Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 19 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR hitakútar úr ryðfríu stáli 30 ára reynsla á þúsundum heimila ● 30/50/100/120/200 eða 300 lítra ● Blöndunar- og öryggisloki fylgir ● Hagstætt verð Borgartúni 28, símar 520 7901/520 7900 www.ef.is Frábær ending! Ínæsta nágrenni við versluninaDCK í London eru verslanir áborð við Harrods og HarveyNichols, auk fjölda verslana með hönnunarvöru af ýmsu tagi. Ekki slæm staðsetning fyrir íslenska hönnun. Inni í versluninni blasa við landslagsljósmyndir Rafns Hafn- fjörðs, ásamt hönnunarvöru og hús- gögnum. Og innar í versluninni sitja hjónin Magnús Justin Magnússon og Dagmar Þorsteinsdóttir, eigendur DCK. Magnús var áður sölustjóri hjá Marvis en Dagmar vann hjá Sóló- húsgögnum og þekkir því vel til ís- lenskra hönnuða. „Við ætlum í fyrstu að einblína mest á húsgögn en viljum þó líka bjóða upp á aðra hluti til að auka breiddina – við erum í raun til í að prófa flest – ef okkur líst vel á hlutinn má alltaf sjá hvað gerist.“ Það var reynsla Dagmarar sem varð þess valdandi að hjónin ákváðu að sérhæfa sig í hönnun, en London varð fyrir valinu þar sem Magnús er hálf- breskur og eyddi drjúgum hluta æsku sinnar þar í landi. Íslendingar duglegir að kíkja Dagmar og Magnús opnuðu versl- unina í lok september og hafa við- tökur verið ágætar. „Okkur langaði að prófa eitthvað nýtt, en gerðum okkur grein fyrir að þetta yrði erfitt í byrjun. Þess vegna höfum við líka fengið almannatengslafyrirtæki til að kynna verslunina,“ segir Magnús. Mikill hluti viðskiptavina DCK kemur úr næsta nágrenni, sem er að stórum hlut byggt efnafólki sem hef- ur litlar áhyggjur af verðinu. Íslend- ingar eru líka duglegir að líta inn, auk þess fjölda gesta sem býr á nærliggj- andi lúxushótelum. „Bandaríkjamenn kaupa gjarnan eitthvað í smærri kantinum eins og t.d. roðkortaveski en líst jafnan vel á hönnunina og spyrja gjarnan hvort við sendum ekki – sem við að sjálfsögðu gerum,“ bætir hann við. Ýmist er hægt að hafa sam- band við verslunina eða kíkja inn á heimasíðuna, www.designck.co.uk sem verið er að setja upp. Design Centre Knightsbridge er á tveimur hæðum og á efri hæðinni eru húsgögn, ljósmyndir, listaverk og alls kyns skrautmuni. Þar má nefna roð- skinnsveski frá Ragnari Einarssyni, roðflugubox frá Röggu Ólafs, olíu- málverk eftir Fannýju Hauks- dóttur, keramik frá Koggu og skartgripi frá Hrund Guðjóns- dóttur sem dæmi. Í kjallaranum eru hins vegar mestmegnis hús- gögn og húsbúnaður, eins og þæfðar glasamottur og klukkur frá Bryndísi Bolladóttur, púðar frá Guðlaugu Halldórsdóttur og glermunir frá Hjördísi Hafn- fjörð. Meðal húsgagnanna sem í boði eru má svo nefna roðstóla, leðursófa, Gíraffa-stóla Chuck Mack, leð- ursófasett hannað af Reyni Sýrussyni og leðurborð með hrosshúð frá G. Á. húsgögnum. „Við erum ekki beint að flagga því að þetta sé hrosshúð þar sem það þykir svolítið „tabú“ hér í Bretlandi. Fjöldi araba býr hins vegar hér í ná- grenninu og þeir eru mjög hrifnir af skinnvarningnum“ segir Magnús. Enn sem komið er eru fiskroðsveski, lopahúfur, skartgripir og Gíraffa- stólarnir vinsælasta söluvaran. „Húsgögnin sem og leður- og roð- munina getur fólk yfirleitt valið í þeim lit og efni sem það kýs og að sjálfsögðu eru þessar vörur í dýrari kantinum. Við keppum til dæmis ekki við Kína eða Taiwan, en á móti kemur að við getum lagað hlutinn að per- sónulegum óskum viðskiptavinarins sem þykir mikill plús hér í landi þar sem hlutirnir eru yfirleitt frekar staðlaðir.“ Snögg þjónusta Íslenski uppruninn hefur svo líka sitt að segja. „Sérstaða okkar er svo að sjálfsögðu að þetta er allt íslensk hönnun og handbragð þar sem þetta er allt handgert – meira að segja hús- gögnin.“ Snögg þjónusta þykir svo ekki síður kostur. „Hér í Bretlandi er fólk vant að þurfa að bíða í 8–12 vikur eftir fjöldaframleidda sófanum sín- um. Hjá okkur getur fólk hins vegar pantað sófa í þeim lit og stærð sem það vill, allt er sérsmíðað og af- greiðslutíminn er samt bara 2–6 vik- ur.“ Dagmar og Magnús hafa einnig uppi hugmyndir um að leigja vegg- pláss í búðinni. Þannig geti listamenn haldið sýningu þar á verkum sínum og að sjálfsögðu verður áfram ein- blínt á íslenska list og hönnun. Þá ætla þau að fara með húsgögn á verslunarsýningar og auglýsa munina enn betur. Til að byrja með verður einungis íslensk hönnun í boði, en síðar kann að vera að þau fari líka út í sölu á skandínavískum hús- gögnum. Íslenskir roðstólar og lopahúfur í London  HÖNNUN Í Knightsbridge, einu ríkasta hverfi London, hafa íslensk hjón opnað hönnunarbúðina Design Centre Knightsbridge (DCK) sem aðeins býð- ur upp á íslenska hönn- un. Laila Pétursdóttir kíkti í heimsókn. www.designck.co.uk Hjónin Dagmar Þorsteinsdóttir og Magnús Justin Magnússon, eigendur hönnunarverslunarinnar DCK. Ýmissa grasa kennir í versluninni sem geymir verk íslenskra hönnuða. Gíraffa- stólar Chuck Mack hafa reynst vin- sælir. Morgunblaðið/ Laila Pétursdóttir DCK er í Knightsbridge-hverfinu þar sem margt efnafólk er að finna. Kaðlajóga á Netinu Heilsuræktarráðunauturinn Guðni Gunnarsson hefur ákveðið að færa Íslendingum bókargjöf um þessi áramót að því er segir í frétta- tilkynningu. En Guðni hefur sett fjölþætta verkefnabók á vefsíðu sína www.ropeyoga.is sem ætlað er að aðstoða fólki við að finna tilgang sinn í lífinu og setja sér ný og skil- virkari markmið. Bókin heitir Lífs- sýn og er 75 blaðsíður að stærð, en henni má hlaða niður eða prenta út endurgjaldslaust. Guðni býr í Los Angeles og er stofnandi Rope Yoga (kaðlajóga) hug- og heilsu- ræktarkerfsins sem hefur notið nokkurra vinsælda á Íslandi und- anfarið. ,,Ég hef sterkar taugar til landsins þó ég hafi búið lengi í Bandaríkjunum og langar að láta gott af mér leiða í íslensku samfélagi á ýmsan hátt. Mér finnst bókargjöf um áramót skemmtileg leið og treysti því að lestur bókarinnar hjálpi fólki að vakna til lífsins á nýj- an hátt, með nýjum markmiðum og meiri festu,“ segir í fréttatilkynn- ingu Guðna. Ný húð- og hársnyrtilína Komin er á markað ný húð og hársnyrtilína frá Grikklandi sem unnin er úr hreinni ólífuolíu. Olivia snyrtivörurnar eru allar unnar úr hreinni ólífuolíu og eru ætlaðar til næringar, lækninga og ummönn- unar líkamans. Ólífuolían inniheldur m.a. mikilvægar fitusýrur og vítam- ín sem eru ekki aðeins nauðsynlegar húðinni heldur koma í veg fyrir hrörnun, draga úr öldrun og vernda. Það er fyrirtækið Papoutsanis sem framleiðir vörurnar og hefur verið starfandi frá árinu 1870. Vörurnar hafa reynst vel fyrir þá sem eru með viðkvæma húð og suma sem eru með húðvandamál og geta ekki notað hvaða snyrtivörur sem er. Í Olivia línunni er fljótandi handsápa, baðolía og freyðibað, húð- krem og handáburður. Einnig er hægt að fá tvær gerðir af litlum sáp- um, báðar unnar úr ólífu olíu en önn- ur er einnig með Aloe Vera. Sáp- urnar má nota á allan líkamann og í hárið og eiga þær að virka gegn flösu, útbrotum og þurrki, og skila húðinni silkimjúkri án þess að hún verði fitug. Olivia vörurnar fást í Hagkaup Skeifunni, Kringlunni, Smáralind og Spönginni.  NÝTT fugla þeir hitta.“ Hann segir enn- fremur að við getum ekki verið viss um að hún komi aldrei. „Fræðilega er það möguleiki að hún berist hingað að sunnan, þá myndi hún hugsanlega steikja matinn vel til að drepa alla sýkla.“ Ráðleggingar til ferðamanna Á heimasíðunni www.landlaeknir.is eru ráðleggingar fyrir ferðamenn sem hyggjast fara til landa þar sem fuglainflúensa hefur komið upp og bent á hvar hægt er að nálgast frek- ari upplýsingar. Haraldur segir að við þurfum ekki að óttast að fuglaflensan komi upp hérlendis alveg á næstunni. „Hún kemur örugglega ekki núna í vetur. Farfuglarnir fara suður á bóginn og svo veit maður ekki hvaða aðra far- FRÉTTIR af fuglaflensu í Tyrklandi vekja eflaust spurningar hjá mörgum um hvort auka eigi varúðarráðstaf- anir til að bregðast við hugsanlegri fuglaflensu hérlendis. Haraldur Briem sóttvarnalæknir bendir á að viðhafa skuli venjulega varúð þegar fuglakjöt er meðhöndlað. „Við eigum alltaf að meðhöndla mat skynsam- lega. Það er ekki bara fuglaflensa í kjöt- metinu okkar og fuglunum, það er líka kamfýlóbakter og salmonella,“ segir Haraldur. Hann leggur áherslu á að fólk gæti hreinlætis þegar matur er meðhöndlaður. „Það á að sjóða eða magnast upp í lífríkinu hérna, eins og inflúensa gerir yfirleitt, andfuglarnir okkar eru náttúrulegir hýslar inflú- ensuveirunnar. Veiran hefur því skil- yrði til að vera í þeim. Ef eitthvað kæmi yrði það í fyrsta lagi næsta haust.“ Haraldur leggur þó áherslu á að þetta séu eingöngu getgátur og fræðilegar vangaveltur. „Það er mjög mikilvægt að fylgjast með því að þetta berist ekki manna á milli. Tilfellin sem komu upp í Tyrk- landi voru þannig að börnin voru að leika sér með hræ af kjúklingum.“ Haraldur bendir líka á að í þeim til- fellum sem landamærum hefur verið lokað sé það fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að farið sé með fið- urfénað á milli landa en ekki ótti við að veiran berist manna á milli. Venjuleg varúð sia@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn  FUGLAFLENSAN | Þurfum við að óttast matinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.