Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 59 UMRÆÐAN ÞAÐ er gamall siður óvandaðra pólitíkusa að tala til þess heimsk- asta í hópnum, og urðu Þýzkarar á fyrri helmingi síðustu aldar frægir fyrir; höfðu reyndar að kenningu að svo skyldi gert. Það hlýtur að vera af sömu rót runnið, þegar iðnaðarráðherrann íslenzki talar til almennings og heldur því fram, að Landsvirkjun hafi hafið samninga um sölu orku til álvers í Straumsvík, án hans vitundar. Eða er formaður stjórn- ar Landsvirkjunar tilbúinn til að staðfesta slíkt? Skýringin á þessu froðusnakki ráðherrans er sáraeinföld: Fram- sóknarráðherrann reynir að láta líta svo út í augum kjósenda í Norð-Austurkjördæmi að álver norður þar sé í takinu. Og bæj- arstjórinn á Akureyri ber sér á brjóst og boðar styrjöld um málið, enda þótt hann sé stjórnarmaður í Landsvirkjun og viti betur. Hinar bláköldu staðreyndir eru þessar: Framkvæmdastjóri Landsvirkjunar gerir sér fulla grein fyrir að fyrirtækið þolir ekki annan álsamning við Alcoa á sömu verðnótum og á Reyðarfirði. Þessvegna rýkur hann til – í skjóli þéttbýlisvaldsins syðra að sjálf- sögðu – og tekur boði Alcan, vit- andi að atkvæðakaup Fram- sóknar eiga að ganga fyrir öllu öðru að áliti iðnaðarráðherrans og endilangrar forystu þess flokks. Það er því iðnaðarráðherrann sjálfur, sem með gælum sínum við Alcoa hefir skákað stóriðju út af landsbyggðarkortinu. En áfram verður haldið að reyna að telja mönnum trú um að stóriðjuframkvæmdir séu á næsta leiti nyrðra – og mun það kannski takast framyfir næstu alþing- iskosningar. Til þess eru að vísu refarnir skornir. En þar að kemur að Framsókn- arfrúin verður heimaskítsmát í taflinu. Sverrir Hermannsson Heimaskítsmát Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. NÝVERIÐ kom út skýrsla Rík- isendurskoðunar um fjármál og rekstur Verkmenntaskóla Austur- lands (VA) árin 2002 til 2005. Í þessari úttekt rík- isendurskoðunar á VA sem um árabil hefur verið að glíma við umtalsverðan hallarekstur er reynt að finna skýringar á hvað veldur. Í skýrsl- unni, sem um margt er vel unnin, er varp- að ljósi á ýmsa þætti sem áhrif hafa á rekstrarlegt umhverfi framhaldsskólanna. Gerð er grein fyrir einkennum reiknilík- ansins sem notað er til að skipta fjármagni á milli skólanna bæði kostum þess og göllum. Auk þess er lítillega fjallað um aðkomu og eftirlit menntamálaráðuneytis í þessu máli. Þá er mat lagt á að- gerðir og viðbrögð stjórnenda VA við umræddum hallarekstri. Það vekur athygli hve einfaldar skýringar ríkisendurskoðun hefur á hallarekstri VA. Það vekur ekki síður athygli hvernig ríkisend- urskoðun einfaldar hlutina þegar mat er lagt á aðgerðir stjórnenda VA til að sporna við. Lítið tillit er tekið til þess hve erfitt er fyrir lít- inn skóla úti á landi að ná sam- bærilegri nýtingu og stærri skólar á höfuðborgarsvæðinu og á Ak- ureyri geta náð. Samanburður á skólunum er ákaflega takmark- aður og vart nothæfur til að draga miklar ályktanir af. Til að greina vandann og geta lagt fram raunhæfar tillögur um úrbætur sem stuðlað geta að því að rekstur VA og annarra fram- haldsskóla verði í betra jafnvægi þarf að kafa dýpra. Kaflinn með ábendingum ríkisendurskoðunar lýsir skýrslunni best. Góðar ábendingar eru í bland við aðrar verri. Ábendingar um áætl- anagerð, aðhald og fylgni við regl- ur eru góðar. Einnig athugasemd- ir um áhrif nýtingartengdra þátta á fjárframlög til annarra rekstr- arþátta sem eru óháðir nýtingu. Hér má nefna tækjabúnað, fram- lög til húsnæðis og aðstöðu. Að- eins lítillega er vikið að eftirlits- hlutverki menntamálaráðuneytis og tengslum skólasamninga við reiknilíkanið. Sá hluti hefði þurft að vera miklu ítarlegri. Í skýrslunni er vikið að vægi byggðastefnu í umræddu reiknilík- ani. Ég tel að byggðastefnu eigi að reka fyrir opnum tjöldum og framlög vegna hennar eigi að vera sýnileg og liggja uppi á borðinu en ekki fal- in í reiknilíkani sem ætlað er annað hlut- verk. Þessi aðferð rýrir trúverðuleika reiknilíkansins. Rík- isendurskoðun fer út á hálan ís í ábend- ingum sínum um flutning fjármagns frá skólum sem skila góð- um árangri til hinna sem lakar standa. Lagt er til að þeir skólar sem hafa veru- lega góða nýtingu fái ekki greitt að fullu fyrir sína nemendur og mismunurinn verði notaður til að greiða hallarekstur þeirra sem verr standa. Sú tillaga er vitlaus og nái hún fram að ganga mun hún vinna gegn árangursstjórnun í skólum. Sú breyting mun fjar- lægja hvata til að halda rekstri skólanna í jafnvægi. Sú tillaga er einnig þvert á stefnu ríkisstjórn- arinnar um árangursstjórnun og þær kröfur til opinberra stofnanna sem birtast í stefnuyfirlýsingu hennar. Reiknilíkanið hefur það hlutverk að gera tillögu um skiptingu fjár- muna til skóla í samræmi við um- saminn kostnað þeirra. Flestar breytingar sem gerðar hafa verið á því undanfarin ár hafa verið til bóta en það er langt í frá að verk- ið sé fullkomnað. Það var mikið þarfaverk að breyta líkaninu þannig að meira tillit væri tekið til verknáms. Staða verk- og iðn- námsskóla hefur stórbatnað eftir þá breytingu en okkur sem rekum bóknámsskóla finnst sem pend- úlnum hafi verið sveiflað helst til langt. Jafnvægi er ekki náð. Grunnurinn sem hafður er til við- miðunar er of veikur. Það vantar í reiknilíkanið að tekið sé tillit til þess að krít, tafla, stóll og borð eru ekki lengur nægjanlegur bún- aður í nútíma kennslustofu. Tutt- ugu og fimm ára afskriftartími á tölvur, húsbúnað og önnur tæki á ekki að vera inni í reiknilíkani hjá þjóð sem vill standa fremst á sviði upplýsingatækni. Í reiknilíkaninu er ekki lengur tekið mið af raunverulegum kennslukostnaði einstakra skóla. Tekin hefur verið upp launastika sem á að miða við meðallaun allra framhaldsskólakennara. Ekki er unnt að meta hvort rétt stilling sé á umræddri launastiku. Með þess- ari breytingu var fjármagn flutt frá skólum sem hafa reynda og vel menntaða kennara til skóla sem voru með lægri launakostnað. Samkvæmt samningum er launa- kostnaður á hvert stöðugildi mjög mismikill eftir skólum. Launastik- an er í eðli sínu óréttlát. Fleira þyrfti að lagfæra í reiknilíkaninu ef vilji er til þess að það mæli raunverulegan rekstrarkostnað skóla sem í öllu fylgir settum lög- um, reglum og samningum. Vaxandi áhersla er á gæði í skólastarfi. Þeir skólar sem standa sig best miðað við þá mælikvarða sem nothæfir eru eiga að fá að njóta þess. Þá á að styrkja sér- staklega. Þannig yrði stuðlað að betra skólastarfi. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar er talað um að gera eigi sömu kröfur til opinberra stofn- anna um gæði og arðsemi og gert er í einkageiranum. Svona orð eru hjóm eitt á meðan góður árangur nær ekki að hafa áhrif á framlög til skólanna. Þau eru hjóm eitt á meðan lagaramminn sem skól- unum ber að starfa eftir er jafn þröngur og raun ber vitni. Það vantar nýrri og betri verkfæri. Fjármál og rekstur framhaldsskóla Már Vilhjálmsson fjallar um fjármál og rekstur framhalds- skóla ’Þeir skólar semstanda sig best miðað við þá mælikvarða sem nothæfir eru eiga að fá að njóta þess.‘ Már Vilhjálmsson Höfundur er rektor Menntaskólans við Sund. Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433 VÖLVUFELL - BYGGINGARRÉTTUR Höfum fengið í einkasölu alla eignarhluta í húsinu nr. 13 -21 við Völvufell í Reykjavík. Um er að ræða 860 fm hús á tveimur hæðum auk möguleika á 860 fm nýbyggingu á tveimur hæðum ofan á núverandi hús, samtals 1720 fm. Búið er að breyta aðalskipulagi og því er heimilt að breyta nýtingu eignarinnar yfir í fjölbýlishús. Næg bílastæði eru við húsið. Nánari upplýsingar veitir Óskar R. Harðarson á Eignamiðlun. 5577 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Hvort sem þú þarft að selja eða leigja atvinnuhúsnæði, þá ertu í góðum höndum hjá Inga B. Albertssyni. Nú er góður sölutími framundan, ekki missa af honum. Vandaðu valið og veldu fasteignasölu sem er landsþekkt fyrir traust og ábyrg vinnubrögð. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali ATVINNUHÚSNÆÐI HAFÐU SAMBAND FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár SPENNANDI VIÐSKIPTATÆKIFÆRI FYRIR FJÁRFESTA OG BYGGINGAVERKTAKA Hef sérhæft mig í ráðgjöf og sölu byggingaréttar til fjárfesta og byggingaraðila. Fjölmörg spennandi viðskiptatækifæri og áhugaverð verkefni af ýmsum stærðum í boði. PANTAÐU TÍMA SEM ÞÉR HENTAR Á skrifstofu Gimli kynni ég þér kosti án skuldbindinga af þinni hálfu Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Geymslu- eða lagerhúsnæði óskast til kaups eða leigu Hef traustan kaupanda að lager- eða geymsluhúsnæði 50-120 fm. Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í síma 896 5221. Hef kaupanda að húsi eða íbúðum Hef kaupanda að húsi eða íbúðum sem þarfnast standsetningar. Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í síma 896 5221. Hef traustan kaupanda að lóð eða lóðum Hef traustan kaupanda að lóð eða lóðum á höfðuborgarsvæðinu undir einbýli, raðhús eða fjölbýlishús. Upplýsingar veitir Bárður Tryggvason í síms 896 5221. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.