Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.01.2006, Blaðsíða 22
22 | 22.1.2006 Það er við hæfi á fyrstu vikum ársins að velta því fyrir sér hvað fram-undan sé á því ári sem nýhafið er. Þetta eru viðurkennd fræði þóttoft virðist spádómar einkennast jafnmikið af því sem spámennirnir vilja að gerist og því sem þeir telja líklegt að muni gerast. Þegar rýnt er í vangaveltur erlendra sérfræðinga um það hvað muni ein- kenna strauma og stefnur í vínheiminum næsta árið kemur ýmislegt for- vitnilegt í ljós. Margir virðast nefnilega vera sammála um að rósavín eigi eftir að eiga mikla og góða endurkomu inn á markaðinn. Nú er það svo að hér á landi hafa rósavín ekki verið fyrirferðarmikil. Þeg- ar rósavínsúrvalið er skoðað kemur í ljós að það er fremur fábrotið. Vissu- lega eru nokkrar tegundir til en stór hluti þeirra eru svokölluð „blush“-vín eða vín í Mateusar-stílnum. Það er engin rósavínshefð til á Íslandi og ætti svo sem ekki að koma á óvart. Rósavín njóta sín nefnilega best á heitum sumardegi þegar of þungt er að fá sér rauðvín með matnum og betra er að sitja úti með kalda flösku af rósavíni. Það kemur því ekki á óvart að neysla rósavína er mest í Suður-Frakklandi, Spáni og Ítalíu svo dæmi séu tekin og þá fyrst og fremst yfir sum- armánuðina. Þið munið ekki sjá marga Frakka eða Ítali sötra rósavín um þetta leyti árs. Tískuvín af einhverjum ástæðum | Hér þurfa menn hins vegar yfirleitt að glíma við það hvernig þeir eigi að halda á sér hita yfir sumarmánuðina frekar en að kæla sig niður. En það skyldi þó aldrei fara svo að hlýindaaskeiðið sem við erum nú í ásamt mikilli sölu á gashiturum fyrir sólpallana skyldu verða til þess að hífa upp söluna á rósavíninu? Utan Íslands er framleiðsla og sala á rósavínum nefnilega á mikilli upp- leið. Þau eru að komast í tísku af einhverjum ástæðum. Neytendur kaupa meira og eru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir rósavínið og þetta hefur leitt til þess að framleiðendur um allan heim hafa brugðist við aukinni eft- irspurn og á markaðinn eru að streyma fleiri og oft betri rósavín en áður. En hvað er rósavín kynni kannski einhver að spyrja. Í stuttu máli sagt þá er rósavín vín úr rauðum þrúgum sem er framleitt á svipaðan hátt og hvít- vín. Litur vínsins kemur úr berjahýðinu og með því að leyfa safanum að vera í snertingu við hýðið í hálfan til heilan sólarhring næst bleikur roði á vínið. Hratið er síað frá þegar rétti liturinn er kominn á vínið og það er síðan gerj- að og unnið með svipuðum hætti og hvítvín, þ.e. við lágt hitastig til að draga fram ferskleika ávaxtarins. Fróðleg þróun | Suður-evrópsku rósavínin eru góð matarvín að sumri til og henta vel þeirri léttu matreiðslu sem þá er yfirleitt stunduð (kannski ekki eins vel með grilluðu lambakjöti eða nautakjöti, þar er nú rauðvínið líklega betra). Einhver bestu rósavínin koma frá Frakklandi og má nefna svæðin Bandol, Tavel og Provence í því sambandi auk þess sem góð rósavín eru líka frá svæðum sem þekktari eru fyrir rauðvín t.d. Bordeaux, Rioja, Pénedes og Toskana. Þrjú af þekktari víngerðarhúsum Bordeaux hafa meira að segja ný- lega sett á markaðinn rósavín: Chateau Kirwan, Chateau Giscours og Smith- Haut-Lafitte. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þessi þróun nær hingað til lands og á þessum síðum gefist á næstu mánuðum oftar tækifæri en hingað til hefur verið raunin að fjalla um vönduð rósavín. VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON FÁ RÓSAVÍNIN UPPREISN ÆRU ÁRIÐ 2006? Neytendur kaupa meira og eru reiðubúnir að borga meira fyrir rósavínið og framleiðendur hafa brugðist við aukinni eftirspurn Með því að leyfa safanum að vera í snert- ingu við hýðið næst bleikur roði á vínið. L jó sm yn d: Á sd ís Fæst í Lyf og heilsu, Hagkaup Smáralind, snyrtistofum, sólbaðstofum og fleiri stöðum www.karon.is Mótar og stinnir brjóstin Styrkir húðina á upphandleggjum Strekkir á vefjum og sléttir hálsinn Frábærlega ferskt og ilmandi gel sem smýgur hratt inní húðina Rannsóknir sýna ótrúlega virkni 100% náttúrulegt BRJÓSTAGEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.