Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 27. TBL. 94. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sameina fjöl- skyldu og vinnu Fleiri kostir en gallar við að hafa starfsstöðina heima | Daglegt líf Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Mozart: Snillingur en ekki dýrlingur  Pamuk og Ist- anbúl Börn | Íþróttaálfurinn í viðtali  Verðlaunasaga 12 ára stelpna Íþróttir Ísland í milliriðil með þrjú stig ÚTSALA ÓTRÚLEG VER‹LÆKKUN! ÚTSALA HAFRANNSÓKNASKIPIÐ Árni Friðriksson RE 200 angaði af loðnulykt eftir að skipið fann stóra loðnutorfu á Rauða torginu, 60 sjómílur suðaustur frá Gerpi, snemma í gærmorgun. Ásgrímur Halldórsson SF, sem lagði af stað frá Hornafirði í fyrradag og leitaði nær landinu austur-vestur á norðurleið, varð í gær var við litlar torf- ur sem stóðu djúpt. Þá rakst Sturla á Guðmundi VE, sem er við loðnuleit norðar en Árni Friðriks- son, í gær á flekki á víð og dreif á allstóru svæði, góðar lóðningar. Sveinn Sveinbjörnsson fiskifræðingur, sem var á leitarvakt í stjórnstöð skipsins, bað Karl Ein- arsson annan stýrimann, sem var á vakt í brúnni, að ræsa karlana á dekkið og láta trollið út og taka sýni. Yngvi Friðriksson yfirstýrimaður kom upp og sá um að trollið væri klárt með strákunum og létu þeir trollið fara. Reyndist lóðningin vera kökkur, astikið sýndi hana vel en á dýpt- armælinum var hægt að sjá lengd og dýpt og lætur nærri að hún hafi verið 30 faðma djúp og um míla á lengd þar sem hún var þéttust auk dreifa sem teygðust út frá henni í allar áttir. Skipið lét úr höfn síðdegis á fimmtudag frá Reyðar- firði og var stefnan tekin austur á svæðið norðan Þórs- banka þar sem færeyska rannsóknaskipið Magnús Heinason fann loðnulóðningar fyrr í vikunni. Svæðinu sem skipið leitar á er skipt upp í leitarleggi eftir kerfi sem Sveinn hefur teiknað upp á plotterinn, og var fyrsti leggurinn útstímið. Eftir 15 mílna stím í suðurátt um miðja nótt var haldið til vesturs og þar varð vart við torfur, þokkalega stórar en enginn flekkur. Klukkan fjögur um nóttina kom Sveinn á vakt í stjórnstöðinni og varð hann var við stóra flekkinn upp úr klukkan sex en þá var skipið komið vest- ur eftir að leitarleggnum á Rauða torgið. Loðna á næsta legg? Sveinn sagði að nú væri mesti spenningurinn að sjá hvort einhver loðna kæmi á næsta leitarlegg sem var sunnan við legginn á undan. Stórar torfur komu á dýpt- armælinn á svæðinu suður af Rauða torginu en þær stóðu djúpt, á 200 m dýpi. Mikið líf er um allan sjó enda reyndist áta í loðnunni sem fékkst í fyrrinótt en morg- unloðnan reyndist átulaus, falleg kynþroska loðna. Leggja má eyrun við því sem Sveinn fiskifræðingur sagði hér í gærmorgun að sáralítil loðnuleit hefði farið fram frá áramótum ef ekki væri um þetta góða skip að ræða, því að í þeirri ótíð sem verið hefur í vetur lágu gömlu skipin iðulega í vari og gátu ekkert athafnað sig. Árni Friðriks- son fann stóra loðnutorfu Skipið angar af loðnulykt Eftir Kristin Benediktsson um borð í Árna Friðrikssyni RE 200 MARBLE Arch í London hefur lengi verið eitt af auðkennum borgarinnar en nú hefur verið ákveðið að breyta þessu minn- ismerki um Wellington hershöfð- ingja í íbúðir. Verða þær leigðar út til sumarleyfisgesta, fyr- irtækja og einstaklinga og svo verður einnig með ýmsar aðrar sögufrægar byggingar. Það er enska minjaverndin, sem hefur ákveðið þetta, en hún er að hasla sér völl í ferðaþjónustu. Stefnt er að því, að eftir tvö ár verði búið að innrétta íbúðir í 30 af 120 byggingum, sem njóta sérstakrar verndar. Ekki er líklegt, að leigan verði í lægri kantinum enda er miðað við, að íbúðirnar verði í hæsta gæðaflokki, fimm stjörnu lúxus að öðru leyti en því, að gestirnir verða að þjóna sér sjálfir að því er fram kom á fréttavef breska dagblaðsins The Times. Auk íbúða í Marble Arch verður til dæmis boðið upp á íbúð við Dover-kastala og lítið og sætt hús við heimili Viktoríu drottningar á Wight-eyju, Osborne House. Um 600.000 félagsmenn í ensku minjaverndinni fá forgang að þessum þjóðargersemum, að minnsta kosti fyrst um sinn. Marble Arch hefur um skeið verið leigð út til fyrirtækja, t.d. fyrir einkasamkvæmi. Sögulegum minjum breytt í íbúðir STARFSMAÐUR rússneska orkufyr- irtækisins Gazproms hugar að mælum í miðlunarstöð en Rússar ætla að hefja aft- ur gasflutninga til Georgíu í dag, viku eftir að dularfullar sprengingar sviptu landsmenn þessu lífsnauðsynlega elds- neyti. Síðan hefur öll þjóðin skolfið í miklum vetrarkuldum. Mikhail Saakas- hvili, forseti Georgíu, tilkynnti í gær, að samið hefði verið um gaskaup frá Íran og sagði, að Georgíumenn hefðu lifað erfiðari tíma og yrði ekki komið á kné. Var hann þá að víkja að því, að Georgíu- menn grunar, að Rússar hafi sjálfir sprengt upp gasleiðslurnar og sé það lið- ur í þeim þrýstingi, sem þeir beita nú sum nágrannaríkjanna og fyrrverandi sovétlýðveldi. Reuters Ætla að kaupa gas frá Íran Ramallah, Jerúsalem. AP, AFP. | Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði í gær, að hann ætlaði að fela Hamas-hreyfingunni að mynda stjórn en Fatah-hreyfing Abbas hefur hafnað aðild að henni. Ísraelsstjórn hefur útilokað viðræður við Hamas og skor- ar hún jafnframt á erlend ríki að viður- kenna ekki „stjórn hryðjuverkasamtaka“. Raanan Gissin, talsmaður Ísraelsstjórn- ar, sagði, að hún fagnaði fyrstu viðbrögðum erlendra ríkja við sigri Hamas í Palestínu og ítrekaði, að hún myndi „ekki ræða við fólk, sem vill tortíma okkur“. Hann útilok- aði þó ekki samstarf um flutninga, vatn og rafmagn og sagði, að Ísraelar vildu ekki halda Palestínumönnum í gíslingu vegna Hamas. Mahmoud Zahar, einn af leiðtogum Hamas á Gaza, sagði í gær, að ekki væri fyrirhugað að hefja friðarviðræður eða við- urkenna Ísraelsríki en hefðu Ísraelar á hinn bóginn eitthvað nýtt fram að færa varðandi hernumdu svæðin og Jerúsalem, yrði staðan metin á ný. Ábyrgð og efnahags- legur veruleiki Margir telja, að afstaða Hamas muni mildast þegar hreyfingin verður að axla ábyrgð og þegar hinn efnahagslegi veru- leiki rennur upp fyrir henni. Palestínu- menn eru mjög háðir erlendri aðstoð, eink- um vestrænna ríkja. Bandaríkjastjórn segist hafa veitt palestínsku heimastjórn- inni 24,5 milljarða ísl. kr. á síðasta ári og Evrópusambandið heimilaði styrk upp á 21 milljarð kr. Þá eru ýmis framlög einstakra Evrópuríkja ótalin og einnig alþjóðlegra stofnana. Allur þessi stuðningur er nú í uppnámi. Skoðanakönnun, sem ísraelska dagblaðið Maariv gerði í fyrradag, sýnir, að 40% Ísr- aela vilja reyna að semja við Hamas, hafni samtökin ofbeldi, og 27% vildu viðræður án skilyrða. Önnur könnun í blaðinu Yediot Ahronot sýndi, að 48% vildu viðræður en 43% ekki. Ísraelar skora á önnur ríki að einangra Hamas  Fatah-menn ósáttir | 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.