Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 9
hæft.“ Kata segist þó alltaf hafa gaman af því að spila á tónleikum en það sé kannski ekki alveg eins spennandi og það var í byrjun. „Það er svo mikið af því á Íslandi að fólk sé bara að fá sér bjór og spjalla meðan á tónleikum stendur,“ segir Kata. „Allir eru bara að drekka sig fulla á tón- leikum, sem er svo sem ekkert skrýtið þar sem flest giggin sem maður fær eru á börum. Þó að við séum ung hljómsveit og allt það þá langar mann ótrúlega að prófa að fá ferska áhorf- endur.“ „Það var reyndar svolítið ferskt að spila á Airwaves,“ segir ein- hver. Tólf ára Sykurmolar Það var mikið talað um frammistöðu Mammúts á Airwaveshátíðinni síð- kert skrýtið þar sem flest giggin sem maður fær eru á börum 9 VIÐTALIÐ ustu. Það er sérstaklega minnisstætt þegar David Fricke, einn af ritstjórum Rolling Stone, lýsti yfir hrifningu sinni á hljómsveitinni eftir að hafa heyrt hana spila í Smekkleysubúðinni. „Þeir tónleikar heppnuðust auðvitað ekki næstum eins vel og þegar við spil- uðum á Grand rokk daginn eftir,“ seg- ir Gunna. Tónleikarnir á Grand rokk vöktu sem fyrr segir mikla lukku og í kjölfarið fengu þau mjög jákvæða umfjöllun hjá innlendum sem erlend- um fjölmiðlum. Nýlega birti tónlist- arvefsíðan playloud.com airwaves- umfjöllun þar sem tónleikum Mammúts eru gerð mjög góð skil. Þar líkir greinarhöfundur sveitinni við Syk- urmolana í upphafi ferilsins og dáist sérstaklega að kraftmikilli söngrödd Kötu. Hann segir að „þessir krakkar sem eru í mesta lagi tólf ára gamlir“ búi yfir afar ferskum og óhefð- bundnum hljómi og auk þess fallega undarlegum en jafnframt fullkomlega tónréttum melódíum sem maður fær á heilann. Það er því töluvert tilhlökkunarefni að frumburður Mammúts skuli vera að líta dagsins ljós og hægt verður að hlusta á þessa skemmtilegu tónlist- arlegu samsuðu í pródúsjón Bibba Curvers. Eftir tveggja ára bið eftir plötunni er upphafið á ferli hljóm- sveitarinnar loksins á enda og það á eftir að verða afar spennandi að fylgj- ast með því hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þau. Þess má geta að Mammút mun spila á Gauk á Stöng á föstudagskvöld. 1 1. Gunna og Alexandra í Mammút á Airwaves í fyrra. Mynd Hörður Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.