Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 8
8 | 22.1.2006 En hvers vegna skyldi ungur maður frá Melbourne taka stefnuna í hánorður frá Lundúnum? „Mér líkaði ekki það vel að búa í London, vildi flytja og ákvað því að koma hingað. Ég á nokkra nána vini sem búa hér, bæði íslenska og erlenda, sem eru að fást við áhugaverða hluti. Það virðist vera sterk skapandi orka hér. Einn nánasti vinur minn er líka frá Melbourne og býr á Íslandi og sinnir tónlist- arsköpun. Mig langaði til þess að koma hingað og vinna að skapandi verkefnum og sauma eftir máli. Ég bý til einstakar flíkur, sem passa einni manneskju, og hanna yf- irleitt bara eitt eintak. Það er nýtt fyrir mig að framleiða föt fyrir verslanir.“ Sruli kveðst reyndar semja flíkur, frekar en hanna, og setja saman líkt og mál- verk. „Ég vil búa til flík sem er í jafnvægi, býr yfir andstæðum, strokum, dýpt og endurtekningu á formum. Orðræðan sem ég tileinkaði mér þegar ég var að læra að mála hefur algerlega mótað það hvernig ég bý til föt. Ég bý til flíkur eins og ég mála myndir.“ Sruli byrjaði að læra á gítar sex ára, klarinett átta ára, píanó 11 ára og saxófón 12 og ½ árs og leikur á klarinett og saxófón þegar sá gállinn er á honum, þótt han stígi ekki á svið. „Tónlistin og listnámið ráða því hvernig ég vinn, það er tónsmíði og ryþmi í öllu sem ég geri. Kannski er það ástæðan fyrir því að tónlistarmenn virðast laðast að því sem ég hanna umfram aðra og bera flíkurnar betur. Fötin mín líta ekki Semur flíkur eins og tónlist Sruli Recht er að sauma tvær skikkjur eftir máli fyrir íslenskt tískuáhugafólk og áformar að vera með stúdíó í Trilogiu. S ruli Recht starfrækir stúdíó í Melbourne í Ástralíu og fluttist til Reykjavíkur frá London skömmu fyrir jól. Hann er hönnuður að mennt og vinnur bæði sem klæðskeri og myndlistarmaður. Þrátt fyrir stutta viðdvöl hefur hann ýmislegt fyrir stafni nú þegar, er með vinnu- aðstöðu í Listaháskóla Íslands; saumar eftir máli, myndskreytir fyrir nýja tónlistarútgáfu, býr til búninga fyrir leikfélag og á í viðræðum við gallerí og verslanir í miðbænum vegna innsetninga sem hann hefur hug á að vera með. Í lok mánaðarins verður hann til að mynda með innsetningu á skikkjum sem hann er að sauma eftir máli í glugga í Trilogiu við Laugaveg og einnig er á döfinni verslun með karlmannaföt. Sruli lauk háskólaprófi í hönnun frá RMIT í Melbourne árið 2002 og vann með- al annars hjá fatahönnuðinum Alexander McQueen í London við hönnun karla- og kventískunnar fyrir vor og sumar 2006 síðastliðið haust. Hann ferðaðist til níu landa á liðnu ári vegna sýninga og verkefna, meðal annars í Antwerpen, Berlín, Brussel, Mílanó og London, en innsetningarnar sem hann áformar snúast einmitt um hugtakið stað. „Ég hafði búið í Ísrael, Suður-Afríku og Ástralíu áður en ég varð sjö ára gamall. Staður hefur því ávallt verið hið innra fremur en hið ytra í mínum huga,“ útskýrir hann. Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur Sruli Recht er af þýsk-litháískum ættum, kemur frá Melbourne og velur Ísland sem vettvang til sköpunar L jó sm yn d: S ve rr ir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.