Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að efna til útboðs vegna lóða í landi Úlfarsárdals, sem er nýtt íbúðasvæði í suðurhlíðum Úlfarsfells og inn eftir Úlfarsárdal. Í fullbyggðu hverfi er gert ráð fyr- ir 15.000 íbúum. Fyrsti hluti hverf- isins hefur verið deiliskipulagður og verður í honum byggð með liðlega 900 íbúðum auk möguleika fyrir verslun og þjónustu. Þá er gert ráð fyrir að lóðir í honum verði bygging- arhæfar í nóvember á þessu ári. Í fyrsta lóðaútboðinu, sem nú fer af stað, eru boðnar 120 lóðir fyrir 408 íbúðir. Um er að ræða 24 lóðir fyrir fjölbýlishús með samtals 225 íbúð- um, 13 lóðir fyrir raðhús með sam- tals 57 íbúðum, 43 lóðir fyrir parhús með 86 íbúðum og 40 lóðir fyrir ein- býlishús. Áhersla lögð á sjálfbærni Meginhugmyndin í skipulagi Úlf- arsárdals er þéttbyggt miðborgar- skipulag, líkt og þekkist nú í mörgum eldri hverfum borgarinnar, t.d. Norðurmýri, Þingholtunum, miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur. Hverfið er hannað með sjálfbærni í huga, blöndu af íbúðar- og atvinnu- húsnæði þannig að möguleiki mynd- ist á að sækja vinnu í hverfinu og þjónusta verði með þeim hætti að sem minnst þurfi að sækja hana út fyrir hverfið. Miðað er við sambland rólegra íbúðahverfa, lifandi breið- stræti í bland við minni íbúðargötur. Skólar og þjónusta verða í göngufæri við íbúðir, útivistarsvæði verða skjól- góð, líkt og þekkist í eldri hverfum Reykjavíkur. Þá verður þétt byggð í samræmi við náttúru og þarfir íbúa og reynt að ná fjölbreytilegri heild með hætti sem ekki hefur sést hér á landi í nýbyggingarhverfum. Að sögn Dags. B. Eggertssonar, formanns skipulagsráðs, er afar fal- legt útsýni til suðurs úr flestum íbúð- um í hinu væntanlega hverfi, yfir Reykjavík og á haf út, í hverfi sem mótast af eðlilegum tengslum milli borgar og náttúru. Hér sé um að ræða síðustu suðurhlíðarnar á höf- uðborgarsvæðinu. „Skipulagið minn- ir á einhvers konar sambland af Fossvoginum og Árbæjarhverfinu,“ segir Dagur. „Þetta er byggð sem lagar sig að á sem rennur niður dal- inn og það er gert ráð fyrir íþrótta- og útivistarsvæðum næst ánni. Dal- verpi Úlfarsárinnar verður varðveitt en um leið nýtt sem best fyrir þá sem búa og starfa á svæðinu. Vatnið, fell- ið, áin og dalurinn mynda einstakan ramma um svæðið og gera það mjög eftirsóknarvert til búsetu. Þetta svæði tryggir líka fjölbreytt húsnæð- isframboð.“ Tilboð opnuð 16. febrúar Útboðsskilmálar, tilboðseyðublöð, deiliskipulagsskilmálar og almennir lóðaskilmálar verða afhent í sýninga- skála skipulags- og byggingarsviðs, Borgartúni 3. Þessi gögn fást endur- gjaldslaust á geisladiskum eða út- prentuð gegn 2.500 kr. gjaldi. Þau er einnig að finna á vef Reykjavíkur- borgar www.reykjavik.is. Tilboð verða opnuð 16. febrúar nk. Reykjavíkurborg verður með útboð vegna uppbyggingar í landi Úlfarsárdals Gert ráð fyrir 15 þúsund manna byggð Einhvern veginn svona ætti fyrsti áfangi byggðar í Úlfarsárdalslandi að líta út, samkvæmt hugmyndum skipulagsyfirvalda. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is BJÖRK Guðmundsdóttir heimsótti Banda Aceh, nyrstu borgina á Sú- mötru í Indónesíu, í lok janúar til að kynna sér verkefni og uppbygging- arstarf Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna eftir flóðbylgjuna sem skall á ströndum landanna við Ind- landshaf fyrir rúmu ári síðan. Í Banda Aceh heimsótti Björk skóla og miðstöðvar fyrir börn, og kynnti sér hvernig uppbygging- arstarfið fyrir börnin fer fram, auk þess að hitta fórnarlömb flóðbylgj- unnar, segir Hólmfríður Anna Bald- ursdóttir, upplýsingafulltrúi UNI- CEF á Íslandi. Aceh-hérað varð hvað verst úti í hamförunum, og hef- ur starf UNICEF þar verið um- fangsmikið. Björk fór í heimsóknina í kjölfar þess að hún gaf út sérstakan geisla- disk með endurhljóðblöndunum af laginu Army of me í byrjun maí á síðasta ári, en allur ágóði af disk- inum rann til neyðaraðgerða UNI- CEF um allan heim. Björk er ekki velgjörðarsendi- herra UNICEF en vonast er til að ferðin sé byrjun á langtímasambandi UNICEF og Bjarkar. Landsnefnd UNICEF í Bretlandi hafði veg og vanda af ferðinni, en það er UNI- CEF á Íslandi mikill heiður að hún skuli leggja Barnahjálpinni lið með þessum hætti, segir í tilkynningu frá UNICEF. Björk kynnti sér uppbygginguna í Aceh-héraði Ljósmynd/UNICEF-Josh Estey Björk teiknaði myndir með börnunum í Neuhen-miðstöðinni í Ache. Börnin eru nú aftur farin að teikna myndir sem lýsa friðsæld, af blómum og trjám, en eftir flóðbylgjuna var myndefnið frekar öldur, lík og eyðilegging. FÉLAG kvenna í endurskoðun, Fé- lag kvenna í læknastétt, Félag kvenna í lögmennsku og Kvenna- nefnd Verkfræðingafélagsins sendu í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem vakin er athygli á ójöfnum hlut kynjanna í stjórnum félaga og lífeyr- issjóða á Íslandi. Er í tilkynningunni bent á að í skýrslu nefndar um auk- inn hlut kvenna í yfirstjórnum fyr- irtækja komi fram að vísbendingar séu um að íslensk fyrirtæki standi sig verr með tilliti til fjölda kvenna í stjórnum en þau lönd sem Íslend- ingar vilji bera sig saman við. „Ástæða þess að við erum að senda þetta út núna er að aðalfunda- lota fyrirtækja er að fara af stað,“ segir Oddný Mjöll Arnardóttir, for- maður Félags kvenna í lögmennsku. „Þannig að núna er tímapunkturinn til þess að hvetja þá sem tilnefna í stjórnir til þess að huga að þessum málum,“ segir Oddný og bendir á að félögin fjögur muni taka stöðuna aft- ur í vor þegar aðalfundalotunni er lokið og meta hverjar breytingarnar hafa orðið. „Við munum þá tilkynna um niðurstöðurnar og veita fyrir- tækjum viðurkenningu ef við sjáum ástæðu til.“ Að sögn Oddnýjar sendu félögin fjögur öllum stjórnum þeirra félaga sem eru skráð á aðallista Kauphallar Íslands áskorun um að jafna hlut kynjanna í stjórnum og stjórnunar- stöðum. Í því sambandi var, að sögn Oddnýjar, bent sérstaklega á lið 2.5. um óháða stjórnarmenn í leiðbein- ingum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Kauphöll Íslands og Sam- tökum atvinnulífsins og hvatt til þess að það ákvæði verði notað til þess að jafna hlut kynjanna í stjórn viðkom- andi félags. Þá sendu félögin SA og þeim stéttarfélögum sem tilnefna stjórnarmenn í stjórnir lífeyrissjóða samsvarandi áskorun þar sem þessir aðilar voru hvattir til að jafna hlut kynjanna í stjórnum lífeyrissjóða. Spurð hvaða væntingar þær geri um viðtökur segir Oddný að fé- lagsmenn vonist eftir hinu besta. „Það er alltaf að aukast meðvitund úti í þjóðfélaginu um mikilvægi þess að nýta mannauðinn allan, ekki bara mannauð karla. Við blásum auðvitað á þau rök að ekki finnist hæfar konur sem bæði geta og vilja setjast í stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða, því við erum samtök kvenna sem er- um hámenntaðar og stöndum fyrir heilmikilli starfsemi í atvinnulífinu sem lögmenn, endurskoðendur, verkfræðingar og læknar.“ Skora á fyrirtæki að jafna kynjahlutfallið í stjórnum sínum MAÐUR á sextugsaldri var sýknað- ur af ákæru um vopnalagabrot í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag, en hann var ákærður fyrir að hafa flutt inn eftirlíkingu af bandarískum skriðdreka í maí síðastliðnum, í gegnum fyrirtækið sem hann starfar hjá. Gamall bandarískur vagn á skriðbeltum Um er að ræða gamlan, vélknúinn bandarískan vagn á skriðbeltum, sem er hannaður til að ferja skotfæri að flugvélum og lyfta þeim upp í vél- arnar, að því er segir í dómi héraðs- dóms. Hefur vagninum verið breytt í eftirlíkingu af skriðdreka með því að fjarlægja lyftubúnaðinn og koma fyrir yfirbyggingu úr málmplötum. Einnig hefur verið sett hálfkúla ofan á vagninn með eftirlíkingu af tveim- ur vélbyssum, og framan úr vagn- inum skagar rör sem er áþekkt fall- byssu. Í ákæru segir að um sé að ræða „eftirlíkingu af sérstaklega hættu- legri tegund vopns sem eingöngu er ætlað til nota í hernaði, skriðdreka með fallbyssu og tveimur vélbyssum, og ástæða er til að ætla að erfitt sé að greina frá fyrirmyndinni.“ Var þess krafist að drekinn yrði gerður upp- tækur og ákærða gerð refsing fyrir brot á vopnalögum. Undir þetta tekur héraðsdómur ekki, en í dóminum segir að ekki verði ráðið af vopnalögum að skrið- dreki eða eftirlíking af honum falli undir skilgreininguna „vopn“, heldur frekar vopnabúnaður drekans, ef einhver er. Rörum og skotvopnum vart ruglað saman Um vopnabúnaðinn segir í dóm- inum: „Um er að ræða rör og al- mennt verður rörum og skotvopnum ekki ruglað saman, þótt þannig megi búa um rör að þau líkist svo mjög byssuhlaupi að erfitt sé að greina á milli. Þegar farartæki þetta er at- hugað, einkum stærð þess og útlit, verður ekki á það fallist með ákæru- valdinu að almennt geti verið erfitt að greina það að rör þessi eru hvorki fallbyssa né vélbyssur.“ Maðurinn var því sýknaður af ákærunni, og voru málsvarnarlaun verjanda hans, 150 þúsund krónur, greidd úr ríkissjóði. Dóminn kvað upp Pétur Guðgeirsson héraðsdóm- ari. Þorsteinn Skúlason flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, en Einar Þór Sverrisson hdl. var verjandi ákærða. „Skriðdrekinn“ var á sínum tíma gerður upptækur, en eigandi hans færi hann væntanlega í hendur í ný. Mátti flytja inn eftir- líkingu af skriðdreka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.