Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN F lugvél Atlantic Air- lines frá Færeyjum fleytti kerlingar á Reykjavíkurflugvelli og farþegar klöppuðu fyrir fimleikum flugstjórans, sem hafði áður lýst yfir efasemdum sín- um um að fært yrði að lenda á vell- inum sökum hálku. Skemmtilegri ferð lokið með ánægjulegum enda- hnykk. Um helgina ferðaðist ég til áfangastaðar sem ég hefði átt að vera löngu búinn að heimsækja á mínum þrjátíu árum lífs. Færeyjar eru yndislegur eyjaklasi þar sem hreint út sagt stórskemmtilegt og gestrisið fólk byggir hvern fjörð af ótrúlegri útsjónarsemi og alúð. Kindurnar eru sérkennilegar og fjölmargir áhugaverðir kostir í boði fyrir gesti. En þrátt fyrir að vera gestrisið og ljúft fólk með falleg og einlæg bros og enn skemmtilegri mat- argerðarlist eiga Færeyingar enn sitthvað í land hvað varðar málefni samkynhneigðra. Þannig las ég í frændblaði Morgunblaðsins, Dimmalætting (Dimmulétting ell- egar Morgunn) að ekki væri hægt að dæma prest nokkurn á Hvalvík fyrir meiðyrði eða mannréttinda- brot á samkynhneigðum fyrir að hella sér yfir þá í stólræðu sinni. Enda er ekki til lagabókstafur í færeyskum lögum sem verndar samkynhneigða eins og aðra minnihlutahópa. Tillaga um að bæta málsgrein inn í hegning- arlöggjöfina þar sem samkyn- hneigðir væru verndaðir fyrir for- dómum á prenti og í starfi var felld á lögþinginu með 20 atkvæðum gegn 12. Stór hluti færeysku þjóð- arinnar á enn erfitt með að sætta sig við raunveruleika samkyn- hneigðar. Í samræðum mínum við fær- eyska þingkonu úr Þjóðveld- isflokknum sagði hún mér að þetta mætti m.a. rekja til þess hversu smátt samfélagið er, ekki hefði enn náð að myndast borgarhefð þar sem samkynhneigðir næðu að blómstra. Þess vegna flyttu margir samkynhneigðir til Danmerkur, þar sem þeir blómstruðu í starfi og menntun og færeyskt samfélag missti þar stóran spón úr aski sín- um. Sagði hún þó að stærstur hluti hinna brottfluttu færeysku homma og lesbía vildu koma til baka, ef samfélagið væri tilbúið að taka betur á móti þeim. Þingkonan sagði svona samfélagsbreytingar taka mikinn tíma og eflaust myndi sjálfstæði eyjanna og sterkari sjálfsmynd samfélagsins bæta mjög úr hlutunum. Önnur orsök þess hversu illa er komið fyrir samkynhneigðum er mögulega sú hversu stórt hlutverk trúin spilar í samfélagi Færeyinga. Íhaldssöm gildi eru enn ríkjandi meðal eyjarskeggja. Þó má merkja á ungu fólki í Færeyjum meiri nú- tímavæðingu og frjálslyndari gildi, samfara auknu innstreymi al- þjóðlegra menningaráhrifa. Þess verður vonandi ekki langt að bíða að þessi gildi hörfi alfarið í hafsjó fortíðar. Einu áhyggjurnar verða þá að með hinum sívaxandi er- lendu menningaráhrifum fölni kannski hin sakleysislega einlægni sem maður upplifir. Hún er alls ekki barnaleg, meira eins og draumkennd, þegar maður kemur úr kaldhæðnum og dökkum veru- leika hins „nútímavædda“ Íslands. Við skulum vona að Færeyingar beri gæfu til að varðveita sakleysi sitt, gestrisni og ljúft viðmót í hörðum og köldum heimi efn- ishyggju og hörfandi gildismats. En já, rétt eftir að vélin skopp- aði vestur flugbrautina eftir ein- ungis klukkutíma flug frá alþjóða- flugvellinum í Vaagum, skaust ég á netið og rakst á hreint út sagt dauðleiðinleg ummæli hins annars ágæta pistlahöfundar Egils Helga- sonar. Að vísu verður að segjast Agli til varnar að hann vitnaði að hluta til óbeint í pistil á hinu mis- málefnalega vefriti Vefþjóðvilj- anum, sem seint verður sakaður um hlutleysi eða sjálfsgagnrýni. Egill sagði, svo ég leyfi mér að vitna í kappann: „Besta komment- ið um tónleikana átti Vef-Þjóð- viljinn sem spurði, svona fyrst þeim var stefnt gegn virkjunum, hvort þeir yrðu ekki örugglega órafmagnaðir? Það má líka spyrja hvort erlendu skemmtikraftarnir sem sungu meðal annars lagið Al- uminium hafi ekki örugglega not- ast við annað en flugvélar og bif- reiðar til að komast á tónleikastað?“ Já, einmitt. Náttúruvernd- arsinnar eru allir á móti rafmagni. Rafmagn er vont í sjálfu sér, enda frá djöflinum komið. Og við erum líka á móti bílum og flugvélum, ál- pappír og öllu sem er gert úr áli. Rétt eins og næringarfræðingar sem mæla ekki með að fólk borði alla daga á MacDonalds eða öðrum skyndibitastöðum eru beinlínis á móti öllum mat. Rétt eins og fólk sem gagnrýnir neysluhyggju nú- tímans er á móti framförum, pen- ingum og verslun yfirhöfuð, vildi bara helst búa í moldarkofum. Það getur ekki verið að nátt- úruverndarsinnar séu á móti of- neyslu og bruðli, vanvirðingu við náttúru landsins og blekkingar þeirra sem nota hundruð milljóna af almannafé til að mála glans- myndir sem fegra skemmdarverk þeirra. Satt að segja bjóst ég við svona röksemdafærslu frá stand- andi félaga í múgsefjunarhrópkór Framsóknarflokksins, eða já, ein- hverjum af hinum sérlega mál- efnalegu ofurfrjálshyggjumönnum á Vefþjóðviljanum, sem nýta hvert tækifæri til að slá um sig með ódýrum „allt eða ekkert“ rökvill- um. En ekki frá einhverjum sem gefur sig út fyrir að vera hugsandi maður. Ég get vel sætt mig við rökræðu með og á móti virkjunum, og jafnvel með eða á móti nátt- úruvernd. En ég get ekki sætt mig við svona lágkúru og hvet Egil til að skýra almennilega fyrir mér hvort hann í alvörunni telji að allir náttúruverndarsinnar séu á móti rafmagni, bílum og flugvélum, eða hvort hann sé til í að koma sér upp úr leðjuslagnum og upp á eðlilegt rökræðuplan um umhverfismál. Þess má að lokum geta að ég skoðaði tölur um hversu mikið ál fer í flugvéla- og þotusmíðar á ári. Mér til lítillar furðu kom í ljós að álverið á Reyðarfirði ætti að geta uppfyllt gervalla þörf flugiðnaðar- ins fyrir árið 2007 á u.þ.b. einum vinnudegi. Afganginn af árinu gætu þeir síðan notað til að bræða ál fyrir sívaxandi hrúgu áldósa bjór- og gosþambandi vest- urlandabúa, því þangað fer víst nokkuð drjúgur hluti álsins. Heimkoma Ég er ekki á móti rökræðu um virkj- anamál og umhverfismál. En fólk verð- ur að tala á málefnalegu plani. Það er hallærislegt að gera fólki upp skoðanir. VIÐHORF Svavar Knútur Kristinsson svavar@mbl.is FLESTUM ætti að vera kunnugt um að F-listinn er eina aflið í borg- inni, sem vill halda Reykjavík- urflugvelli í Vatnsmýrinni. Þó virð- ist talsverður misbrestur á því að þessi staðreynd sé al- menningi kunn. Því miður hafa fjölmargir sem hafa tjáð sig um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri ranglega haldið því fram, að samstaða sé um það innan borgarstjórnar að flytja flugvöllinn á brott. Stundum virðist þetta gert af þekking- arskorti, en stundum í áróðursskyni. Hvorugt er boðlegt og slíkt ætti ekki að við- gangast í umfjöllun fjölmiðlamanna um flugvallarmálið. Það heyrir engu að síður til undantekninga, að ekki sé klifað á þessum ósannindum. Ósannindi Viktors B. Kjartanssonar Í nýlegum Kastljóssþætti RÚV hélt Viktor B. Kjartansson, tals- maður samtaka, sem berjast fyrir flutningi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur, enn á lofti þeim ósann- indum „að allir stjórnmálaflokkar í borginni“ vilji flugvöllinn burt. Þó að þekkingarskortur hafi einkennt nær allan málflutning þessa tals- manns er mér ekki grunlaust um að hér hafi talsmaðurinn, sem jafn- framt er formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja- nesbæ, verið að hagræða stað- reyndum í flokkspólitískum tilgangi. Í senn virðist reynt að fela sérstöðu F-listans í flugvallarmálinu og breiða yfir vandræðalega kúvend- ingu borgarstjórnarflokks Sjálf- stæðisflokksins í sama máli. Svo mjög var okkur í F-listanum misboðið yfir rangfærslum Viktors B. Kjartanssonar, að við báðum um leiðréttingu hjá Kastljósinu, en því var ekki sinnt. Rangfærslur um sjúkraflug á Íslandi En það eru fleiri en undirritaður sem geta ekki orða bundist vegna rangfærslna Viktors B. Kjartanssonar í áð- urnefndum Kast- ljóssþætti RÚV. Theó- dór Skúli Sigurðsson, umsjónarlæknir sjúkraflugs Fjórðungs- sjúkrahússins á Ak- ureyri, ritar grein und- ir heitinu „Rangfærslur um sjúkraflug á Íslandi“ í Morgunblaðið 18. des- ember sl. Þar vitnar hann í eftirfarandi um- mæli Viktors: „Sjúkra- flugið eins og við vitum náttúrulega … þá eru allt bráðaflug og bráða- tilfelli eru í þyrlum og það eru þyrl- ur sem flytja allstaðar þar sem verða slys og bráð tilfelli. Þegar verið er að flytja sjúklinga á milli staða í flugvélum er það venjulega vegna þess að þá er verið að flytja fólk á milli stofnana ekki vegna þess að það er í bráðri lífshættu.“ Mál- flutning í þessum dúr hefur und- irritaður þurft að hlusta á í borg- arstjórn Reykjavíkur. Þar ríkir nú samstaða hjá R- og D-lista um að vísa flugvellinum á brott úr Vatns- mýrinni, sem líklegast leiðir til þess að hann fari til Keflavíkur. Vegna sjúkraflugsins og annarra öryggis- hagsmuna má það ekki verða. Tillaga F-lista í borgarstjórn Tillaga F-listans í borgarstjórn 20. september sl. um að ekki kæmi til greina að flytja flugvöllinn til Keflavíkur og að framtíð innan- lands-, sjúkra- og öryggisflugs á höfuðborgarsvæðinu yrði tryggð var felld með öllum atkvæðum borg- arfulltrúa R- og D-lista. Þá varð vendipunktur í umræðunni og stuðningsmenn flugvallarins fóru að svara einhliða áróðri Höfuðborg- arsamtakanna og annarra flugvall- arandstæðinga. Skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði í október- mánuði fyrir borgarstjórnarflokk F- listans sýndi vaxandi fylgi við flug- völlinn í Vatnsmýri og að tæplega 60% Reykvíkinga vildi frekar hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni en að flytja hann til Keflavíkur. Undirritaður er því miður eini borgarfulltrúinn, sem hefur bent á þá staðreynd, að sjúkraflugi verði engan veginn haldið uppi með þyrl- um eingöngu. Á þetta bendir Theó- dór Skúli Sigurðsson einnig í grein sinni, þegar hann segir: „Sérstaklega þarf að taka fram að þyrlur eru ekki álitlegur kostur fyr- ir almennt sjúkraflug vegna tíma- taps og hæðatakmarkana, þær fara hægar yfir og eru ekki búnar jafn- þrýstibúnaði. Ástand sjúklinga er stundum svo alvarlegt að það leyfir ekki flutning loftleiðina nema í jafn- þrýstibúnum flugvélum.“ Tekin verði upplýst ákvörðun Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir þá Reykvíkinga, sem vilja að tekin verði upplýst og ábyrg ákvörðun um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri að vandaður málatilbún- aður og sérstaða F-listans í flugvall- armálinu er sniðgengin af mörgum fjölmiðlum. Fyrir því eru augljósar pólitískar ástæður. Afstaða F- listans byggist ekki síst á þeirri staðreynd að undirritaður, oddviti listans, er læknir með langa starfs- reynslu, m.a. á landsbyggðinni. Sú afstaða gengur þvert á þann vilja fulltrúa R- og D-lista að skera á þá lífæð samgangna og öryggismála í landinu, sem Reykjavíkurflugvöllur er. Ósannindi í flug- vallarmálinu Ólafur F. Magnússon fjallar um stefnu F-listans í flugvallarmálum ’Flestum ætti að verakunnugt um að F-listinn er eina aflið í borginni, sem vill halda Reykja- víkurflugvelli í Vatns- mýrinni.‘ Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og oddviti F-listans í borgarstjórn. STJÓRNARANDSTAÐA íhalds- ins í borginni síðustu ár hefur meira og minna verið einskorðuð við einn hlut, Orkuveitu Reykjavík- ur. Málflutningur þess hefur verið með ólíkindum og ber hann vitni um annaðhvort ótrúlegan skort á framsýni, lítinn skiln- ing á fjárfestingum og rekstri eða einfaldlega öfund. Mér er næst að halla mér að seinustu skýringunni og tel víst að það vildi sjálft Lilju kveðið hafa. Sú aðgerð að sam- eina hitaveitu, raf- magnsveitu, vatns- veitu og nú fráveitu borgarinnar í eitt fyr- irtæki um leið og nýrri veitu, gagnaveit- unni, hefur verið kom- ið á fót, er stórkostlegt framfara- spor. Sameiningin er framkvæmd af þvílíkri framsýni að í dag skilur maður ekki af hverju þetta var ekki löngu búið og gert. Stjórnendur Orkuveitunnar, und- ir stjórn Alfreðs Þorsteinssonar oddvita framsóknarmanna í borg- inni, báru gæfu til að ganga rösk- lega fram í sameiningunni, gera nauðsynlegar skipulagsbreytingar fljótt og sameina starfsemina undir eitt þak eins fljótt og auðið var í glæsihýsi sem við getum verið stolt af. Hálfkák eða seinagangur við sameiningu gamalgróinna fyr- irtækja kostar mikla fjármuni vegna óhagræðis í rekstri meðan á breytingunum stendur og veldur óöryggi meðal starfsmanna. Starfs- menn hvers fyrirtækis og þekking þeirra eru aðaleign þess og því afar mikils virði að vel takist til við að halda starfsfólki ánægðu og öruggu í sínu starfi, enda lagnirnar, dæl- urnar og tankarnir lítils virði ef enginn kann að stýra þeim. Eitt er víst. Orku- veitu Reykjavíkur á alls ekki að selja einkaaðilum, eins og áreiðanlega verður fái íhaldið öllu ráðið í borginni. Engin rök mæla með því að einkavæða fyrirtæki sem eru að stórum hluta í einok- unaraðstöðu eins og ávallt verður með rekstur vatnsveitu, hitaveitu og fráveitu. Þar sem raforkukerfi hafa verið einkavædd, eins og t.d. í Bandaríkjunum og Bretlandi, hefur afhendingaröryggi verið gersam- lega óásættanlegt og er skemmst að minnast langvarandi rafmagns- leysis í Kaliforníu fyrir nokkrum misserum, sem stafaði af því að fyrirtækjum var skipt upp, hlutar starfseminnar seldir út úr fyr- irtækjunum eða þeim skipt upp með þeim afleiðingum að samhæf- ing hrundi og ábyrgðarskipting varð óljós. Orkuveitan á áfram að vera sterkur bakhjarl í atvinnuuppbygg- ingu í borginni, sem ber ríka sam- félagslega ábyrgð. Öflugt fyrirtæki sem veitir góða þjónustu á bestu kjörum og afhendingaröryggi sem stenst ýtrustu kröfur. Jafnframt á hún að skila góðum arði til borg- arbúa af skynsamlegum fjárfest- ingum, sem farið er í með hag- kvæmum lántökum þar sem styrkur sameinaðs fyrirtækisins er nýttur. Nýjasti vitnisburðurinn um hagkvæmnina í rekstri fyrirtæk- isins er sá að án þess að lækka gjaldskrá sína stenst Orkuveitan öðrum veitum landsins snúning á raforkumarkaði, eftir að hann er nú orðinn frjáls. Geta framsóknarmenn því verið stoltir af Orkuveitu Reykjavíkur og okkar þætti í uppbyggingu hennar, sem sagan mun dæma með mun meiri sanngirni en dægurþrasandi íhaldsmenn virðast geta gert. Orkuveitubyltingin Eftir Gest Guðjónsson ’Geta framsóknarmennþví verið stoltir af Orku- veitu Reykjavíkur og okkar þætti í uppbygg- ingu hennar, sem sagan mun dæma með mun meiri sanngirni en dæg- urþrasandi íhaldsmenn virðast geta gert.‘ Gestur Guðjónsson Höfundur býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík TENGLAR .............................................. www.gestur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.