Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 18
18 | 22.1.2006 skóla útá meðmæli frá vini hennar og aðdáanda og tryggðatrölli, Sveini Einarssyni þjóðleikhússtjóra. Við leigðum út rosafína íbúð sem við höfðum keypt við Laufásveg og leigðum litla íbúð á Friðriksbergi, hlægilega ódýrt fyrir milligöngu Helgu Hjörvar leikkonu, sem var öllum hnútum kunnug og hinn besti drengur. Kaupmannahöfn er barnvæn og yndisleg borg fyrir bjartsýnt, ungt og ástfangið fólk. Drengirnir þrifust vel í skólunum, við bæði í námi og ég þessutan mikið að snudda í gömlum bókum. Sumar seldi ég með ábata heim til Íslands og þarna eignuðumst við heilmikið af mál- verkum gömlu íslensku meistaranna; þetta var löngu fyrir alla falsanahysteríuna, sem varð fyrir rest eitt allsherjar formbrengl. Nína orti heilmikið, ljóðunum hennar var vel tekið og hún orðin þónokkuð við- urkennd á Íslandi. Hjá okkur var einn allsherjar gestagangur fyrstu misserin, gleði, vinna og ást. Alfreð Flóki bjó í næstu götu með ástvinu sinni Ingibjörgu á Sinds- hvilevej, sem hann kallaði Sindssygevej. Þau pössuðu strákana oft ef við brugðum okkur af bæ og Flóki teiknaði þá vakandi og sofandi, myndir, sem eru þeim enn til gleði. Eitt kvöldið kom Guðbergur Bergsson í heimsókn og við slógum upp miklu partíi sem stóð lengi nætur. Gott ef Svavar Gestsson ritstjóri var ekki líka í þessum gleðskap. Flóki og allir á brilljant flugi. Daginn eftir fór ég í skólann einsog venjulega. Þegar ég kom heim var Nína komin á spítala. Hún hafði reynt að fyrirkoma sér, en grannkona komið í tæka tíð og varð henni til bjargar. Hún var á spítalanum nokkrar vikur, á geðdeild og spilaði á læknana einsog munnhörpu; það gerði hún nú ævinlega í sínum langvinnu og æ erfiðari andlegu veikindum, sem má segja að byrjað hafi sum- arið 1974. Hún fékk lyf, blómstraði á ný, en eftir þetta taldi hún sig alltaf þurfa að nota svefnlyf. Hafði reyndar tekið slík lyf með hvíldum frá okkar fyrstu kynnum. Þegar ég, löngu seinna, sagði Guðbergi frá þessum atvikum, sagði hann, beinið: „Já, hún Nína mín hefur alltaf haft svo mikla þörf fyrir leikræna þjáningu.“ Ég hafði hlutastarf hjá dönsku stórfyrirtæki og útávið gekk okkur allt í haginn.“ Samt varð niðurstaðan sú að fjölskyldan fluttist aftur heim til Íslands. Skömmu síðar opnaði Bragi fornbókaverslunina, þá á Skólavörðustíg 20, „í bullandi sam- keppni við góða vini mína. Þetta bara blundaði í manni. Og svo var þetta heimur, sem ég þekkti og þekkti mig.“ Auk þess vann hann þessi árin heilmikið fyrir Morgunblaðið, greinar um al- þjóðastjórnmál, milliríkjaviðskipti og fleira. Þau Nína Björk eignuðust yngsta son sinn árið 1977, Ragnar Ísleif, „líflegan og kláran dáindisdreng. Ragnar Ísleifur er hreiðurböggullinn okkar Nínu Bjarkar. Hann er bjartur í sálinni og einkar jákvæð manneskja, er dáldill forystusauður í sér, formaður í skólafélaginu í Kvennó og frum- legur og snjall maður og hefur í nokkur ár verið að læra kvikmynda- og leiklistarfræði í Hollandi. Hann er vinsæll hjá vinum sínum og vinkonum og hvers manns hugljúfi.“ Nína Björk hélt áfram við ritstörfin. „Hún gaf út ljóðabækur og skrifaði leikrit og fékk sum þeirra sýnd og flutt. Alltaf dáldil paranoia hjá minni, ekki síst í leikhúsinu. Hún vann einnig útvarpsþætti og skrifaði hneykslanlegt nýársdagsleikrit og mætti galvösk í sjónvarpið með Kristínu Jóhannesdóttur leikstjóra þess og þær gerðu grín að pakkinu sem hneykslaðist.“ Ástin snýr aftur Hjónaband Braga og Nínu Bjarkar varð æ erfiðara eftir því sem veikindi hennar ágerðust. Og að því kom að hann kynntist annarri konu, Jónínu Benediktsdóttur, og varð ástfanginn uppá nýtt. „Nína Ben var æðisleg, sem manneskja og kona. Við hitt- umst eiginlega fyrst heima hjá Ásdísi systur hennar og þetta bara varð. Ég var kvænt- ur annarri Nínu, hún fráskilin í nokkur ár eftir áratuga hjónaband þeirra Svavars Gestssonar. Hann fannst mér einlægur og hafa ríka réttlætiskennd þá. Hann fékk mig meiraðsegja einusinni í eldgamla daga til að kjósa Alþýðubrandaralagið. Slíkur var sannfæringarkrafturinn, að þetta helbláa íhald fór inní kjörklefann og kaus rétt. Samband okkar Nínu Ben varð mikið laumupúkaspil fyrstu átján mánuðina. Þó komust strákarnir mínir að þessu fljótlega, en mamma þeirra vissi ekkert fyrr en drukkin kona hringdi í hana um miðja nótt og sagði henni tíðindin. Uppúr því skild- um við, en bjuggum saman í sex mánuði.“ Síðan voru þau Bragi og Nína Ben í fjarbúð „og saman öllum tækum stundum. Við fórum í rómantíska ferð til Parísar, leiddumst um strætin, vorum daglangt í Rod- in-safninu og bjuggum á litlu hanabjálkahóteli í latínuhverfinu. Gengum útum alla borg og fórum í Saint Chapelle og byltingarsöfnin og áttum yndis tíð. Seinna til Prag á slóðir Habsborgara og fórum á Bach-tónleika í þúsund ára gamalli kirkju á Kast- alahæðinni, leituðum líka uppi ekta sígaunakjallara í miðborginni, þarsem fiðlan bæði grét og dillaði sér. Við áttum bæði að baki hjónabönd sem endað höfðu með erfiðu skipbroti. Þau skipbrot reyndust okkur gott veganesti til að byggja upp tillits- samt og náið samband, þar sem að mörgu var að hyggja.“ Bragi þagnar og er hugsi um stund. „Líf og orka og karakter Nínu Ben hverfðist um börnin hennar og barnabörnin,“ segir hann svo, „og á sínum tíma örvandi tillits- semi og skapandi drenglyndi við þáverandi maka. Þau Jónína og Svavar eiga þrjú börn. Svandís er elst, stórvelgerð manneskja og falleg móðir fjögurra frábærra barna, og komin á bullandi ferð í pólitíkinni hjá Vinstrigrænum, mælsk og sjarmerandi, greinir eins og pabbinn, með mikla innistæðu, eiturkvikk. Reisnin frá mömmunni og reigingurinn frá pabbanum blandast skemmtilega saman. Hún á eftir að gera það fínt, er leiðtogaefni, ef hún fær að njóta sín fyrir nagginu og öfundinni í um- hverfinu. Benedikt er einhver mesti dá- indismaður sem ég hef kynnst, blíður og fallegur drengur með mikið bein í nefinu, svo falleg blanda af bestu kostum foreldr- anna og elskur að konu sinni og börnum. Pínulítill daðrari, í góðri merkingu, eins- og mamman. Gestur lillibróðir er með þessi pólitísku gen og réttlætisbrýningu eins og foreldrarnir, skemmtilega uppá- tektasamur og fíflskur og mikið í móð- urættina í útliti. Nína barðist líka með sínum hætti fyrir samfélagslegu réttlæti og lifði eftir því með sann. Svo hafði hún óborganlega sniðugan og snúinn húmor, sem smitaði alla nánd hennar. Hún var gáfuð kona og víðsýn og skemmtileg, fög- ur og fáguð. Litlu hlutirnir í lífinu voru algjört sérsvið hennar. Og svo elskaði hún söng og trallíla. Og svo var hún líka sá fágaðasti daðrari sem ég hef á ævinni vitað. Hún daðraði svo fallega við lífið að þetta var líkt og íþrótt og léttileg áskor- un. Daður í jákvæðum skilningi, sem örv- ar og bætir mannlífið. Og svo var svo gott að þegja með henni. Það er yfirleitt ekki einfalt mál að þegja með manneskjum.“ Hann minnist samverunnar með Jón- ínu og hennar fólki með söknuði og þakklæti. „Við og Ásdís systir hennar heimsóttum foreldra þeirra, Regínu og Bene- dikt, á Selfoss nánast hverja helgi. Þangað hópuðust niðjar þeirra á gleði- og sam- stöðusamkomur. Það var sungið og trallað og kankast á og glaðst. Og á sumrin var stundum dvalið á ættarsetrinu Ásgarði í Flatey á Breiðafirði.“ Jónína Benediktsdóttir lést úr endurteknum krabbameinum í maí árið 2005. „Barnabörnin, börnin, systkinin, foreldrarnir og ég fórum með duftkerið hennar útí Flatey sl. sumar og jörðuðum það í legstað Jónínu ömmu hennar og Guðmundar afa. Sungum smá og grétum. Þarna vildi hún vera, þessi yndislega mannvera sem öllum gerði gott. Og Maríuerlan hennar var alltaf nálæg meðan á dvölinni stóð.“ Ég spyr Braga um sorgina. „Sorgin hjá mér er í litum. Hún er mjög sjaldan svört, stundum mörhvít; það er óþægilegur litur og minnir á Framsóknarflokkinn. En versti liturinn er sá guli; þá er sorgin reið og ill og mjög ósanngjörn. En oftar en ekki er hún fjólublá, dáldið angurvær og iðrunarsöm. Ætli það sé ekki skársta útgáfan. Sorg fer ekki neitt. Hún er komin til að vera, en tíminn endurskapar form hennar og lögun. Annaðhvort lifa sorgþegarnir við hana eða fara eitthvert annað. Og hvort- tveggja er ansi fúlt.“ Bragi Kristjónsson tekur í nefið og horfir útí snjóinn. „Þannig hefur bara þetta líf manns verið. Það hefur hverfst um bækur og fólk, í heimi sem er fullur af fróðleik og fegurð og grimmd, en líka skemmtilegum mannlegum hégóma og allskonar skringi- legum varíasjónum.“ | ath@mbl.is HJÁ BRAGA Sorg fer ekki neitt. Hún er komin til að vera, en tíminn end- urskapar form hennar... Í Landakotskirkju: Kaþólikkinn Bragi. Konurnar í lífi Braga: Nína Björk Árnadóttir og Jónína Benediktsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.