Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PRÓFKJÖR framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninganna 27. maí nk. er í dag, laugardaginn 28. janúar. Kosið verður í anddyri Laug- ardalshallar kl. 10–18. Þar verður valið í 6 efstu sæti framboðslista flokksins til borgarstjórnar. Talning hefst um kl. 14 og verða fyrstu tölur gefnar út skömmu eftir kl. 18 þegar kjörstað hefur verið lok- að og síðan með jöfnu millibili þar til úrslit liggja fyrir. Upplýsingar um prófkjörið, fram- bjóðendur, kosningaskrifstofur, regl- urnar og fleira er að finna á http://www.framsokn.is/ framsokn/profkjor/. Prófkjör framsóknar- manna í dag AÐALMEÐFERÐ í ákæruliðum 33 til 36 í Baugsmálinu svokallaða mun fara fram 9. og 10. febrúar næstkomandi. Viðkomandi ákæruliðir varða mál tveggja endurskoðenda sem ákærðir eru fyrir brot á lögum um ársreikninga. Óvíst er enn hvenær liðir 37 til 40 verða teknir fyrir, verj- endur krefjast þess að málið verði allt tekið fyrir sömu daga en settur saksóknari vill frest þar til í byrjun mars en dómendur gáfu sér tíma fram eft- ir helgi til að úrskurða um það. Kom þetta fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar fyrirtaka þeirra átta ákæruliða sem eftir standa í Baugs- málinu fór fram. Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnús- son, óskaði eftir því að aðalmeðferð yrði frestað þar til í mars, eða þar til athugun á því hvort ákært verði að nýju í hinum ákæruliðunum 32 er lokið. Saksóknari benti á að málið væri mjög stórt í sniðum, að gagnaöflun væri ekki lokið og enn væri beðið eftir matsgerð sem ætti að vera tilbúin fyrir 23. febrúar. Verjendur mótmæltu og óskuðu þess að málið yrði ekki tafið enn frekar en nú hefur verið gert og aðalmeðferð færi fram í febrúar. Málinu skipt í tvennt Þrátt fyrir mótmæli saksóknara og verjenda ákváðu dómendur að skipta málinu upp, sam- kvæmt heimild í lögum um meðferð opinberra mála. Verjendur kröfðust þess að fá úrskurð um hvenær allir ákæruliðir yrðu teknir fyrir og ítrekuðu ósk sína um að allt málið yrði tekið til meðferðar í febrúar. „Við teljum að sakarefnin sem um er að ræða séu svo samofin að það sé í raun mjög erfitt að flytja málið varðandi útskipta hlutann án þess að það snerti sakarefnin á hendur öðrum ákærðum,“ sagði Gestur Jónsson, hrl. og verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, eftir þinghaldið. Gestur segir verjendur alla sammála um að sakborning- arnir í málinu eigi rétt á því að fá niðurstöðu sem fyrst. Hæstiréttur hafi þegar vísað 32 ákærulið- um frá og eftir standi átta liðir. „Það líða mánuðir án þess að það fáist [niðurstaða] og það var upp- lýst í þinghaldinu í dag að ástæða þess að sak- sóknari leggur áherslu á að tefja málið er sú að hann vill blanda inn í málareksturinn hugsanlegri ákvörðun um að ákæra að nýju, með það að markmiði að sameina þessi mál,“ sagði Gestur og telur það ótækt og málin ósamræmanleg. Við þinghaldið sagði Gestur m.a. að málið væri aðeins hluti af stóru efnahagsbrotamáli en þessi hluti væri ekki sjálfur stór. Því ætti ekki að þurfa að tefja það enn frekar enda eigi sakborningar það skilið að fá skjóta niðurstöðu. Settur saksóknari mótmælti einnig klofningu málsins og vildi fá það allt tekið til aðalmeðferðar í mars. „Það var sérstaklega gerð athugasemd frá mér um það að aðalmeðferð hafi verið ákveðin áður en búið væri að úrskurða um framlagningu gagna og áður en gagnaöflun hafi verið lýst lokið,“ sagði Sigurður eftir þinghaldið og vísar í að dómarinn eigi eftir að úrskurða um hvort matsgerðin muni komast að í málinu sem sönnunarfærsla. Eiga tveir matsmenn að yfirfara rannsókn- argögn og kanna m.a. hvort útprentun skjala sem fyrir liggja passi við rafrænu gögnin. Á mats- gerðinni að vera lokið ekki síðar en 23. febrúar næstkomandi. Dómarinn tók kröfu setts saksóknara til um- fjöllunar en ákvað þrátt fyrir það að aðalmeðferð í máli endurskoðendanna tveggja færi fram í febrúar næstkomandi. Ríkislögreglustjóri taki við á ný Við þinghaldið spurðu dómendur settan sak- sóknara m.a. út í starf hans við málið og hvort hann sinnti einnig öðrum störfum. Sigurður vís- aði því á bug að önnur störf hans væru til þess fallin að tefja fyrir málinu og hann bæði ekki um frestun þeirra vegna. Dómendur lögðu þrátt fyrir það til að ríkislögreglustjóri tæki við þeim átta ákæruliðum sem eftir eru en settur saksóknari héldi rannsókn sinni áfram á hinum ákærulið- unum 32 og hvort ástæða þykir til að ákæra að nýju. Sigurður vildi lítið tjá sig um þá tillögu dóm- enda og sagðist þurfa að skoða málið betur áður en nokkur ákvörðun um það verður tekin. Verjendur og saksóknari deila um tímasetningar aðalmeðferðar Baugsmálsins Málið klofið þrátt fyrir mótmæli á báða bóga Eftir Andra Karl andri@mbl.is OSTA- og smjörsalan hefur innkallað og fjarlægt þrjú vörunúmer úr versl- unum vegna gerlagalla sem greinst hafði í Búra og Havarti osti. Þær vörutegundir sem um er að ræða eru vörnúmer 4011 Búri, vöru- númer 3905 Havarti 32% og vöru- númer 3915 Krydd-Havarti 32%. Þessi vörunúmer verða ekki í sölu næstu daga, eða þar til komist hefur verið fyrir framleiðslugallann. Hér er um lítið magn að ræða, 700– 800 kílógrömm. Þeir neytendur sem kunna að eiga þessa vöru og vilja skila henni eru beðnir um að hafa samband við Osta- og smjörsöluna, segir í fréttatilkynn- ingu. Osta- og smjörsal- an hefur innkallað Búra og Havarti HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi í gær 34 ára gamlan Þjóð- verja í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasmygl til landsins í desember sl. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann 3 kg af hassi í tösku mannsins en fíkniefn- unum hafði verið komið fyrir í fölsk- um botni töskunnar. Málið komst upp 9. desember þegar ákærði var að koma í flugi frá Frankfurt. Hefur hann setið í gæsluvarðhaldi síðan á meðan lögreglan á Keflavík- urflugvelli hefur rannsakað mál hans. Hann játaði sök. Málið dæmdi Guðmundur L. Jó- hannesson héraðsdómari. Verjandi var Vilhjálmur Vilhjálmsson hdl. og sækjandi Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli. 9 mánaða fangelsi fyrir þrjú kg af hassi Í BRÉFI sem skólastjórnendur Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi hafa sent foreldrum og forráðamönnum nemenda kemur fram að kennarar skólans hafi rætt við börnin um var- kárni í umgengni við ókunninga, ekki síst þegar þau eru ein á ferð. Tilefnið er fregnir af því að fullorð- inn maður hafi reynt að tæla ungan dreng inn í port við skólann á fimmtudag. „Þetta leiðir í ljós að hvergi eru menn óhultir fyrir slíkum atburðum, jafnvel ekki hér á Nesinu,“ segir í bréfinu. „Við lítum þetta mjög alvar- legum augum og af þeim sökum hafa kennarar í Mýrarhúsaskóla rætt við börnin um varkárni í umgengni við ókunnuga, ekki síst þegar þau eru ein á ferð. Ólíklegt verður samt að telja að viðkomandi leiti aftur á sömu mið eftir fjölmiðlaumfjöllun, þótt ekki sé hægt að útiloka neitt. Við vitum að foreldrar hafa brýnt þessi atriði fyrir börnum sínum en teljum að að gefnu tilefni sé ástæða til að fara yfir þessi mál með börn- unum í skólanum. Við viljum einnig biðja ykkur, foreldrar góðir, að ræða þessi mál við ykkar börn, hvetja þau til varkárni, án þess samt að vekja hjá þeim skelfingu eða ótta.“ Umgengni við ókunnuga rædd ÖKUMAÐUR jeppa ók aftan á vörubifreið á Vesturlandsvegi í gær miðja vegu milli Grundarhverfis á Kjalarnesi og munna Hvalfjarð- arganganna. Í fyrstu var slysið talið alvarlegt og var slökkvilið höf- uðborgarsvæðisins kallað út með tækjabíl ásamt sjúkrabíl og lög- reglu. Ökumaður jeppans var send- ur í sjúkrabíl til rannsóknar á bráðamóttöku Landspítalans en var ekki talinn alvarlega slasaður. Morgunblaðið/Júlíus Ók aftan á vörubíl TEKJUSKATTSGREIÐSLUR ein- staklinga hafa lækkað umtalsvert frá árinu 1994 og munu lækka enn frek- ar þegar allar ákvarðanir um skatta- lækkanir hafa tekið gildi á næsta ári og skattleysismörk eru nánast þau sömu og þau voru árið 1994 á sama verðlagi og munu verða talsvert hærri árið 2007. Þettta kemur m.a. fram í frétta- tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu sem Morgunblaðinu hefur borist, en þar eru reiknuð út nokkur saman- burðardæmi á tekjuskattsgreiðslum einstaklinga sem búa við ólík launa- kjör og fjölskylduaðstæður. Þannig kemur fram að heildar- skatthlutfall einstæðs foreldris með tvö börn á framfæri og 240 þúsund kr. mánaðartekjur voru 23% árið 1994, en er 8% í ár og verður 4,1% á næsta ári. Hjón sem bæði eru á vinnumarkaði með tvö börn, bæði undir sjö ára aldri, á framfæri og 360 þúsund kr. mánaðartekjur voru með heildarskatthlutfall 28,5% árið 1994, en 13,2% í ár og það verður 9,8% á næsta ári. Einstaklingur með 240 þúsund kr. mánaðarlaun var með 31,9% skatthlutfall 1994. Hann er með 23,2% skatthlutfall í ár og verð- ur með 21% skatthlutfall á næsta ári, að sögn fjármálaráðuneytisins. Hvað skattleysismörkin varðar kemur fram að þau voru 83.858 kr. árið 1994. Þau eru 81.075 kr. í ár þeg- ar tekið hefur verið tillit til hvaða áhrif 4% frádráttarbærar lífeyris- greiðslur hafa á skattleysismörkin og 84.600 kr þegar tekið er tillit til 8% frádráttarbærra lífeyris- greiðslna. Iðgjald í lífeyrissjóð allt að 8% er frádráttarbært nú en var það ekki 1994 og það hækkar skatt- leysismörkin segir fjármálaráðu- neytið. Skattgreiðslur hafa lækkað frá 1994                        ! ! !"# $"   % % %    % % %  % % %   !"#  $  $"!%   !                   &% & % & %    % &% & %  % % % AÐALMEÐFERÐ í máli rík- issaksóknara gegn fimm sak- borningum vegna banaslyss við Kárahnjúkavirkjun sumarið 2004 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur um miðjan mars- mánuð. Í gær var málið tekið fyrir og ákæra birt síðasta sak- borningnum, sem ekki hefur verið unnt að birt ákæru vegna fjarvista og veikinda fyrr en nú. Hann neitar sök sem og fjórir meðákærðu. Umrætt banaslyss varð þeg- ar 25 ára Íslendingur lenti í grjóthruni við vinnu sína við Hafrahvammagljúfur þar sem verið var að undirbúa borun í bergið þar sem Kárahnjúkas- tífla rís. Hinn látni var starfs- maður Arnarfells sem er und- irverktaki Impregilo. Þeir sem sæta ákæru eru bæði Íslend- ingar og erlendir aðilar, m.a. frá Arnarfelli og Impregilo. Neita sök vegna banaslyss Kárahnjúkavirkjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.