Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 11 FRÉTTIR Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið laugardag og sunnudag Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 og sunnudaga frá kl. 12-16 Útsala 50% Áður Nú Ullarkápur 29.900 15.000 Mokkakápur 25.900 13.500 Ullarjakkar 16.900 8.500 Rúskinnsjakkar 16.900 8.500 Úlpur 12.900 5.900 Pelskápur 26.900 13.500 BJÖRGÓLFUR Thor Björgólfsson er öðru sinni staddur á heims- viðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss, World Economic Forum, vegna þátt- töku sinnar í verkefninu Young Glob- al Leaders. Ráðstefnunni lýkur í dag með ávarpi Bills Clintons, fv. Banda- ríkjaforseta, en á fimmtudag tók Björgólfur Thor þátt í pallborðs- umræðum þar sem málefni Evrópu voru til umræðu. Með Björgólfi í pallborði voru Vaira Vike-Freiberga, forseti Lett- lands, Axel A. Weber, seðla- bankastjóri Þýskalands, og Laurens Jan Brinkhorst, aðstoðarforsæt- isráðherra og efnahagsmálaráðherra Hollands. Áhrif á hans ákvarðanatöku Í samtali við Morgunblaðið sagði Björgólfur Thor það forréttindi að vera viðstaddur samkomu þar sem kynnast mætti alþjóðlegum straum- um og stefnum í stjórnmálum, við- skiptum, menningu og efnahagslífi. Fyrir hann sem fjárfesti hefði þetta gríðarmikla þýðingu og hefði áhrif á stefnumótun hans og ákvarðanatöku í viðskiptum á næstunni. Tækifæri sköpuðust til persónulegra tengsla og skipst væri á skoðunum um það sem efst væri á baugi. Björgólfur Thor sagði að málefni Evrópu hefðu verið meginumræðu- efnið í pallborðsumræðunum og hvernig álfan myndi breytast með fjölgun A-Evrópuríkja í Evrópusam- bandinu. „Ég var þarna sem fulltrúi við- skiptalífsins og átti að skýra mína sýn á nýja Evrópu og hina gömlu. Mér finnst vera mikill munur þarna á milli. Ég tel frumkvöðlaeðlið mun sterkara í A-Evrópu og þessum ríkj- um þar sem allt kerfið riðlaðist eftir kommúnismann. Í V-Evrópu er hið sterka félagslega öryggi, þar sem ekkert alvarlegt gerist þó að þú farir á hausinn. Staðan hefur verið allt öðruvísi í A-Evrópu þar sem menn hafa meiru að tapa. Þetta hefur mót- að frumkvöðlastarfsemina þar og að einhverju leyti væri gott að fá það inn í staðlað umhverfi í V-Evrópu,“ sagði Björgólfur. Hann sagði að litið væri af miklum áhuga til Norðurlandanna, sem kom- in væru langt í velferðarmálum og viðskiptalífi. A-Evrópa ætti langt í land með að ná þeirri stöðu. Þeirri spurningu hefði einnig verið velt upp hvaða áhrif það hefði á stjórnmálin í Evrópu að A-Evrópuríkin væru farin að halla sér meira að Bandaríkjunum og NATO. Nú vilja allir vera með „Ég lýsti minni reynslu af ríkj- unum í A-Evrópu. Ég hef notið þeirra forréttinda að sjá þróunina, sem hef- ur átt sér stað síðustu 12 til 14 árin. Fyrst þegar ég var þarna var ómögu- legt að fá menn til að fjárfesta, hvað þá til að fá lánaða peninga. Alveg fram til ársins 2000 voru fordómar miklir og þótti dularfullt að maður væri að starfa þar. Fólk hélt að ekk- ert annað en klíkur, spilling og glæpastarfsemi þrifist þarna. Ég sagði það ánægjulegt í umræðunum að þetta viðhorf hefði breyst mikið. Frumkvöðlar og fyrirtæki ættu nú auðveldara með að útvega sér fjár- magn og öllum umbreytingum er ver- ið að hraða. A-Evrópu hefur þróast frá því að vera holdsveikisjúklingur sem enginn vildi snerta yfir í það að nú vilja allir vera með í þróuninni þar um slóðir,“ sagði Björgólfur. Ástandið í Mið-Austurlöndum hef- ur einnig borið á góma í Davos, ekki síst úrslit kosninganna í Palestínu, og sagði Björgólfur Thor menn hafa lýst þungum áhyggjum sínum. Ástandið ætti eftir að versna, sem gæti átt eftir að hafa gríðarleg áhrif á olíuverð og öryggi í heiminum. Björgólfur Thor sagði loftslags- breytingar og orkumál vera áberandi í Davos, málefni sem hann hefði kynnt sér vel því það ætti eftir að hafa mikil áhrif á viðskiptaumhverfið næstu árin. Ríkin væru farin að skiptast á mengunarkvótum og áhugi einnig að aukast á öðrum orkulindum en olíu. Ráðstefnugestir í Davos hefðu gert sér grein fyrir því að veð- urfarsbreytingar væru orðnar að stóru vandamáli, sem og afleiðingar hamfara á borð við jarðskjálfta og flóðbylgju. Björgólfur Thor á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos Nú vilja allir vera með í Austur-Evrópu Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Björgólfur Thor Björgólfsson er öðru sinni staddur á heimsviðskiptaráð- stefnunni í Davos vegna þátttöku í verkefninu Young Global Leaders. EF ÆTLUN er að vakta alla net- notkun hjá notendum hjá Fasteigna- mati ríkisins verður slíkt að koma skýrt fram í leiðbeiningarreglum, að mati Persónuverndar. Þá þarf að koma skýrt fram í reglunum hvenær heimilt sé að skoða tölvupóst starfs- manna og FMR getur ekki miðað við það að allur tölvupóstur í póstkerfi stofnunarinnar sé eign hennar. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja sendi erindi til Pérsónuverndar vegna eigin reglna sem FMR tók upp varðandi öryggi í upplýsinga- tækni þar sem meðal annars var áskilinn réttur til að skrá notkun á netinu í þeim tilgangi að fylgjast með að reglunum væri fylgt og til að tryggja sem hagkvæmasta notkun netsins auk þess sem allur tölvupóst- ur sem sendur sé í póstkerfi stofn- unarinnar sé eign hennar og henni heimilt að skoða hann. Í bréfi Persónuverndar af þessu tilefni segir einnig: „Persónuvernd leiðbeinir FMR hér um að vísa til vöktunarreglna Persónuverndar í starfsreglum stofnunarinnar. Skýra þarf nánar hvernig framkvæmd netvöktunar sé háttað innan stofnunarinnar og veita fullnægjandi fræðslu um hana. Hvað varðar tölvupóstkerfi stofnunarinn- ar þá þarf að vísa með skýrum hætti í vöktunarreglur Persónuverndar sem hafa að geyma sérákvæði um tölvupóst, s.s. hvenær heimilt sé að skoða tölvupóst starfsmanna. Per- sónuvernd leiðbeinir FMR einnig um að nota ekki það viðmið að allur tölvupóstur sé eign stofnunarinnar.“ Ekki bindandi afstaða Þá bendir Persónuvernd á að vinnuveitandi geti ekki með eigin reglum takmarkað þau réttindi sem starfsmanni séu fengin í lögum og reglum um meðferð persónuupplýs- inga. Loks er bent á í bréfinu að ekki felist í þessu bindandi afstaða Per- sónuverndar til þeirra álitaefna sem kunna að rísa vegna starfsreglna FMR. Persónuvernd svarar erindi BSRB vegna netnotkunar starfsmanna FMR Vöktun verður að koma skýrt fram INGIMUNDUR Sigfússon, fyrrver- andi sendiherra Íslands í Japan, hélt í gær fyrirlestur um íslenska vetnis- samfélagið á ráðstefnu um endurnýt- anlega orku sem haldin var samhliða sýningunni FC Expo 2006 í Tókýó. Ingimundur var einn fjögurra framsögumanna á ráðstefnunni, sem var vel sótt af jafnt sérfræðingum sem áhugamönnum um endurnýtan- lega orku. Í ræðu sinni sagði Ingi- mundur frá framgangi íslenska vetn- issamfélagsins og nefndi sérstaklega fyrirtækið Ný orku og tilraunir fyr- irtækisins um rekstur vetnisknúinna strætisvagna í samvinnu við Daimler- Chrysler. Hann sagði íslenska vetn- isáhugamenn ennfremur binda vonir við að hægt verði að nota endurnýt- anlega orku betur á Íslandi í framtíð- inni, til dæmis í tengslum við fiski- skipaflota Íslendinga, en eins og staðan sé í dag gangi flest fiskiveiði- skip fyrir olíu. Ingimundur kom til Tókýó í boði japanska viðskipta- og iðnaðarráðu- neytisins. Aðspurður sagði hann ástæðu þess að sér hefði verið boðið trúlega þá að á tíma sínum sem sendi- herra Íslands í Japan hefði hann farið víða og haldið fyrirlestra um íslenska vetnissamfélagið. Greinilegt væri að eftir því hefði verið tekið. Eins og áður segir var ráðstefnan haldin samhliða sýningunni FC („Fu- el Cell“) Expo 2006. Á sýningunni kynna ýmis fyrirtæki, jafnt innlend sem erlend, ýmis farartæki og nýj- ungar, sem öll eiga það sameiginlegt að vera tengd endurnýtanlegri orku. Á sýningunni mátti til að mynda sjá „fuel cell“-bifreiðir frá Mitsubishi, General Motors og Suzuki. Íslenska vetnissam- félagið kynnt í Tókýó Jónas Hallgrímsson í Tókýó Morgunblaðið/Jónas Hallgrímsson Ingimundur Sigfússon, fyrrverandi sendiherra Íslands í Japan, heldur fyrirlestur um íslenska vetnissam- félagið í Tókýo. LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi til- laga um að læknum, tannlæknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, sem og heilbrigðisstofnunum, verði heim- ilt að auglýsa þjónustu sína og starf- semi. Flutningsmaður tillögunnar er Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar. Meginefni tillögunnar er svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að fela heil- brigðisráðherra að undirbúa laga- breytingar sem heimila læknum, tannlæknum og öðrum heilbrigðis- starfsmönnum, svo og heilbrigðis- stofnunum, að auglýsa þjónustu sína og starfsemi. Við undirbúning slíkrar löggjafar hafi ráðherra samráð við helstu hagsmunaaðila og fagfélög heilbrigðisstétta.“ Í greinargerð tillögunnar er bent á að flestum heilbrigðisstarfsmönnum og heilbrigðisstofnunum sé óheimilt samkvæmt lögum að auglýsa starf- semi sína. „Með afnámi á takmörk- unum á auglýsingum heilbrigðis- starfsmanna og heilbrigðisstofnana er hins vegar ljóst að almenningur fengi betri upplýsingar um þjónustu lækna, tannlækna og annarra heil- brigðisstarfsmanna þar sem þeim yrði þá heimiluð eðlileg upplýsinga- gjöf um þjónustu sína,“ segir í grein- argerðinni. Því er bætt við að með nauðsynlegum lagabreytingum í þessa átt þurfi almenningur ekki lengur að treysta orðrómi og umtali þegar kemur að vali á heilbrigðisþjón- ustu. Heimilt verði að auglýsa heilbrigðisþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.