Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 47 MINNINGAR ✝ Valgerður Ein-arsdóttir fædd- ist í Nýjabæ undir Eyjafjöllum 15. marz 1922. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 7. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Kartín Vig- fúsdóttir ljósmóðir, f. 1891, d. 1967 og Einar Einarsson bóndi, f. 1897, d. 1970. Þau bjuggu í Nýjabæ og ólst Valgerður þar upp. Valgerður var elst sjö systkina. Hin eru Kristín, f. 1923, Ingveldur, f. 1925, d. 2002, Auður, f. 1928, Einar, f. 1932, d. 2000, Leifur, f. 1933, og Pálheiður, f. 1936. Árið 1952 giftist Valgerður Ragnari Guðmundssyni bónda, f. 1921, d. 1986. Hann var frá Núpi undir Eyjafjöllum, sonur hjónanna Sigríðar Sigurðardótt- ur og Guðmundar Árnasonar sem þar bjuggu. Börn Valgerð- ar og Ragnars eru: 1) Eygló, f. 1951, maki Lárus Björnsson. Synir þeirra eru: a) Svanur, f. 1974 b) Jakob, f. 1977, maki Brynhildur I. Oddsdóttir, þau eiga dóttur, f. 2005 c) Ragnar, f. 1986. 2) Sigrún, f. 1952, maki Klaus Jensen. Dætur þeirra eru: a) Dorthe, f. 1971, maki Lars Lil- leöre, og b) Birg- itte, f. 1975, maki John Churchill. 3) Einar, f. 1954. Börn hans og Val- gerðar Karlsdótt- ur eru: a) Halla Björk, f. 1978, maki Kristinn H. Guðlaugsson, sonur þeirra er Brynjar Máni, f. 2005, b) Valur Hrafn, f. 1981, maki Anna Lilja Gunnarsdóttir, og c) Valgerður Fjóla, f. 1987 4) Guðmundur, f. 1960, maki Mar- grét Einarsdóttir. 5) Ragnar Valur, f. 1967, maki Ingibjörg H. Guðmundsdóttir. Synir þeirra eru: a) Daði Freyr, f. 1995, og b) Hrannar Valur, f. 2000. Sonur Ingibjargar er Garðar Smári Jónsson, f. 1989. Útför Valgerðar verður gerð frá Ásólfsskálakirkju, Vestur Eyjafjöllum, í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég vil með nokkrum orðum minnast tengdamóður minnar, Val- gerðar Einarsdóttur, sem er látin eftir erfið veikindi. Þessa góðu konu hef ég nú þekkt í meira en 33 ár, eða allt frá 1972, þegar ég fór með Eygló austur að Núpi til að kynna mig fyrir for- eldrum hennar. Þá var nú svolítill hnútur í maganum, en það var al- gjör óþarfi, því móttökurnar voru góðar. Valgerður og Ragnar bjuggu all- an sinn búskap á Núpi og þar sinnti hún ævistarfi sínu. Valgerður var allt í senn, bóndi, móðir, húsmóðir og uppalandi. Árið 1986 lést Ragnar úr krabbameini eftir erfiða sjúk- dómslegu. Eftir það bjó Valgerður með Guðmundi syni sínum. Á sumr- in voru mörg börn í sveit á Núpi og þar á meðal synir mínir frá 6 til 7 ára aldri fram til 16 ára aldurs. Þannig má segja að Valgerður hafi alið þá upp að hluta til, og fyrir það verð ég henni ævinlega þakklátur. Á sumrin eins og fyrr segir fjölgaði heimilisfólki á Núpi og var þá vinnudagurinn oft langur hjá Val- gerði en alltaf var hún mætt í fjósið til morgunmjalta. Aldrei man ég eftir að hún skipti skapi þó að erill- inn væri stundum mikill. Hún var alltaf róleg og yfirveguð. Valgerður var heilsteypt persóna og skarpgreind sem allir, bæði börn og fullorðnir, báru virðingu fyrir. Hún var vel að sér um marga hluti og oft sátum við við eldhúsborðið og spjölluðum um heima og geima og m.a. pólitík sem hún hafði gaman af. Fyrir allnokkrum árum fór að bera á heilabilunarsjúkdómi hjá Valgerði og árið 2002 flutti hún á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvols- velli. Þar fékk hún gott atlæti og góða umönnun hjá starfsfólki, og ég vil nota tækifærið og þakka því fyr- ir. Þessi erfiði sjúkdómur ágerðist smátt og smátt og andaðist Val- gerður 7. janúar síðastliðinn. Blessuð sé minning Valgerðar. Lárus Björnsson. Að hafa verið í sveit eru forrétt- indi. Ég fór í sveitina til ömmu á hverju sumri í heilan áratug. Þar kynntist ég því hvað það er að axla ábyrgð, á kúasmalann þarf að treysta. Þar kynntist ég mörgum krökkum, frændum og frænkum en síðast en ekki síst kynntist ég ömmu minni. Ég átti margar góðar stundir með ömmu enda var ég seinasta barnabarnið sem fór í sveitina til hennar og í langan tíma eina barnið á bænum. Amma var ljúf og góð kona sem smitaði frá sér hinni ljúfu góð- mennsku. Það voru aldrei nein læti eða vesen í kringum hana. Það var alltaf ánægjulegt að vera í návist hennar. Það var gott að tala við hana, ég gat alltaf létt á hjarta mínu og sagt allt það sem mér datt í hug. Hana vantaði heldur ekki kímnigáfuna og gladdist ég alltaf þegar ég kom henni til að hlæja. Það var líka gott að sitja bara hljóð- ur með henni, hlusta á útvarpið inni í eldhúsi og góna upp í fjallið. Hún var einnig góður kokkur og leitaðist við að halda uppi fjöl- breyttu og hollu mataræði á bæn- um, en líka var um skeið ávallt pitsa á laugardögum, okkur krökk- unum til ómældrar ánægju. Við fengum líka kókó puffs á kvöldin. Hún var langt í frá ströng amma en hún framfylgdi þó reglum og náði stundum í mig þegar ég var búinn að vera of lengi úti en aldrei þurfti hún að hækka róminn til að fá okk- ur krakkana til að hlýða. Ég kunni vel við mig hjá ömmu og oft var sárt að kveðja á haustin þegar mamma kom að sækja mig. Mamma fékk margar athugasemdir frá mér og voru orðin „amma gerir þetta ekki svona“ oft á vörum mér. Ég kynntist aldrei afa mínum Ragnari sem lést árið 1986, stuttu eftir að ég fæddist og hefur mér verið sagt að þar hafi ég farið á mis við góðan mann en heppinn var ég að ævidagar okkar ömmu skuli hafa skarast og við fengið að njóta hvort annars. Þegar ég var lítill þurfti ég að treysta á ömmu um margt en er tímar liðu og ég stækkaði fór það svo að hún þurfti æ meir að treysta á mig og aðra í kringum sig. Amma flutti frá Núpi sama ár og ég lauk seinustu sumarvist minni þar árið 2002. Ég hélt á önnur mið en hún fluttist á dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Þar varði hún seinustu ævidögunum en hún þjáðist á þess- um árum af heilabilun og fór versn- andi með tímanum. Það voru erfiðir tímar að horfa upp á það hvernig huga og háttum getur hrakað. Nú þegar við kveðjum ömmu fyr- ir fullt og allt er ég þakklátur fyrir stundirnar sem ég átti með henni, hið góða uppeldi sem ég hlaut hjá henni og allar góðu minningarnar. Ragnar Lárusson. Kveðjustundin er komin. Það er með miklum söknuði að við kveðj- um hana ömmu okkar. Við eigum svo góðar minningar um ömmu Val- gerði. Það voru ófáar ferðirnar sem voru farnar að Núpi og þegar við urðum eldri vorum við öll í sveitinni hjá henni á sumrin og undum okkur vel. Það sem kemur fyrst upp í huga okkar er heyskapurinn þegar allir í fjölskyldunni komu og hjálpuðu til, þá var sko fjör á Núpi. Við eigum alltaf eftir að muna eftir sveitinni og þeim dýrmæta tíma sem við fengum að vera með ömmu okkar. Amma okkar var dugleg kona og sinnti bústörfunum á bænum með miklum hug, hún var trúrækin og fór iðulega í kirkju. Elsku amma, við viljum þakka þér fyrir samverustundirnar og samfylgdina. Þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf góð við okkur. Bless- uð sé minning þín. Halla Björk, Valur Hrafn og Valgerður Fjóla. VALGERÐUR EINARSDÓTTIR ✝ HólmfríðurJónsdóttir fæddist í Fagranes- koti í Aðaldal 24. nóvember 1951. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 21. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Jón Þórarinsson frá Borg, Mývatnssveit, f. 28. janúar 1916 og Unnur Baldurs- dóttir frá Fagranes- koti, Aðaldal, f. 1. maí 1924. Systkini Hólmfríðar eru Laufey f. 14. september 1949, maður hennar er Hafliði Jó- steinsson, Valgerður, f. 17. ágúst 1956, maður hennar er Hákon Jökull Þórðarson, Guðmundur, f. 29. júní 1959, kona hans er Hólm- fríður Þorkelsdóttir, Þórdís, f. 22. maí 1962, maður hennar er Jón Gauti Böðvars- son, Þórarinn, f. 20. nóvember 1966, d. 17. júlí 2000, kona hans Helga Þuríður Árnadóttir. Hinn 11. nóvem- ber 2001 gekk Hólmfríður í hjóna- band með Kormáki Jónssyni frá Rauðá, f. 13. júní 1954, og byggðu þau sér heimili að Hólavegi 2, Laugum, Reykja- dal. Hólmfríður vann lengst við Héraðsskólann (síðar framhaldsskólann) að Laugum í Reykjadal, en á sumrin starfaði hún m.a. við Sumarbúð- irnar við Vestmannsvatn í Að- aldal. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Einarsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Það var í ágúst 1999, ég var ný- tekin við embætti skólameistara við Framhaldsskólann á Laugum. Skólinn var að hefjast og und- irbúningur í fullum gangi, ekki síst í mötuneytinu, þar sem Kristján kokkur stýrði einvala liði kvenna. Í þeim hópi var Hólmfríður Jónsdóttir, eða Hóffý eins og hún var kölluð. Hún vakti athygli mína, meðalkona á hæð, ljós yfirlitum og ákveðin í bragði. Hún hafði unnið við Héraðsskólann á Laugum, sem síðar varð framhaldsskóli, frá 17 ára aldri. Gegnt hér ýmsum störf- um og búið um tíma í skólanum. Hún var líka fyrrum nemandi skól- ans. Hún var því starfsaldursfor- seti skólans og þekkti sögu hans og starfsmenn af eigin raun frá því um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Við nánari kynni komu eðl- iskostir hennar vel fram. Hún var vandvirk, trygg, skipulögð og úr- ræðagóð, skemmtileg, fróð og stál- minnug. Laugar voru hennar ríki, eins og ég sagði stundum við hana. Til hennar leitaði ég þegar ég þurfti að fá upplýsingar um fyrr- um starfsmenn, afmæli þeirra eða annað við hæfi. Ég minnist nú margra góðra stunda með Hóffý og stelpunum í eldhúsinu í lok vinnudags, þegar við gáfum okkur tíma í kaffi og spjall. Þá var oft hlegið eða reidd- ur fram fróðleikur um menn og málefni úr nútíð eða fortíð og oft- ast tengt skólanum. Fyrir hönd starfsfólks og nem- enda Framhaldsskólans á Laug- um, þakka ég fyrir allt sem Hóffý var þessum skóla og okkur sam- ferðamönnum sínum. Það er styrkur að slíku fólki. Valgerður Gunnarsdóttir. „Fölnuð er liljan og fölnuð er rós“. Þetta söng Hóffý svo oft en nú syngur hún ekki lengur. Í hennar minningu raula ég þetta fallega lag með sjálfri mér. Hóffýju kynntist ég í sumarbúð- unum við Vestmannsvatn og átt- um við þar saman mörg sumur. Hún hugsaði um mig fyrst þegar ég var sumarbúðarbarn en tók mig svo að sér þegar ég fór að vinna þar sjálf sem unglings- stelpa. Hún leyfði mér að sofa í herberginu fyrir framan sitt og sá um að mér liði vel. Hún kenndi mér alla tækni, að þvo upp eftir 60 til 100 manns án uppþvotta- vélar sem ekki var til staðar þá. Þar var hún á heimavelli. Hún leyfði mér alltaf að koma með heim til foreldra sinn í Fagr- aneskot þar sem Unnur og Jón tóku á móti mér eins og einni úr fjölskyldunni. Þar var margt brallað og spjallað. Hóffý kom alltaf fram við mig sem jafningja og lærði ég hvað aldur er afstæður í samskiptum fólks. Hún tók mig með í bíltúrana sína hvort sem það var til Þuru vinkonu eða í Einarsstaðaskála. Þetta voru algjörar unaðsstundir og mikil upphefð að fá að fara með. Hóffý tók mig með á fyrsta sveitaballið mitt í Ljósvetninga- búð og ekki var annað hægt en kenna mér að dansa gömlu dans- ana. Já, hún kenndi mér þá alla í matsalnum á Vestmannsvatni og það er sú kunnátta sem ég nota ennþá í dag. Það var mikið sungið á Vest- mannsvatni, í mörgum röddum, en mest þótti mér varið í þegar Hóffý sjálf tók gítarinn og söng sín uppáhaldslög. Uppáhaldið okk- ar var lagið Besti vinur bak við fjöllin háu og alltaf þegar ég heyri eða syng þetta lag minnir það mig á Hóffýju. Hún var alveg ótrúlega talna- glögg og mundi öll bílnúmer, símanúmer og afmælisdaga hjá fólkinu í kringum hana. Sýndi hún það vel með því að hringja oft í mig á afmælisdaginn þó svo við hefðum ekki verið í sambandi ein- hvern tíma. Fyrir allar þessar minningar og margar aðrar vil ég þakka henni Hóffýju minni og bið Guð að geyma hana. Guð blessi og styrki Kormák eiginmann hennar, elskulega for- eldra Unni og Jón, systkini og aðra sem eiga um sárt að binda. Erna Þórarinsdóttir. Þau sem reynast manni vel á barns- og unglingsárum gleymast aldrei. Slíkar manneskjur fá heið- urssæti í húsi minninganna. Ég var svo lánsöm þegar ég var 14 ára gömul að kynnast Hólmfríði Jónsdóttur frá Fagraneskoti er ég hóf störf við sumarbúðir kirkj- unnar að Vestmannsvatni í Að- aldal, þar sem hún var ráðskona í mörg sumur. Og segja má að á þessum árum hafi Hólmfríður í raun verið sjálfar sumarbúðirnar, því hún skapaði með vinnu sinni og vakandi áhuga sálina í starfinu. Fimm sumur í röð unnum við saman og ég var á þeim aldri þeg- ar maður mótast hratt og full- orðnir einstaklingar hafa veruleg áhrif á unglingssálina. Í mínum huga var Hólmfríður Guðs gjöf inn í mína tilveru. Ég var fyr- irferðarmikill og ákafur ungling- ur, sem þurfti skýr fyrirmæli og góðar fyrirmyndir. Strax frá fyrsta starfsdegi mínum tók þessi skemmtilega og sterka kona mig undir sinn verndarvæng, og í skjóli af henni lifði ég hvert sum- arið af öðru. Að móður minni frá- talinni kenndi Hólmfríður mér allt sem ég kann í heimilisfræðum, auk þess sem hún kenndi mér á þessum mikilvægu mótunarárum að skemmta mér án áfengis. Hólmfríður var stök reglumann- eskja alla tíð en hafði fjarska gaman af því að gleðjast og fara á mannamót. Og þessi sumur fór hún helst aldrei á sveitaböllin eða annan gleðskap án þess að hafa unglingsstúlkuna í eftirdragi. Þá hreifst ég af lífsgleði hennar og kímnigáfu. Alla tíð hef ég verið svo þakklát því láni að hafa mátt stíga þannig mín fyrstu skref inn í unglings- árin með þroskaða og sterka manneskju mér við hlið þegar eft- irliti foreldranna sleppti. Á þess- um árum eignaðist ég líka athvarf á heimili foreldra Hólmfríðar á bænum Fagraneskoti í Aðaldal, þar sem ég lærði að meta grasyst- ing, gallsúrt slátur og mysing. Þannig varð verkstjórn Hólm- fríðar, ferðir okkar út í mannlífið og öll okkar góðu samtöl að góð- um skóla sem hafði mikil áhrif á tilveru mína, því skoðanalaus var hún aldrei og ákaflega hreinskipt- in. Og enda þótt hún væri eldri og þroskaðri leiddi hún mig inn í jafningjasamskipti við sig þar sem heilbrigð dómgreind og hispurs- laus gleði var við völd. Það er erfitt fyrir alla að horfa á bak þeirri sterku konu sem Hólmfríður var, og ég veit að sveitungar hennar allir kveðja með sárum trega og eftirsjá. Mig langar að senda samúðarkveðjur til Kormáks og fjölskyldunnar í Fagraneskoti, ég veit að orð megna svo lítils á tímum sem þessum, nema í bæn frammi fyrir Guði. Þannig vil ég hugsa til ykk- ar núna og þakka fyrir persónu Hólmfríðar og allt sem hún gaf samferðafólki sínu og ekki síst mér. Jóna Hrönn Bolladóttir. HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.350 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.