Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.02.2006, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ EF minnið svíkur greinarhöfund ekki þá lagði gríski heimspeking- urinn Plató áherslu á að mann- eskjan skynjaði veruleikann með íhugun og rökræðu, þ.e. að hægt væri að komast að sannleikanum með frumspekilegri aðferðafræði. Aristóteles lagði hins vegar meiri áherslu á að mannshugurinn þyrfti að gera ótal tilraunir og fá upplýs- ingar um margvísleg smáatriði áð- ur en hægt væri að komast að sannleikanum. Í nútímanum er að- ferðafræði síðarnefnda Grikkjans yfirleitt lögð til grundvallar og skiptir litlu máli á hvaða sviði það er. Skákin er hér ekki undanskilin enda er nauðsynlegt að prófa sig áfram og læra af mistökum til að skilja töfra listarinnar. Það hefur lítið upp á sig að íhuga í sífellu hvernig maður eigi að tefla, skyn- samlegra er að tefla og láta á það reyna hver færni teflandans er þar sem eins og endranær á hið forn- kveðna við að enginn verður óbar- inn biskup. Einnig er hér vert að benda á að hjá skákmönnum er það viðkvæði vinsælt að skákin sé harður skóli og þá sérstaklega höfð í huga þau atvik þar sem skákmaðurinn gloprar tækifærum til þess að vinna skák eða gera jafntefli. Allt er þetta nú gott og blessað en spurningin er hvar á að læra? Á að læra eingöngu með því að tefla á skákmótum eða á læra með því að stúdera heima og að tefla? Ástæðan fyrir þessum hugleið- ingum er sú að á Skeljungsmótinu sem lauk nýverið var tefld afar at- hyglisverð og lærdómsrík skák. Hún var tefld í sjöttu umferð og þegar upp var staðið reyndist hún úrslitaskák mótsins. Fyrir skákina hafði alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2.476) fullt hús vinn- inga en andstæðingur hans og kollegi, Jón Viktor Gunnarsson (2.421) kom næstur með hálfum vinningi minna. Hvítt: Stefán Kristjánsson (2.476) Svart: Jón Viktor Gunnarsson (2.421) 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 Rc6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 c4 Textaleikurinn virðist vera órök- réttari en 6… d5 en því lék Peter Leko (2740) gegn Michael Adams (2707) á Corus mótinu sem er ný- lokið. Framhald þeirrar skákar varð: 7. exd6 Dxd6 8. Ra3 Be6 9. d4 Bxb3 10. axb3 cxd4 11. Rb5 Dd7 12. Rbxd4 Rxd4 13. Rxd4 g6! og svartur náði að jafna taflið án nokkurra erfiðleika. 7. Bc2 d6 8. exd6 Dxd6 Þessi leikur er eðlilegur en 8… e5 virðist vera hvassari og meira í anda Jóns Viktors. 9. O-O Bg4 10. He1 Re5 11. Hxe5 Bxf3 12. De1 Bd5 13. b3 e6 14. Ra3 Dd7?! Allt þetta hefur verið leikið áður sem og þessi vafasami leikur en með honum er sú grundvallarregla brotin að leika á ekki sama mann- inum oft í byrjun tafls nema gild rök standi til annars. Með hliðsjón af þessu er rökréttara að leika 14… Be7 þar sem eftir 15. bxc4 Rxc4 16. Rxc4 Bxc4 17. Ba4+ Kf8 hefur svartur yfir fáu að kvarta þar eð kóngur hans mun komast í öruggt skjól og hann hefur góð tök á hvítu reitunum d5-c4-d3. 15. De2 Hc8?! 16. bxc4 Rxc4 17. Rxc4 Bxc4 18. d3 Ba6 Hvítur hefði einnig fengið betra tafl eftir 18… Bd5 19. Bb2 Be7 20. c4 Bc6 21. d4 Ba4 þó svo að það framhald hefði einnig komið til álita í stað textaleiksins. 19. Ha5!? Skákin er harður skóli! SKÁK Taflfélag Reykjavíkur SKELJUNGSMÓTIÐ 2006 8.–27. janúar 2006 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Nýlegt, sérhæft vöruhús og vandað iðnaðar- og skrif- stofuhúsnæði við höfnina í Hafnarfirði. Húsið er vel hannað og í mjög góðu ástandi og öllu greinilega vel við haldið. Húsnæðið hefur frá upphafi hýst alla starfsemi SÍF, þ.e.a.s. skrifstofur, mót- töku á hráefni, vinnslu og dreifingu á fiskafurðum. Húsnæðið er búið öflugri kæli- geymslu með ca. 11 metra lofthæð, ásamt mjög góðum hleðslurekkum. Aðkoma að húsinu er mjög góð. Athafnar- svæði við húsið er allt malbik- að og með góðri aðkomu að hafnaraðstöðu við höfnina, sem hentar mjög vel við lestun og losun afurða. Lóðin er 11.667,9 fm og er grunnflötur hússins ca. 3.850 fm. Byggingaréttur er á lóðinni fyrir allt að 1.500 fm. Eignin er staðsett á einum besta stað við höfnina og getur nýtt sér hafnaraðstöðu sem liggur samhliða lóð ofangreindar eignar. Fjárfestingartækifæri! Óskað er eftir tilboðum í eignina. Allar nánari upplýsingar veita: Eiríkur Svanur Sigfusson 520-2600 / 862-3377 Magnús Gunnarsson 588-4477 / 822-8242 Kári Halldórsson, lögg. fast. www.as.is -Opið virka daga kl. 9-18 Fornubúðir, Hafnarfirði Til sölu öll eignin samtals 6.239 fm Nýkomin í sölu glæsileg raðhús við Tröllateig í Mosfells- bæ. Húsin eru 165 fm að stærð á tveimur hæðum með um 20 fm innbyggðum bílskúr og skiptast þannig: Neðri hæð: Forstofa með fataherbergi, þvottaherbergi, eldhús og stofa/borðstofa. Efri hæð: Þrjú svefnherbergi, fjölskylduherbergi, fataher- bergi innaf hjónaherbergi og baðherbergi. Húsin skilast fullfrágengin að utan, steinsteypt með marmarasalla. Að innan skilast húsin fullfrágengin með innréttingum úr hvíttaðri eik og innihurðum úr hlyni. Parket úr hlyn og flísar verða á gólfum. Baðherbergi verður flísalagt og bæði með baðkari og sturtu. Bílskúr verður flísalagður og er innangengt í hann úr forstofu. Geymsla er innaf bílskúr. Útgengi á lóð er úr eldhúsi og 11,0 fm svalir eru út af fjölskylduherbergi á efri hæð. Lóð skilast í núverandi ástandi. Afhending er í apríl /maí nk. Teikningar og allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Tröllateigur - Mosfellsbæ Glæsileg ný raðhús á tveimur hæðum Verð: Endahús: 41,9 millj. Miðjuhús: 39,9 millj. FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali Mjög snyrtilegt endaraðhús á tveimur hæðum ásamt risi. Stofa og borðstofa með útgang á timburverönd og þaðan í sérgarð. Snyrtileg innrétting í eldhúsi. Þvottaherbergi. 3 svefnherbergi með skápum í öllum. Nýstandsett, glæsilegt baðherbergi með kari og sturtu, flísar á gólfi og veggjum. Geymsla í risi notuð sem herbergi. Hús í góðu standi, snyrtilegur garður, hiti í stétt við inn- gang. Í NÆSTA NÁGRENNI ER SKÓLI, ÍÞRÓTTAHÚS, SUNDLAUG OG ÖLL ÖNNUR ALMENN ÞJÓNUSTA. Húsið er laust fljótlega. Verð 29,4 millj. Opið hús verður í dag frá kl. 15-17. Opið hús VALLARHÚS 30 - LAUST FLJÓTLEGA www.gimli.is - ww.mbl.is/gimlialltaf á sunnudögumFERÐALÖG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.