Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 43 Morgunblaðið/Sigríður Víðis Úti á þjóðvegi í Myanmar í Suð- austur-Asíu. Bílaeign í landinu er sjaldgæf og hver fersentímetri öku- tækjanna nýttur til hins ýtrasta. sigridurv@mbl.is Á milli akra þar sem sykurreyr óx lagði upp þykkan reyk. Þarna var safinn kreistur úr sykurreyrnum og tappað á olíutunnur. Mjóslegnir menn, sveittir upp fyrir haus, veif- uðu og brostu breitt. Sykursafinn bullaði í opnum kerum. Leiðslurnar voru gamlar og á reimunum engar hlífar. Vinnumennirnir voru í opnum sandölum og loftið þungt. Hvað segði Vinnueftirlitið heima? Kona seldi listilega vel gerðar flík- ur. Ég keypti af henni útsaumaða skyrtu á nokkur hundruð krónur. Bómullin var handofin og ræktuð á akrinum fyrir aftan. Skyrtan var saumuð á staðnum. Sjötug kona sat á jörðinni og galdraði fram leirmuni. Hún var hrukkótt, tannlaus og þvengmjó. Leirinn hafði fjölskyldan sjálf búið til. Fingurnir voru mjóir og bognir en handtökin hröð. Hún hafði gert þetta síðan hún var lítil stúlka. Í Myanmar virkaði allt á mig eins og klippt út úr póstkorti eða tekið beint upp úr gamalli mannkynssögu- bók. Brosin voru breið og himinninn heiður og blár. Úti var kyrrð og ró og allt einkennilega tært. Kannski varð veran í landinu fyrst draumkennd þegar reynt var að púsla saman við þetta ógnarstjórn sem fótum treður rétt landsmanna og heldur höfuðandstæðingi sínum, nóbelsverðlaunahafanum Aung San Suu Kyi, í stofufangelsi. Þar hefur hún mátt dúsa meira og minna í mörg ár. Dvölin í Myanmar var eins og einn stór draumur – eða kannski einn harður veruleiki. VALGAR‹SSON KJARTAN 3sæti Allir me›! Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík STYRKJUM var úthlutað úr mennt- unarsjóði Félags heyrnarlausra 27. janúar sl. Sjóðurinn var stofnaður af Félagi heyrnarlausra árið 1999 og er fjármagnaður af menntamálaráðu- neytinu og ýmsum fyrirtækjum. Alls voru umsóknir 12 og eft- irtaldir aðilar fengu styrki: Camilla Björnsdóttir, kr. 75.000, til náms í hjúkrunarfræði í Uppsala Universi- tet, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, kr. 35.000, til náms í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands, Þórður Örn Krist- jánsson, kr. 35.000, til framhalds- náms á sviði dýravistfræði við Há- skóla Íslands, Guðrún Björg Jónsdóttir, kr. 25.000, til náms í Iðn- skólanum í Reykjavík, Sigurlín Mar- grét Sigurðardóttir, kr. 25.000, til náms í Menntaskólanum við Hamra- hlíð, Arnþór Hreinsson, kr. 10.000, fyrir námskeiði í Tölvuskólanum, Baldvin Björnsson, kr. 10.000, fyrir námskeiði í Slysavarnaskóla sjó- manna, Hallbjörn Freyr Ómarsson, kr. 10.000, fyrir námskeiði í Slysa- varnaskóla sjómanna og Karl Bar- tels, kr. 10.000 fyrir námskeiði í tölvuskóla. Á myndinni, talið frá vinstri: Vil- hjálmur G. Vilhjálmsson formaður stjórnar Menntunarsjóðs, Guðrún Jónsdóttir, Arnþór Hreinsson, Sig- urlín Margrét Sigurðardóttir og Baldvin Björnsson. Styrkir úr menntunarsjóði Félags heyrnarlausra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.