Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 13
S umum finnst hann dularfullur náungi, hann Bragi Kristjónsson, og telja til „lifandi goðsagna“ í bæjarlífinu í Reykjavík. Víst er að sjálfur blési hann á allt slíkt tal með glotti á vör, fengi sér í nefið og svaraði útí hött. Síðan færi hann að rölta um ríki sitt, fornbókaverslunina Bókina á horni Hverfisgötu og Klapparstígs, þar sem hann þekkir hvern stafkrók og kima í þéttskipuðum bókahillum og stöflunum á borð- um. Hann er orðinn 67 ára en tággrannur og léttur í spori og hefur yfirbragð sérvit- urs séntilmanns, sem hann trúlega er. Það er hlýtt og hlýlegt í búðinni, en utandyra snjóþungt og vegfarendur krepptir af kulda í fjúkinu. Bragi er ekki einn þeirra sem láta skammdegið, myrkrið og nepjuna leggjast á sálina. „Slagviðrið getur verið pirrandi fyrir skrokkinn, en ekki sálina. Skammdegið er yndislegt, og helst svona: Með stormi og snjófári.“ Hann kveðst byrja hvern dag á því að hlakka til að fara í vinnuna. „Þeirri tilhlökkun fylgir súrmjólk- urneysla með osti og þremur tegundum af berjum og síðan hefjast gríðarlegar vítamíninntökur. Þá er farið í Vesturbæjarlaugina eða Neslaugina að synda og tala fallega um samtíðina við pottormana. Síðan fer ég á besta kaffihús bæjarins, Kaffivagninn á Granda, þar sem ég fæ mér einn bolla og sex centimetra af heilsujólaköku.“ Í þá þrjá áratugi sem Bragi hefur rekið búðina hefur hann einnig gegnt hlutastarfi við norska sendi- ráðið sem upplýsingafulltrúi. Bókin var lengst af á Vesturgötunni en flutti sig um set fyrir nokkrum ár- um. Í seinni tíð reka þeir hana saman, Bragi og Ari Gísli sonur hans. „Búð okkar feðga er fyrst og fremst aðgengileg, flokkuð og hólfuð verslun með eldri og gamlar bækur, þar sem fólk kemur í leit að einhverju tilteknu eða óljósu áhugaefni eða vegna söfnunarástríðu. En hún er líka einskonar tjáningarform, þar- sem margar litlar sýningar í myndum og orðum eru hafðar í frammi, t.d. í glugganum og uppum alla veggi. Og svo eru vitnanir útum allt um skoðanir annars eigandans á mönnum og málefnum, blandaðar sögulegum staðreyndum um tilteknar bækur eða önnur efni og dálitlu pólitísku blandi í poka.“ Þar fyrir utan er búðin samkomustaður andlega þenkjandi fólks, „sem kemur til að rabba og létta á sér, jafnvel til að fá ráð um hin léttvægustu málefni,“ segir Bragi. „Hingað koma ólíklegustu pólitíkusar, smámenni og stórmenni. Um daginn kom t.d. þjófur og stal frá mér farsímanum mínum. Það vildi þannig til, að hann var ekki opinn og daginn eftir kom þjófurinn, búinn að fá sér heilmikið neðaníþví og skilaði símanum og kvartaði yfir því að hann gæti ekki notað hann til útréttinga. Auðvitað þakkaði ég honum kærlega fyrir, en mér þótti satt að segja dáldið verra, þegar hann nokkru síðar stal gömlu tóbaks- járni úr sýningarglugganum. En hann um það.“ Verslunin selur bækur til útlanda í allnokkrum mæli. „Einkum til safna og kennara við háskóla, þar sem kennd er „old Norse“ eða íslenska. Og til efnaðra safnara, sem safna íslenskum bókum og bókum um Ísland. Við erum nokkuð vel á veg komnir með netsíðuna bokin.is og það virðist ætla að skila sér í auknum áhuga hérlendis og erlendis. Er þetta ekki framtíðin? Við gefum enn út prentaðar bók- söluskrár og sendum þær til fjölda stofnana og einstaklinga um allar trissur, en mér virðist þróunin stefna í pappírsleysið í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum. Við tökum einnig þátt í stóra íslenska bókamarkaðnum árlega og höfum verið með í bókasýningum erlendis. HJÁ BRAGA Eftir Árna Þórarinsson Ljósmyndir Árni Sæberg Líf Braga Kristjónsson- ar fornbókakaupmanns hefur einkennst af „skringilegum varía- sjónum“, einsog hann orðar það, í heimi sem er „fullur af fróðleik og fegurð og grimmd.“ 22.1.2006 | 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.