Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 27 MINNSTAÐUR Reykjanesbær | „Við erum ánægð með starfið en viljum gera enn bet- ur. Á þessu sviði eru sóknarfæri,“ segir Jóhann B. Magnússon, for- maður Íþróttabandalags Reykjanes- bæjar (ÍRB), sem stendur fyrir at- hyglisverðu forvarnarverkefni í samvinnu við Reykjanesbæ og Íþrótta- og ólympíusamband Ís- lands. Það felst í því að fræða þjálf- ara barna og unglinga og stjórn- arfólk íþróttafélaganna og gera það betur hæft til að fást við óvænt atvik sem upp geta komið hjá iðkendum. Jóhann segir að íþróttastarfið hafi mikið forvarnar- og uppeldisgildi. Þar komi upp ýmis mál, eins og í skólanum og á heimilinu, sem þjálf- arar þurfi að fást við. Nefnir Jóhann einelti, neyslu ólöglegra efna og al- menna vanlíðan iðkenda. „Þjálf- ararnir þekkja ekki alltaf einkenni þessara vandamála og því þarf koma upp skipulagðri fræðslu og stoðkerfi til að aðstoða þá við það. Þá þarf einnig að koma á betri tengslum milli íþróttahreyfingarinnar, félags- málayfirvalda og skólanna því sömu einstaklingarnir og eru í íþróttunum eru kannski til meðferðar þar,“ segir Jóhann. Námskeið og leiðbeiningabæklingar ÍRB setti á fót starfshóp með fulltrúum ÍSÍ, Reykjanesbæjar og Lögreglunnar í Keflavík sem hefur unnið að undirbúningi þessa for- varnaverkefnis. Skipulögð hafa verið þrjú nám- skeið, útgáfa leiðbeiningabæklings og útgáfa samræmds ráðningar- samnings við barna- og unglinga- þjálfara. ÍRB hefur fengið 400 þús- und króna styrk úr forvarnasjóði Reykjanesbæjar til að standa undir kostnaði við verkefnið og er það hæsti styrkurinn sem veittur er úr sjóðnum að þessu sinni. Fyrsta námskeiðið snýst um þjálf- arann sem fyrirmynd og samskipti þjálfara við iðkendur og foreldra. Annað námskeiðið fjallar um til- ganginn með barna- og unglinga- starfi íþróttafélaga. Meðal annars mat á starfinu og hvað teljist árang- ur. ÍSÍ hefur tekið að sér að annast bæði þessi námskeið. Þriðja nám- skeiðið fjallar síðan um það að greina óæskilega hegðun auk þess sem tekið er á þáttum eins og einelti, neyslu iðkenda og vanlíðan. „Ég spyr mig að því hvort við séum svo upptekin við að þjálfa krakkana til að ná árangri að við gleymum því að setjast niður og ræða við þau al- mennt um líðan þeirra,“ segir Jó- hann um síðast talda námskeiðið. Leiðbeiningabæklingarnir fjalla um það hvenær og hvert þjálfarar barna og unglinga í Reykjanesbæ geta leitað með ýmis vandamál sem upp koma og þar er leitast við að veita leiðbeiningar um greiningu áhættuhegðunar. „Þetta er liður í því að koma á skilvirku stoðkerfi fyr- ir þjálfara. Reykjanesbær hefur tek- ið að sér að veita þá þjónustu. Þjálf- ararnir geta samkvæmt viðmiðunum sem fram koma í þessum bæklingum snúið sér til sérfræðinga á vegum bæjarins,“ segir Jóhann. Þjálfarinn gegnir lykilhlutverki Þriðja atriðið, útgáfa forms fyrir samræmdan grunnráðningarsamn- ing íþróttafélags við þjálfara barna og unglinga, er hugsað til að skerpa á uppeldishlutverki þjálfara. Hann sé ekki aðeins að kenna færni í íþróttinni heldur sinni hann einnig mikilvægu hlutverki í uppeldi iðk- endanna almennt. Samningur þessi getur orðið hluti heildarsamnings milli íþróttafélags og þjálfara. Verkefnið miðar mikið að því að aðstoða þjálfara við að sinna þessu hlutverki sínu en Jóhann segir að stjórnarfólki verði einnig boðið að taka þátt enda móti það stefnuna og ráði þjálfarana. „En þjálfararnir gegna lykilhlutverki, alveg á sama hátt og kennari í sinni skólastofu. Við erum heppin hér í Reykjanesbæ að eiga mikið af góðum og reynslu- miklum þjálfurum. Námskeiðin eru jafnframt hugsuð sem umræðuvett- vangur og með því að þeir miðli af þekkingu sinni og reynslu öðlumst við vonandi dýpri skilning á þessum málum,“ segir Jóhann. Nýtist öðrum félögum Jóhann hefur starfað sem grunn- skólakennari og við útideild. Þá var hann keppnismaður í knattspyrnu með Keflavík í mörg ár. Hann starf- ar nú sem verkefnisstjóri hjá Kögun á Keflavíkurflugvelli og vinnur þar meðal annars að skiplags- og þróun- arverkefnum. Þá má nefna að hann hefur lokið stjórnunarnámi við Kennaraháskóla Íslands og er langt kominn með meistaranámi við fram- haldsdeild skólans. Segja má að öll störf og áhugamál Jóhanns komi saman í þessu forvarnarverkefni. „Það hefur verið mikil samstaða meðal íþróttfélaganna hér í Reykja- nesbæ um að bæta starfið. Við vor- um fyrst íþróttafélaganna í landinu að fara í gegnum verkefnið Fyr- irmyndarfélag – Fyrirmyndardeild sem ÍSÍ stóð fyrir og vorum þar ákveðnir brautryðjendur. Við lítum á þetta verkefni með sama hætti. ÍSÍ er mjög áhugasamt um það og hefur áhuga á að afrakstur þess verði að- gengilegur öðrum félögum,“ segir Jóhann. „Ég er mjög stoltur af því fólki sem starfar innan í íþrótta- hreyfingarinnar í Reykjanesbæ. Þetta er metnaðarfullt fólk sem vill sífellt vera að bæta sitt frábæra starf,“ bætir hann við. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar vinnur að forvarnarverkefni með þjálfurum barna og unglinga „Þarf að koma upp stoðkerfi fyrir þjálfara“ Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Forvarnir Reynslan úr starfi og félagsmálum kemur Jóhanni B. Guðmunds- syni til góða við skipulagningu forvarnarverkefnis ÍRB. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is SUÐURNES Sandgerði | Gatnaframkvæmdir eru hafnar í Hólahverfi, nýju íbúð- arhverfi í Sandgerði. Reynir Sveinsson bæjarfulltrúi fékk það hlutverk að taka fyrstu skóflu- stunguna og notaði við það þrjátíu tonna gröfu. Í Hólahverfi verða 64 íbúðir í parhúsum og einbýlishúsum. Búið er að úthluta öllum lóðum og fengu ekki allir sem vildu. Áætlað er að væntanlegir húsbyggjendur geti hafið framkvæmdir á næstu vikum. Það er A. Pálsson, verktaki í Sandgerði, sem sér um gatnagerð- ina í hinu nýja hverfi. Það verður tengt Ofanbyggðavegi sem A. Páls- son hefur lokið við að leggja að hluta, en sá vegur liggur frá veg- inum til Keflavíkur og kemur til með að liggja ofan við byggðina í Sandgerði að Garðvegi. Fyrsti áfangi, sem nú hefur verið tekinn í notkun að hluta, liggur að Lækja- mótahverfi. Kemur vegurinn til með að létta á allri þungaflutn- ingaumferð sem hefur verið í gegn- um eldri íbúðahverfi. Þar sem mikil eftirspurn hefur verið eftir byggingalóðum í Sand- gerði hefur verið hafin hönnun á þriðja hverfinu sem mun heita Hólahverfi suður. Þar verður á næstunni úthlutað 24 lóðum fyrir einbýlishús og parhús. Í þessum þremur hverfum verða samtals 156 íbúðir. Sandgerðisbær fór í mark- aðsátak á síðasta ári til að fjölga íbúum og nýta þá þjónustu sem fyr- ir er í bæjarfélaginu. Á liðnu ári fjölgaði íbúum um 9,8% sem er með því mesta sem þekkist á landinu. Hafin gatnagerð í nýju íbúðarhverfi í Sandgerði Morgunblaðið/Reyni Sveinsson Stækkun Gatnagerð er hafin í nýju Hólahverfi í Sandgerði. Hugmyndasamkeppni um nöfn | Reykjanesbær óskar eftir tillögum frá íbúum um nöfn á íþróttasvæðið of- an Reykjaneshallar og á þjónustu- svæði fyrir eldri borgara á íþrótta- völlum Njarðvíkinga. Hafnar eru framkvæmdir við framtíðarsvæði íþrótta og útivistar í Reykjanesbæ of- an Reykjaneshallar. Þar verða knatt- spyrnuæfingasvæði Njarðvíkur og Keflavíkur, auk körfuboltavalla, aðal- knattspyrnuleikvangs Reykjanes- bæjar með stúku sem tengist Reykja- neshöll og frjálsíþróttasvæðis. Á þjónustusvæði fyrir eldri borg- ara, sem rísa mun þar sem núverandi knattspyrnusvæði UMFN er í dag, er gert ráð fyrir fjölbreyttri byggð með hjúkrunarheimili, félags- og þjón- ustumiðstöð, öryggisíbúðum, raðhús- um og fjölbýli fyrir eldri borgara. Á vef Reykjanesbæjar, www.rnb.is, er auglýst eftir tillögum íbúa að heitum á þessi svæði. Þá er óskað eftir ábend- ingum um örnefni sem tengjast þess- um svæðum. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar Virkjum velferðina – í þágu allra – til að auka jöfnuð í Reykjavík – til að fólk geti búið við öryggi – til að samfélagið njóti góðs af í 3.–4. sæti veljum www.bjorkv.is Kosningaskrifstofa á Skólavörðuholtinu Lokastíg 28, sími 551 2859, bjork@reykjavik.is, opið kl. 15-19. Opið prófkjör Samfylkingarinnar og óháðra 11.–12. febrúar 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.