Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 28.01.2006, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 2006 69 STÚDENTAKJALLARINN hefur aldeilis vaknað til nýrrar vitundar í vetur og hverjir stórtónleikarnir reka aðra í þessum kjallara sem sums staðar myndi ekki kallast annað en meðalstór stofa. Í kvöld er það hljóm- sveitin Dr. Spock sem treður upp en á undan henni eru það fjórmenning- arnir í Diktu sem hyggjast hita mannskapinn upp. Dr. Spock er sprottinn upp úr rokkhljómsveitinni Quicksand Jesus sem starfaði í Reykjavík á miðjum ní- unda áratuginum. Langur tími leið þó þangað til sveitin fór í hljóðver í fyrsta skiptið en þar var að mestu um að kenna veru hljómsveitarmeðlima á erlendum grundum. Árið 2000 tóku þeir síðan upp fyrsta lagið og nú er Dr. Spock kominn á samning hjá Smekkleysu. Hljómsveitin er þekkt fyrir frábæra og þétta sviðs- framkomu en þar fara fremstir í flokki Óttarr Proppé og Guðfinnur Sölvi (Finni), söngvarar sveitarinnar. Fyrsta breiðskífa Dr. Spock, Dr. Phil, kom út í fyrra en hún var hljóðrituð á 20 klukkustundum. Dikta sendi frá sér plötuna Hunt- ing for Happiness fyrir síðustu jól og hlaut platan glimrandi dóma víðast hvar. Upptökustjóri á plötunni, sem er önnur plata sveitarinnar, var fyrr- um gítarleikari Skunk Anansie, Ace. Tónlist | Dr. Spock í Stúdentakjallaranum Kammer-rokk á Gamla Garði Morgunblaðið/Sigurjón Guðjónsson Liðsmenn Dr. Spock eru þekktir fyrir skrautlega sviðsframkomu. BRESKA hljómsveitin The Rush- es verður með tónleika í Þjóðleik- húskjallaranum fimmtudaginn 16. febrúar. Þetta er í annað skiptið sem sveitin leikur hér á landi en hún var ein þeirra útlendu sveita sem léku á Iceland Airwaves á síðasta ári. The Rushes er skipuð þeim Gez O’Connell (söngur, gítar), Dan Armstrong (píanó, söngur, áslátt- ur) og Joe Allen (trommur) en þeir félagar hafa verið duglegir við tónleikahald í heimalandinu undanfarið og er fyrsta breiðskífa sveitarinnar í smíðum. Áður en hún kemur út mun EP-plata með upptökum af tónleikum sveit- arinnar líta dagsins ljós en þó ekki með tónleikum þeirra hér- lendis. Hins vegar má geta þess að lagið þeirra „I Swear“ er fáan- legt á safndisknum Iceland Air- waves 2005. Bluebird og Idir Auk The Rushes munu Bluebird og Idir koma fram á tónleikunum. Bluebird er nýstofnað dúó Karls Henrys Hákonarsonar (Kalla) fyrrverandi söngvara Tenderfoot/ Without Gravity og Kristjáns Más Ólafssonar, fyrrverandi gítarleik- ara Útópíu. Tvíeykið hefur þegar vakið athygli innanlands sem utan og hefur leikið á nokkrum tón- leikum í Bandaríkjunum og Reykjavík. Idir, sem er nýkominn úr litlu tónleikaferðalagi um Bret- land, er nafn sem margir tóku eft- ir á síðustu Airwaves-hátíð þegar hann lék einmitt sama kvöld og The Rushes. Tónlist | Breska sveitin The Rushes leikur á Íslandi Flýttu sér aftur The Rushes komu fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í fyrra. Miðasala hefst miðvikudaginn 1. febrúar og er aðgangseyrir 1.200 krónur (auk 150 kr. miðagjalds). Miðasala fer fram í verslunum Skífunar og á Midi.is Dr. Spock spilar á Stúdentakjallaranum laugardaginn 28. janúar. Hljómsveitin Dikta hitar upp og miðaverð er 1.000 krónur. Dyrnar opnaðar kl. 22.00. Ná›u flér í Lottómi›a á næsta sölusta› e›a á lotto.is – flú gætir unni› litlar 12 milljónir króna. fia› getur allt gerst. ENN E M M / S ÍA / N M 2 0 13 5 lotto.is firefaldur pottur! 3 MILLJÓNIR VINNING Í FYRSTA 12 EcoGreen Multi FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Orkubomba og hreinsun Vítamín, steinefni og jurtir Stórhöfða 44 110 Reykjavík Sími 567 4400 Skeifan 4 Snorrabraut 56 Bæjarlind 6 Dalshraun 13 Hafnargata 90 Austursíða 2 Austurvegur 69 Hlíðarvegur 2-4 Sólbakka 8 Nýtt anddyri Flottar útfærslur og frábærar hugmyndir í nýja bæklingnum okkar “Hugmyndir og góð ráð fyrir anddyrið”. Bæklingurinn liggur frammi í verslunum Flugger lita. www.flugger.is 10 3 5 6 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.