Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 11 HVAÐ sem öllu líður er ljóst að á þjóðvegum landsins er í dag mikið af stórum og þungum bifreiðum. Það er jafnljóst að víða eru vegir mjóir og að vegakerfið var ekki hannað fyrir þá umferð sem um það fer í dag. Ræður það við þá umferð flutningabíla með stóra tengivagna, sem nú er á veg- unum? 49 tonna farmur á fullri ferð Blaðamaður og ljósmyndari ákveða að halda út á þjóðveg og sjá hvað setur. Stefnan er tekin á Sel- foss, á skrifstofu sýslumanns og lög- reglunnar. Þegar bíllinn er kominn að afleggjaranum að Bláfjöllum hef- ur hann mætt átta vörubílum frá því að talning hófst við Rauðavatn. Þetta eru að mestu vörubílar sem aka möl frá Lambafelli og Jósepsdal inn til Reykjavíkur. Áfram er haldið. Á háheiðinni brestur á með þykkri þoku og víða liggur vatn á veginum. Út úr þokunni kemur skyndilega stór flutningabíll með tengivagn. Beint fyrir aftan hann er lítill fólksbíll. Blaðamaður minnist orða eins fólksbílaeiganda sem endilega vildi benda honum á að fullt af fólki „væri með stæla út í vörubílstjórana“ og léti eins og bíl- stjórarnir væru vandamálið. „Vandamálið er hins vegar að vöru- bílar með tengivagn geta verið rúm- lega 25 metra langir. Það er einfald- lega erfitt að mæta þeim og erfitt að taka fram úr þeim – svo einfalt er það. Síðan eru þeir kannski með allt upp í 49 tonna farm og enginn smá- vegis skriðþungi á þeim. Árekstur slíkrar bifreiðar við fólksbíl hlýtur að verða alvarlegur.“ Viðkomandi líkti ástandinu á þjóðvegum landsins raunar við rússneska rúllettu. Selfoss nálgast og þegar bíllinn rennur inn í bæinn lýkur blaðamaður hávísindalegri skráningu sinni. Bif- reiðin mætti 27 flutninga- og malar- bílum frá Rauðavatni og að Selfossi. Úr Ingólfsfjalli er einnig mikið mal- arnám. Á sýsluskrifstofunni tekur sýslumaðurinn Ólafur Helgi Kjart- ansson á móti gestunum. „Ég get allavega sagt þér það að bílarnir hjá Mjólkurbúi Flóamanna eru vel merktir og duglegir að hleypa fram úr sér,“ segir kona á kaffistofunni. Það er kominn kaffitími og eldhúsið fyllist af starfsfólki. Sumir benda á að þeim finnist bílstjórar almennt ekki nógu duglegir við að auðvelda fólki að taka fram úr. Einn starfs- maður fullyrðir að stundum sé ekki breitt yfir farminn hjá malarbílunum og ökumenn fái því „skæðadrífu af grjóti yfir sig.“ Þetta er eins og veðrið Með Ólafi Helga sýslumanni og varðstjóranum Kristófer Sæmunds- syni höldum við upp á Hellisheiði á nýjan leik. „Þú sérð að axlirnar á veginum eru víða ónýtar. Þar sem þær eru farnar að brotna er ekki hægt að nota þær til að hleypa bílum fram úr,“ segir Ólafur. Kristófer bendir á að óvanir ökumenn geti misst stjórn á bílnum við að fara út í vegbrún sem þessa. Hann sveigir út í vegkantinn og andartaki síðar fer bíllinn að titra og skjálfa. Aðspurðir hvort vörubílstjórarnir aki oft yfir hámarkshraða, sem er 80 km/klst fyrir þá, svara Ólafur og Kristófer neitandi og segja lögregl- una raunar lítil afskipti þurfa að hafa af bílunum. „Í þeim eru náttúrlega ökuritar sem skrá nákvæmlega hraðann, þannig að það er erfitt að ætla að fara eitthvað mikið of hratt. Sumir bílarnir eru líka stilltir þannig að þeir komast einfaldlega ekki hrað- ar en upp í 90,“ segir Kristófer og bætir við: „Fólki finnst vörubílarnir kannski oft aka hraðar en þeir raun- verulega gera. Þú ert auðvitað lengi að taka fram úr 25 metra löngum vörubíl með tengivagn, sem er á 85– 90 km hraða. Til að stytta tímann keyrir fólk sína eigin bíla kannski upp í 120. Vegna þess að menn þurfa sjálfir að aka þetta hratt er auðvelt að finnast vörubílstjórarnir sömu- leiðis aka alltof hratt. Ef vörubílarnir aka til dæmis á 90 km hraða má síðan náttúrlega spyrja til hvers verið sé að reyna að fara fram úr þeim.“ Við stöðvum lögreglubílinn við vegbrúnina og Ólafur bendir á hvað vegurinn sé víða orðinn skemmdur. Fram hjá okkur ekur stór vörubíll. Annar fer hjá stuttu síðar. Kristófer segir hlæjandi að vörubílarnir séu eins og veðrið á Íslandi. „Ef þú ert leiður á veðrinu þá bíðurðu bara í 5 mínútur. Það þarf ekki að bíða í meira en nokkrar mínútur eftir öðr- um vörubíl!“ Á heiðinni er þung umferð, bæði af vörubílum og einkabílum. Umferð á Íslandi hefur aukist gríðarlega síð- ustu ár og raunar þrefaldast síðan árið 1975, ári eftir að hringvegurinn var kláraður. Á sama tíma hefur þungaumferð – það er umferð bíla yfir 3,5 tonn – fimmfaldast. Þá fáum við stundum puttann! Um hádegisbil rennir lögreglubíll- inn með blaðamanni og ljósmyndara í hlað á Litlu kaffistofunni. Inni eru bílstjórar í hádegismat. Þeir segjast aka tíu sinnum á dag upp í Lambafell og ná í möl sem þeir flytja til Reykja- víkur. „Þetta eru um 40–50 bílar á dag sem standa í þessu á sumrin, þannig að ferðirnar eru á milli 400– 500. Það er náttúrlega ekkert smá- vegis,“ segir bílstjórinn Jón Óskar Valdimarsson. „Það þarf að tvöfalda Suðurlandsveginn frá Reykjavík og austur í Hveragerði. Við erum kannski fimm, sex og allt upp í sjö bílar í röð á leið hérna niður brekk- una.“ Jóhannes Þórðarson kinkar kolli. Hann situr við sama borð og drekkur kaffi. Aðspurðir hvort þeir verði var- ir við reiði eða ótta ökumanna á fólksbílum segja þeir að þeir finni stundum að fólk sé pirrað. „Suður- landsveginn frá Reykjavík og austur í Hveragerði þarf að tvöfalda. Stund- um eru við í malarflutningunum eins og lest hérna yfir heiðina. Síðan bæt- ast við allir flutningabílarnir með vörurnar,“ segir Jón Óskar og bætir glottandi við: „Þá fáum við stundum puttann! En þá brosir maður bara og vinkar …“ Síðan hlær hann hátt. Þegar Jón Óskar er spurður hvort honum finnist erfitt að mæta vöru- flutningabílum þegar hann sjálfur ekur einkabíl, hristir hann höfuðið. Jóhannes skellir hins vegar upp úr. „Jú, maður bölvar náttúrlega þegar maður er á fólksbíl og mætir þeim!“ segir hann. Þeir félagar segjast hins vegar halda að þegar allt komi til alls séu þeir ekki jafnofboðslega hættu- legir í umferðinni og sumir vilji vera láta. Það sama hafði Knútur Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands vörubifreiðastjóra, raunar sagt þegar blaðamaður ræddi við hann. „Ég get ekki tekið undir það að við séum eins varasamir á þjóð- vegunum og maður heyrir fólk stundum tala um. Vegirnir eru hins vegar víða mjög mjóir og það vita all- ir. Þá þarf að breikka,“ sagði Knút- ur. Aðspurður hafði hann sagt að ekki kæmi til greina af hálfu bílstjóra að láta vöruflutninga almennt fara fram á nóttunni eins og einhverjir hefðu bent á að gæti verið upplagt til að skilja á milli umferðar fólksbíla og vörubíla. Jón Óskar og Jóhannes efast sömuleiðis um að almennur akstur á nóttunni sé góð hugmynd. Með malarflutningana gangi það til dæmis ekki upp. Akstur á lengri flutningsleiðum á Íslandi fer reyndar að miklu leyti fram á kvöldin. Flutn- ingabílar leggja þá til dæmis af stað frá Reykjavík seinnipart dags og eru á ferðinni á kvöldin og fram á nótt. Festingar og breidd vega Þegar við komum aftur út af Litlu kaffistofunni hafa Kristófer og Ólaf- ur Helgi sinnt lögreglustörfum. Á bílaplaninu hafði staðið vörubíll með farm sem náði of langt aftan úr bíln- um. Farmurinn hafði reynst léttur, þar sem um svokallaðar yleiningar var að ræða, og því í lagi að hann væri festur með taufestingum en ekki keðjum. Mikið hefur verið rætt síðustu daga um frágang á farmi, enda lá í lok janúar tvisvar við stór- slysi þegar farmur losnaði af vöru- flutningabíl. Þegar bíllinn rennur af stað aftur spyr Ólafur hvort hægt sé að bjóða fólki upp á að aka veg eins og Hellis- heiðina „sem flutningabílar séu bún- ir að tæta upp“. Hann ítrekar að það verði að laga Hellisheiðina og raunar að breikka þjóðvegi landsins. Í bak- sýnisspeglinum sést í vörubílana við kaffistofuna. Blaðamaður minnist upplýsinga sem hann fékk hjá Vega- gerðinni um breidd vega á Íslandi. Sums staðar er hún ekki nema 6 metrar. Vegurinn á leiðinni frá Reykjavík og norður til Akureyrar er á mörgum köflum þetta breiður. Flutningabílarnir eru hins vegar orðnir allt upp í 2,25 metra breiðir. Að meðtöldum speglunum geta tveir slíkir bílar, sem koma hvor á móti öðrum, þannig tekið 5,60 metra af veginum. Þá eiga þeir einungis 40 cm eftir til að mætast. Séu bílarnir með tengivagna má ekki mikið út af bera til að þeir sveiflist ekki í þann sem kemur á móti. Slit eftir þungaumferð Fyrir réttu ári skrifuðu Samtök verslunar og þjónustu á vefsíðu sína að þau vildu að ríkið legði kapp á að byggja upp vegakerfi landsins. Sam- tökin sögðu ástæðu til að krefja stjórnvöld um að þau auðvelduðu landflutninga eins og kostur væri, enda væru strandsiglingar óhag- kvæmari kostur til flutninga á vörum um landið. Sturla Böðvarsson skip- aði nefnd nokkru áður, í nóvember 2004, sem falið var að skila inn til- lögum að framtíðarstefnu stjórn- valda varðandi sjóflutninga með ströndinni. Í grein í Morgunblaðinu í ágúst 2005 sagði hann að í ljósi nið- urstöðu nefndarinnar væri mikil- vægasta verkefni samgönguyfir- valda að tryggja uppbyggingu vegakerfis og umferðaröyggis, í kjöl- far þess að vöruflutningar um vegina hefðu aukist. Fulltrúar hjá Rannsóknarnefnd umferðarslysa og Félagi íslenskra bifreiðaeigenda bentu blaðamanni á að umferðaröryggi tengt vörubílum snerist ekki eingöngu um veru þeirra á vegunum, heldur einnig það vegslit sem bílarnir valda. Slitnir vegir geta skapað slysahættu. Veg- irnir afmyndast og í þá koma rákir og holur, sem geta verið varasamar. Viðhaldskostnaður vegna vegslits sem verður á hverju ári er hár. Þungur bíll þrýstir mörg þúsund sinnum meira á veginn en venjulegur fólksbíll og skemmir burðarþol veg- anna. Það er víða þrýst á íslenska vegakerfið. sigridurv@mbl.is SAMKVÆMT upplýsingum frá umferðardeild Vegagerðarinnar er hlutfall vörubíla um 6% af heildarumferð á landinu. Á síðasta ári voru vöru- bílar hins vegar aðilar að 17,15% af umferð- arslysum í dreifbýli í landinu. Samkvæmt bráða- birgðatölum frá 2005, sem Morgunblaðið fékk frá Umferðarstofu, áttu vörubílar aðild að 11,4% slysa þar sem meiðsl urðu á fólki. Um lægri pró- sentutölur var að ræða árin á undan. Tölurnar frá 2005 voru bornar undir Sigurð Helgason, verk- efnisstjóra hjá Umferðarstofu. Hann segir þær áhyggjuefni. „Það er alveg klárt að hlutfall slysa þar sem þessi ökutæki koma við sögu hefur aukist. Hvort það er í samræmi við eða í tengslum við hversu mikið þeim hefur fjölgað eða umferðin aukist, er þó erfitt að segja. Þá vitneskju höfum við einfald- lega ekki enn þá en seinna á árinu verður hægt að meta það. Við vitum hins vegar að hlutfallsleg aukning óhappa þar sem vörubílar koma við sögu og annað hvort verður eignatjón eða meiðsl á fólki, er rúm 30% á milli ársins 2005 og með- altalsins fyrir næstu 5 ár á undan. Ef einungis er litið til slysa sem vörubílar eiga aðild að og þar sem meiðsl verða á fólki, er hlutfallsleg aukning enn hærri eða rúm 50%,“ segir Sigurður. Rétt er að taka fram að hér er ekki um prósentustig að ræða heldur hlutfallsaukningu. Umferðarslysum á Íslandi hefur almennt fækk- að – þrátt fyrir aukna umferð – og árið 2005 slösuðust færri á Íslandi en árið 2004. Sigurður bendir á að þar sem svo sé þurfi slysunum sem vörubílar eru aðilar að – það er tilvikunum sjálf- um – ekki að fjölga jafnmikið og hlutfallsaukningin sýni. Þeim hafi fjölgað sem hlutfalli af heild- arfjölda slysa. Sigurður bendir á að vegna þess að landflutningarnir séu mörgum áhyggjuefni hafi verið ákveðið að setjast niður og ræða málin. Á fimmtudag í næstu viku efnir Umferðarstofa, í samstarfi við Sam- gönguráðuneytið og Vegagerðina, til mál- þings um landflutninga og umferðaröryggi. Sig- urður segir að skoða verði málið út frá sem flestum sjónarmiðum og finna leiðir til úrbóta. Óöryggi er hættuvaldur Samkvæmt skýrslu sem Samgöngu- ráðuneytið lét vinna um breytingar á flutningum innanlands og kom út í apríl í fyrra, hefur aukin umferð flutningabíla á helstu akstursleiðum landsins ekki leitt til fjölg- unar slysa og óhappa þar sem þungir bílar koma við sögu. Þegar skýrslan er borin undir Sigurð bendir hann á að núna liggi fyrir nýjar tölur, frá árinu 2005, og í því geti legið verulegur munur. „Það er auðvitað alltaf erfitt að draga ályktanir en ég held að minnsta kosti að það sé full ástæða til að við séum meðvituð um þá hættu sem fylgt getur aukinni umferð flutningabifreiða. Ef við skoðum banaslys á Íslandi á undanförnum árum, svo dæmi sé tekið, þá er í mjög stórum hluta um að ræða árekstur lítillar bifreiðar og stórrar. Í langflestum tilvikum eru það þeir sem eru í litla bílnum sem líða. Þegar 40 tonna vöru- bíll ekur á bíl sem er 40 sinnum léttari, þá er munurinn náttúrlega ansi mikill.“ Sigurður bendir á að óöryggi bílstjóra gagnvart stóru bifreiðunum sé stór hættuvaldur. „Á vöru- bílunum eru atvinnubílstjórar, fólk með aukin öku- réttindi, sem á að hafa meiri kunnáttu og hæfni en aðrir ökumenn. Eitt stærsta vandamálið felst í að atvinnubílstjórar lenda í óhöppum þar sem fólk á einkabílum kemur við sögu. Ég sé það í mínu starfi að fullt af fólki er dauðhrætt við vöru- bílana. Það er erfitt að fara fram úr stóru bíl- unum og þeir aka kannski heldur hægar en al- menn umferð. Þetta veldur ótta og óöryggi sem er einn af hættuvöldunum í umferðinni. Sjálfur hef ég hins vegar trú á flutningabílstjórunum. Margir þeirra hafa orð á sér fyrir að vera tillits- samir ökumenn og vera duglegir við að leiðbeina fólki hvenær óhætt sé að fara fram úr. Það er einn af þeim þáttum sem skipt geta sköpum við að draga úr ótta annarra bílstjóra.“ Sigurður bendir á að Umferðarstofa eigi í sam- vinnu við nokkur fyrirtæki sem hafi marga bíla í rekstri, um verkefnið Vel á vegi staddur í vinnunni. „Með í því verða meðal annars tvö stór flutningafyrirtæki á þessu sviði. Markmiðið er að reyna að auka enn frekar meðvitund atvinnubíl- stjóra fyrir umferð og umferðaröryggi og virðingu þeirra fyrir lögum og reglum. Það er mikilvægt að fyrirtækin sem standa í flutningunum séu meðvituð um ábyrgðina sem þeim fylgir og geri allt sem þau geta til að gera akstur bílanna öruggan.“                                      !  " #               $  $                    !  " #               $                      !  " #                !"                   !  " #          #  $  %   $ Þróunin er áhyggjuefni Sigurður Helgason LENGI vel voru vörur fluttar á milli landshluta með sjóflutn- ingum en síðan tók að dragast saman í slíkum flutningum. Sam- skip hættu rekstri strandflutn- ingaskips árið 2000 og bættu í staðinn landflutninganet sitt. Eimskip lagði í lok ársins 2004 niður hefðbundna strandflutninga við Íslandsstrendur og ákvað að færa flutningana yfir á vegakerf- ið. Félagið taldi ekki lengur arð- bært að reka skipið Mánafoss sem sinnti gámaflutningum á hringferð í kringum landið. Slæm nýting hafði verið á skipinu undir það síðasta. Eimskip er í dag með vikulegar ferðir með áætl- unarskipi frá Reykjavík til Eski- fjarðar en margir sáu afnám hringferðanna sem endapunktinn á áralangri þróun í flutningum innanlands. Þegar slíkir gámaflutningar lögðust af voru flutningar á landi þegar orðnir mjög miklir. Auk þess var og er mikið af þungum farartækjum í umferðinni, öðrum en flutningabílum, og akstur þeirra mikill. Vegagerðin áætlar að akstur þungra bíla, sem eru bílar yfir 3,5 tonn, hafi á síðasta ári verið 167 milljónir ekinna kílómetra. 20 ár- um áður var sama tala 54 millj- ónir ekinna kílómetra. Talan fyrir árið í fyrra sam- svarar því að á hverjum degi hafi 342 þungir bílar ekið hringinn í kringum landið. Á sjó, þeir sóttu þá … Næsta sunnudag verður fjallað um slit á vegum vegna þungaflutninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.