Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 19 Eru sveigjanleg starfslok valkostur? Ráðstefna í Salnum, Kópavogi, fimmtudaginn 9. febrúar kl. 13.15 Setning - Gísli Páll Pálsson formaður Öldrunarráðs Íslands Erindi: Tryggvi Þór Herbertsson Hagfræðistofnun H.Í. - Sveigjanleg starfslok Örn Clausen lögfræðingur - Vil vinna meðan ég get Berglind Magnúsdóttir öldrunarsálfræðingur - "Líf eftir starfslok" kvíðvænlegt eða eftirsóknavert? Ólafur Ólafsson formaður LEB - Eldri borgarar mun hressari nú en áður Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri LL - Borgar sig að flýta töku ellilífeyris? Gylfi Ingvarsson aðaltrúnaðarmaður Alcan - Sveigjanleg starfslok hjá Alcan og hugsanlegar hindranir Steinn Logi Björnsson forstjóri Húsasmiðjunnar - Reynsla Húsasmiðjunnar af því að ráða eldra fólk til starfa Fyrirspurnir úr sal Samantekt - Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM Ráðstefnustjóri er Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytis. Ráðstefnulok kl. 16.20 Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis Öldrunarráð Íslands í samvinnu við ASÍ, BHM, BSRB, LEB, SA og Samband íslenskra sveitarfélaga Allur hagna›ur af sölu plastpoka merktum Pokasjó›i rennur til uppbyggjandi málefna, en Pokasjó›ur, sem á›ur hét Umhverfissjó›ur verslunarinnar, veitir styrki til umhverfis- menningar-, íflrótta- og mannú›armála. Bæ›i einstaklingar og félagasamtök geta sótt um styrki úr sjó›num. Styrkir úr Pokasjó›i pokasjodur.is M E R K I U M U P P B Y G G I N G U Frestur til a› sækja um styrk úr Pokasjó›i rennur út 10. mars n.k. Umsóknum skal skila› á www.pokasjodur.is en flar eru allar uppl‡singar um sjó›inn, fyrirkomulag og styrki. A›eins er hægt a› sækja um á heimasí›u sjó›sins og skal umsókn send í sí›asta lagi á mi›nætti flann 10. mars n.k. UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT 10. MARS til fyrirmyndar hvað varðar fæðing- arorlofslög. „Við þurfum að koma á betra samstarfi,“ ítreka þær. Seinna hitti ég þessar konur á ferðalagi um Malí en þær voru ekki par hrifnar af World Social Forum. „Það var engin róttækni þar,“ segja þær og ég velti fyrir mér muninum á að vilja krukka í kerfið sem er fyrir og að skipta hreinlega um kerfi. Pólitískt tómarúm í Írak Í leit að fundi um ofbeldi gegn konum í Írak á tímum hernáms ramba ég óvart inn á stóran fund þar sem afrískar konur ræða samhæfðar aðgerðir kvenna í þessari stóru heimsálfu. Þær eru allar í sínu fín- asta pússi. Föt í öllum litum. Ég skil ekki tungumálin sem eru töluð en sit engu að síður þar í lengri tíma og fylgist með. Krafturinn sem ein- kennir samkomuna er stórkostlegur. „Þetta er grasrót,“ hugsa ég með mér og sé fyrir mér hvernig þessar konur munu ná að koma á breyting- um í Afríku. Mér tekst að finna Íraksfundinn sem er heldur fámennur. Von var á gestum frá Írak en fluginu þeirra var víst aflýst. Hitinn er mikill í um- ræðunum þegar ég sest niður. Kona frá Máritaníu, nágrannalandi Malí, leggur þunga áherslu á að kvenna- kúgun sé ekki hluti af íslam. Hún tekur eigið land sem dæmi þar sem konur hafa kosningarétt, ferðafrelsi og taka virkan þátt í pólitík. Ítölsk kona bendir á hvernig íslam hefur verið notað til kúga konur. Mestar eru áhyggjurnar þó af hinu pólitíska tómarúmi sem hefur skapast í Írak sem óvíst er hver muni fylla. „Við viljum að bandarískt herlið verði dregið frá Írak umsvifalaust enda er herinn ekki að gera neitt þarna nema reyna að búa svo um hnútana að Bandaríkin græði sem mest,“ segir kona frá samtökunum Code Pink en það eru bandarísk samtök kvenna sem standa gegn stríðsrekstrinum í Írak. Um þessar mundir eru þær að safna undirskriftum frá konum alls staðar að úr heiminum þess efnis að hernaðaraðgerðum í Írak verði hætt og peningunum varið í að byggja upp frið og leysa deilur. Til stendur að af- henda undirskriftirnar á alþjóðleg- um baráttudegi kvenna, 8. mars. Skiptum um ökumann! Ég geng borgina á enda í leit að fundi um hlutverk félagasamtaka í alþjóðakerfinu. Þegar ég loks finn réttu stofuna í háskólanum er hún tóm að undanskildum einum Breta í sömu leit og ég. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi enda í forsvari fyrir samtök sem berjast gegn gróður- húsaáhrifum. Við tölum um hlýnun andrúmsloftsins og ég segi honum í leiðinni frá Kárahnjúkum. Enda fyrir tilviljun á fundi sem fjallar um G-8 ríkin og samkomulag fjármálaráðherra þeirra um að fella niður skuldir 18 fátækustu ríkja heims. Fundargestir eru misbjart- sýnir á hvernig þessu verður fram- fylgt og margir óttast að peningarnir rati ekki til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda. Karlmaður frá mal- íska bænum Gao vekur athygli á slæmum aðstæðum íbúa þar og Belgi heldur þrumuræðu um stjórnmála- menn sem segja hugmyndir þeirra sem tala gegn hnattvæðingu í núver- andi mynd góðar en óframkvæman- legar. „Við þurfum að breyta farvegi hnattvæðingarinnar og skipta um ökumann!“ segir hann ákveðinn. „Afríka hefur þjáðst vegna stríðs og hungurs,“ segir svartur maður, sem ég heyri ekki hvaðan er. „Ef við höfum ekki mat, hvernig eigum við þá að þróast?“ Ameríkani, starfandi í Kenýa, gagnrýnir neikvæðnina sem einkennir fundinn: „Nýjustu samn- ingar G-8 eru ekki slæmir. Við þurf- um að fagna smásigrunum og byggja á þeim.“ Á mótmælum Kvenna í svörtu (Women in Black) er sungið og dans- að og hrópuð slagorð gegn stríði. Mér finnst þó heldur fámennt en það jákvæða er að fólkið, sem þarna kemur saman, er alls staðar að. Tveir piltar frá Togo gefa sig á tal við mig. Þeir segja mér frá ótryggu ástandi í landinu sínu og mótmælum sem kostuðu þúsundir manna lífið „Ég er heppinn, ég er í svo góðu formi og gat hlaupið í burtu þótt her- mennirnir skytu á eftir mér,“ segir annar þeirra og ég velti fyrir mér hvar Togo sé á landakortinu. Bylting eða breytingar? World Social Forum er merkileg samkoma fyrir þær sakir að þar heyrast raddir sem eiga ekki endi- lega upp á pallborðið annars staðar. Fólk ferðast langt að á WSF til að vekja athygli á aðstæðum sínum á tímum hnattvæðingar. Persónulega bjóst ég við meiri róttækni og jafnvel háværum mótmælum. Flest samtök- in sem ég kynntist voru hins vegar með báða fætur á jörðinni og í leit að raunverulegum og varanlegum lausnum. Það er síðan lesenda að dæma hvort það sé kostur eða galli. „Afríka hefur þjáðst vegna stríðs og hung- urs,“ segir svartur maður, sem ég heyri ekki hvaðan er. „Ef við höfum ekki mat, hvernig eigum við þá að þróast?“ TENGLAR .............................................. Code Pink: http://www.codepinkalert.org/ Femínískt gjafahagkerfi: http://www.gift-economy.com/ Konur gegn stríði: http://www.womensaynotowar.org World Tribunal on Iraq: http://www.worldtribunal.org/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.