Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 45 kominn heldur betur í sviðsljósið, hann stóð á auða svæðinu milli jólatrésins og mannskarans í svörtu flauelsfötunum sínum með þverslaufuna. Hann gekk hikandi nokkur skref og starði upp á sviðið þar sem Þyrnirósirnar sjö biðu þess með hálflukt augu að verða vaktar upp með kossi. Svo leit hann skyndilega aftur fyrir sig, til ömmu sinnar, og sagði stundar- hátt: „Mér lístur ekki á þetta!“ Að svo mæltu flýtti hann sér til baka og beið þess í skjóli ömmu sinnar að sjá hvernig þeim dreng reiddi af sem eftir nokkurt þóf fékkst til að taka að sér hlutverk prinsins. Mér datt þessi saga ósjálfrátt í hug þegar ég heyrði um ráðningu nýs ritstjóra. Það er ekki heiglum hent að taka að sér ritstjórn blaða núna, eins og fjölmiðlaumhverfið er. Þeir eru á bersvæði eins og raunar margt fólk í stjórnunarstöð- um, og því „lístur“ ábyggilega ekki alltaf á blikuna. Það er svo margt í deiglunni í íslensku þjóðlífi og margar „Þyrnirósir“ sem bíða eftir kossi. KIWANISKLÚBBURINN Jörfi styrkti nýverið samtökin Forma um 100 þúsund krónur en Forma eru samtök átröskunarsjúklinga á Ís- landi. Samtökin voru stofnuð á síð- asta ári af Ölmu Geirdal og Eddu Ýri Einarsdóttur en þær hafa báðar bar- ist við sjúkdóminn. Bragi Stefánsson hjá Kiwanisklúbbnum Jörfa sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir fund þeirra við forsvarsmenn Forma hefði klúbburinn tekið þá ákvörðun að veita þeim styrk.Áður fyrr hefði þessi sjúkdómur ekki þekkst en með aukinni fræðslu og óeigingjörnu starfi einstaklinga hefði það ástand breyst auk þess sem heilbrigðisyf- irvöld hefðu tekið við sér og opnað göngudeild fyrir átröskunar- sjúklinga á Landspítalanum. Morgunblaðið/Eggert Forsvarsmenn Forma taka við styrknum úr hendi Kiwanismanna. Kiwanisklúbburinn Jörfi styrkir Forma UNDANFARIN ár hefur Sjóvá unnið forvarnastarf meðal fyr- irtækja sem eru tryggð hjá félaginu og verðlaunar félagið það fyr- irtæki sem náði bestum árangri í forvarnastarfi meðal sinna öku- manna. Í ár var það fyrirtækið ISS-Ísland sem hlaut Sjóvá-bikarinn að launum fyrir framúrskarandi árangur. Farið var í samstarf við ISS-Ísland í byrjun árs 2005. Allir bílstjórar komu á námskeið til Sjóvá í lok febrúar og byrjun mars. Eftir þann tíma hafa aðeins tvö umferðartengd tjón orðið hjá rúmlega 50 bílum fyrirtæksins á árinu 2005. Þar sem árangurinn er metinn í heild fyrir árið 2005 og borinn saman við árið 2004 er talan 70%. Í raun er árangurinn samt meiri ef skoðað er tímabilið fyrir og eftir námskeið þar sem nokkur tjón urðu í janúar og febrúar 2005 áður en námskeið voru haldin. Þá er árangurinn nálægt 80% tjónafækkun. Önnur fyrirtæki sem sýndu góðan árangur: Greifinn á Akureyri með 33% tjónalækkun og Steypustöðin með 22% tjónalækkun. Á myndinni eru starfsmenn og forráðamenn ISS-Ísland að taka á móti verðlaunum og viðurkenningu fyrir árangur í forvarna- starfi. Góður árangur af forvarnastarfi RÚMLEGA 96 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í jan- úarmánuði síðastliðnum, samkvæmt tölum frá flugvellinum. Þetta er 12,4% fjölgun farþega á milli ára, það er miðað við janúar í fyrra. Farþegar á leið frá landinu voru 42.751 í janúar síðastliðnum, fjölgaði um 14% á milli ára. Á leið til landsins voru 38.258 farþegar og fjölgaði þeim um 13,3% miðað við janúar í fyrra. Áfram- og skiptifarþegar (transit) voru rúmlega 15 þúsund og fækkar aðeins. 12% fjölgun farþega í janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.