Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Það er ekkert grín að mætaþessum flikkjum á mjóumvegi og miklum hraða!“Viðmælandi Morgun-blaðsins sýpur hveljur. „Ég verð hreinlega úttaugaður af því að aka innan um alla þessa vörubíla,“ segir annar. „Eiga þessir risar veg- ina eða hvað?“ spyr sá þriðji. Margir virðast hafa skoðun á land- flutningum á Íslandi. Afar margir. „Við erum eyþjóð. Fyrirgefðu, en skýtur ekki dálítið skökku við að flytja vörur eftir þjóðvegum þegar við erum umlukin hafi?“ er blaða- maður til dæmis spurður. Og kannski má segja að það skjóti skökku við. Málið er hins vegar ekki svo einfalt. Það er raunar allt flókn- ara en í fyrstu virðist. Þeir sem stóðu í sjóflutningum fullyrða að þróunin í átt til frekari landflutninga hafi verið óhjákvæmileg. Fólk hafi viljað hrað- ari afgreiðslu. Flutningabílar aka daglega á alla helstu staði úti á landi en sem dæmi sigldi Mánafoss, skip Eimskipa, einungis einu sinni í viku. Eimskip og Samskip, undir merkj- um Flytjanda og Landflutninga, sinna viðamestu landflutningunum á markaðinum, en einnig er fjöldi fyr- irtækja með umfangsmikla flutninga á eigin vegum. Hjá Eimskipum eru nú um 50–60 bílar í vöruflutningum á þjóðvegum landsins og hjá Samskip- um eru bílarnir 24, auk bíla sem vinna fyrir fyrirtækið sem verktak- ar. Guðmundur Nikulásson, fram- kvæmdastjóri innanlandssviðs Eim- skipa, segir þjónustuna við landsbyggðina hafa batnað mikið við aukna flutninga eftir þjóðvegum landsins. Margir hafa einmitt bent á að biðtími eftir vöru úti á landi sé mun styttri en áður og birgðakostn- aður fyrirtækja sé lægri. „Sam- félagsþróun, tækniframfarir, bætt samgöngunet og krafa um hraða og sveigjanleika eru stærstu orsaka- valdar þeirrar þróunar að strand- flutningar hafa nánast lagst af,“ er fullyrt í nefndaráliti sem Samgöngu- ráðuneytið lét vinna um þróun flutn- inga innanlands og gefið var út í apríl á síðasta ári. Mikil umferðaraukning Samkvæmt upplýsingum frá Eim- skip var 12–14 vörubílum bætt við flotann eftir að Mánafoss hætti sigl- ingum. Mikið eða lítið? Það fer allt eftir því hvern þú spyrð. „Þetta er minni aukning en margir myndu ef til vill halda, en margir telja að um- ferð vörubíla hafi aukist stórkostlega eftir að siglingar lögðust af. Umferð vörubifreiða var hins vegar þegar orðin mjög mikil þegar farið var í þessar breytingar,“ segir Guðmund- ur hjá Eimskip. Samkvæmt upplýsingum Auðar Þóru Ásgeirsdóttur, forstöðumanns umferðardeildar Vegagerðarinnar, hefur umferð á Íslandi aukist það mikið að hlutfall vörubíla af heildar- umferð er svipað og síðustu ár, jafn- vel þótt vörubílunum hafi fjölgað. Vegagerðin flokkar alla bíla sem eru yfir 3,5 tonn sem þunga bíla. Þungir bílar eru því ekki einungis flutninga- bílar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fjölgaði þungum bíl- um, sem skráðir eru á Íslandi, um rúm 2.000 á tæpum áratug fram til ársins 2004. Árið 2004 voru þeir 8.600 en ekki liggja fyrir tölur frá árinu 2005. Eiga risarnir vegina? Morgunblaðið/Kristinn Kristófer Sæmundsson og Ólafur Helgi Kjartansson. Ólafur spyr hvort hægt sé að bjóða fólki upp á að aka veg „sem flutningabílar séu búnir að tæta upp“. Vörubifreiðum á þjóðvegum landsins hefur fjölgað mikið síðustu ár og margir hafa velt vöngum yfir því hvaða áhrif þetta hafi á umferð- aröryggi. Einn viðmælenda Morgunblaðsins líkti ástandinu á þjóðvegunum raunar við rússneska rúll- ettu. Var vegakerfið hannað fyrir alla þessa umferð? Sigríður Víðis Jónsdóttir og Kristinn Ingvarsson brugðu sér út á veg. Morgunblaðið/Kristinn ’Vandamálið er hinsvegar að vörubílar með tengivagn geta verið rúmlega 25 metra langir. Það er einfald- lega erfitt að mæta þeim og erfitt að taka fram úr þeim – svo einfalt er það.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.