Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 8
8 VIÐTALIÐ á sem þetta ritar heyrði fyrst í hljómsveitinni Mammút þegar hún tróð upp í Iðnó á tónlistarhátíð Innipúkans árið 2004. Þá voru þau nýskriðin upp úr gagnfræðaskóla og nokkrum mán- uðum fyrr höfðu þau staðið uppi sem sigurvegarar í Músíktilraunum. „Ég ætla ekki beint að kaupa mér diskinn með þeim þegar hann kemur út,“ hugsaði undirritaður að tónleikunum loknum. Eftir tæp tvö ár virðist biðin eftir diskinum loksins á enda. Afmæli Á kaffihúsinu Babalú situr blaða- maður og bíður eftir hinum fimm fræknu í Mammút. Inn gengur hávaxinn maður, afar snyrtilegur til fara, með pakka í hendi. Hann virðist vera að leita að ein- hverjum ákveðnum en þegar hann finnur ekki þennan aðila tekur hann upp gsm-síma. Þeg- ar hann byrjar að tala kemur í ljós að hann er breskur og hann blótar eitthvað íslenskri stundvísi. Þetta er Martin, um- boðsmaður Mammúts, en hann hefur verið með þeim síðan hann sá þau og féll fyrir á Airwaves í fyrra. Stuttu eftir að hann skellir á mæta hljóm- sveitarmeðlimir einn af öðrum inn á Babalú; Kata söngkona, Gunna bassaleikari, Alexandra gítarleikari, Arnar gítarleikari og Arnar trommari. Eins og sannir rokkarar eru þau að mestu ólærð í hljóðfæraleik. Andri trommari er þó þessi misserin að nema trommu- leik í FÍH og Arnar segist eitthvað hafa lært á gítar en þar fyrir utan ljær hann söng sinn kór Menntaskólans við Hamrahlíð þar sem hann er nemandi. Svo plokkar Gunna einnig bassann með pönkhljómsveitinni Viðurstyggð. Martin heilsar þeim öllum innilega en þó sérstaklega henni Gunnu því hún á víst sautján ára afmæli þennan dag. Hann réttir henni pakkann sem hann kom með og að því loknu er hann far- inn aftur og hljómsveitin fær sér sæti í kringum blaðamann. Talið berst að frumburði þeirra, plötunni sem þau tóku upp síðastliðið sumar og haust. Frumburðurinn „Hún á að koma út í mars,“ lofar Kata en einhverjar seinkanir hafa orðið á plötunni fram að þessu. Platan var tekin upp í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar, undir handleiðslu Bibba Curver, en hann pródúserar plötuna og hefur verið þeim stoð og stytta í öllu upptökuferlinu. „Lögin tíu á plötunni eru öll frá því þegar við byrjuðum með hljómsveit- ina. Við höfum alveg verið stopp í lagasmíðum síðan upptökur hófust. Þegar við erum búin að koma þessum lögum frá okkur getum við loksins far- ið að gera eitthvað nýtt,“ segja þau og er auðheyranlegt að þau þyrstir í að klára plötuna og semja fleiri lög. Bækluð byrjun Mammút er tveggja ára band sem varð til skömmu fyrir Músíktilraunir árið 2004. Stúlkurnar þrjár í bandinu höfðu þá verið að spila undir nafninu ROK og drengirnir tveir höfðu eitt- hvað verið að glamra saman. Þau segj- ast lítið muna eftir þeim lögum sem þau spiluðu í fyrri hljómsveitum en vilja þó meina að tónlist Mammúts sé allt öðruvísi. „Ég held að þetta hafi allt verið bara gítarglamur og öskur,“ rifjar Kata upp. Þegar þau svo sameinuðust undir nafninu Mammút þekktust hóp- arnir í rauninni voðalega lít- ið og Arnar hafði t.d. aldrei hitt Gunnu bassaleikara og Alexöndru gítarleikara fyrr en á fyrstu æfingu sveitarinnar. „Ég held að lögin hafi svolítið verið eins og þau voru á Músíktilraunum vegna þess að við þekktumst ekkert rosalega vel. Það var voðalega skrítið að semja þessa tónlist,“ segir Kata og það er greinilegt að hún á í smáerf- iðleikum með að útskýra það. „Þetta var eitthvað rosalega bæklað fyrst,“ segir hún. Þessi tónlistarlega samsuða krakkanna virðist þó hafa heppnast einstaklega vel í ljósi velgengninnar sem fylgdi í kjölfarið. Eftir sigurinn í Músíktil- raunum hafa þau smám saman verið að stækka aðdáendahóp sinn með tónleikahaldi út um allan bæ og spila- mennskan verður sífellt öflugri. Og ef marka má umfjöllun erlendra blaða- manna á Airwaveshátíðinni er Mammút ein af efnilegustu böndum þjóðarinnar. Aldurinn ekkert vesen Spurð hvort það sé erfitt fyrir þau, í ljósi aldurs, að fá að spila inni á börum bæjarins þar sem allt flæðir í víni og ósóma segjast þau ekkert kannast við neitt ves- en. „Við höfum alla vega ekkert lent í neinum vandræðum með það,“ segir Kata og Arnar spyr hvort það sé yf- irleitt bannað fyrir þau að spila á bör- um. Enginn svarar því en einhver minnist þess þegar drengirnir í Jak- obínurínu voru reknir út af ellefunni þegar þeir voru að spila þar í fyrsta sinn. Að spila fyrir fersk eyru „Það var einu sinni reynt að reka mig út,“ rifjar Andri upp. „Þá var ég að ganga frá hljóðfærum úti í bíl og dyra- vörðurinn vildi ekki hleypa mér aftur inn.“ „Samt aldrei neitt vesen,“ segir Kata og hún efast um að það verði nokkurn tíma vesen með slíkt. „Jú, kannski þegar við erum orðin 25. Þá verður kannski farið að reka okkur út,“ segir Gunna og hlær. MAMMÚT ENDIRINN Á UPPHAFINU Texti Þormóður Dagsson Myndir Árni Torfason Allir eru bara að drekka sig fulla á tónleikum, sem er svo sem ekk S Hvað finnst ykkur annars um senuna á Íslandi? „Æi ég veit ekki,“ segir Gunna, „mér finnst þessir týpísku ís- lensku rokkarar alltaf vera hálfglat- aðir.“ Kata bendir líka á að reykvískar hljómsveitir séu ansi fljótt búnar að spila fyrir flest það fólk sem á annað borð sækir tónleika. „Hljómsveitin fær kannski athygli eftir aðra tón- leikana og svo spilar hún sex skipti eft- ir það og þá eru bara einhvern veginn allir búnir að koma sem vilja sjá hana. Það gerist síðan ekkert meira. Síðan sér maður bara alltaf sömu andlitin á tónleikum. Ég er ekki að segja að maður sé orðinn einhver útbrunninn rokkari eða eitthvað þannig en þetta er bara svolítið fyndið því þetta er svo lítið. Og það er alltaf sama fólkið sem sækir tónleika um helgar og svona. Þetta getur þess vegna verið mjög ein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.