Morgunblaðið - 19.01.2006, Side 4

Morgunblaðið - 19.01.2006, Side 4
4 MYNDASÍÐA Bóndadagurinn er á morgun og sam- kvæmt hefðinni eiga konur að vera sérlega góðar við bændur sínar þá. Það er alveg hægt að elda eitthvað gott eða bjóða honum bara út að borða en skemmtilegast getur þó verið að koma honum á óvart með nýju fati. Það er nokkuð ljóst að ef þú leggur eitthvað í undirfatnaðinn þá eru mun meiri líkur á að hann taki eftir því. Njóttu tækifærisins á bóndadaginn og fáðu þér ný und- irföt, hvort sem það er fyrir bóndann eða bara sjálfa þig. Fyrir ekki svo löngu síðan áttu næst- um allar konur g-streng og þær sem áttu ekki svoleiðis voru annað hvort taldar lúðar eða kvenrembur. En með tímanum þá hafa konur áttað sig á óþægindum g-strengs og það hafa tískufrömuðir líka. Nú eru venjulegar nærbuxur og boxerar það heitasta í dag. Það þykir ekki lengur flott að sýna strenginn upp úr gallabux- unum, ef það sést í nærbuxur þá eru það blúndur eða flottur box- erstrengur. Nærfatatískan í vetur er munaðarleg og rómantísk. Blúndur, glitvefnaður og silki eru mest áberandi. Sætar nærbuxur og brjóstahaldarar með alls lags skrauti eins og gervi gim- steinum og demöntum verða mikið inni. Undirföt með blúndu eru sér- lega smart þessa dagana, annað hvort einlit með blúndu yfir eða þá marglit með bryddaðri blúndu. Það þykir nefnilega flott núna að sýna aðeins í brjóstahaldarann og þá verð- ur að passa upp á að það sé nú smart blúnda sem kemur uppúr. Sokka- bönd, sokkabelti, lífsstykki og sam- fellutoppar eru líka svakalega heit. Rómantískt og kynæsandi og allt gert til þess að konan sé eins un- aðsleg og mögulegt er - án þess þó að vera gliðruleg. Hugsaðu kven- legar fallegar línur, sokkabelti og blúndunærföt og farðu aftur til 1950 eða 60 og þá ertu pottþétt flott. Push-up-brjóstahaldarar eru hægt og rólega að hverfa þar sem nú er aftur í tísku að vera meira náttúruleg. Ef þér líður betur í einföldum bóm- ullarnærbuxum þá skaltu fá þér flott einlit nærföt sem eru þó með ein- hverjum auka ísaum eins og blóma- mynstri. Flottir boxerar gera líka gæfumuninn. Þú ættir að fá þér hlýrabol við þar sem það er svo þægi- legt, afslappað og reyndar líka un- aðslegt. Í vetur eru alls lags blóma- munstur í gangi en ef þú vilt frekar einlitt þá er hinn klassíski svarti og hvíti alltaf til staðar en í vetur eru líka grátt, blátt, blágrænt, bleikt og vín- raut mikið í gangi. Svo klikkarðu náttúrulega ekki ef þú færð þér rautt sett fyrir bóndadaginn þar sem rauð- ur er náttúrulega litur ástarinnar! UNAÐSLEG UNDIRFÖT Apparat hélt heita og raka tónleika í kjallara stúdenta síðasta laugar- dagskvöld. Svo kalt var úti en massa heitt inni. Almennt fjör var á staðnum og troðið út úr dyrum. Sumir stóðu uppi á borðum til að sjá meðan aðrir dönsuðu eins og þeir ættu lífið að leysa. Þetta voru fyrstu tónleikar Apparat á Íslandi síðan á Airwaves í október en þeir fóru í tónleikaferð til Evrópu í millitíðinni. APPARAT ORGAN QUARTET Í STÚDENTAKJALLARANUM Myndir Árni Torfason Umsjón Laila Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.