Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Gleðin er mikilvægust í „Ég hélt auðvitað fyrst að mig væri að dreyma en þetta var blákaldur veruleiki,“ segir Ágústa Skúladóttir leikstjóri um samning sinn í Þjóðleikhúsinu. Ég er sannarlega búin aðvera svolítið dekruð und-anfarið með hvert drauma-verkefnið á fætur öðru ogalltaf að vinna með svo skemmtilegu fólki og í svo jákvæðum anda,“ segir Ágústa Skúladóttir leik- stjóri sem á þrjár frumsýningar að baki í Þjóðleikhúsinu á innan við ári og tvær framundan áður en vorar. Allt eru þetta ný íslensk verk, frum- uppfærslur, sem Ágústa er nánast búin að sérhæfa sig í því hún hefur ekki sett upp annars konar verk frá því hún sneri sér alfarið að leikstjórn fyrir einum sex árum. Það var þó ekki sjálfsögð ákvörðun og hún hefur sannarlega lifað tímana tvenna sem leikhúslistamaður frá því hún útskrif- aðist úr leiklistarskóla í London sum- arið 1992. „Það er ekkert svo rosalega langt síðan ég hugsaði í alvöru um að snúa mér að einhverju allt öðru, mér tæk- ist aldrei að lifa á þessu,“ segir hún og rifjar upp árin sem hún bjó í Bret- landi en þaðan flutti hún alkomin fyr- ir fimm árum. „Mér finnst reyndar ennþá að ég sé enn rétt að skreppa til Íslands,“ segir hún og hlær en kát- ínan og gleðin eru hennar sterkustu einkenni ásamt nærri ótrúlegri hóg- værð gagnvart eigin árangri í leik- húsinu sem hún virðist hálfhissa á sjálf. „Þetta er ekkert sjálfsagt og leikhúsvinnan er þess eðlis að einn getur maður ósköp lítið.“ Þetta er kannski lykillinn að vel- gengni hennar því hún hefur orð á sér fyrir að virkja leikhópinn sem hún stýrir hverju sinni á afskaplega já- kvæðan og skapandi hátt svo allir fá að njóta sín og sýningarnar bera því ótvírætt merki. Hún talar líka hisp- urslaust um einlægni, barnslega gleði og nauðsyn þess að gefa af sér í vinnunni án þess að hugsa sífellt um hvað öðrum finnist. Hún notar orðið „tilboð“ mikið og á þá við að leikarar, listrænir höfundar og leikstjóri skipt- ist á hugmyndum, geri hver öðrum tilboð sem eru síðan vegin og metin. „Öll tilboð eru góð þótt þau séu ekki alltaf notuð. Stundum sé ég furðu- svipinn á leikurunum þegar ég sting upp á því að þeir prófi að vera eins og sulta, eða eins og beikon, en ég hef séð leikara leika persónu byggða á steiktu beikoni með frábærum ár- angri svo það er ekki spurning um hvort það sé hægt.“ Og sjálf bregður hún ósjálfrátt á leik og skiptir um rödd eða geiflar andlitið skyndilega til að útskýra betur mál sitt og undir- strikar með því enn betur hæfileika sinn til að ná til leikara sem í hita leiksins grípa slíkt betur á lofti en orðmargar útskýringar. „Ég er ekki harðstjóri í leikstjórastólnum,“ segir hún hiklaust. „Lykillinn að árangri fyrir mig er að segja já við samspili og samvinnu og eiga jákvætt sam- starf við höfunda, leikara, leikmynda- og búningahönnuði og alla sem taka þátt í að skapa eina leiksýningu.“ Hélt að mig væri að dreyma Ágústa var ráðin af fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, Stefáni Bald- urssyni, til að stýra barnaleiksýning- unni Klaufum og kóngsdætrum sem gengur enn fyrir fullu húsi og hlaut Grímuverðlaunin sem besta barna- leiksýningin 2005. „Stefán hafði séð allar sýningarnar mínar hérna heima á undanförnum árum og bauð mér að búa til sýningu í tilefni af H.C. And- ersen-afmælinu á síðasta ári. Ég var þá þegar búin að ræða við þremenn- ingana Ármann Guðmundsson, Sæv- ar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason um hugsanlegt verkefni fyrir leikfélagið Hugleik og ég tók þá með mér inn í Þjóðleikhúsið í þetta verkefni.“ Sýningar Ágústu með sjálfstæðum atvinnuleikhópum og áhugaleik- félögum hafa vakið athygli fyrir frumleg efnistök og skemmtilegar út- færslur. Skemmst er að minnast Háalofts, Sellófóns, Grimmsævintýra og Memento Mori með Leikfélagi Kópavogs og Hugleik, svo einhverjar séu nefndar. En Klaufar og kóngs- dætur var varla frumsýnd þegar hjól- in fóru að snúast hraðar í lífi Ágústu. „Tinna Gunnlaugsdóttir, sem var tekin við embætti þjóðleikhússtjóra þegar við frumsýndum í mars í fyrra, hafði samband við mig daginn eftir frumsýninguna og bauð mér árs- samning við leikhúsið og ég hélt auð- vitað fyrst að mig væri að dreyma en þetta var blákaldur veruleiki.“ Ágústa hefur varla staðið upp úr leikstjórastólnum síðan því hún hóf fljótlega æfingar á nýju verki eftir Ólaf Hauk Símonarson, Halldór í Hollíwood, og strax þar á eftir tóku við æfingar á Eldhúsi eftir máli, leik- riti Völu Þórsdóttur byggðu á smá- sögum Svövu Jakobsdóttur. Allar þrjár sýningarnar hafa fengið mjög góðar umsagnir gagnrýnenda og frá- bærar viðtökur áhorfenda, þegar þessi orð eru skrifuð er uppselt svo langt sem augað eygir á Eldhús eftir máli og enn ganga Klaufar og kóngs- dætur um stóra sviðið á sunnudögum. Samstarf þeirra Ágústu og Völu Þórsdóttur nær allmörg ár aftur í tímann og þær hafa brasað ýmislegt í sameiningu í gegnum tíðina. „Það var Vala sem hringdi í mig einu sinni sem oftar og sagðist vera búin að skrifa einleik sem hún ætlaði að leika sjálf og væri búin að fá auga- stað á leikstjóra. Ég spurði hvern hún hefði í huga og hún sagði að þetta væri leikstjóri sem hefði eiginlega ekkert leikstýrt en hún hefði samt mikla trú á honum og væri viss um að hann gæti ýmislegt þótt hann vissi það ekki sjálfur. Ég taldi upp ýmsa unga menn sem mér þótti koma til greina en hún neitaði því öllu og sagði að leikstjórinn héti Ágústa Skúladótt- ir. Þetta var árið 2000 og sýningin hafði verið samþykkt inn á leiklist- arhátíð sjálfstæðu leikhúsanna, Á mörkunum, sem var hluti af dagskrá Reykjavíkur menningarborgar 2000. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja og fann þessari hugmynd Völu allt til foráttu en hún gaf sig ekki og við byrjuðum að vinna sýninguna og þetta var einfaldlega ofboðslega gam- an. Ég fann mig strax mjög vel í þessu.“ Uppistand og Grimebusters Ágústa segir að þegar þarna var komið sögu hafi hún verið orðin hálf- vonlítil um framgang sinn og öll saga hennar undirstrikar að þrátt fyrir allt hefur hún verið einstaklega þrautseig við að skapa sér verkefni og vettvang og ekki látið bugast þótt lítið hafi ver- ið í augsýn. „Lægst var nú samt risið á mér þegar ég bjó í Milford í Yorks- hire og var svo blönk að ég þurfti að tína saman afsláttarmiða úr stór- markaðnum til að geta keypt gulræt- ur og svínakótilettu. Þetta var ekki löngu áður en samtal okkar Völu átti sér stað.“ Hvað í ósköpunum var ís- lensk leikkona að gera í enskum út- nára eins og Milford í Jórvíkurskíri? „Ég bjó þar með mínum fyrrverandi sambýlismanni,“ upplýsir Ágústa. Og hvernig komst hún þangað? Til að fá svar við því er kannski rétt að hafa endaskipti á frásögninni og byrja á byrjuninni í stað þess að rekja söguna í hringjum afturábak. „Allt í lagi þá,“ segir hún en finnst slík frá- sagnaraðferð greinilega ekki eins skemmtileg. „Ég útskrifaðist úr leik- listarskólanum í London sumarið 1992 og stofnaði strax leikhóp með nokkrum vinum mínum sem við köll- uðum Gargoyle Theatre. Við bjugg- um til sýningu upp úr sögu Einars Más Guðmundssonar Eftirmáli regn- dropanna og sýndum hana hér og þar. Þetta var nú ekki vinna sem maður lifði á og inn á milli og lang- tímum saman var ég að gera eitthvað allt annað til að eiga fyrir salti í graut- inn,“ segir Ágústa og leikur svo nokkrar reynslusögur úr hinum ýmsu störfum sem atvinnulausir leikarar taka gjarnan að sér í Bretaveldi. „Ég vann t.d. fyrir rúðuglersfyrirtæki og tók að mér götur í úthverfum London og skoðaði hvort þar væru hús sem vantaði tvöfalt gler í gluggana. Það var nóg af þeim og ég bankaði og hóf upp raust mína og bauð góðan dag og hvort húsráðandinn vildi kynna sér … og þá fékk ég yfirleitt hurðina á fésið. Þetta var mjög holl æfing í að venjast höfnun því þetta endurtók sig yfirleitt þrjátíu sinnum á dag. Annað starf sem atvinnulausir leikarar flykktust í var hjá fyrirtæki sem hét Grimebusters (Óhreinindabanar). Við vorum send í hús ríka fólksins til að þrífa og þar var nú ekki alltaf allt í sómanum skal ég segja þér. Sum kló- settin þurfti maður að skafa að innan með hníf! Og svo spjallaði maður á meðan við næsta samstarfsmann um hvernig hefði gengið að leika Ríkharð þriðja á leikferðinni um Wales og það var ekkert mál að fá frí til að skreppa í áheyrnarprufur sem báru yfirleitt lítinn árangur hjá okkur í Grime- bustersliðinu.“ Ágústa var þó ekki af baki dottin og stofnaði ásamt Völu Þórsdóttur og Önnu Hildi Hildibrandsdóttur Ice- landic Takeaway Theatre og undir því nafni fengu þær Svein Einarsson til liðs við sig í London og settu upp verk hans The Daughter of the Poet um Þorgerði Egilsdóttur Skalla- Grímssonar. Sú sýning var síðar svið- sett á íslensku undir sömu merkjum á áðurnefndri hátíð, Á mörkunum. „Það var þegar við vorum að vinna að sýningunni í London sem Sveinn Einarsson sagði að líklega leyndist leikstjóri í henni Ágústu og ég varð næstum því móðguð því á þeim tíma hafði mér aldrei dottið leikstjórn í hug og leit stórt á mig sem leikkonu!“ segir Ágústa og hlær innilega. „Ein- hvers staðar í þessu harki datt mér í hug að ganga alveg fram af sjálfri mér og gera eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég gæti,“ segir hún svo og setur þar kannski fing- urinn á orsökina fyrir árangri sínum hingað til. En hvað var þetta sem hún gerði? „Ég fór á námskeið í uppi- Ágústa Skúladóttir leik- stjóri hefur sannarlega tekið sér sess sem einn af athygl- isverðustu leikstjórum þjóð- arinnar á undanförnum misserum. Núna eru þrjár sýninga hennar á fjölum Þjóðleikhússins og tvær til viðbótar væntanlegar í vet- ur. Hávar Sigurjónsson ræddi við hana. Ágústa leikstýrði Eldhúsi eftir máli eftir Völu Þórsdóttur eftir sögum Svövu Jakobsdóttur á Smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins. Leikkonurnar Margrét Vilhjálmsdóttir, María Páls- dóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Aino Freyja Järvelä. Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.