Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gjörið svo vel, heiðursgestur sýningarinnar, umhverfisráðherra Íslands. Umræða hefurvaknað um öryggií þungaflutning- um hér á landi í kjölfar tveggja atvika í síðustu viku þar sem litlu mátti muna að illa færi. Á þriðjudag losnaði stál- blokk, sem notuð er sem ballest fyrir krana, af flutningabíl þegar hann nauðhemlaði, með þeim afleiðingum að stálblokkin féll á fólksbíl. Þá losnaði illa festur farmur af timb- urflutningabíl á fimmtu- dag. Mildi þótti að ekki fór verr í bæði skiptin, en þeir sem hafa að gera með umferðareftirlit telja þetta vera alvarlega áminn- ingu um að gangskör þurfi að gera að því að auka öryggi og bæta vinnubrögð við þungaflutninga. Eftir að strandflutningar lögð- ust af hafa þungaflutningar á veg- um aukist gífurlega og allnokkur nýliðun verið í stétt ökumanna. Álag er mikið á ökumenn og verk- efnin mörg, enda mikil umsvif í byggingaframkvæmdum á höfuð- borgarsvæðinu og víðar. Álagið á vegi hefur einnig aukist til muna og slit á þeim samfara því. Viðmælendur Morgunblaðsins eru sammála um að algengara sé að einyrkjar og stakir verktakar, sem standa utan stærri flutninga- fyrirtækja, séu almennt kæru- lausari með frágang og umgengni við farma sína. Slys verði oftar við efnisflutninga en vöruflutninga. Hjá flutningafyrirtækjunum virð- ist betur hugað að öryggisatriðum hvað þennan akstur varðar. Velta megi vöngum um hvort aukin eft- irspurn eftir vörubílstjórum til þessara flutninga hafi valdið inn- streymi óreyndari bílstjóra með tilheyrandi tilslökunum á öryggis- áherslum. Sigurður Hauksson, deildarstjóri leyfisveitinga hjá Vegagerðinni, telur ekki nægan aga eða vönduð vinnubrögð ríkja við flutninga. Ökumenn hafi und- anfarið sýnt kæruleysi í meðferð farma. „Svona hlutir gerast af því að menn mæla ekki farminn og ganga ekki nógu vel frá honum,“ segir Sigurður og bætir við að svona ástand komi nokkuð reglu- lega upp. „Þetta kallar á agaðri vinnubrögð við flutninga, almennt séð. Það þyrfti að herða kröfurnar í meiraprófskennslunni.“ Sigurður segir hraðatakmark- anir vera innbyggðar í flutninga- bíla, en þær komi í veg fyrir að þeir komist yfir 100 km hraða á klst. „Það skiptir þó ekki öllu máli í þessum tilvikum, þar sem bíl- stjórar missa stjórn á farminum, þar er bara um að kenna kæru- leysi, sem þarf að taka á með öfl- ugri fræðslu.“ Öflugt eftirlit og símenntun Á vegum Vegagerðarinnar er haldið uppi hefðbundnu vegaeft- irliti og sinna fjórir bílar því. Bíl- unum hefur ekki fjölgað frá því strandflutningar lögðust af, en Stefán Erlendsson, forstöðumað- ur lögfræðideildar hjá Vegagerð- inni, segir að með aukinni umferð nýtist eftirlitið betur. Stefán segir eftirlitsmenn allt of oft verða vara við það úti á veg- unum að festingum og frágangi á farmi sé ábótavant. Telur hann endurmenntun og aukna fræðslu vera eina leið til að bæta stöðu mála, en aukið eftirlit og regluleg átök á því sviði fari einnig vel sam- an við aukna fræðslu. „Vegagerð- in hefur ekki haft þetta hlutverk hingað til að fylgjast með hleðslu og frágangi farms, en í nýju frum- varpi samgönguráðherra, sem hann hefur lagt fyrir Alþingi, er Vegagerðinni heimilað að hafa líka eftirlit eftir þeim þætti, sam- hliða þungaeftirliti og öðru eftir- liti sem það hefur með höndum í dag. Hleðslan og frágangurinn fara hins vegar ekki fram hjá okk- ar eftirlitsmönnum og þeir benda á það sem miður fer þó þeir hafi ekki það hlutverk að framfylgja þessum reglum.“ Guðmundur Arnaldsson, fram- kvæmdastjóri Landvara, félags íslenskra vöruflytjenda, segir ekki saman að líkja vöru- og efn- isflutningum, en í flestum þeim slysum sem hafi verið áberandi undanfarin ár hafi verið um að ræða slys við efnisflutninga. „Þeg- ar slys á stórum bílum eru tekin saman er miklu meira um að ræða einstaklinga og verktaka sem eru á eigin vegum, en ekki ökumenn á vegum vöruflutningafyrirtækja,“ segir Guðmundur og bætir við að þeir ökumenn sem starfi hjá vöru- flutningafyrirtækjum hafi yfir- leitt umtalsverð réttindi og þjálf- un þótt vissulega lendi þeir í slysum eins og aðrir, en það sé mun sjaldgæfara. Ítarleg reglugerð er í gildi um merkingar og frágang á farmi. Að sögn Einars Magnúsar Magnús- sonar, upplýsingafulltrúa Umferð- arstofu, er algert grundvallaratriði að bílstjórar kynni sér reglurnar og fari eftir þeim áður en lagt er af stað. Umferðarstofa setti af stað átak í haust þar sem athygli var vakin á reglunum. Bráðlega verður bætt um betur og enn ítarlegri og öflugri herferð farin fyrir öryggi farma og vegfarenda. „Yfirleitt eru menn til fyrirmyndar hvað þetta varðar, en því miður eru alltaf nokkrir sem keyra á einhverjum séns eða heppni og komast mis- langt á því, yfirleitt með skelfileg- um afleiðingum,“ segir Einar. Fréttaskýring | Öryggi þungaflutninga í umferðinni er ábótavant Bæta þarf vinnubrögð Tryggja þarf að farmur hreyfist ekki. Brýnt er að tryggja vel ör- yggi og festingar farmsins  Á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is má finna tengil á regl- ur varðandi frágang og merk- ingu farms og eru ökumenn hvattir til að kynna sér þær vandlega. Í stuttu máli er ætlast til þess að menn gangi þannig frá farmi að hann hreyfist ekki til, jafnvel þó að ekið sé rösklega í beygjur eða ökumaður þurfi að hemla skyndilega. Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is Vöxtur í framkvæmdum og starfsemi hef- ur leitt til fjölgunar verktaka URRIÐAHOLT GARÐABÆR www.gardabaer.is URRIÐAHOLT ehf. Á NÝJU BYGGINGARLANDI Í GARÐABÆ Hugmyndir að nýjum skipulagstillögum fyrir Urriðaholt verða kynntar í hátíðarsal Flataskóla v/Vífilstaðaveg kl. 11.00 - 13.00 í dag, laugardaginn 28. janúar Dagskrá: kl. 11.00 - 12.00 Ávarp bæjarstjóra Kynning ráðgjafa á nýjum skipulagshugmyndum kl. 12.00 - 13.00 Veggspjöld með skipulagshugmyndum; forsvarsmenn bæjarins og ráðgjafar verða til skrafs og ráðagerða Léttar veitingar í boði í hádeginu Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á www.urridaholt.is Við viljum heyra hver er skoðun ykkar við mótun skipulags KYNNING Opið hús í dag í h j a r t a h ö f u ð b o r g a r s v æ ð i s i n s ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - TH E 30 98 6 0 1/ 20 06 ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.