Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 39 að taka í engum á neinum – rúm til að ri á ferð- Ef sæst og Alcan álverið í ú ár að og tvö ár gn Rann- ekki ræða unarinnar Miðað við d var við ns við OR ftir gætu nina haf- stækkun raumsvík álverið í meinaðist i var árs- L 33.000 tonn af áli á ári en er nú um 180.000 tonn. Fyrirhuguð stækkun er um 280.000 tonn af áli á ári. Nú vinna um 500 manns við ál- verið í Straumsvík og framleiða um 360 tonn af áli á hvert ársverk. Að sögn Hrannars Péturssonar, upplýsingafulltrúa Alcan á Íslandi, myndi stækkun álversins krefjast um 350 fastra starfsmanna til við- bótar þannig að starfsmenn yrðu 850 en framleiðslan 460.000 tonn, eða meira en 540 tonn á hvert árs- verk. Afleidd störf stækkaðs álvers eru metin vera um 1.200 talsins. Gangsett í apríl hjá Alcoa Alcoa Fjarðaál sf. í Reyðarfirði hefur starfrækslu álvers síns í apr- íl 2007 og er reiknað með að fram- leiðslan verði komin á fullan skrið í október sama ár. Framleiðslugeta álversins verður 346.000 tonn af áli á ári. Framkvæmdir við byggingu álversins ganga samkvæmt áætlun og nú vinna meira en þúsund manns við framkvæmdirnar á Reyðarfirði, að sögn Ernu Indr- iðadóttur, verkefnisstjóra sam- félags- og upplýsingamála hjá Al- coa Fjarðaáli sf. Álverið á Reyðarfirði er hluti af alþjóðafyrirtækinu Alcoa, sem er með yfir 400 starfsstöðvar í meira en 40 löndum og starfsmannafjöld- inn er um 130.000 manns. Með til- komu álversins eystra verða til um 400 störf innan fyrirtækisins og áætlað að álíka mörg afleidd störf skapist á Austurlandi í tengdum iðnaði, viðskiptum og þjónustu, auk starfa annars staðar á landinu. Að því er fram kemur á heima- síðu Alcoa Fjarðaáls verður fram- leiðsla álversins fjölbreytt. Jöfnum höndum verður framleitt ál fyrir almenna iðnframleiðslu, hágæðaál og sérstakar álblöndur sem not- aðar eru í bílaiðnaði. Álið verður flutt á markaði bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Búnaður og fram- leiðsluferli álversins verða hönnuð með það fyrir augum að auðvelt verði að breyta framleiðslunni og laga hana að ríkjandi aðstæðum á álmörkuðum hverju sinni. Auk ál- hleifa og álbarra mun Alcoa Fjarðaál einnig geta framleitt allt að 90 þúsund tonnum af álvír ár- lega í fullkominni vírsteypu sem verður sú fyrsta hér á landi. Ál- vírarnir verða m.a. notaðir við framleiðslu háspennustrengja. Ákvörðun tekin 1. mars Alcoa, móðurfélag Alcoa Fjarða- áls sf., lýsti í maí síðastliðnum áhuga sínum á að byggja og reisa álver á Norðurlandi. Sett var á laggirnar samráðsnefnd, sam- kvæmt samningi íslenskra stjórn- valda og Alcoa, til að gera tillögu að staðarvali fyrir álver á Norður- landi. Í nefndinni sitja fulltrúar sveitarfélaga í Skagafirði, Eyja- firði og á Húsavík, fulltrúi iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins og fulltrúi Alcoa. Nefndin mun funda með heimamönnum í Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum í næstu viku. Að sögn Ernu hefur Alcoa mikinn áhuga á verkefninu og tekur þátt í starfi nefndarinnar af fullri alvöru. „Það liggur fyrir samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og Alcoa um að 1. mars næstkomandi verði tekin ákvörðun um hvort þessari vinnu verður haldið áfram og þá á hvaða stað á Norðurlandi,“ sagði Erna. Í umræðunni hefur oft verið bent á Húsavík sem besta kostinn fyrir hugsanlegt álver. Erna sagði engan stað fyrir norðan „heitari“ en annan á þessu stigi málsins. „Það er ljóst að sumt er betra á einum stað og annað betra á öðr- um. Málið er ekki komið svo langt að mönnum þyki einn staður rak- inn kostur. Það er hins vegar ljóst að allir staðirnir sem koma til greina eru góðir kostir,“ sagði Erna. Rætt hefur verið um að álver á Norðurlandi geti framleitt 250.000 tonn af áli árlega. Að sögn Ernu er þessi stærð af álveri einn þeirra kosta sem skoðaðir hafa verið. Í raun sé verið að skoða nokkrar mismunandi stærðir og gerðir ál- vera. Endanleg stærð álvers á Norðurlandi verði háð raforkuöfl- un og ýmsum öðrum þáttum, verði ákveðið að byggja álver. Álver Alcoa Fjarðaáls sf. á Reyðarfirði verður knúið raforku frá Kárahnjúkavirkjun, en á Norð- urlandi er bæði horft til raforku frá vatnsafls- og jarðvarmavirkj- unum, að sögn Ernu. Norðurál stóreykur framleiðslu Norðurál ehf. á Grundartanga gangsetti álver sitt 11. júní 1998. Framleiðslugeta Norðuráls er nú 90.000 tonn á ári en með stækkun á þessu ári eykst framleiðslugetan í 220.000 tonn, eða um nærri 150%. Norðurál ehf. er í eigu Century Aluminum, sem skráð er á NAS- DAQ-markaðinum í Bandaríkjun- um. Century Aluminum rekur tvö önnur álver og á helmingshlut í því þriðja. Century Aluminum á einnig helmingshlut í súrálsverksmiðju og báxítnámu. Áður var Norðurál ehf. dótturfyrirtæki Columbia Vent- ures Corporation (CVC), frá Van- couver í Washington í Bandaríkj- unum. Century Aluminum eign- aðist Norðurál í apríl 2004. Áætlað er að stækkunin á þessu ári krefjist fjölgunar um 160 starfsmenn og verða þeir því 355 samtals. Búið er að ráða í flest störfin. Stækkun á Grundartanga Í byggingu eru kerskálar með 260 kerum og hefst gangsetning þeirra í febrúar. Stefnt er að því að álverið nái fullri afkastagetu á síðari hluta þessa árs, að sögn Ragnars Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls. Norðurál er tengt flutningskerfi Landsnets, sem flytur raforku frá orkustöðvum Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur og Hita- veitu Suðurnesja. Fyrirtækið hef- ur gert samkomulag við OR um kaup á 70 MW viðbótarorku fyrir Grundartanga. Það gefur Norður- áli svigrúm til að auka framleiðsl- una í allt að 260 þúsund tonn á ári en orkusamningurinn er háður til- teknum skilyrðum. Viðbótarorkan gæti orðið til afhendingar síðla árs 2008, að sögn Ragnars, en eftir er að ganga frá endanlegum dagsetn- ingum. Ef allt gengur eftir ætti að vera hægt að taka viðbótarstækk- un álversins í notkun þá og stand- ist þær áætlanir gæti frekari upp- bygging álversins á Grundartanga hafist á árinu 2007. Jarðgufuorka að stórum hluta Álver Norðuráls á Grundar- tanga hefur þá sérstöðu meðal ál- vera heimsins að vera knúið að stórum hluta raforku frá jarðgufu- virkjunum. Stækkanirnar á þessu ári og eins fyrirhuguð stækkun um 40 þúsund tonn munu alfarið nota jarðgufurafmagn. Ragnari er ekki kunnugt um önnur verkefni annars staðar í heiminum þar sem heil kerskálalína, eins og sú sem nú er í byggingu, sé alfarið knúin raf- orku frá jarðgufuvirkjunum. Ragnar óttast ekki að rafmagn frá jarðgufuorkuverum sé ótrygg- ara en vatnsaflsrafmagn. Hann segir að jarðgufuvirkjunum sé óð- um að fjölga og tækniþekkingunni hafi fleygt mikið fram. Þegar fyrsti áfangi álvers Norðuráls var gangsettur 1998 kom raforkan til hans meðal annars frá Nesjavalla- virkjun OR. Eins notar álverið nú raforku frá HS í Svartsengi, þótt samið hafi verið við LV um útveg- un orkunnar, en LV er með undir- samninga við OR og HS. Ragnar telur að álver Norðuráls hafi verið ákveðin forsenda þess að raforku- vinnsla hófst á Nesjavöllum á sín- um tíma. Norðurál í Helguvík Á liðnu vori gerðu fulltrúar Norðuráls, Reykjanesbæjar og Hitaveitu Suðurnesja samkomulag um könnun á möguleikum á rekstri álvers í Helguvík í landi Reykjanesbæjar. Í framhaldi af því var gerð könnun á orkuöflun, umhverfisskilyrðum og aðstöðu fyrir álver í Helguvík. Í nóvember sl. undirrituðu síðan Norðurál, Reykjanesbær og Fjárfestingar- stofan, sem er í eigu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og Útflutn- ingsráðs, sameiginlega aðgerðar- áætlun um hugsanlega byggingu álvers í Helguvík. Þar er miðað við að álver með allt að 250 þúsund tonna framleiðslugetu á ári rísi í áföngum og taki til starfa í fyrsta lagi árið 2010 og í síðasta lagi 2015. Búið var að gera forkönnun á orkuöflun, umhverfisskilyrðum og aðstöðu fyrir álver þar. Könn- unin leiddi í ljós að hafnarskilyrði eru mjög ákjósanleg í Helguvík, mögulegar flutningsleiðir fyrir raf- orku þykja gefa góð fyrirheit og talið að hægt sé að reisa álver af þessari stærð þannig að öllum um- hverfisskilyrðum sé fullnægt. Að sögn Ragnars er unnið sam- kvæmt aðgerðaáætluninni þessa dagana. Liður í henni er gerð mats á umhverfisáhrifum, sem tilkynnt var síðastliðinn sunnudag að væri hafið. Hann telur ljóst að álver í Helguvík verði byggt í áföngum, verði af framkvæmdum, sem ráðist af því hvernig gangi að afla orku til álversins. Á þessu stigi málsins vildi hann ekki fara nánar út í hve stórir áfangar væntanlegs álvers geta orðið né heldur hvenær búast má við gangsetningu. Ef allt gangi að óskum sé gert ráð fyrir að mögulegt verði að hefja starf- rækslu fyrsta áfanga árið 2010. Reynt verði að ljúka byggingu ál- versins á fimm ára tímabili. Nú er unnið að því að afla rannsókna- leyfa vegna orkuöflunar. form um álframleiðslu  "#  ,  @-   ! "#$ %!&  '(!    #  )* +,, +-! -. /"- ." ,  -A/ B( !  *C D!  ! -A/ ./! $ %   ?  ? 1  1  1  1  0 $ @- E  / @- , $ @- 1  @-   D / @- 0+ @- 0+! 3 .  "  F0 3 + B %  @- 0  B  @-      23) !-       !" # 23) !- @ @- 0  @- E 2 @- ,/  @- .  %  @- - $ *  @- ,%    @- H@- %   3 ! @-E @-E @-E F C D @- H@-   / I! / )##!!  3/ )##!!  &   #  6   ,"  #' ##!!  3/ )##!!     6 )##! " < D #/    3/ )##!!  6   "    3/ )##!!  X=" # ## D * D > )    ! #  6 ,""2! # / =>  .  X=". # ,   X="   ,   !&   # Y   " ## / D @$  , " )5   , "  )"# X="  "      )  .)" > )    ! #  6)  ,"!:) "  # &') !:) "  # :) " !D D 5-  67!. 89- :#  ;&" 89  <!,   E = #F  E = F     = >     gudni@mbl.is Morgunblaðið/Golli r úr um 700 í 1.250 með stækkun Norðuráls og álveri Alcoa. Afleidd störf eru þá ótalin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.