Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 61 UMRÆÐAN HVAÐ hyggjast sjálfstæðismenn gera við Orkuveitu Reykjavíkur? Þessi spurning er ekki ástæðulaus í aðdrag- anda borgarstjórn- arkosninga. Á und- anförnum árum hafa þeir selt stóran hluta af eignum ríkisins, m.a. grunnnet Símans. Með nýjan formann í stafni samþykktu sjálfstæðismenn á síð- asta landsfundi að kanna einkavæðingu Landsvirkjunar. Gildir eitthvað annað í þeirra huga um Orkuveitu Reykjavíkur? Einka- væðing getur verið hagkvæm, en ég óttast að sölumenn Sjálfstæð- isflokksins sjáist ekki fyrir í því söluæði, sem nú er á þá runnið. Ávinningur borgarbúa af Orkuveitunni Það er eðli veitustarfsemi að starfa á einokunar- eða fákeppn- ismarkaði. Vatnsbólin sem liggja að borginni og eru nýtanleg til vatns- töku eru í eðli sínu takmörkuð auð- lind og vatnsleiðslur ekki lagðar í hús frá fleiri en einum veituaðila. – Með nýjum raforkulögum er raf- veitustarfsemi, frá virkjun að borg, skilin frá innanbæjardreifingu, sem svo er skilin frá raforkusölunni sjálfri. Öllum raforkuframleið- endum er síðan heimilt að selja inn á dreifikerfi. Orkuveita Reykjavíkur tryggir borgarbúum raforku á lágmarks- verði þar eð arðsemiskrafa við sölu er um 4%. Ég efast um að einkaað- ilar myndu sætta sig við þá arðsemi af almennri raforkusölu. Arðsem- iskrafa Orkuveitunnar á raforku til stóriðju er hins vegar margföld. Ástæðan: Þar gilda ekki sömu fé- lagslegu sjónarmið og gagnvart al- mennum neytendum. Orkuveita Reykja- víkur færir Reykvík- ingum tvenns konar arð: annars vegar með lágu verði til neytenda og hins vegar með arð- greiðslum í borgarsjóð, sem hafa numið rúm- lega milljarði króna á ári á þessu kjör- tímabili. Þessi arður nýtist vel í uppbygg- ingu og rekstur sam- félagsþjónustunnar. Hugsanlega myndu einkaaðilar skila meiri hagnaði, en Reykvík- ingar myndu tapa. Sameign tryggir áhrif fólks Stundum er sagt að einstakling- urinn megi sín lítils, þegar kjörnir fulltrúar ríkis og sveitarfélaga taka umdeildar ákvarðanir um stórvirkj- anir. Ég fullyrði að áhrif borg- aranna yrðu minni ef fyrirtæki á borð við Orkuveituna kæmist í hendur einkarekinna stórfyr- irtækja, sem væntanlega þyrftu að fjármagna vexti og afborganir af lánsfé vegna kaupanna. Umhyggja fyrir náttúrunni og félagsleg sjón- armið yrðu varla ofarlega á lista við ákvarðanatöku. Ég vil standa vörð um Orkuveitu Reykjavíkur, sem er eign okkar allra. Fyrirtækið á að vera stolt Reykvíkinga og tákn um sjálfstæði borgaranna gagnvart auðhringum. Sú stund má ekki renna upp að Reykvíkingar þurfi að kaupa raf- magn, heitt og kalt vatn af fyr- irtæki í einkaeigu, sem þá hefði veigamikinn hluta af afkomu þeirra í hendi sér. Ef sú nöturlega staða kæmi upp eftir borgarstjórnarkosn- ingar í vor, að sjálfstæðismenn næðu meirihluta, færu þeir með 93% eignarhluta í Orkuveitunni og gætu sleppt lausum sölumönnum einkavæðingarinnar. Breytum lögum um Orkuveituna Óvissa um framtíð Orkuveitunnar er algjörlega óviðunandi. Í lögum um hlutafélög er gert ráð fyrir, að til að breyta eignarhaldi félagsins þurfi atkvæði aukins meirihluta eig- enda. Orkuveitan er sameignarfélag og um hana gilda sér lög. Ég tel nauðsynlegt að breyta lögum um Orkuveituna þannig, að það þurfi aukinn meirihluta í stjórnum þeirra sveitarfélaga, sem eiga í fyrirtæk- inu, ef breyta á eignarhaldi eða selja félagið eða hluta þess út fyrir eigendahóp. Það gerir að vísu ekki ómögulegt að selja fyrirtækið eða hluta þess en tryggir að víðtæk sátt yrði um söluna þar sem hagsmunir Reykvíkinga væru tryggðir. Í sam- ræmi við þetta mun ég á næsta stjórnarfundi Orkuveitunnar leggja til, að stjórnin leiti eftir stuðningi við slíkar breytingar á Alþingi. Við verðum að reisa varnarmúra gegn sölumönnum Sjálfstæðisflokksins. Ætlar íhaldið að selja Orkuveituna? Eftir Sigrúnu Elsu Smáradóttur ’Ef sjálfstæðismenn ná meirihluta í borginni geta þeir sleppt sölu- mönnum einkavæðing- arinnar lausum.‘ Sigrún Elsa Smáradóttir Höfundur er varaformaður stjórnar OR og sækist eftir 2.–4. sæti í próf- kjöri Samfylkingarinnar. Prófkjör Reykjavík Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Opið hús - Ystasel 25 - Vel staðsett einb. Sérlega fallegt og vandað 227 fm ein- býlishús á tveimur hæðum ásamt tvö- földum 42,2 fm bílskúr og fallegum, grónum garði. Eignin, sem er á tveimur hæðum, skiptist þannig: Efri hæð: And- dyri, hol, borðstofa, eldhús, rúmgóð stofa, fjögur herbergi og baðherbergi. Neðri hæð: Baðherbergi, sauna, þvottahús, tómstundaherb og hjónaherbergi með fataherbergi. Lóðin er stór, full- frágengin og falleg. Húsið var nýlega einangrað og múrað að utan og lítur mjög vel út. Örstutt er í Ölduselsskóla og leikskóla. V. 49,9 m. 5434. Opið hús í dag milli kl 14 -16. Skeiðarvogur - 5 svefnherbergi Vel staðsett raðhús á þremur hæðum. Húsið er á vinsælum stað. Aðalhæðin skiptist í eldhús og tvær samliggjandi stofur. Risið skiptist í tvö barnaherbergi, baðherbergi og hjónaherbergi með rúm- góðum skápum. Í kjallara eru 2 herbergi sem leigð eru út. Þau eru með aðgangi að snyrtingu og sturtuaðstöðu. V. 32,0 m. 5610 Laugateigur Falleg og tölvert endurnýjuð 3ja herb. rúmgóð kjallaraíbúð með sérinng. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, stóra stofu, barna- herbergi, hjónaherb., eldhús og baðherb. Sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla í íbúð. 5613 Engjasel - M/bílskýli og frábæru útsýni 2ja-3ja herb. stór og björt 81 fm íbúð með frábæru útsýni ásamt stæði í bílageymslu. Íbúðin skiptist í hol, sér þvottahús, baðherbergi, eldhús, stofu og svefnhebergi. Útsýni úr íbúðinni er einstakt. Í kjallara/jarðhæð fylgir sér geymsla svo og sam. hjólageymsla o.fl. Húsið lítur vel út að utan, m.a. er hitalögn í stétt o.fl. V. 16,9 m. 5606 Dofraborgir - útsýni Glæsilegt 172 fm raðhús á tveimur hæðum á fallegum útsýnisstað í Grafar- vogi. Húsið er hraunað að utan og er bíl- skúrinn sambyggður húsinu. Stórt bíla- plan er framan við húsið og er hitalögn í hluta þess. Húsið skiptist á eftirfarandi hátt. Neðri hæð: Anddyri, þvottahús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og sjón- varpsstofa. Efri hæð: Stofa og borðstofa, eldhús, gestasnyrting, hjónaherbergi og fataherbergi inn af því. V. 38 m. 5352 Eyjabakki - útsýni 4ra herb. endaíbúð á 2. hæð með fallegu útsýni. Íbúðin skiptist í gang, bað- herbergi, 3 herbergi, stofu, eldhús og bað. Íbúðin snýr til norðurs en þangað er fallegt útsýni til Esjunnar og víðar, einnig til austurs. Í kjallara fylgir sérgeymsla svo og sameiginlegt þvottahús o.fl. V. 17,5 m. 5101 Garðastræti - 2ja-3ja Sérstaklega falleg 2ja-3ja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin hefur öll verið standsett á smekklegan hátt. Góðar svalir. Frábær staðsetning. V. 18,7 m. 5637 Opið hús - Berjarimi 36 - Sérinngangur Falleg og vel skipulögð 67 fm, 2ja her- bergja íbúð á 2. hæð m/sérinngangi og góðum svölum. Húsið er nýlegt fjölbýlis- hús byggt 1996. Íbúðin skiptist í forstofu, hol, baðherb., stofu, eldhús, sérþvotta- hús og hjónaherb. Í kjallara er sér- geymsla og hjólageymsla. Yfir íbúðinni er sérgeymsluris en þar mætti útbúa íbúðarrými. Fallegt útsýni er af svölum vestur yfir borgina. Eignin verður til sýnis og sölu í dag (sunnudag) á milli kl. 14-15. Halla og Gunnar á bjöllu. V. 16,5 m. 5578 Hrauntunga - Glæsilegt útsýni Fallegt einbýlishús teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið er á eftirsóttum stað í suðurhlíðum Kópavogs. Húsið skiptist á tvær hæðir og svefnálmu sem er á palli sem er á milli hæða. Fjögur svefnh. Húsið er 206,5 fm. með bílskúr. V. 43,5 m. 5596 STRANDVEGUR - SJÁLAND STÓRKOSTLEG ÚTSÝNISÍBÚÐ Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali Einstaklega falleg og vel staðsett lúxusíbúð á fjórðu og efstu hæð ásamt stæði í lokaðri bílageymslu í fallegu lyftuhúsi í Sjálandshverfi í Garðabæ. Íbúðin stendur á einstökum útsýnisstað og er óhætt að segja að um sé að ræða eina allra best staðsettu íbúðina í Sjálandi. Íbúðin snýr í suður, vestur og norður með gríðarlega miklu óheftu útsýni. Íbúðin er öll hin glæsilegasta með fasaðri plankaeik á gólfum, fallegum eikarinnréttingum, tveimur flísalögðum baðherbergjum, gasarni og svölum á suður- og vesturhlið íbúðarinnar. Allar borðplötur og sólbekkir eru úr graníti. Í heild er hér um að ræða einstakt tækifæri til að eignast stórkostlega lúxus útsýnisíbúð á besta hugsanlega stað í þessu vinsæla hverfi. Upplýsingar gefur Ágúst Skúlason í síma 840 4048.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.