Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 15 ERLENT DNA-rannsóknir á höfuðkúpu, sem hugsanlega var talin vera af Wolf- gang Amadeus Mozart, virðast sýna, að svo sé ekki. Veldur það mörgum miklum vonbrigðum en 27. þessa mán- aðar verða liðin 250 ár frá fæð- ingu tónskálds- ins. Rannsóknirnar á höfuðkúpunni voru bornar sam- an við rannsóknir á beinum, sem talin eru vera úr Eup- hosínu, ömmu Mozarts, og Jeanette, frænku hans. Að því er fram kom hjá Walter Parson við læknastofn- unina í Innsbruck, er hins vegar enginn skyldleiki með höfuðkúpunni og hinum beinunum og þau eru því ekki úr fólki í sömu fjölskyldu. Mozart var fæddur 27. janúar 1756 og lést 35 ára 5. desember 1791. Var hann jarðsettur í kirkju- garði heilags Markúsar í Vín og lá þar í gröf með 15 öðrum. Nokkrum árum síðar, eða 1801, kvaðst Joseph Rothmayer, starfsmaður kirkju- garðsins, hafa notað tækifærið er gröfin var opnuð og tekið burt höf- uðkúpu Mozarts enda hefði hann sjálfur tekið þátt í að grafa hann og því vitað nákvæmlega hvar hann lá. Alla tíð síðan hafa menn velt því fyr- ir sér hvort um höfuðkúpu Mozarts væri að ræða en nú virðist ljóst, að svo er ekki. Ashdown styður Sir Menzies PADDY Ashdown, fyrrverandi leið- togi Frjálslynda demókrataflokksins í Bretlandi, hefur lýst yfir stuðningi við Sir Menzies Campbell sem eft- irmann Charles Kennedys. Segir hann, að Campbell, sem er aðstoð- arleiðtogi og talsmaður flokksins í utanríkismálum, sé vel til foringja fallinn. Sir Menzies hefur þegar ákveðið að sækjast eftir leiðtoga- embættinu en búist er við, að Mark Oaten, talsmaður flokksins í innan- ríkismálum, geri upp hug sinn um það í dag. Þá ætlar Simon Hughes, formaður flokksins, að tilkynna sína ákvörðun eftir nokkra daga. Rétt er að taka fram, að fomannsembætti í bresku stjórnmálaflokkunum er allt annað og minna en leiðtogaemb- ættið. Stefnt er að því, að kjör nýs leiðtoga frjálslyndra demókrata liggi fyrir í marslok. Cheney á sjúkrahús DICK Cheney, varaforseti Banda- ríkjanna, var í gær fluttur á sjúkra- hús en útskrifaður skömmu síðar. Átti hann dálítið erfitt um and- ardrátt vegna bjúgs, sem aftur var rakinn til lyfja, sem hann tekur við fótarmeini. Hann hefur hins vegar lengi verið hjartaveill, gengist undir margar aðgerðir og er með gang- ráð. Þessi veikindi varaforsetans hafa kynt undir vangaveltum um framtíð hans í embætti en Scott McClellan, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði í gær, að ekki væri neitt annað uppi en að Cheney gegndi embætti sínu áfram. Royal vinsælust EKKI er loku fyrir það skotið, að kona verði í framboði fyrir franska sósíalista í forsetkosningunum í Frakklandi á næsta ári. Sam- kvæmt könn- unum meðal flokksmanna nýt- ur Segolene Ro- yal, fyrrverandi umhverfis- ráðherra, lang- mests fylgis sem forsetaframbjóð- andi og miklu meira en gamlir flokkshestar eins og þeir Jack Lang og Dominique Strauss-Kahn. Höfuðkúpan ekki af Mozart Wolfgang Amadeus Mozart Segolene Royal Teheran. AFP. | Nokkrir af yfirmönn- um Byltingarvarðarins voru á með- al þeirra, sem fórust í flugslysi í Ír- an í gær. Ellefu manns voru um borð í her- flutningavél, sem fórst í fjalllendi í norðvesturhluta landsins eftir að bilun hafði komið í upp í lending- arbúnaði. Átta háttsettir foringjar í Byltingarverðinum voru í flugvél- inni en þrír voru í áhöfninni. Á meðal þeirra sem fórust voru Ah- mad Kazemi, yfirmaður landher- sveita Byltingarvarðarins, og yfir- maður leyniþjónustu þessa úrvalsliðs klerkastjórnarinnar í Ír- an. Byltingarvörðurinn var stofnaður eftir að íslamskir bókstafstrúar- menn höfðu gert byltingu og náð öllum völdum í Íran í sínar hendur árið 1979. Sérsveitunum er ætlað að verja íslamska lýðveldið gagnvart „innri og ytri ógnunum“. Talið er að um 350.000 manns tilheyri nú liðsafla þessum, sem er ein af valdamestu stofnunum Írans. Byltingarverðir farast í Íran Jerúsalem. AFP. | Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, var í gær fær um að anda upp á eigin spýtur og jafnframt gat hann hreyft hægri handlegg og fót. Læknar segja hins vegar, að of snemmt sé að meta hvaða skaða heilablæð- ingin hefur valdið. Byrjað var á því í gær að draga úr lyfjagjöf til að vekja Sharon en það ferli getur tekið dálítinn tíma. Eru læknarnir að sögn bjartsýnir á, að Sharon lifi hremmingarnar af en eftir þeim er haft, að dagar hans sem leiðtogi séu liðnir. Almennt er búist við því, að Ehud Olmert, sem nú gegnir skyldum Sharons, muni formlega taka við af honum en þótt hann sé virtur, þá er hann ekki vinsæll og hefur ekki þá þungavigt, sem Sharon hafði. Því ríkir mikil óvissa um framtíðina í Ísrael og margir óttast, að aftur sjóði upp úr í samskiptunum við Palestínu- menn. Byrjað á að vekja Sharon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.