Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 10
10 | 22.1.2006 út eins og föt margra annarra og formgerð þeirra er ekki eins og föt margra ann- arra,“ segir hann. Heimahagarnir, Melbourne, líkjast heldur ekki þeirri mynd sem ókunnugir hafa af Ástralíu, sem kannski er ástæða þess að honum fellur Reykjavík vel í geð. „Mel- bourne er ekki eins og Ástralía á sama hátt og Berlín er ekki eins og Þýskaland. Melbourne er dálítið lík Reykjavík, blaut og grá, en það snjóar ekki. Ég elska snjó, hann fær mig til þess að hlusta á Bob Dylan. Það eru frábærir litir í umhverfinu hér, dálítið fjólubláir. Ég get ekki hætt að horfa á Esjuna.“ Áramót með íslensku sniði voru eitt það fyrsta sem Sruli upplifði eftir vistaskipt- in og svar hans við spurningunni hvað óttastu mest? (sem borin var upp í mat- arboði síðasta kvöld liðins árs) er einmitt „flugeldar“. „Mér fannst eins og ég væri kominn til Bagdad á gamlárskvöld og var nánast skelfingu lostinn. Mér er aðallega illa við sprengingarnar. Annað sem ég tek eftir er að það eru engin skordýr hérna. Ég sá flugu um daginn og varð ótrúlega spenntur. Svo hélt ég að ég hefði séð kónguló, en þá var það bara kusk. Þetta er frábært. Þegar ég var í London hafði ég aldrei séð jafn stóra kakkalakka á ævinni.“ „Eru snákar hérna?“ bætir hann við. Nei. „Sem gæti þýtt að Ísland sé eins og Edensgarðurinn. Mér skilst að það sé vísun í Ísland, eða eldfjallaland í norðri, í fyrsta testamentinu. Ísland er því af gamla skól- anum, saga þess nær alla leið aftur til upphafsins,“ segir hann þegar talið berst að sjálfsmynd þjóða með stutta menningarsögu. Sem nærri má geta lagði Sruli stund á listnám á sínum tíma, meðal annars mynd- skreytingar og málverk. Þar áður vann hann reyndar við fatahönnun í nokkur ár. „Ég er að miklu leyti sjálfmenntaður í fatahönnun og lærði með því að skoða bæk- ur og prófa mig áfram. Þegar ég var tvítugur áttaði ég mig á því að ljósin höfðu slokknað. Fatahönnunarbransinn kenndi mér sitt af hverju, til dæmis orðræðuna um föt og hönnun, en ég fann mig knúinn til þess að fara og læra hönnun sem hönnun og fór því í háskóla.“ Lokaritgerðin fjallaði um þróun hugmyndarinnar um flík sem tískufyrirbrigði og nefnist Endurbygging ósýnilegrar heildar úr sýnilegu broti – Könnun á þekk- ingu, undirstöðum og fyrirframgefnum forsendum um flíkina. „Í stuttu máli fjallar hún um sálfræði þess hvernig við sjáum og skiljum föt og hvernig föt tengjast öðr- um fötum og persónuleikanum. Einnig hvernig við dæmum fólk eftir því hverju það klæðist og hvers vegna ályktanirnar sem við drögum eru ævinlega villandi,“ segir hann. Litaval hefur djúpa merkingu og á þátt í því sem fötin miðla, spáir þú mikið í liti? „Lengi vel notaði ég jarðlitatóna í minni hönnun og fatavali, oft brúnt og grátt, en þegar upp er staðið skipta útlínur fatanna mig meira máli. Litirnir koma næst á eftir. Það eru ekki nema 8–9 mánuðir síðan ég fór að nota liti sem eru handan við litróf jarðtónanna. Ég er til dæmis að hanna úr bleiku efni núna, sem er dálítið ógn- vekjandi.“ Hvaðan er nafnið Sruli? „Sruli er ensk mynd biblíunafns sem dregin er af hebreska heitinu yfir Ísrael. Recht er þýskt eftirnafn. Ég er af þýsk-litháískum ættum og á líka rætur að rekja til Skotlands og Suður-Afríku. Langalangamma mín var skosk, þaðan kemur rauða hárið, held ég. Ég er appelsínuguli sauðurinn í fjölskyldunni.“ Þótt hann starfi sem hönnuður og hafi unnið í tískuhúsi kveðst Sruli ekki upplifa sig sem hluta af tískunni og segir hana dálítið of hverfula fyrir sinn smekk. „Ef ég bý til flík vil ég að hún endist í tíu ár. Föt í dag eru ekki hönnuð til þess að eiga sér langan líftíma. Við höfum fórnað gæðum fyrir fjöldaframleiðslu og lægri kostnað.“ Í tískuhúsunum starfa listrænir stjórnendur, aðalhönnuðir, aðstoðarmenn þeirra, aðstoðarmenn aðstoðarmannanna og nemendur. „Nemendurnir eru fjör- gjafi margra tískuhúsa, en góður hönnuður á alltaf síðasta orðið. Einkenni viðkom- andi húss eru útgangspunkturinn og síðan er valið þema, litapalletta og útlínur. Svo þarf að ákveða hversu margar flíkur á að vinna. Í raun er um að ræða stærð- fræðilega reikniformúlu í mörgum tilvikum.“ Oft er haft á orði í seinni tíð, að allt sé í tísku og segir Sruli að áhrifin um þessar mundir séu aðallega frá tísku níunda og tíunda áratugar 20. aldar, í bland við ein- hvers konar framtíðarsýn. „Ætli megi ekki segja að aðgreiningin fari frekar eftir áherslum í klæðaburði í hverjum menningarkima. Þetta er að hluta til það sem ég fjallaði um í ritgerðinni minni, að maður geti greint merki lífsstílsins í fatavali. Það eru til margar áhugaverðar kenningar um tísku og hvort hún flæðir af götunni og upp eða öfugt. Ein hljóðar þannig að tískuhúsin sæki hugmyndir sínar til fólksins á götunni og að stóru tískuhúsin hafi áhrif á þau smærri. Mörg hafa á sínum snærum einstaklinga sem gera ekkert annað en að fylgjast með fólki á förnum vegi og spá í hvað verður næsta tískufyrirbrigði eða æði eftir hálft til eitt ár. Annars eru tísku- fræðin mjög einföld. Tíska var búin til af Colbert de Croissy, ráðgjafa Loðvíks 14. í Frakklandi á 17. öld. Hann vildi gera ríka franska aðalinn óvirkan svo kónginum stafaði ekki hætta af honum. De Croissy umgekkst aðalsfólk með mikið af pen- ingum milli handanna og bjó til hugmyndina um tísku sem felst í því að vera sífellt að kaupa það sem er nýjasta nýtt. Þannig létti hann byrðum auðsins af herðum fólks. Það að klæðast því sem ætlast er til þangað til það næsta tekur við er 300 ára gömul hugmynd.“ Sruli ber fingurbjörg án kolls að hætti skraddara, skreytir sig með húðflúri af saumavélum og gínum og á eyrnasneplunum gefur að líta lokka sem líkjast hnöpp- um eða smellum. Hann hefur búið til regnhlíf með hnúajárni í stað handfangs, sem hannað var í tölvu og borað út í klumpi af gegnheilu áli. „Ég fékk hugmyndina þegar ég var á gangi um Melbourne á háannatíma um vetur og spáði í mannþröng- ina, að takast á við veðrið og fjöldann með regnhlíf í hendi. Ég fór að hugsa um glímuna við tímann, mannhafið og þreytuna. Tilfinningin verður sú að vilja ýta sér leið og ein aðferð til þess er að nota hnefann. Þetta er súrrealísk túlkun. Mér fannst gaman að ímynda mér mann í jakkafötum með regnhlíf þar sem handfangið er hnúajárn sem falið er inni í lófanum.“ Þörfin fyrir að túlka umhverfi sitt hefur fylgt Sruli Recht allar götur. „Líf mitt hefur alltaf snúist um að búa til hluti og skapa. Ég byrjaði að teikna þriggja ára. Ef ég tók eitthvað í sundur var það til þess að setja það saman aftur. Fatahönnun verður alltaf minn tjáning- armáti, en ég er ekki of góður í því að gera eitt í einu. Það getur bæði verið kostur og galli.“ helga@mbl.is 1. Grátt pils og koksgrátt vesti. Leikur að faldi sem er síðari en flíkin sjálf. Ull. 2004. 2. Brúðkaupsjakkaföt úr ull fyrir háan mann sem vildi virðast enn stærri. Hugmyndin var að hafa fötin eins þröng og hægt var, svo nánast væri ekki hægt að komast í skálmar og ermar. Þau eru fóðruð með brókaði-efni. Bindið er úr sama ullarefninu og fötin. 2005. 3. Kjóllinn er hannaður með hliðsjón af kenningum um arkitektúr og geymir bæði rúmtak og rými. Hringirnir minna á kolkrabba. Ull. 2002. 4. Grá jakkaföt með tölum sem mynda kross og brjóstvasa á hlið. Ull. 2002. 3 4 1 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.