Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁLFRAMLEIÐSLA á Íslandi mun nánast þrefaldast á allra næstu árum og verður Ísland þá komið í hóp stærstu álútflutnings- ríkja í heimi. Því fylgir áhætta að fjárfesta í áli og orku, eins og öðr- um fjárfestingum, en meiri áhætta er tekin með því að ráðast ekki í þessar fjárfestingar. Þetta kom fram á erindi Þórðar Friðjónsson- ar, forstjóra Kauphallar Íslands, á ráðstefnu um gildi ál- og orku- framleiðslu á Íslandi sem haldin var á Hótel Nordica í gær. „Það er mín grundvallarniður- staða, þegar horft er til þess hvernig líklegast er að álmarkaðir muni þróast, að láta arðsemina ráða niðurstöðu um fjárfestingarn- ar og við eigum að mínu viti að ráða við þennan hagstjórnarvanda. Hann er miklu frekar verkefni heldur en vandi.“ Mikilvægt að markaðs- væða orkufyrirtækin Þórður lagði áherslu á það í máli sínu að ákaflega mikilvægt væri að markaðsvæða orkufyrirtækin. Það gæfi þeim aukið svigrúm og tryggði að ákvarðanir verði teknar á viðskiptalegum forsendum. Orkufyrirtækin þurfi í framtíðinni að búa við markaðsumhverfi. Gott væri að fá bæði orkufyrirtækin og álfyrirtækin inn í Kauphöllina. Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Samorka stóðu fyrir ráðstefnunni, undir yfirskriftinni Orkulindin Ísland, á Hotel Nordica í gær og sóttu hana á fjórða hundr- að manns, skv. upplýsingum ráð- stefnuhaldara. Nokkur öryggis- gæsla var á ráðstefnunni en öryggisverðir frá Securitas voru við inngang ráðstefnusalarins. Allt fór þó friðsamlega fram. Lendingin gæti orðið harkaleg Þórður Friðjónsson minnti á að opinberar spár gerðu ráð fyrir mjúkri lendingu í þjóðarbúskapn- um þegar núverandi þensluskeiði lýkur. Fyrri reynsla bendi til að varhugavert sé að reiða sig á þetta. Lendingin gæti orðið harkaleg með gengisfalli og skörpum sam- drætti þjóðarútgjalda eins og gerðist í upphafi þessa áratugar. Sagðist Þórður ekki vera að spá því að þetta myndi gerast, heldur væru þetta varnaðarorð, verkefnið væri að hans viti viðráðanlegt og niðurstaðan væri undir okkur sjálfum komin. Þórður sagði ál og tengda nýt- ingu orkulindanna hafa tvímæla- laust efnahagslegan ávinning í för með sér. Hann setti fram þá spurningu hvort ótæpilega mikil áhætta væri tekin og of geyst farið í uppbyggingu virkjana og stóriðju en sagðist ekki hafa ýkja miklar áhyggjur af því. Fór hann yfir álframleiðsluna á Íslandi, þá framleiðslugetu sem verður til þegar núverandi fram- kvæmdum lýkur og þær hugmynd- ir sem uppi eru um stórfellda stækkun álversins í Straumsvík og ný álver á Suðurnesjum og á Norð- urlandi. Árið 2008 verður ársfram- leiðslugetan hér á landi komin í tæp 800 þúsund tonn og verði hug- myndir sem uppi eru að veruleika gæti hún verið komin í tæplega 1.500 þúsund tonn nokkrum árum síðar. Sé þetta sett í samhengi við ál- framleiðslu í heiminum þá jafn- gildir áætluð álframleiðsla á Ís- landi um 2,5% af heimsframleiðslu á áli á árinu 2004. Verði af stækk- un álversins í Straumsvík og ný ál- ver reist á Suðurnesjum og Norð- urlandi myndi hlutur íslenskrar álframleiðslu af heimsframleiðsl- unni aukast í 3,5–4%. Fram kom í máli Þórðar að ál- framleiðsla í heiminum hefur auk- ist um 7% á ári að jafnaði á und- anförnum árum. Brá Þórður upp mynd af dreifingu álframleiðslu eftir löndum og sagði að miðað við áætlanir um álframleiðslu árið 2007 gæti Ísland þá verið komið í hóp tíu til tólf stærstu álfram- leiðsluríkja í heimi og á sama ári gæti Ísland verið orðið sjötta eða sjöunda stærsta álútflutningsríki heims. Álverð hefur hækkað umtalsvert á síðustu árum í dollurum talið eða um 60% frá því á síðari hluta árs- ins 2002. Þórður sagði líkur á því að álverð muni hins vegar ekki hækka til muna í bráð, m.a. vegna þess að reiknað er með að hægja muni á hagvexti í heiminum og að betra jafnvægi komist á milli fram- boðs og eftirspurnar eftir áli. Til lengri tíma litið sé almennt reikn- að með því að raunverð áls muni heldur lækka, en þó ekki mjög ört. Margir óvissuþættir væru þó í þessari mynd. „Horfur í áliðnaði eru eins og ég fæ best metið frem- ur uppörvandi fyrir okkur,“ sagði Þórður. Ekki við stóriðjufram- kvæmdirnar einar að sakast Hann fjallaði einnig um þensluá- standið í þjóðarbúskapnum. Mikill uppgangur væri í þjóðarbúskapn- um svo að jaðrar við ofþenslu, að mati Þórðar. Sagði hann að 5% hagvöxtur í fyrra og 6% árið þar á undan væri meira en samrýmdist jafnvægi í þjóðarbúskapnum til lengri tíma litið. Fram kom í máli hans að líkur væru á að einkaneysla hafi aukist meira en nokkru sinni fyrr á sein- asta ári, en Þórður tók fram að ekki væri við stóriðjuframkvæmd- irnar einar að sakast um þensluna í þjóðarbúskapnum og vöxt einka- neyslunnar. Benti Þórður einnig á að útflutn- ingur áls verði ríflega fjórðungur af öllum útflutningi vöru og þjón- ustu á árinu 2008. „Þessi mikla aukning útflutnings er auðvitað mjög jákvæð fyrir þjóðarbúskap- inn, sérstaklega vegna þess hversu háð við erum útflutningi,“ sagði hann. 800 umsóknir bárust um 30 störf hjá Fjarðaáli Smári Geirsson, forseti bæjar- stjórnar Fjarðabyggðar, var meðal fyrirlesara á ráðstefnunni og sagði hann að framkvæmdirnar vegna álvers á Reyðarfirði hefðu valdið þáttaskilum á Austurlandi. Upp- haflegar áætlanir hefðu vanmetið áhrif álversins á austfirskt sam- félag á mörgum sviðum. Frá 2003 hefði fólki fjölgað um a.m.k. 2.000 á Austurlandi. Að framkvæmdum loknum væri gert ráð fyrir að um 900 ný störf hafi skapast, og þar af væri meirihlutinn svokölluð afleidd störf. Nú sé gert ráð fyrir að fjöldi nýrra íbúða á svæðinu muni verða um 750. „Fyrirtæki streyma austur og koma sér þar fyrir til framtíðar auk þess sem mörg heimafyrirtæki eru að vaxa og byggja sig upp og í samfélaginu hækkar þjónustustig- ið dag frá degi,“ sagði hann. Kynnti Smári niðurstöður við- horfskönnunar meðal Austfirð- inga, þar sem kæmi m.a. fram að Austfirðingar væru mjög jákvæðir í garð álversins, mjög mikill meiri- hluti svarenda gæti vel hugsað sér að starfa í álverinu. Þannig hefði t.d. komið í ljós að 85% kvenna í Fjarðabyggð sögðust vel geta hugsað sér að starfa hjá Fjarðaáli. Þá væri komið í ljós að mikill áhugi væri á föstum störfum hjá Fjarðaáli. „Fjarðaál hefur auglýst um það bil 30 störf og um þessi 30 störf hafa borist liðlega 800 um- sóknir. Þó er þarna um að ræða mjög sérhæfð störf,“ sagði Smári. Miklar umræður um ál- og orkuframleiðslu á ráðstefnunni Orkulindin Ísland  Ísland gæti orðið sjötta stærsta álútflutningsland í heimi á næsta ári Morgunblaðið/RAX Rætt var um stöðu og horfur í ál- og orkuframleiðslu í pallborðsumræðum undir lok ráðstefnunnar í gær. F.v. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA og ráðstefnustjóri, Björgólfur Thorsteinsson, formaður Landverndar, Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Júl- íus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja, Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Norðuráli, Rann- veig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls. Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Tökum meiri áhættu ef ekki er fjárfest í áli og orku Meirihluti jákvæður í garð áliðnaðar UM 55% landsmanna eru jákvæð í garð þess áliðnaðar sem er í landinu, 21% er neikvætt og 24% taka ekki afstöðu. Þá eru 48% hlynnt frekari uppbyggingu áliðn- aðar, 37% andvíg og 15% taka ekki af- stöðu til þess. Hins vegar eru 52% hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar sem bygg- ist á vatnsafli, 34% andvíg því en 14% taka ekki afstöðu. Þessar niðurstöður koma fram í við- horfsrannsókn IMG Gallup á afstöðu til virkjana, áliðnaðar og umhverfismála, sem gerð var að beiðni Samtaka atvinnu- lífsins síðari hluta nóvember sl. Þóra Ás- geirsdóttir, forstöðumaður viðhorfsrann- sókna hjá IMG Gallup, kynnti niðurstöðurnar á ráðstefnunni um ál- og orkuframleiðslu á Hótel Nordica í gær. Meirihluti þjóðarinnar er annaðhvort mjög jákvæður eða frekar jákvæður í garð álvera á Íslandi. 20,9% eru mjög já- kvæð í garð álvera í könnuninni og 33,7% frekar jákvæð í garð álvera. 36% að- spurðra í könnuninni telja að losun gróð- urhúsalofttegunda sé vandamál hér á landi, en 52% telja að svo sé ekki. 12% taka ekki afstöðu. Samkvæmt niðurstöðum könnunar- innar sögðust 76% vera hlynnt aukinni virkjun gufuafls, 10% andvíg og 14% taka ekki afstöðu. 58% eru jákvæð í garð frek- ari uppbyggingar áliðnaðar sem byggist á gufuaflsorku, 26% neikvæð og 16% taka ekki afstöðu. 57% segjast hlynnt aukinni virkjun vatnsafls, 27% andvíg og 16% taka ekki afstöðu. Könnunin var gerð í gegnum síma á tímabilinu 16.–29. nóvember sl. Í end- anlegu úrtaki voru 1. 303, handahófsvalið af öllu landinu úr þjóðskrá. Fjöldi svar- enda var 801, eða 61,5%. Skipuleggja andspyrnu- búðir við Kára- hnjúka í sumar NOKKRIR umhverfisverndarsinnar dreifðu blaði meðal gesta í kaffihléi á ráð- stefnunni um ál- og orkuframleiðslu á Hót- el Nordica í gær. Yfirskrift þess er: „Allir á Kárahnjúka í sumar. Björgum hálendinu frá óafturkræfum náttúruspjöllum.“ Á blaðinu segir að Íslandsvinir og savingiceland.org muni bjóða upp á and- spyrnubúðir sem hefjist 21. júlí við Kára- hnjúka „til að bjarga Íslandi frá álvæðing- unni og virkjanaæðinu“. Tekið er fram að heimsfrægir tónlist- armenn, listamenn og mótmælendur muni mæta. „Við erum að reyna að fá fólk til að hugsa um það sem ekki kemur fram hér,“ sagði Einar Rafn Þórhallsson, sem var á meðal þeirra sem buðu ráðstefnugestum eintak af blaðinu. Hann sagðist hafa ákveð- ið að sitja ráðstefnuna til að kynna sér þau sjónarmið sem þar kæmu fram. „Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að atriði á borð við fræðslu, tónleikana um daginn og að skapa umræðu og gera fólki grein fyrir hlutum sem eru neikvæðir og almennt er ekki fjallað um séu mikilvægust,“ segir hann. Einar sagði að öryggisverðir á ráðstefn- unni hefðu leitað tvisvar á sér og þeir hefðu einnig hindrað dreifingu blaðsins inni á sjálfri ráðstefnunni. Því hefðu ráð- stefnugestir verið spurðir í kaffihléinu hvort þeir vildu taka við blaðinu og sagði Einar að flestir hefðu verið mjög jákvæðir og tekið við því. Einar sagði að ákveðið hefði verið að reisa tjaldbúðir við Kárahnjúka næsta sum- ar. „Þær verða með svolítið öðru sniði en síðast. Það verður meira um fjölskyldu- skemmtun, tónleika og listviðburði. Skipu- lagningin hefur staðið frá sl. sumri. Síðasta sumar var þetta ekki nógu vel skipulag en þessar búðir verða betur skipulagðar og fleira fólk mun koma núna, m.a. hljóm- sveitir og listamenn. Skipulagðar verða gönguferðir um svæðið í allt sumar. Þarna getur fólk komið og kynnst þessu svæði áð- ur en það verður kaffært.“ Hann sagðist lítið geta tjáð sig um hvaða listamenn væru væntanlegir í búðirnar í sumar. LANGUR starfsaldur starfsmanna álvera sýn- ir að þeir eru þokkalega sáttir. Í raun hefur samstarf við erlenda eigendur álvera verið upp- spretta nýjunga í samstarfi fyrirtækja og full- trúa starfsmanna. Þetta kom fram í máli Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, á ráðstefnu um ál- og orkuframleiðslu í gær. Gylfi benti á að mikill stöðugleiki einkenndi störf í álverinu í Straumsvík. Meðalstarfsaldur hjá Alcan í Straumsvík væri 15 ár miðað við lok seinasta árs, sem er með því lengsta sem þekk- ist á vinnumarkaðinum. Veltuhraði starfs- manna þar er einnig með því lægsta sem þekk- ist, eða 3,5–4% árið 2004. Til samanburðar benti Gylfi á að skv. könnun á árinu 1999 hefði komið í ljós að um þriðjungur félagsmanna í ASÍ skipti um starf á því ári. „Þessi stöðugleiki í starfsmannahaldi og störfum er athyglisverð- ur,“ sagði hann. Uppspretta nýjunga Gylfi birti einnig tölur frá 2004 um regluleg mánaðarlaun, þ.e. án yfirvinnu, þar sem í ljós kom að regluleg mánaðarlaun allra sem störf- uðu í áliðnaði voru að meðaltali liðlega 300 þús- und á mánuði, á sama tíma og meðaltalið var um 155 meðal verkafólks á landinu öllu og 245 þús. meðal iðnaðarmanna á öllu landinu. „Það er alveg ljóst að þessir staðir [álverin] eru líka vel launaðir staðir. Það er á þessum stöðum þar sem við sjáum okkar félagsmenn vera með mjög góð kjör, en eins og við vitum lýkur því verkefni aldrei,“ sagði hann. Gylfi sagði að samskipti stéttarfélaga og þessara fyrirtækja hefðu verið uppspretta nýj- unga í kjaramálum, minni munur væri milli fag- lærðra og ófaglærðra en víðast hvar og áhersla væri á jöfn laun og tekjur karla og kvenna. Gylfi sagði álver vera hættulega vinnustaði en sagði mikinn skilning og öryggisvitund ríkja meðal starfsmanna og stjórnenda þessara fyr- irtækja. Þeir væru frumkvöðlar í öryggis- og aðbúnaðarmálum, og oft á undan löggjöf um þau mál. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, um reynsluna af störfum í álverum Stöðug vinna og vel borguð störf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.