Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fia› ver›ur heitt á könnunni hjámér og veitingarme›milli ellefu og eitt á kosningaskrifstofunni í Borgartúni 6. Komdu og spjalla›u yfir sí›búnum morgunver›i e›amátulegu hádegissnarli. KREDITKORTAFYRIRTÆKIÐ MasterCard, fékk upplýsingar hjá Mastercard International um að lögregla í Eistlandi hefði fyrir skömmu handtekið menn, sem taldir eru búlgarskir, vegna korta- svika þar í landi, að sögn Berg- þóru K. Ketilsdóttur, forstöðu- manns upplýsingasviðs Master- Card. Alþjóðlegt samstarf fer fram innan MasterCard um varnir gegn kortasvikum og gerði fyr- irtækið hér á landi MasterCard International viðvart eftir að toll- gæslan á Seyðisfirði stöðvaði á þriðjudagskvöld mann með búlg- arskt vegabréf sem kom hingað til lands með Norrænu. Við leit í far- angri mannsins fann tollgæslan fjögur sérútbúin tæki sem hægt er að setja framan á hraðbanka í þeim tilgangi að lesa kort við- skiptavinarins og misnota síðan til að taka út af bankareikningi við- komandi. „Þá fengum við strax upplýsingar um handtökurnar hjá eistnesku lögreglunni,“ segir Bergþóra sem segir fyrirtækið ekki hafa upplýsingar um hvort málin tengist. Spurð hvort fyrirtækið frétti oft um svikamál af þessu tagi segir Bergþóra að það fái slíkar upplýs- ingar þegar korthafar þess eigi í hlut. „Þá fáum við tilkynningu um það frá Mastercard Internat- ional,“ segir hún. Einnig sé starf- rækt norræn öryggisnefnd á veg- um útgefenda kreditkorta á Norðurlöndunum og í Eystrasalts- ríkjunum. Nefndin hafi það hlut- verk að upplýsa um þau atriði sem eiga sér stað í hverju landi fyrir sig. Bergþóra segir ekki algengt að íslenskir kreditkortahafar verði fyrir kortasvikum, en slíkt eigi sér þó stað öðru hverju. „Við erum með rafrænt vöktunarkerfi sem notað er til að fylgjast með kred- itkortanotkun okkar korthafa er- lendis. Stundum kemur í ljós að kort virðast notuð sama daginn í tveim löndum. Svo dæmi sé tekið notar korthafinn kortið hér á landi en sama dag er það notað í hraðbanka í Taílandi. Þá höfum við strax samband við korthafann. Í slíkum tilfellum er mögulegt að einhver hafi náð upplýsingum um kortið, til dæmis með þeim hætti sem virðist hafa átt að reyna hér,“ segir Bergþóra. Hún segir kort- hafa ekki verða fyrir tjóni komi það fyrir að þjófar komist yfir upplýsingar um kort þeirra og nýti sér, heldur beri útgefandi það. Tugum korta lokað vegna geymslu upplýsinga „Á Íslandi er mjög lítið um svik og minna heldur en í mjög mörg- um löndum,“ segir hún. Það komi hins vegar fyrir að kort séu skim- uð eða upplýsingar um þau fengn- ar með öðrum hætti þegar fólk er á ferðalögum. „Ef við fréttum að öryggisbrot hafi átt sér stað á ein- hverjum stað erlendis sem okkar korthafar hafa notað kort sín á, höfum við þá vinnureglu að við lokum þessum kortum í samráði við korthafann,“ segir Bergþóra. Þetta sé gert þótt ekkert tjón hafi átt sér stað en hafi þá fyrirbyggj- andi áhrif. Óþægindi korthafa og tap útgefandans sé minnst þannig. „Það vill þannig til að við erum þessa dagana að hringja í kort- hafa sem notuðu kort sín á til- teknum stöðum í Bandaríkjunum þar sem seljendur reyndust hafa geymt upplýsingar um segulrend- ur kortanna, sem ekki má gera,“ segir hún. Um nokkra tugi kort- hafa sé að ræða og verði kortum þeirra lokað í samráði við þá og þeir fái nýtt kort sér að kostn- aðarlausu. Ekkert tjón hafi þó hlotist í þessum tilfellum. Berg- þóra segir viðskiptavini ánægða með að fylgst sé með óleyfilegri notkun korta þeirra. Það kunni að valda fólki óþægindum ef loka þarf kortum þess, en vandræðin verði enn meiri ef þjófar komist yfir kortaupplýsingar og noti kortin. MasterCard á Íslandi fékk upplýsingar um kortasvik manna í Eistlandi Alþjóðlegt samstarf um varnir gegn kortasvikum Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is EKKI fer mikið fyrir tækjunum sem tollgæslan á Seyðisfirði tók á þriðjudag af manni sem kom hingað til lands með Norrænu, en hægt er að nota tækin til kreditkortasvika. Alls var lagt hald á fjögur tæki. Þrjú þeirra voru send til Reykjavíkur til skoðunar og myndunar og sjást þau á meðfylgjandi myndum. Kortasvindlarar nota búnað sem þennan til þess að búa til falska framhluta á hraðbanka. Sá hluti búnaðarins sem kortum er rennt inn í les af segulrönd kortanna og safnar upplýs- ingum um þau á örgjörva. Þar er einnig að finna tengil fyrir niðurhalningu og aflestur. Hinn hluti búnaðarins er svo notaður til þess að lesa PIN-númer kort- anna. Morgunblaðið/Júlíus Takkar með íslensku letri höfðu eins og hér má sjá verið útbúnir á þennan hluta búnaðarins, sem hald var lagt á hér á landi í vikunni. Hluti búnaðarins les af seg- ulrönd kortanna í hraðbanka. Falskir framhlutar búnir til á hraðbankana SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um- hverfisráðherra undirritaði í gær nýja friðlýsingu fyrir friðlandið Surtsey en hún felur í sér umtals- verða stækkun á friðlandinu. Nýja friðlýsingin nær ekki einungis til Surtseyjar sjálfrar, sem er 1,4. fer- kílómetrar að stærð, heldur allrar eldstöðvarinnar og þar af leiðandi til neðansjávargíganna Jólnis, Syrt- lings og Surtlu ásamt hafsvæðisins umhverfis eyjuna. Nýja friðlandið mun því verða um 65,6 ferkílómetr- ar að stærð. Með stækkuninni er vonast til að tryggt verði að þróun eyjarinnar verði eftir lögmálum náttúrunnar í samræmi við lög um náttúruvernd auk þess sem stækk- un friðlandsins er liður í áætlun rík- isstjórnarinnar að koma Surtsey á heimsminjaskrá UNESCO en að sögn Sigríðar Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, er ráðgert að senda umsóknina inn eftir helgi. Í kjölfar stækkunarinnar verður einungis leyfilegt að veiða með handfærum og línu en bann verður lagt við veiðum með veiðarfærum sem dregin eru eftir botninum á rúmlega 46 ferkílómetra svæði inn- an friðlandsins. Við stækkun friðlandsins mun eitt stöðugildi verða til en ráðgert er að opna gestastofu í Vest- mannaeyjum. Með henni er vonast til að nýta nálægð Vestmannaeyja við Surtsey í fræðslu og ferðaþjón- ustu, auk þess sem starfsmaður gestastofunnar mun hafa umsjón með friðlandi eyjunnar. Friðland Surtseyjar stækkað                                                        Náttúrufræðistofnun Íslands HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 25 ára karlmann í fimm mán- aða fangelsi fyrir líkamsárás gegn tvítugri misþroska stúlku. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða henni 300 þúsund krónur í miskabæt- ur og rúmar 400 þúsund krónur í sak- arkostnað. Hann var sýknaður af ákærum um kynferðisbrot og hótanir gagnvart stúlkunni. Kemur fram í dómnum að árásin átti sér stað á heimili mannsins í des- ember árið 2004 er stúlkan var gest- komandi þar. Þótti sannað að ákærði hafi dregið hana nauðuga inn í svefn- herbergi sitt, hrint henni þar utan í ofn, sparkað í hana liggjandi og tekið með kverkataki og hrint með ofbeldi ofan á rúm. Telur dómurinn rétt að meta háttsemi ákærða í heild sem grófa líkamsárás. Í dómnum kemur m.a. fram að ákærði hafi í yfirheyrslum orðið tví- saga um mikilvægar staðreyndir málsins. Þá hafi hann beðið vinafólk sitt um að bera ljúgvitni hjá lögreglu um að hafa verið á heimili sínu þegar málsatvik áttu sér stað. Kemur þar einnig fram að einbeitt- ur vilji hafi verið hjá ákærða að van- virða stúlkunnar og valda henni lík- amstjóni. Málið dæmdu Jónas Jóhannsson, Guðmundur L. Jóhannesson og Sveinn Sigurkarlsson. Fimm mánaða fangelsi fyrir líkamsárás DAGFORELDRAR og barnapíur geta auglýst þjónustu sína endur- gjaldslaust á vefnum Barnaland.is. Þetta hefur verið mögulegt allt frá stofnun vefsins fyrir fimm árum, seg- ir í tilkynningu. Markmiðið með þessu var frá upp- hafi að auðvelda foreldrum leitina að dagforeldri eða barnapíu fyrir barnið sitt og að gefa þeim sem bjóða upp á barnagæslu tækifæri til að láta vita af sér. „Frá því að Barnaland.is fór í loftið árið 2000 hefur fjöldi foreldra fundið dagforeldra gegnum vefinn og fjöldi dagmæðra og dagforeldra hefur ver- ið á skrá frá upphafi,“ segir í tilkynn- ingu frá Barnalandi. Stjórnendur Barnalands minna á að val á dagfor- eldri er alltaf á ábyrgð foreldra. Dagforeldrar auglýsa ókeypis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.