Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.2006, Blaðsíða 14
14 SPURT OG SVARAÐ Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona hlaut þriðja sæti í kjöri á íþróttamanni ársins árið 2005. Nú stefnir hún 4–5. sæti í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Kópavogi á laugardaginn. Hvað er þér efst í huga núna? „Prófkjör sjálfstæðismanna í Kópavogi á laug- ardaginn.“ Hvað dreymdi þig í nótt? „Ég sef svo vel að ég man það ekki.“ Hvað hræðistu mest? „Að missa einhvern af mínum nánustu.“ Ertu tapsár? „Ég þoli illa að tapa en er yfirleitt fljót að jafna mig.“ Missirðu oft stjórn á skapinu í leik? „Nei, það hefur sem betur fer aldrei gerst, 7, 9, 13!“ Ef þú værir súperhetja, í hvað myndirðu nota krafta þína? „Hjálpa fólkinu í Pakistan.“ Ef þú gætir ferðast aftur í tímann, til hvaða árs myndirðu fara og af hverju? „Aftur til menntaskólaáranna, það væri gaman að upplifa þau aftur.“ Ef það væri gerð bíómynd um þig hvern myndir þú kjósa til að leika þig? „Silvíu Nótt.“ Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? „Hestar.“ Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Óheiðarleiki.“ Áttu mottó? „Að leggja mig fram og hafa gaman af lífinu.“ Ertu með lag á heilanum? „Já, ég er alltaf með eitthvert lag á heilanum, nú er það „du ska veta att jag saknar dig“ sem Thomas Ledin syngur.“ Hvenær ertu hamingjusömust? „Þegar vel gengur og í góðra vina hópi.“ Hver er eftirminnilegasti leikurinn sem þú hefur spilað? „Þeir eru margir, en leikurinn við Svía í sumar var frábær.“ AFTUR TIL MENNTASKÓLAÁRANNA ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR ALI er ungur listaháskólanemi af pakistönsku bergi brotin. Hann býr ásamt fjölskyldu sinni í Bradford, Englandi og er að drepast úr stressi. Hann á nefni- lega að giftast stúlku sem hann hefur aldrei séð, og hann er tilbúinn að drepa sjálfan sig ef hún er ljót. Sem betur fer kemur í ljós að stúlkan, Sofia, er bæði sæt og með fyrirtaks persónuleika. En áður þau fá tækifæri til að fagna ramba þau á 6.000 ára gamla neðanjarðarborg og hleypa illum og fornum öndum úr prísund óvart. Þá kemur hinn álíka forni Ben Rama og ofurhetju-guða-liðið hans til bjargar. Ali og Sofia verða lykilfígúrur í epísku stríði milli góðs og ills. Geta þau bjargað sambandi sínu áður en heim- urinn endar? Er það ekki svolítið erfitt þegar Ben Rama er skyndilega orðinn ástfanginn af Sofiu? Svörin við þessum spurningum er að finna í Vím- anarama, stórskemmtilegri myndasögu eftir Grant Morrison og Philip Bond. Vímanarama er einstök bók. Hún blandar saman aust- og vestrænni menningu á bráðskemmtilegan hátt. Hún er soldið eins og Bollywood-útgáfa af Independence day. Án söngatriða eða þjóðrembu. Auk þess er hún bæði fyndin og rómantísk. En það eru líka lágmarkskröfur í sögum sem þessari, því þetta er fyrst og fremst ástarsaga. Grant Morrison er mörgum kunnugur, enda hug- myndaríkasti höfundurinn þarna úti. Hann er ábyrg- ur fyrir The Invisibles, Animal Man og Seaguy. Þetta er ekki hans fyrsta samvinna með Philip Bond, en þeir hafa áður sameinað krafta sína Kill Your Boy- friend. Hér ber einnig að mæla með henni, en hún segir frá unglingauppreisn og anarkisma, en er fyrst og fremst ástarsaga. Bond er líka pottþéttur teikn- ari, Guði sé lof fyrir það því ekkert er meira pirrandi en þegar góð saga er illa teiknuð. Vímanarama er fyndin og skemmtileg og spennandi og vel teiknuð. ÁST OG HEIMSENDIR VÍNAMARAMA EFTIR GRANT MORRISON OG PHILIP BOND Texti Hugleikur Björg Guðmundsdóttir, nemandi í fatahönnun á þriðja ári í Listaháskólanum, teiknaði myndina af Ásthildi. . Ég þoli illa að tapa en er yfirleitt fljót að jafna mig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.