Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 14
14 | 22.1.2006 Ég hlakka alltaf til að koma á vinnu- staðinn, taka upp þráðinn, svara for- vitnum og fróðleiksfúsum konum og körlum. Nánast allir okkar viðskipta- vinir eru kurteist og skemmtilegt fólk, sem gaman er að umgangast og kynnast.“ Leppmenni peningaaflanna Þú nefndir pólitíkusa. Mér skilst að þú sért sjálfstæðismaður? „Jájá, ég hef alltaf verið grenjandi blátt íhald, en var á sínum tíma obbo svag fyrir Kvennalistanum. Mér fannst og finnst alltaf gæta ákveðinnar hræsni í málflutningi sósíalista, þótt sósíalisminn sé sem stefna mjög góður. Það voru margir sannfærðir um það hér á 6.-8. áratugnum, að kommúnisminn ætti alveg eins mikla möguleika á heimsyfirráðum og kapítalisminn. Þegar ég fór í hálfsmánaðar ferð til Moskvu 1958 hitti ég Árna Bergmann, sem var þar við nám. Hann sagði: „Eftir eitt eða tvö ár hirðir kommúnisminn hræið af kapítalismanum.“ Það var ekki bara Árni sem áleit þetta; það voru menn einsog Bjarni Benediktsson og Ólafur Thors. Menn voru alveg logandi hræddir við þetta stjórnmálaafl í heim- inum. Þetta voru ógnartímar. Kalda stríðið og vígbúnaðarkapp- hlaupið voru á fullu og það gat brugðið til beggja vona. Enginn gat séð fyrir þá þróun í efnahagslífi heimsins, sem leiddi svo til falls kommúnismans. Það var vert að huga að þessum öflum hér á landi. Ég fór að kynna mér þau og skrifaði dáldið um þau fyrir Vísi en þar sem ég umgekkst nánast eingöngu róttæklinga á þess- um árum varð ég illa séður í hreiðri þeirra í Tjarnargötu 20.“ Bragi segir að pólitíkin sé allsstaðar nú sem fyrr. „Davíð Odds- son? Er hann hættur í pólitík? Ekki aldeilis og ég segi sem betur fer. Forseti lýðveldisins? Er hann hættur í pólitík? Hvenær? En valdafylkingarnar á Íslandi í dag eru ekki stjórnmálaflokkarnir, heldur leppmenni peningaaflanna, sem skipa sér í raðir hinna pólitísku flokka og ganga erinda þeirra, því það er ekki enn búið að færa hið formlega vald stjórnmálamannanna frá þeim. Svo virðist mér stjórnmál höfða æ minna til almennings. Margir hafa skömm á búk- talinu og bakferlinu í íslenskri pólitík. Ættar- og peningatrén hafa vaxandi vægi í flokkunum og margir fyrrum einlægir og upplífgandi stjórnmálamenn hafa forðað sér á hlaupum í faðm stjórnsýslunnar og gerst þiggjendur þokkalegrar risnu og iðka hégómalíf. Samt verða stjórnmál alltaf frábær íþrótt, falleg listaflétta ef þau eru iðkuð af einlægri sýn og heilindum. En hluti núverandi og fyrrverandi valdakynslóða hefur komið leiðu orði á þessa göfugu grein. Ímynd stjórnmálanna hefur liðið fyrir per- sónulega hyglunaráráttu valdamanna og -kvenna og þetta litla ættartengsla- og vina- samfélag virkar stundum líkt og maðksmogið af barnalegri spillingu, en fjölmiðlarnir láta þetta flest framhjá sér fara.“ Hann heldur áfram: „Menn eru stundum að furða sig á stærð Sjálfstæðisflokksins. En lengstaf hefur jafnaðarstefna einkennt þetta ósamstæða hagsmunabandalag sem heitir Sjálfstæðisflokkur. Fylgi hans hefur legið í þeirri höfðun og trúverðugleika, sem foringjum hans hefur hingað til tekist að viðhalda. Ég vona, að þessi fjölfestustefna verði áfram leiðandi í þessum opna flokki. Og líka að foringjar hans verði menn til að víkja frá yfirstandandi helför gegn landinu okkar.“ Móðurmjólk stolið Ég spyr Braga hvernig samsetning hann sé genetískt, en foreldrar hans hétu Elísabet Engilráð Ísleifsdóttir og Krist- jón Kristjónsson. „Pabbi var bóndasonur úr Laugardal, gegndi trúnaðarstöðu hjá SÍS og var vinur Vilhjálms Þórs hugsjónafrímúrara og fjár- málagúrús þeirra tíma. Mamma var kaupmannsdóttir frá Sauðárkróki. Foreldrar hennar skildu þegar hún var ellefu ára, því amma elskaði annan mann vonlausri ást. Þær fluttust til Reykjavíkur og þar varð hún stúdent frá Menntaskólanum. Hennar bakland var eiginlega þessi menntaskólabekkur frábærs fólks, t.d. Huldu konu Finn- boga Rúts, Þórunnar konu Sveins skólameistara Þórðarsonar, Halldórs H. Jónssonar stjórnarformanns Íslands og fleira mjög ágæts fólks, sem margt lenti í ábyrgðarstöð- um og frammivið í samfélaginu. Mamma vann oft úti og bóndi hennar gekk ekki síð- ur til heimilisverkanna; hann sauð kjötsúpuna og þvoði oftast upp. Það ríkti þægilegt öryggi og hæglát umhyggja á heimilinu. Mamma var dálítil snegla, gaf ekki mikið til- finningaflóð frá sér, en við nutum ástríkis og réttláts frelsis. Pabbi var pínu bóhem- ískur, laumaðist til þess stundum í hádeginu að hitta Tómas Guðmundsson, Stein Steinarr og Vilhjálm frá Skáholti á Hressó, var í kallaklúbbi, sem setti saman skemmtilegar og stundum tvíræðar vísur. Þau rifust bara einu sinni það ég vissi. Þá fór mamma að gráta og síðan aldrei meir.“ Hann er elstur þriggja systkina. „Foreldrar mínir voru eng- ir unglingar þegar þetta elsta barn þeirra fæddist. Móðir mín lá á fæðingardeildinni, sem var til húsa á efstu hæð gamla Landspítalans. Þar lá líka frú Magnea Þorkelsdóttir, eigin- kona herra Sigurbjarnar Einarssonar síðar biskups. Daginn áður en ég kom í heiminn fæddi hún Þorkel tónskáld. Mamma var eitthvað sein í gang að fara að mjólka eðlilega og ég var settur yfir til frú Magneu að fá aukasopa. Ég hef einhverntíma strítt jafnaldra mínum Þorkeli á þessu og sagt, að hann sé svona lítill, af því ég hafi stolið frá honum móðurmjólkinni fyrstu dagana.“ Þegar Bragi var átta ára var hann sendur í sveit. „Á slóðir Gull-Þóris sögu, til Króksfjarðarness, sem liggur milli Gilsfjarðar og samnefnds fjarðar. Þarna bjó vænu búi Jón Ólafsson hreppstjóri og systir hans Bjarney. Ég var í sveit hjá þeim systkinum næstu fimm sumrin. Bærinn í Króksfjarðarnesi var mikið steinhús, tvær hæðir, kjall- ari og dularfullt háaloft. Mér var komið fyrst til gistingar í „meyjaskemmunni“ en þar sváfu Bjarney húsfreyja og vinkonurnar María Helgadóttir og Ólafía, barnabarn hús- freyju. Það var vitanlega mjög skemmtilegt í þessari vistarveru á kvöldin, áður en hús- freyja tók á sig náðir. Stelpurnar flissuðu og pískruðu útí eitt og þegar frá leið fékk ég stundum að vera með í geiminu. Króksfjarðarnes er mikil hlunnindajörð; grasi vaxn- ar eyjar teygja sig út frá nesinu, æðurin verpir þar og dúnn var verkaður öll sumur. Selalátur voru sunnan við nesið og selabönd lögð þar á vorin og vitjað á fjöru. Það var heilmikil reynsla fyrir borgarbarnið að fá að rota sel. En þarna var þetta alveg eðlilegt. Þetta var mikill ævintýraheimur fyrir smádekrað borgarbarn. Heilbrigður agi ríkti gagnvart hjúum, en engin harka þó. Ég varð dáldið skotinn í Ólafíu og við höfðum búskap með leggi og skeljar á afviknum stað við heimatúnið, þar sem við sinntum gripum okkar á kvöldin. Dágóð kynni hafa haldist við fjölskylduna frá Nesi og eftir Fundur á Vikunni 1959: F.v. Ásbjörn Magnússon auglýsingastjóri, Bragi og Jökull Jakobsson. HJÁ BRAGA Bóhemar í Gamla kirkjugarðinum 1961: F.v. Alfreð Flóki mynd- listarmaður, Ari Jós- efsson skáld, Bragi og Helgi Guðmundsson úrsmíðameistari. Þetta litla ættar- tengsla- og vina- samfélag virkar stundum líkt og maðksmogið af barnalegri spillingu Í garði num heima á Laufásvegi 1971: F.v. Hermann Höskuldsson, óþekkt grannstúlka, Elísabet K. Jök- ulsdóttir, Illugi Jökulsson, Valgarður Bragason, Nína Björk, Ari Gísli Bragason, Rán Höskuldsdóttir og Hrafn Jökulsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.