Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 21.01.2006, Síða 64
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ELLA, LÍF MITT ER TILGANGSLAUST ÁN ÞÍN ÞAÐ ER HVORT SEM ER TILGANGS- LAUST HVAÐ MEINARÐU AÐ ÞAÐ SÉ HVORT SEM ER TILGANGSLAUST? ÞETTA ER GREINILEGA MJÖG GREIND STELPA ÞAÐ VAR UM DIMMA OG STORMASAMA NÓTT... SAGAN BYRJAR SPENN- ANDI TAKK GANGI ÞÉR VEL MEÐ NÆSTU SETNINGU MÉR SKILST AÐ FÚLEGG LYKTI MJÖG ILLA JÁ, HRÆÐILEGA SETTU EGGIN AFTUR Á SINN STAÐ AF HVERJU GETUM VIÐ EKKI TALAÐ SAMAN VIÐ MATARBORÐIÐ EINS OG ÖNNUR HJÓN? ÉG Á VIÐ SAMTAL SEM SKILST! SVONA SÆTI HUNDUR OPNAÐU NÚ MUNNINN NÚ SKULUM VIÐ BURSTA Í ÞÉR TENNURNAR NÚ SKULUM VIÐ GLEYPA HÖFUÐIÐ Á LITLU SÆTU AÐSTOÐAR- STÚLKUNNI FER VEL UM PABBA Á SÓFANUM? ÉG TRÚI EKKI AÐ MAMMA ÞÍN HAFI HENT HONUM ÚT FYRIR AÐ STYÐJA BUSH JÁ, FÓLKI VIRÐIST VERÐA ANSI HEITT Í HAMSI ÞESSA DAGANA ÉG SKIL EKKI HVERNIG FÓLK GETUR TEKIÐ STJÓRNMÁL SVONA NÆRRI SÉR MÉR FINNST KERRY ÁGÆTUR EN BUSH HEFUR EKKERT STAÐIÐ SIG ÞAÐ ILLA HELDUR HVAÐ SAGÐIRÐU? ER PLÁSS FYRIR MIG? ÞESSI VEFUR ÆTTI AÐ HALDA ÞÉR! ÞÚ HEFUR GREINILEGA... ...ADREI BARIST VIÐ MANN EINS OG MIG HVERT FÓR HANN? VARLA ER KÓNGULÓAR- MAÐURINN SKRÆFA Dagbók Í dag er laugardagur 21. janúar, 21. dagur ársins 2006 Víkverji er sólginn íþorramat, einkum súrmetið. Það jafnast fátt á við væna hangi- kjötsflís, súran hrútspung og sviða- sultu. Með þessu er svo ekki verra að hafa blauta rófustöppu eða kartöflumús. Að ekki sé talað um flatbrauð og harðfisk með vænni klípu af sméri. Vík- verji fær bara vatn í munninn við tilhugs- unina. Þó er hann enn ekki farinn að nefna rúsínuna í pylsuend- anum – hákarlinn. Sú göfuga skepna er eitt mesta lostæti sem manninum hefur dottið í hug að leggja sér til munns um dagana. x x x Í þessu ljósi þarf ekki að koma les-endum á óvart að Víkverja þykir þorrinn skemmtilegur árstími, með blótum og tilheyrandi. Það er nauð- synlegt að komast á a.m.k. eitt eða tvö þorrablót til að eta á sig gat og gleðjast með vinum og vandamönn- um. Víkverji beið raunar ekki boð- anna þetta árið heldur brá sér á blót þegar við upphaf þorra í gærkvöldi. Og það var sko alvöru þorrablót með hefðbundnu súr- meti. Ekki eins og blótin sem Víkverji sótti á stúdentagörð- um borgarinnar á önd- verðum síðasta ára- tug. Þar var vissulega súrmeti á borðum – fyrir Íslendingana. Út- lendingarnir kusu á hinn bóginn hveiti- klessur og fiðurfé í staðinn. Stóðu svo álengdar og grettu sig meðan landinn reif súrmetið í sig, rymj- andi og ropandi. Lagð- ist þar lítið fyrir karl- mennskuna hjá hinum annars ágætu gestum. x x x Það er bara eitt sem fer í taug-arnar á Víkverja í sambandi við þorramat: Verðið. Hvers vegna þarf agnarsmár biti af hrútspung að kosta á sjötta hundrað krónur úti í kjörbúð? Og hvers vegna fæst lítil askja af hákarli varla fyrir minna en þúsundkall? Þarf þetta virkilega að vera svona dýrt? Hvaða stórmark- aður ætlar að verða fyrstur til að hefja verðstríð á þorramatarmark- aðnum? Þar lofar Víkverji að versla út árið – og allt hans hyski. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is        Háskóli Íslands | Sendiráð Japans og svið japanskra fræða við hugvís- indadeild Háskóla Íslands standa að Japanshátíð í dag, frá kl.14 til 18, í hátíð- arsal aðalbyggingar Háskóla Íslands. Hátíðin er liður í því að fagna 50 ára stjórnmálasambandi Japans og Ís- lands og kennslu í japönskum fræðum sem hófst haustið 2003. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir alla aldurshópa. Má þar nefna júdó-, karate- og kendósýningu á sviði; erindi um anime-teiknimyndir og manga- teiknimyndasögur, obake-drauga og súmóglímu; ljósmyndasýningu um Jap- an; kynningu á landafræði Japans, blómaskreytingarlist, bókmenntum og þjóðsögum, igo- og shogi-skák og tónlistar- og fatatísku japanskra ung- menna. Gestir geta einnig fengið nafn sitt skrautritað með japönsku kanji- letri og prófað sig í origami-pappírslist. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Kanji-letur og origami-list MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið staðfastir, óbif- anlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki ár- angurslaust í Drottni. (1. Kor. 15, 58.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.