Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VESTURHEIMI LISTAMAÐURINN John K. Sam- son, sem er af íslenskum ættum, er í hópi fimm þekktra kan- adískra rithöfunda, sem kan- adíska útvarpsstöðin CBC, valdi til að fara fyrir lestrarátaki hjá kanadísku þjóðinni í apríl næst komandi. John Samson mælir með bókinni A Complicated Kindness eftir Miriam Toews og á bókalista hans er líka bókin Carnival of Longing eftir Kristjönu Gunnars. CBC var með sérstakt lestr- arátak í fyrra og árið þar á und- an og þar sem það þótti takast vel var ákveðið að endurtaka leikinn í ár. Átakið felst í því að fimm þekktir rithöfundar mæla með ákveðnum bókum og ræða um ágæti þeirra í útvarpsþáttum dag- lega í fimm daga. Ein bók dettur út í hverjum þætti þar til ein stendur eftir og mælt er með að Kanadamenn lesi. Með þessu móti er vakin athygli á bókum og al- menningur, ekki síst ungt fólk, hvattur til að lesa fleiri bækur en til þessa. John K. Samson er þekktur, rúmlega þrítugur maður. Hann hefur komið víða við og er hreyk- inn af íslenska uppruna sínum þó hann líti að sjálfsögðu á sig sem Kanadamann en af íslenskum ætt- um. Hann er sonur Eleanor og Tim Samsons og langalanga- langafi hans, Jón Samsonarson, forsmiður, alþingismaður og bóndi í Keldudal, byggði meðal annars Víðimýrarkirkju 1834. John Samson er fyrst og fremst þekktur fyrir söng, textagerð og lagasmíðar og hefur David Arna- son, yfirmaður íslenskudeildar Manitobaháskóla í Winnipeg, sagt að hann sé einn hæfileikaríkasti listamaður Kanada. Í tæplega fimm ár, 1991 til 1996, var hann aðalmaðurinn í pönkhljómsveit- inni Propaghandi og seldust meira en 100.000 diskar með sveitinni. 1997 stofnaði gítarleik- arinn og söngvarinn kanadísku rokkhljómsveitina The Weakert- hans og hafa diskar hennar sam- tals selst í nokkur hundruð þús- und eintökum auk þess sem hljómsveitin hefur verið tilnefnd til merkra verðlauna í Kanada, John K. Samson fer fyrir lestrar- átaki í Kanada Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ÁRSÞING Þjóðræknisfélags Ís- lendinga í Norður-Ameríku verður haldið í Victoria í Bresku Kólumbíu dagana 20. til 23. apríl næstkom- andi og hefur Þjóðræknisfélag Ís- lendinga skipulagt hópferð frá Ís- landi á þingið. Yfirskrift þingsins er Ísland to Island from Heritage to Heritage og vonast skipuleggendur til þess að íslenskur ráðherra heiðri þingið með nærveru sinni eins og und- anfarin ár. Þingið fer fram á Hotel Grand Pacific við höfnina í Victoria og gefst þátttakendum færi á ýms- um ferðum um Victoria í tengslum við þingið. Skráning er hafin og veitir Fred Bjarnason, formaður Ís- lendingafélagsins í Victoria, allar nánari upplýsingar (Fred.Bjarna- son@gov.bc.ca). Hópferð frá Íslandi Ferð Þjóðræknisfélagsins (www.inl.is) til vesturstrandarinnar stendur yfir frá 15. til 25. apríl. Flogið verður til Minneapolis laug- ardaginn fyrir páska og þaðan til Seattle á páskadag. Þriðjudaginn 18. apríl verður ekið til Vancouver með viðkomu í Bellingham og Blaine. Siglt til Victoria 20. apríl (sumardaginn fyrsta) og aftur til baka að þingi loknu og gist eina nótt í Vancouver. Mánudaginn 24. apríl verður ekið til Seattle, flogið þaðan til Minneapolis samdægurs og flogið til Íslands að kvöldi 25. apríl. Í ferðinni verða Íslendingafélög heimsótt sem og Íslendingabyggðir og aðrir áhugaverðir staðir. Far- arstjórar verða Almar Grímsson, formaður Þjóðræknisfélagsins, og Jón Baldur Þorbjörnsson, en Ferðaskrifstofan Ísafold (www.isa- foldtravel.is) annast alla fyr- irgreiðslu, upplýsingar og bókanir í ferðina. Nánari upplýsingar veita Jón Baldur Þorbjörnsson (jonbald- ur@isafoldtravel.is) og Erla Guð- mundsdóttir (erla@isafoldtravel.is). Ársþing Þjóðrækn- isfélagsins í Victoria Það geta fáir boðið eins ríkulegan aukabúnað á svona lágu verði. Opel Astra hefur verið endurhugsuð frá grunni og útkoman er gjör- breyttur bíll a› innan sem utan. Kynntu þér nýja Opel Astra í dag. Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 ih.is Beinskiptur - 1.6 lítra vél – Mánaðargreiðsla 18.583,-** ÞESSI ER HLAÐIN AUKABÚNAÐI: ESP skriðvörn, útvarpsfjarstýring í stýri, samlitur og loftkæling. 7 hátalarar, spilar mp3, hiti í sætum, aksturstölva og margt, margt fleira. NCAP eru leiðandi í öryggis- og árekstrarprófum í Evrópu. Opel Astra fékk hæstu mögulegu einkunn. Nýja Astran er svipuð og sú gamla. Bara miklu betri og flottari. 1.550.000,-*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.