Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 6
6 | 22.1.2006 . . . við verðum nú að geta púðrað nefbroddinn á svona viðburðum . . . F östudagurinn þrettándi skipar stóran sess í lífi Flugunnar sem veit fátt skemmtilegra en að tefla á tæpasta vað og storka ör- lögunum. Á þessum draugalega og dramatíska degi var því vel við hæfi að mæta á opnun sýningar myndlistamannsins Gabríelu Friðriksdóttur; Tetralogiu, en listakonan gælir einmitt oft við dul- úðina í verkum sínum. Listasafn Íslands var troðfullt af listhneigðu fólki og samkvæmisljónum eins og Móeiði Júníusdóttur söngkonu, Helga Þorgils myndlistarmanni og Gerði Kristnýju rithöfundi. Við- staddir áttu auðvelt með að ímynda sér að þeir væru staddir í Fen- eyjum, nánar tiltekið á Tvíæringnum, en ekki snjóþungri Tryggvagöt- unni. Glasaglamur, glaumur og skvaldur gesta sneið skemmtilegan ramma utan um sjálfa sýninguna. Jón Sæmundur, listamaður og búðareigandi, Jórunn Sigurðardóttir, útvarpskona og menningar- frömuður, og Steinunn Jóhannesdóttir, fræðimaður og skáld, voru líka á sveimi. Það gladdi svo Fluguhjartað að sjá fyrrver- andi og ,,wannabe“ borgarstjóra valsa um salarkynni Lista- safnsins; þá Þórólf Árnasson, Gísla Martein Baldursson og Stefán Jón Hafstein. Herra Hallgrímur Helgason, fjöllistamað- ur, opnaði sína myndlistarsýningu á sama tíma og Gabríela og varð því að hafa hraðann á og fljúga rakleiðis í Gallerí Turpent- ine í Ingólfsstræti. Á þeim bæ var líka fjör og margt um mann- inn og það sem meira er; verk Hallgríms flugu bókstaflega út í sölu. Einar Kárason rithöfundur og Páll Valsson voru á meðal gesta. Það var líka Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, sem gaf sér tíma til listskoðunar þótt hann stæði í önnum vegna opn- unar kosningaskrifstofu sinnar næsta dag. Kosningahreiður Dags B. Eggertssonar var opnað í Austur- stræti með ,,bravör“. Um var að ræða eins konar fjölskylduhátíð og hinn góðkunni áróðursmeistari og grallari, Ámundi Ámundason, var að sjálfsögðu á staðnum og hvatti fólk til þess að njóta góðs fé- lagsskapar og enn betri veitinga. Dagur hafði sjálfur bakað ljúffenga skúffuköku og er laglega lækninum greinilega margt til lista lagt. Ing- ólfur Margeirsson, rithöfundur, heiðraði Dag með nærveru sinni og Sveinn Rúnar Hauksson, læknir, frelsishetja og formaður félagsins Ís- land - Palestína. Sveinn Rúnar var töff með rautt, arabískt shemagh- sjal um hálsinn. Hvað stendur Béið annars fyrir í nafni Dags? Borgarstjóri? Borgarleikhúsið frumsýndi fjörugan og lit- skrúðugan söngleik um Carmen þar sem mezzósópraninn Ásgerður Júníusdóttir fer með hlutverk tálkvendisins blóðheita. Fluguvængir klemmdust í mannhafinu en þó náðist að spotta Braga Ólafsson rithöfund, Móeiði Júníusdóttur, systur Ásgerðar, Tinnu Gunnlaugsdóttur Þjóðleikhússtjóra og fyrrnefndan Stef- án Jón Hafstein með rauða slaufu. Það var ekki gaman að eyða öllu hléinu í angistarfullri biðröð á kvennaklósettið en þar stóðu prúðbún- ar konur í þéttri röð sem náði næstum upp á bar. Fimm klósett fyrir fleiri hundruð konur, sem bera uppi leikhús landsins, er náttúrulega ekki bjóðandi. Við verðum nú að geta púðrað nefbroddinn á svona viðburðum ... | flugan@mbl.is L jó sm yn di r: E gg er t L jó sm yn di r: E gg er t L jó sm yn di r: E gg er t Hrafnhildur Kristbjörnsdóttir og Margrét Ólafsdóttir. Með listhneigðum samkvæmisljónum FLUGAN Í BORGARLEIKHÚSINU frumsýndi Leik- félag Reykjavíkur í samvinnu við Íslenska dansflokkinn söngleikinn Carmen. Daníel Ágúst Haraldsson og Jóhanna Jóakimsdóttir. Guðrún Gunn- arsdóttir og Arnbjörg Hlíf Valsdóttir. Ása Hlín Svavarsdóttir og Edda Heiðrún Backman. Sigurður Kais- er og Steinunn Camilla. Sirrý Hallgríms- dóttir, Anna Sigríður Krist- jánsdóttir og Þórey Vil- hjálmsdóttir. Í LISTASAFNI REYKJA- VÍKUR Hafnarhúsi voru opnaðar tvær sýningar, annars vegar sýning á málverkum Kristínar Halldórsdóttur Eyfells og hins vegar sýning Gabríelu Friðriksdóttur, Versations/Tetralógía. Ilmur Kristjáns- dóttir og Guðjón Petersen. Hilmar Ingólfs- son og Friðrik Sophusson. Hlín Jónsdóttir, Þórgunnur Oddsdóttir og Eyrún Björk Jóhannsdóttir. Soffía Karlsdóttir og Dóra Takefúsa Margrét Vilhjálmsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir Þóra Guðmundsdóttir, Áslaug Friðriksdóttir og Gabríela Friðriksdóttir. Ingibjörg Eyfells og Fríða S. Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.