Morgunblaðið - 20.01.2006, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Staða
málsins
á morgun
„ÞAÐ hefði átt að gefa út 100.000
tonna loðnukvóta til bráðabirgða í
byrjun ársins. Það hefði leitt til þess
að það hefðu alltaf verið skip á mið-
unum og því miklu meiri líkur en ella
á því að loðnan fyndist. 100.000 tonn
til eða frá skipta litlu sem engu máli
fyrir stofninn, því það er ekkert sem
bendir til þess að hann sé í sérstakri
lægð,“ segir Marteinn Einarsson,
skipstjóri á Engey.
Marteinn segir ennfremur að það
sé einkennilegt að skip Hafrann-
sóknastofnunarinnar skuli ekki vera
á miðunum í stað þess að leita síldar.
Það sé miklu meiri þörf á því að leita
loðnunnar því þar sé mun meira í
húfi nú.
Verið ræddi við hann í gær en þá
voru þeir inni á Reyðarfirði að
frysta. Alls reiknar Marteinn með
því að í þessum túr frysti þeir 1.300
til 1.400 tonn af loðnu og þar með sé
heimildum þeirra til loðnuveiða lokið
um sinn að minnsta kosti. Engeyin
hefur verið að veiða úr svokölluðum
leitarkvóta sem færður var yfir á
hana.
Mikið að sjá
„Við vorum um 55 mílur norður af
Langanesinu á miðvikudag og þá var
mikið að sjá af loðnu. Þetta var vax-
andi dag frá degi og við fengum mik-
ið af loðnu í trollið. Mér virðist það
mikið vera á ferðinni að það sé fylli-
lega óhætt að hefja veiðar. Við vor-
um nokkru austar um daginn og þar
var töluvert af loðnu, en við urðum
að fara út úr því vegna þess að það
var áta í henni. Það er líka örugglega
kominn loðna sunnar en þetta og
hún gæti líka verið utar en í kant-
inum, þar sem við höfum haldið okk-
ur. Fyrir jólin var kanturinn nánast
nakinn, en nú er alls staðar líf.
Það er nauðsynlegt að fylgjast vel
með loðnunni á þessum tíma og því
þarf Hafró á vera á slóðinni ásamt
fleiri skipum. Loðnan er svo dyntótt
áður en hún gengur inn á grunnið að
það verður að taka hana þegar hún
gefst. Finni maður blett í dag er
ekkert hægt að ganga að honum vís-
um á morgun. Hins vegar er ekki
ástæða til að hafa miklar áhyggjur
strax. Það hefur oft komið fyrir að
loðnan hafi ekki verið byrjuð að veið-
ast á þessum tíma en vertíðin hafi
samt orðið mjög góð,“ segir Mar-
teinn.
Vaxandi frá degi til dags
Mikið að sjá af loðnu norður af Langanesi
Morgunblaðið/Eyþór
Loðnuveiðar Engey RE var í gær inni á Reyðarfirði að frysta loðnu. Gert
var ráð fyrir að í túrnum yrðu fryst allt að 1.400 tonnum.
ÚR VERINU
NÝTT skip East Greenland Codfish
AS kom til Neskaupstaðar í vik-
unni. Útgerðin festi kaup á skipinu
á haustmánuðum frá Noregi. Skipið
er smíðað 1986 og hét upphaflega
Atlantic Challenge og nú síðast
Staaloy. Skipið er með 4.500 hest-
afla Wichmann aðalvél frá 2001,
nánast allur búnaður skipsins var
endurnýjaður á árunum 1998 til
2003. Burðargeta skipsins er 2.100
tonn í 9 tönkum. Skipið, sem leysir
af hólmi eldra skip í eigu félagsins,
er með heimildir til loðnuveiða í ís-
lenzkri lögsögu samkvæmt sam-
komulagi við Grænlendinga, einnig
er skipið með heimildir í norsk-
íslenzkri síld og kolmunna. Síld-
arvinnslan á 25% eignarhlut í félag-
inu.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Nýtt skip til
Neskaupstaðar
BOÐUÐ hefur verið verðlækkun í
Laxá í Nesjum og að auki verður
leyft að veiða með maðki út tímabilið
en síðustu sumur hefur einungis
mátt veiða með flugu í ágúst. Að
sögn Þrastar Elliðasonar, sem er
með ána í umboðssölu, er um að
ræða 20–30% lækkun miðað við fullt
verð á ákveðnum tímum, en áin hafi
verið fullhátt verðlögð undanfarið.
Þá sagði hann nánast uppselt í
Hrútafjarðará og salan gengi einnig
vel í Breiðdalsá, en um nokkra verð-
hækkun er að ræða í báðum ám.
Kæmi þar til að staðið væri að mikilli
ræktun í báðum ánum og kostaði
það mikla fjármuni, þótt hann sem
leigutaki hefði tekið kostnaðinn á sig
fyrstu árin. „Veiðin hefur verið mjög
góð síðustu ár, Hrútan með 5–600
laxa á þrjár stangir og Breiðdal-
urinn fór yfir 800 laxa í fyrra. Þar er
líka að aukast eftirspurnin eftir sil-
ungsveiði á vorin, en þá geta menn
búið í lúxusveiðihúsi og eldað fyrir
sig sjálfir.“ Sagði hann rækt-
unarátakið í Hrútafjarðará ganga
mjög vel, sem sæist m.a. á því að
veiðin hefði aukist mikið í neðri
hluta árinnar.
Þröstur segir leyfi á Seglbúða-
svæðið í Grenlæk hækka nokkuð,
um verðlagshækkun sé að ræða á
ákveðnum tíma en nokkuð umfram
það á öðrum. „Dýrustu leyfin eru á
28.800 eða álíka og í Tungufljótið.“
Nær uppselt í Víðidalsá
Að sögn Stefáns Sigurðssonar,
sölustjóra Lax-ár, verður nýtt veiði-
hús tekið í notkun við Blöndu í sum-
ar, en það rís þessa dagana við svæði
tvö í ánni. „Þetta er glæsilegt hús og
ekkert til sparað. Það verður tilbúið
20. maí, tímanlega áður en veiðin
hefst 5. júní.“
Sagði Stefán stóru hollin í lax-
veiðiánum hafa selst strax í haust en
þessa dagana séu menn að kaupa
stakar stangir, einn og tveir saman.
Nú selji Lax-á leyfi í Víðidalsá og
þrátt fyrir talsverða hækkun á leyf-
um sé sáralítið eftir. „Hún er næst-
um uppseld, ekki nema þrjú laxaholl
laus. Þá selst ágætlega á sil-
ungasvæðið, leyfin eru að tínast út.
Til að byrja með voru menn að mót-
mæla verðhækkunum þar, ég fékk
nú að heyra það, en það er ekkert við
þessu að gera,“ sagði hann og bætti
við að nú opnaðist leið fyrir nýja
veiðimenn til að komast á þetta róm-
aða silungasvæði.
Fullyrt hefur verið í vefmiðlum að
Lax-á sé að ganga frá samningi um
leigu á Svartá frá og með næsta ári,
en SVFR er með ána sem stendur.
Varðist Stefán allra fregna af því
máli. Ef rétt reynist eru aðilar
tengdir Lax-á orðnir mjög um-
svifamiklir í sölu laxveiðileyfa í
Húnavatnssýslum. Sagði Stefán sölu
leyfa í Miðfjarðará ganga ágætlega,
en þau hækkuðu talsvert milli ára og
hefði heyrst af óánægju veiðimanna
sem stundað hafa ána. Stefán sagð-
ist kannast við þær raddir en við því
væri lítið að gera, veiðifélögin vildu
hækka leiguna; leyfin í allflestar
stóru árnar væru að hækka.
Nánast uppselt er í Blöndu í júní
og júlí og sömu sögu má segja um
Eystri-Rangá, þar er ekki mikið eft-
ir af leyfum.
Nýtt veiðihús í Kjósinni
Hafin er bygging nýs veiðihúss við
Laxá í Kjós. Að sögn Guðmundar
Magnússonar í Káraneskoti, vara-
formanns veiðifélagsins, verða 12
svefnherbergi í húsinu og verður að-
staðan fyrir veiðimenn og starfsfólk
570 fermetrar.
„Nýja húsið verður í brekkunni
fyrir neðan það gamla, sem verður
nýtt fyrir starfsfólkið,“ sagði Guð-
mundur. „Þetta verður algjör bylt-
ing. Húsið verður glæsilegt með ein-
stöku útsýni niður ána, upp að
Bugðu og upp dalinn.“ Fyrirhugað
er að húsið verði tilbúið þegar veiðin
hefst 15. júní.
Guðmundur segir nýtt veiðihús
hafa verið eina af forsendunum fyrir
samningnum við nýja leigutaka, en
það hafi verið farið að há ánni að
hafa ekki fyrsta flokks veiðihús eins
og eru við helstu samkeppnisárnar.
„Auðvitað erum við í samkeppni um
veiðimennina,“ sagði hann.
Ný veiðihús við
Blöndu og í Kjósinni
Morgunblaðið/Einar Falur
veidar@mbl.is
STANGVEIÐI