Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 41 UMRÆÐAN AÐ UNDANFÖRNU hafa farið fram í þjóðfélaginu umræður um hátt matvælaverð hér á landi. Á sama tíma er það lýð- um ljóst að afkoma bænda er ekki í sam- ræmi við þeirra fram- lag til þjóðarbúsins. Menn virðast ekki með nokkrum hætti koma auga á þá stað- reynd að á milli fram- leiðenda og neytenda eru milliliðir, afurða- vinnsla, heildsala og smásala. Ekki hefur verið gerð grein fyrir hvaða áhrif á verðlag þessir þættir hafa í samanburði við viðmiðunarþjóðir. Mjólkuriðnaðurinn á Íslandi býr við einstök kjör. Verðlagsnefnd ákveður verð mjólkur til framleið- enda og heildsöluverð á nýmjólk ásamt örfáum öðrum dagvörum, vörum sem renna kostnaðarlítið í gegnum vinnsluna. Aðrar vörur eru ekki háðar ákvörðun verðlags- nefndar og er frjáls heild- söluálagning á þeim. Það er var- lega áætlað að þeir vörutitlar nemi um 95% af heildarvörutitlum og að helmingi að magni til. Löggjafinn sér til þess að sam- keppni á milli afurðastöðva er engin. Samkeppnislög hafa bein- línis verin tekin úr sambandi gagnvart mjólkuriðnaðinum. Af- urðarstöðvum er það frjálst að hafa samráð og/eða sameinast. Af- rakstur þess er sá að Mjólk- ursamsalan í Reykjavík er komin með yfir 90% af allri mjólk- urvinnslu í landinu, aðeins mjólk- urvinnsla í Skagafirði er enn sjálf- stæð! Þó þannig að þeim ber að hafa samráð við MS í gegnum Samtök afurðastöðva í mjólkuriðn- aði. Þetta samkeppnissnauða fyr- irkomulag hefur leitt til þess að kostnaður við úrvinnslu mjólkur eykst sífellt, og er nú svo komið að kostnaðarkrafa iðnaðarins er orðin hærri en innkaup hans á mjólk frá framleiðendum. Á síðustu árum hefur eigið fé mjólkuriðnaðarins aukist ótæpilega, á kostnað framleiðenda og neytenda og nálg- ast nú 100%. Þetta hefur gerst án þess að iðnaðurinn hafi gert nokkrar þær hagræðingar hér í Reykjavík sem gætu leitt til þessarar nið- urstöðu. Einungis hafa verið lögð niður störf á landsbyggð- inni, þvert á stefnu stjórnvalda að við- halda byggð í landinu með fjár- framlögum til bænda. Nú er það staðreynd að Mjólk- ursamsalan í Reykjavík hefur nán- ast alla mjólkurvinnslu í landinu á sinni hendi, vegna atbeina stjórn- valda. Ekkert frumkvæði er hins- vegar af hennar hálfu að svara kallinu um lægri vinnslukostnað. Enn eru rekin tvö sjálfstæð sölu og dreifingarfyrirtæki í Reykjavík fyrir mjólkurvörur þ.e. Mjólk- ursamsalan og Osta- og smjörsal- an, einungis forstjórum er fjölgað. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðn- aði eru rekin með fullum þunga þrátt fyrir að afurðastöðvunum hafi verið lokað einni af annarri, þannig að ekki er um nokkur sam- tök lengur að ræða. Það hefur alltaf verið á vitorði mjólk- urframleiðenda að innan mjólk- uriðnaðarins sé farið frjálslega með fé, fé er bændur töldu sig eiga sem eigendur samlaganna. Iðnaðurinn virðist leita allra leiða til að bókfæra kostnað og eyðslu til að koma í veg fyrir að bændur og neytendur njóti svo mikið sem eins dropa af þeim rjóma er hann fleytir. Stöðugt er aukið við stjórnunnarkostnað og gæluverkefni, sum góð, en á kostnað neytenda og fjárvana bænda. Stórar sendinefndir eru sendar heimsálfa á milli til að kynna framleiðsluna fyrir fram- andi markaði, þó augljóst virðist að sá sami iðnaður á í vandræðum með að sinna þörfum heimamark- aðar. Engu er líkara en verið sé að búa til tilefni til ferðalaga. Við þurfum varla ríkisleiddan mjólk- uriðnað til að flytja út innfluttan sykur. Súluritið sýnir eiginfjármyndun Mjólkursamsölunnar í Reykjavík á föstu verðlagi. Það ætti að vera sameiginleg krafa bænda, neytenda, og stjórn- valda að auðsöfnun innan mjólk- uriðnaðarins verði stakkur skor- inn. Enginn virðist eiga þennan auð, ekki bændur og ekki neyt- endur, þá kannske ríkið sem skap- ar þetta ákjósanlega umhverfi? Þetta umhverfi og þetta and- varaleysi stjórnenda er til þess fallið að skaða alla til framtíðar. Stjórnendum ber að sýna ráðdeild, hagræða, líka í Reykjavík og láta bændur og neytendur njóta rjómans. Þetta varhugaverða umhverfi sem mjólkuriðnaðinum er skenkt er ekki aðeins skaðlegt fyrir bændur og neytendur. Nýir aðilar sem vilja hasla sér völl í þessum geira geta ekki annað en átt erfitt uppdráttar. Náttúrulega vegna of- ursterkrar fjárhagsstöðu og vanda þess stóra að koma fjármagninu fyrir innan rekstursins. Og ekki síður að stjórnendur og forysta mjólkurframleiðenda telja sig eiga óskoraðan rétt til framleiðslu og úrvinnslu mjólkur á grundvelli samnings við ríkið um bein- greiðslur til bænda. Nú er framleiðendum bent á af hálfu forustunnar, að með því að segja sig úr viðskiptasambandi við ríkjandi mjólkuriðnað geta þeir orðið af verulegum fjármunum sem kunna að verða færðir á þeirra séreignasjóð innan þeirra mjólkursamlags. Það virðist vera af, það sem áður var, þegar iðn- aðurinn var byggður upp með beinum fjárframlögum bænda, þá var það hvergi skráð sem séreign hvers og eins og fékkst ekki skráð ef leitað var eftir. Bændur áttu jú þetta allt hvort sem var. Síðan er samþykktum breytt þannig að fé- lagar í samvinnufélögunum geta einungis verið framleiðendur, þannig er eigendunum hent út úr félögunum, þ.e. félagsaðildinni er lokið og eignin sem bændur lögðu til og áttu er bara horfin, því mið- ur fyrir þá. Mjólkuriðnaðurinn fleytir rjómann Sigurbjörn Hjaltason fjallar um skilvindur, tekjur bænda og hýrudregna neytendur ’Nú er framleiðendumbent á af hálfu forust- unnar, að með því að segja sig úr viðskipta- sambandi við ríkjandi mjólkuriðnað geta þeir orðið af verulegum fjár- munum sem kunna að verða færðir á þeirra sér- eignasjóð innan þeirra mjólkursamlags.‘ Sigurbjörn Hjaltason Höfundur er nautgripabóndi á Kiðafelli í Kjós. sambandinu, Sambandi smábátaeig- enda, Vélstjórasambandinu og Sjó- mannasambandinu, í eitt heildarsamband, Farmanna- og sjó- mannasamband Íslands, heldur en það að kljúfa þá einingu, sem fyrir er, með þeirri hugmynd, sem hann hef- ur. Þannig væri að mínu mati mál- efnum sjómanna best borgið. Það yrði vegleg gjöf til Sjómanna- sambands Íslands á fimmtíu ára af- mæli þess á næsta ári, að draumur föður míns um stærra og öflugra samband allra sjómanna á landinu, hvort heldur farmanna, fiskimanna, vélstjóra, háseta eða annarra, sem gæti boðið útgerðarmönnum og þeirra samtökum birginn yrði að veruleika. Ég vona, að Konráð Al- freðsson og félagar hugleiði þann möguleika, og núverandi forysta Far- manna- og fiskimannasambandsins, Vélstjórasambandsins og annarra hagsmunaaðila verði opnari fyrir þessari hugmynd föður míns nú en þeir voru á þeim tíma, sem faðir minn barðist sem mest fyrir slíku öflugu sambandi. Eða hefði Konráð Al- freðsson nokkuð á móti slíku sam- bandi? Vonandi ekki. ’… að koma öllum sam-böndum sjómanna, Far- manna- og fiskimanna- sambandinu, Sambandi smábátaeigenda, Vél- stjórasambandinu og Sjó- mannasambandinu í eitt heildarsamband …‘ Höfundur er guðfræðingur og fræði- maður og vinnur að ritun ævisögu Jóns Sigurðssonar, fyrsta formanns og stofnanda Sjómannasambands Íslands. FRAMSÓKNARMENN hafa boðið Reykvíkingum að raða fólki upp á framboðslistann hjá sér fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Ég tel að allir borgarbúar eigi að nýta sér þann lýðræðislega rétt sem þeir hafa til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt þegar tækifæri býðst. Hver man eftir stjórnskipan í löndum og borgum eftir hundr- að ár? Ekki margir aðr- ir en sagnfræðingar. Allir kannast hins veg- ar við það sem sam- tímalistamenn skildu eftir sig. Við könnumst öll við Leonardo da Vinci og Michaelangelo, svo dæmi sé tekið, sem skildu eftir sig ódauð- leg listaverk á 15. og 16. öld, verk sem fólk stendur enn í löngum bið- röðum til þess að fá litið. Sumir vita einnig að ef ekki hefði komið til sú að- staða sem Medidciættin í Flórens skóp þessum listamönnum hefði snilli þeirra ekki fengið notið sín. Við horf- um á leikverk og hlustum á tónverk meistara sem uppi voru fyrir hundr- uðum ára og við lesum bækur eftir menn sem hafa legið í gröf sinni í margar kynslóðir. Ég hef starfað í meirihluta menn- ingarmálanefndar Reykjavíkur (nú menningar- og ferðamálaráð) síðast- liðin átta ár. Mjög vel hefur gengið að koma á breytingum og bæta að- stæður í menningarlífi borgarinnar í góðri samvinnu við alla hlutaðeig- andi. Á þessum tíma hafa orðið til ný húsakynni fyrir margar borgarstofn- anir, m.a. Borgarbókasafn, sem hef- ur stóraukið aðstöðu sína, og Lista- safn Reykjavíkur, sem nú er rekið í þremur glæsibyggingum. Við höfum unnið að því að setja á fót ferða- og dvalarsjóði fyrir tónlistarmenn, Loftbrú, og mynd- listamenn, Mugg, sem hefur auðveldað mönn- um þátttöku í list- viðburðum víða um heim. Í nýlegri skoð- anakönnun, sem gerð var á notkun og áliti er- lendra ferðamanna á því sem hér er boðið upp á, kom í ljós að mjög mikil aðsókn er að menningarstofnunum, söfnum og annarri af- þreyingu og einnig er ljóst að almenn ánægja ríkir með gæðin. Ég held að okkur Íslendingum sé einkar lagið að búa um þjónustu þannig að fólk finni sig velkomið. Þetta er hæfileiki sem ef til vill hefur þróast vegna þess að náttúran er óblíð og við mikið innan dyra. Við eig- um að hlúa að náttúrlegum hæfi- leikum okkar. Við eigum að byrja að þroska heyrn, formskyn og önnur blæbrigði í listum þegar í leikskól- unum. Í grunnskóla eigum við að bjóða upp á gæðanám í öllum list- greinunum, og gefa svo nemendum kost á því að velja eina aðalgrein í menntaskóla. Þessi menntun á að hafa vega jafn- þungt á fyrstu skólastigum og aðrar hefðbundnari greinar, á síðari skóla- stigum. Allir hafa listræna hæfileika á einhverju sviði. Menn geta haft gott tóneyra, gott litaskyn, gott auga fyrir formi og heildarsvip eða næmi fyrir fínlegustu blæbrigðum í öllu þessu, en eiga ef til vill ekki gott með að sjá heildarsvipinn eða „stóru myndina“. Þetta eru m.a. þau atriði sem kennsla í listum gengur út á, vakin er athygli á öllum þessum ólíku þáttum í eðli okkar og kenndar aðferðir til að ein- angra hæfileikana og þroska. Ég hef kennt myndlist og hönnun í 25 ár, á öllum skólastigum og er þess fullviss að ef við breytum og end- urröðum áherslunum í skólastarfinu þá fáum við út betri, sjálfsöruggari og meira skapandi einstaklinga. Við eigum að ala upp einstaklinga sem hugsa upp, hanna og búa til frum- gerðir sem framleiddar eru hér eða annars staðar í heiminum. Þetta get- um við gert bæði í allri umhverf- ismótum og svo í alls kyns vöruþró- un. Þegar við fórum að vaxa sem borg- arsamfélag settum við okkur nokkr- ar grófar reglur sem við höfum getað notast við fram að þessu. Margt bendir þó til þess að við munum fljót- lega þurfa að endurskoða umgjörð- ina ef við viljum viðhalda stöðunni. Flestum ber saman um að aukin þekking geri menn að hæfari og hamingjusamari einstaklingum. Við þurfum því að grandskoða skólakerf- ið. Það þarf að gera með tilliti til þess hvaða störf við viljum stunda, hvers konar heimili við viljum búa okkur, hvað það er sem gefur okkur mögu- leika á hámarkslífsgæðum alla okkar ævi. Ég sat fyrir nokkrum árum ráð- stefnu sem hét „hönnun fyrir eldra fólk“. Þar gerðu menn að umtalsefni hinn stórhækkaða meðalaldur þjóða. Margt er hægt að gera til þess að móta hagstætt umhverfi fyrir alla þjóðfélagsþegnana. Þarna voru hald- in erindi um skipulagsmál, um nýjan byggingastíl og byggingarefni, um nýja verslunarhætti, skipulag í stór- verslunum, hönnun á fatnaði og ný hráefni til allrar iðnaðarframleiðslu. Með því að auka áherslu á listnám, hönnunarnám og tækninám, og bæta einstaklingum með þá þekkingu inn í stjórnir og nefndir þar sem ákvarð- anir eru teknar, þá getum við vænst þess að halda áfram að móta og byggja upp samfélag þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Ég tel að með stöðugri endur- skoðun á öllum þeim þáttum sem móta umhverfi okkar og með því að ala upp heilbrigða og vel menntaða einstaklinga sem eru vakandi fyrir eigin umhverfi og hæfir til að vinna að mótun þess til farsældar, séu bjartir tímar fram undan. Virkjum hugvitið Eftir Ásrúnu Kristjánsdóttur Ásrún Kristjánsdóttir ’… ef við breytum ogendurröðum áherslunum í skólastarfinu þá fáum við út betri, sjálfsöruggari og meira skapandi ein- staklinga.‘ Höfundur er hönnuður og býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri framsókn- armanna í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík TENGLAR .............................................. www.asrun.info
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.