu.“ Forsendur í úrskurði héraðsdóms EKKI er sátt innan bæjarstjórn- ar Akureyrar um sölu á hlut bæj- arins í Landsvirkjun, að sögn Odds Helga Halldórssonar, odd- vita L-lista fólksins. Í fréttaskýr- ingu í Morgunblaðinu í gær kom fram að eftir því sem næst verður komist muni bæjaryfirvöld á Ak- ureyri líta svo á að hugmyndir um verð fyrir hlutinn eigi ekki að standa því fyrir þrifum að hægt sé að ganga frá sölu. Oddur segir að af umfjölluninni megi ætla að eng- inn ágreiningur sé á Akureyri um þetta mál. Svo sé ekki. Hann hafi margoft lýst sig andvígan sölunni þegar þau mál hafi verið á dag- skrá hjá bæjarráði og í bæjar- stjórn. Hann hafi líka lýst þeirri skoðun að ef ætlunin sé að selja hlutinn, þá sé það verð sem bæn- um sé boðið allt of lágt. „Ég hef jafnframt sagt að nær væri að við keyptum hlut Reykjavíkurborgar og flyttum höfuðstöðvar [Lands- virkjunar] til Akureyrar.“ Á móti sölu á hlut í Landsvirkjun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.