Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ ef? Þannig er spurt í nýju leikriti úr smiðju Valgeirs Skagfjörð og Einars Más Guðmundssonar, sem frumsýnt var í Hafnarfjarð- arleikhúsinu á dögunum. Leikritið er ætlað unglingum og fjallar um af- leiðingar fíkniefnaneyslu á nýstár- legan hátt og ber einmitt heitið Hvað EF? „Verkið varð til vegna þess að það vantar alltaf efni til að sýna ungling- um, sem skiptir einhverju máli. For- varnir hafa á sér frekar neikvæðan stimpil í unglingaheiminum, þannig að við vildum fara pínulítið aðra leið – ekki vera að nota alltaf orðið for- varnir. Auðvitað viljum við fræða þau um þær hættur sem fylgja áfengis- og vímuefnaneyslu og til þess þarf þetta að vera á léttum og skemmtilegum nótum,“ segir Val- geir í samtali við Morgunblaðið, en sýningin er unnin í samstarfi leik- hópsins 540 Gólfa og SÁÁ. Hann segir ýmislegt hafa verið reynt í þeim vandasömu efnum, en leikhúsið sé miðill sem geti hentað ágætlega fyrir miðlun málefna af þessu tagi og hafi nýst mjög vel. „Þessi sýning er hins vegar frá- brugðin að því leyti að hér er ekki um hefðbundið leikrit að ræða. Auð- vitað er rauður þráður í gegnum sýninguna og sumt af textanum er skrifað, en auk þess liggur að baki mikið rannsóknarstarf hjá leik- urunum sjálfum; þau hafa farið á fundi og rætt við krakka sem hafa lent í fíkniefnaneyslu sjálf og mat- reitt það svo ofan í krakkana.“ Gróðinn við að fresta Í leikritinu er sjónum beint að lífi tveggja unglinga; Jóhönnu og Kidda, sem eiga það sameiginlegt að hafa eyðilagt líf sitt vegna ákvarð- ana um að prófa áfengi og dóp. „Það liggja sannar sögur á bak við þetta allt saman og viðtöl við krakka sem hafa lent í þessu. Við tölum við krakkana algjörlega á þessum nót- um,“ segir Valgeir. Hann segir ætlunina ekki að veifa vísifingrinum framan í krakkana og predika yfir þeim. „Heldur einfald- lega leiða þeim fyrir sjónir með að- ferðum leikhússins og leiklistar- innar, hver sannleikurinn er í mál- inu. Því þau fá mjög takmarkaða fræðslu um þetta,“ segir hann og bætir við að flestir tipli á tánum í kringum unglinga, í stað þess að ala þá upp. „Það er líka ákveðinn ótti við forvarnir – sumir telja að þær séu bara til þess fallnar að vekja athygli unglinga á dópi. Ég er sjálfur reynd- ar ekki sammála því. Við sýnum þeim hver sannleikurinn er, ekki bara félagslega heldur líffræðilega líka. Hvernig þetta skaðar heilabúið og líkamsstarfsemina í krökkum. Við erum að reyna að leiða þeim fyr- ir sjónir að það sé ekkert eðlilegt við að veltast um blindfullur, og hafa áhrif á þau að geyma það að minnsta kosti þar til þau eru eldri. Sýna þeim fram á hversu mikill gróði felst í því.“ Ekkert kjaftæði Fyrirtæki hafa boðið þó nokkrum skólum á sýninguna, sem fram fer í Hafnarfjarðarleikhúsinu, og hafa nú þegar alls 2.000 ungmenni séð leik- ritið. Áhorfendur hafa tekið verkinu af miklum áhuga, að sögn Valgeirs, og verið afar jákvæðir. „Kannski er það vegna þess að við förum bara niður á þeirra plan, tölum á þeirra eigin máli og erum ekki með neitt kjaftæði. Við köllum þetta skemmti- fræðslu og það er frábært hvað þau kveikja á þessu,“ segir hann að síð- ustu. Leiklist | Leikritið Hvað EF? sem sýnt er í Hafnarfjarðarleikhúsinu tæklar fíkniefnavandann Hvorki vísifing- ur né predikun Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Úr skemmtifræðslunni Hvað ef? sem sýnd er í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Lesa má umræður sýningargesta um Hvað EF? á vef SÁÁ, www.saa- .is SKÁLDFÉLAGAR Knuts Ødegårds, bæði úr heimi rit- listarinnar og tónlistarinnar, fögnuðu honum ákaft þegar hann hélt upp á sextugsafmæli sitt á dögunum. Á myndinni gefur að líta frá vinstri: Jón Nordal, Matthías Johannessen, Thor Vilhjálmsson, Atla Heimi Sveins- son, Knut Ødegård, Jónas Kristjánsson og Jóhann Hjálmarsson. Knut er fæddur í Noregi, en hefur átt annað heimili og starfað hér á landi um árabil. Hann er kvæntur Þor- gerði Ingólfsdóttur kórstjóra. Morgunblaðið/Eggert Skáldin fagna Knut Ødegård AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Stóra svið SALKA VALKA Su 22/1 kl. 20 Fi 26/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! WOYZECK Su 15/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 29/1 kl. 20 KALLI Á ÞAKINU Su 15/1 kl. 14 Lau 21/1 kl. 14 Su 22/1 kl. 14 SÍÐUSTU SÝNINGAR! CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORSÝNING UPPSELT Fö 13/1 kl. 20 FORSÝNING UPPSELT Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Fi 19/1 kl. 20 Gul kort Fö 20/1 kl. 20 Rauð kort Fö 27/1 kl. 20 Græn Kort Lau 28/1 kl. 20 Blá kort Nýja svið/Litla svið MANNTAFL Lau 14/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR! ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í FEBRÚAR! BELGÍSKA KONGÓ Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Lau 4/2 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Í kvöld kl. 20 FORSÝNING MIÐAV. 500- kr. Mi 11/1 kl. 20 GENERALPRUFA MIÐAV. 500- kr. Fi 12/1 kl. 20 FRUMS. UPPS. Fö 13/1 kl. 20 Lau 21/1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 Naglinn e. Jón Gnarr í samstarfi við 540 Gólf leikhús Fö 20/1 kl. 20 FRUMS. UPPS.Lau 21 /1 kl. 20 Su 22/1 kl. 20 UPPSELT Fö 27/1 kl. 20 Lau 28/1 kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Fullkomið brúðkaup - heldur áfram! Lau. 7. jan.kl. 19 UPPSELT Fös. 13. jan. kl. 20 UPPSELT Lau. 14. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Lau. 14. jan. kl. 22 AUKASÝNING Fös. 20. jan. kl. 20 Örfá sæti laus Lau. 21. jan. kl. 19 Örfá sæti laus Fös. 27. jan. kl. 20 Nokkur sæti laus Lau. 28. jan. kl. 19 Laus sæti Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. Allir norður! Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum. Sibelius SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Hljómsveitarstjóri ::: Arvo Volmer Einleikari ::: Boris Brovtsyn FIMMTUDAGINN 12. JANÚAR KL. 19.30 gul tónleikaröð í háskólabíói Zoltán Kodály ::: Sumarkvöld Jean Sibelius ::: Fiðlukonsert í d-moll Jean Sibelius ::: Lemminkäinen og stúlkurnar frá Saari Zoltán Kodály ::: Páfuglstilbrigðin Miðasalan er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18 og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 þriðjudaga - föstudaga. Miðasala á Netinu allan sólarhringinn. ÖSKUBUSKA - La Cenerentola eftir ROSSINI Frumsýning sun.5. feb. kl. 20 2. sýn. fös. 10. feb. kl. 20 – 3. sýn. sun. 12. feb. kl. 20 – 4. sýn. sun. 19. feb. kl. 20 www.opera.is opera@opera.is Sími: 511 4200 Námskeið umÖskubusku og Rossini hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Skráning í síma: 525 4444 - endurmenntun@hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.