Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Napólí er engri lík, milljónaborgin viðflóann sem líka er eins og brjálaðsirkusþorp. Fólkið er glaðsinna,opið og hjálpfúst enda komið af fiskimönnum og hér er hægt að fara í sjóinn fram í nóvember. Hér er haf, eldfjall, ölkeldur og þröng stræti þar sem alltaf hangir þvottur úti en þessi þröngu stræti (I Vicoletti) eru eitt af einkennum borgarinnar. Varast skal að vera þar á ferð með verðmæti í tösku á öxlinni því þar geta komið á fleygiferð gaurar á vespu og tekið töskuna með sér í ferðalag. En hér eins og alls staðar verða menn bara að reyna að stinga ekki of mikið í stúf, vera ekki að flagga verðmætunum sínum eða dýru merkjavörunni sinni. Það er nú ekki svo að fólk hér sé ekki flott klætt, við erum stödd í heimalandi tískunnar og margir helstu tískufrömuðir Ítalíu koma einmitt úr suðrinu því þar er suðupotturinn. Enda vilja margir líkja Napólí við New York hvað varðar andrúmsloft, hraða og litríkt mannlíf. Að New York sé nútímaútgáfan af Napólí. Kannski er þessi líking ekki út í hött því flestir sem fluttust til Bandaríkjanna í upp- hafi síðustu aldar komu einmitt frá Napólí og Suður-Ítalíu og fluttu með sér pitsuna og maf- íuna. En það er önnur saga og lengri. Það eru nokkrir staðir sem ferðamaður sem hingað kemur í fyrsta sinn verður að sjá. Pompei og Capri Fyrst skal telja Pompei en þangað er auð- velt að komast með lest (circumvesuviana) sem fer frá aðalbrautarstöðinni og tekur ferðin um 40 mínútur. Pompei er eiginlega úthverfi Na- pólí, uppi við fjallsrætur Vesúvíusar sem er þeirra bæjarfjall. Fjallið er eiginlega tvær eld- keilur svona líkt og Keilir okkar á Reykjanes- skaga. Svo er það náttúrulega eyjan Capri sem er hér nánast í hafnarkjaftinum en þangað eru örar bátsferðir. Best er að gefa sér heilan dag í þá ferð, fara í bláa hellinn og síðan upp í þorpið Aanacapri og t.d borða þar, taka svo síðasta bát til Napólí um kvöldið. Það er ógleymanleg ferð. Þegar gengið er um hin þröngu stræti spænska hverfisins er eins og maður sé stadd- ur í gamalli bíómynd. Í fyrsta lagi er opið út á götu úr íbúðunum þannig að það þarf engan gluggagægi til að virða fyrir sér líf fólksins sem þar býr, það er bara allt úti: þvotturinn, spilaborðið, amman, barnabörnin, Maríulík- neskið og dýrlingarnir. Svo er kannski vespan fyrir utan stofu- gluggann og nokkrar netadræsur. Þetta guð- dómlega fallega einfalda líf sem nútíminn er búinn að gera útlægt því kröfurnar eru svo miklar. Hér þarf ekki 200 fermetra versl- unarhúsnæði til að geta höndlað með vöru. Ein lítil skonsa dugar, það eru viðmótið og þjón- ustulundin sem öllu máli skipta. Fyrir sameiningu Ítalíu árið 1860 var Napólí ein af mikilvægu borgum Evrópu þar eð hún var syðsta stóra hafnarborgin. Hér eru enda mikil menningarverðmæti og margar fornar og fallegar byggingar, söfn og listaverk. Ferðamenn verða að sjá marmaralíkneskið Il Cristo velato í kapellunni San Severo þar sem Jesús liggur með líkklæðið yfir sér. Það er óskiljanlegt hvernig myndhöggvaranum hefur tekist að gera þetta tvennt í einu, manninn og líkklæðið, hvorutveggja úr marmara. Tveir miðaldakastalar við höfnina eru eins og kennileiti borgarinnar: Castel dell’ovo (eggjakastalinn) sem er frá því á tímum grísku nýlendanna hér, en þar á að vera falinn fjár- sjóður, og svo nýi kastalinn Castel Nuovo sem er frá 13. öld. Vegna hafnarinnar hefur ávallt verið mikill samgangur við Spán og hafa því spænskir farmenn borið með sér tónlist sína sem síðan hefur blandast alþýðutónlist svæð- isins. Þannig hafa orðið til þessi dæmigerðu ítölsku lög sem Íslendingar þekkja, eins og t.d lagið um Bjössa á mjólkurbílnum, O sole mio, Torna di Sorrento, Santa Lucia – en þessi lög eru öll Napólí-lög. Enda segir málshátturinn: „Vedi Napoli e morí …“, þegar þú ert búinn að sjá Napólí geturðu dáið, í merkingunni þá hef- urðu séð allt … Milljónaborgin sem er eins og sirkusþorp  FERÐALÖG Í spænska hverfinu í Napólí er eins og maður sé staddur í gam- alli bíómynd. Vilborg Halldórs- dóttir segir að oft sé opið út á götu úr íbúðunum og allt úti; þvotturinn, spilaborðið, amman, barnabörnin, Maríulíkneskið og dýrlingarnir. Ljósmyndir/Vilborg Halldórsdóttir Eggjakastalinn Castel delĺ uovo með eldfjallið Vesúvíus í baksýn.Ítölsk ættmóðir í Napólí. Skrautlegar svalir eru ekki óalgeng sjón á aðalverslunargötunni Spacca Napoli í gamla bænum. HJÓNIN Sigurborg Jónasdóttir og Hreinn Þorvaldsson fóru ásamt uppkomnum börnum, tengdabörn- um, barnabörnum og barna- barnabörnum allt niður í eins og hálfs árs til Kanaríeyja um áramót- in og fögnuðu þar nýju ári. „Svona fjölskylduferðalag hafði staðið til í nokkur ár og nú brá svo við að allir gátu verið á lausu um áramótin. Ferðalagið gekk eins og í sögu og miklu betur en ég hafði látið mig dreyma um þótt stundum hafi verið svolítið flókið að fá 23 manna borð á veitingastöðum. Allir komu afskaplega glaðir heim og ég held mér sé óhætt að segja að fólk- ið mitt sé harðákveðið í að fara sem fyrst aftur, en samtals vorum við 23 talsins í hópnum,“ segir Sig- urborg. Gamlárskvöld var haldið með pomp og prakt hjá Klöru Bald- ursdóttur og Francisco Casadesús á Klörubar í Yumbo Center sem eiga þakkir skildar. Afþreying fyrir stóra og smáa Stórfjölskyldan dreifðist á þrjú hótel í námunda við versl- unarmiðstöðina Yumbo Center og ákveðið var að nota vikuna í af- slöppun. Þó voru teknir nokkrir bílaleigubílar til að keyra um, farið var með börnin í vatnsrenni- brautagarð, tívolí, minigolf og tenn- is og golfararnir í hópnum fengu að njóta sín í golfinu. „Það var nóg að gera fyrir alla aldurshópa og svo heillaði ströndin unga fólkið auðvit- að líka, að sögn Sigurborgar sem sjálf er í forsvari fyrir Kan- aríeyjaflakkarana enda hefur hún verið árlegur ferðalangur á Kan- aríeyjum ásamt manni sínum í tutt- ugu ár. „Þetta er óformlegur fé- lagsskapur Kanaríeyjafara sem fara saman í útilegu alltaf fyrstu helgina í júlí ár hvert í Árnesi í Gnúpverjahreppi. Sigurborg segir að áramótaferðin hafi verið algjör aukaferð hjá þeim hjónum að þessu sinni því venjan sé að halda utan í lok febrúar til mánaðardvalar. „Það verður engin breyting á því í ár. Við erum búin að panta og stefnum á sólina nú líkt og endranær.“  KANARÍEYJAR | Stórfjölskylda varði áramótunum í sól og sumaryl „Stundum flókið að fá 23 manna borð“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.